Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Page 8
8 __________________________________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Útlönd I>V Kanslari Austurríkis Wolfgang Schussel ætlar aö starfa meö vitrlngunum þremur. Vonast til að einangrun verði brátt aflétt Wolfgang Schiissel, kanslari Aust- urríkis, kveöst vona að pólitískri einangrun Evrópusambandsins, ESB, gegn Austurríki verði aílétt innan þriggja mánaða. Kanslarinn vonar að ekki þurfi að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um afstöðuna til að- gerða ESB vegna stjómarþátttöku Frelsisflokksins, flokks Jörgs Haiders. Schiissel útilokar þó ekki að þjóðaratkvæðagreiðslan verði hafdin. Kanslarinn kveðst ætla að starfa með vitringunum þremur sem sendir verða til Austurríkis til að rannsaka mannréttindamál þar. 500 ferjufar- þegar taldir af Skip og flugvélar leituðu í gær ár- angurslaust að farþegum ferjunnar Cahaya Bahari sem saknað hefur verið frá því á fimmtudaginn. Ferjan var á leið frá eyjunni Halmahera sem er ein Mólúkkaeyja til eyjunnar Sulawesi. Um borð voru 492, flestir flóttamenn. Hörð átök hafa að undan- förnu verið á Halmahera milli múslíma og kristinna. Undanfarna daga hafa 150 fallið í átökunum. Ferjan hafði leyfi til að flyta 270 farþega. Rúmlega 200 flóttamenn til viðbótar, fullir örvæntingar, tróðu sér um borð þegar ferjan hélt frá landi. Jacques Chirac Tillaga forsetans á ekki upp á pallboröið hjá Jospin. Forsetinn og stjórnin deila um framtíð Evrópu Ágreiningur er milli forseta Frakklands, Jacques Chiracs, og stjórnar Lionels Jospins forsætis- ráðherra um ummæli forsetans um evrópska stjómarskrá á þinginu í Berlín síðastliðinn þriðjudag. Tals- maður forsetans sagöi hann hafa talað fyrir munn allrar frönsku þjóðarinnar og að leggja ætti áherslu á þörfina fyrir stjórnarskrá nú þegar það tekur við formennsku í Evrópusambandinu. Jospin hafn- aði því að samin yrði evrópsk stjórnarskrá í formennskutíð Frakka. Hörð gagnrýni fyrir hrokann Fundir Helmuts Kohls, fyrrver- andi kanslara Þýskalands, og flokksfélaga hans í sérstakri rann- sóknarnefnd þingsins fyrir yfir- heyrslu nefndarinnar á fimmtudag- inn hafa valdið miklu uppnámi í Berlín. Höfundar forystugreina þýskra dagblaða gagnrýna einnig kanslarann fyrrverandi harðlega. Formaöur rannsóknarnefndar- innar, jafnaðarmaðurinn Volker Neumann, sagði í gær að þeir félag- ar í Kristilega demókrataflokknum, sem hefðu átt fundi með Kohl, kynnu að verða útilokaðir frá nefndarstörfum kæmi í ljós að þeir hefðu samið við Kohl. Nefndin rannsakar leynilega sjóði kristi- legra demókrata og falsaða reikn- inga flokks þeirra auk meintrar mútuþægni kanslarans fyrrverandi. Aðalritari Jafnaðarmannaflokks- ins í Þýskalandi, Franz Múntefer- Helmut Kohl Kanslarinn fyrrverandi fær þaö óþvegiö vegna hrokans sem hann sýndi viö yfirheyrsluna. ing, sagði í gær að afstaða Kohls til rannsóknarinnar á hneykslinu væri hrokafull. Tekið var undir þessa skoðun hans í mörgum forystu- greinum þýsku dagblaðanna í gær. „Kohl var fullur af hroka þegar hann sat fyrir framan rannsóknamefndina. Hann sýndi hvemig sá verður sem er kanslari í 16 ár og flokksleiðtogi í 25 ár,“ skrifaði Súddeutsche Zeitung. Blaðið skrifaði jafnframt að Kohl hefði þegar verið heiðraður vegna árangurs síns. Nú þyrfti hann að borga fyrir mistök sín. Berliner Zeitung skrifaði að Kohl gæti ekki vanið sig við það að vera ekki lengur við völd. Mörg dagblaðanna sögðu nauðsyn á aö þingnefndir fengju meiri völd eftir að Kolil hafði neitað að gefa upp nöfn þeirra sem gáfu fé í leynisjóði flokks hans. A dráttarvél til réttarhaldanna Um 30 þúsund manns söfnuöust í gær saman í bænum Millau í Frakklandi til aö lýsa yfir stuöningi viö franska fjárbóndann Jose Bove sem oröinn er tákn mótmæla gegn alheimsvæöingu. Bove og níu félagar hans voru leiddir fyrir rétt í gær fyrir árás á McDonald’s veitingastað í bænum í fyrrasumar. Voru þeir að mótmæia bandarískum tollum á franskar tandbúnaöarafuröir. Bove, sem einnig vakti athygli á ráöstefnu Heimsviöskiptastofnunarinnar í Seattie í fyrra, á yfir höföi sér 5 ára fangelsi. Hann kann einnig aö veröa dæmdur til aö greiöa háar sektir. Kínverjar þvoðu tuttugu milljarða í Frakklandi Franska lögreglan hefur handtek- ið 27 manns sem grunaðir em um peningaþvott Kínverja í Frakklandi. Talið er að Kínverjamir hafi þvegið um 20 milljarða íslenskra króna síð- ustu 18 mánuðina, að því er heim- ildarmenn í franska réttarkerfmu greindu frá í gær. Níu manns, sem taldir eru höfuðpaurar starfseminn- ar, voru á miðvikudaginn og fmuntudaginn dæmdir í fangelsi. Fjárglæframennimir höfðu þveg- ið tugi milljóna króna frá svarta markaðnum á hverjum degi undan- fama 18 mánuði. Kínverjamir stofnuðu bankareikninga í París og fluttu frá þeim peninga inn á reikn- inga í Kina og í Hong Kong. Peningamir hafa meðal annars veriö notaðir til að greiða þeim sem smyglað hafa Kínverjum til Frakk- lands og annarra evrópskra landa. Peningamir hafa einnig verið not- aðir til að greiða svörtu vinnuafli og til að smygla stómm fórmum af ódýmm kínverskum vamingi til Frakklands. Þar var hægt að selja hann með góðum hagnaði. Og í Genf var í gær um hálfur milljarður íslenskra króna gerður upptækur af bankareikningi fyrr- verandi utanríkisráðherra Úkra- ínu, Pavlos Lazarenkos. Samkvæmt frásögn lögfræðings utanríkisráð- herrans fyrrverandi var hann einnig dæmdur í 18 mánaða fang- elsi vegna peningaþvotts. Lazaren- ko situr nú í fangelsi í San Francisco í Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um að hafa þvegið um 9 milljarða íslenskra króna. Það fé á hann að hafa fært frá op- inberum sjóðum tfl eigin fyrirtækja þegar hann var héraðsstjóri í Úkra- ínu frá 1993 til 1994. Lazarenko, sem var forsætisráð- herra Úkraínu frá júní 1996 tO júní 1997, var handtekinn í Sviss í des- ember 1998 þegar hann kom tfl landsins með vegabréf frá Panama. Hann var látinn laus gegn trygg- ingu en handtekinn i Bandaríkjun- mn í febrúar 1999. Vald til að reka Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti i gær með meirihluta lög sem heimOa Vla- dimir Pútín Rúss- landsforseta að reka héraðsstjóra og stjórnir þeirra. Fyrst verður þó dómstóll að úr- skurða að brotið hafi verið gegn stjórnarskránni. Gísl missti fóstur Kona frá S-Afríku, sem er einn gísla uppreisnarmanna á FOippseyj- um, missti fóstur í vikunni að því er einn leiðtoga mannræningjanna greindi frá í gær. 11 ára moröingi 11 ára drengur í Sahibabad ná- lægt Nýju-Delhi í Indlandi viður- kennir að hafa drekkt þremur böm- um, 7 mánaða, 3 ára og 5 ára. Óttast kosningasvindl Stjómarflokkurinn í Mexíkó, PRI- flokkurinn, sem verið hefur við völd frá 1929, kann að hafa undirbúið svindl í forsetakosningunum á morgun samkvæmt orðrómi á Net- inu. Yfirvöld segja ekkert að óttast. Vilja fara frá Vesturbakka Nær helmingur ísraela, eða 49 prósent, er reiðubúinn að afhenda Palestínumönnum 90 prósent Vest- urbakkans samkvæmt skoðana- könnun sem birt var í blaðinu Yedioth Aharonoth. ísraelar vOja halda austurhluta Jerúsalem og byggðum landnema. Lífstíðarfangelsi H24 ára gamaO Breti, sem er aðdáandi Saddams Husseins og Adolfs Hitlers og and- stæðingur samkyn- hneigðra, var í gær dæmdur í sexfalt lífs- tíðarfangelsi. Bret- inn, David Copeland, stóð að baki þremur naglasprengju- árásum í London í fyrra. Þrír létust í árásunum og yfir hundrað særð- ust. Herferð gegn hvalveiðum Sjónvarpsmynd, sem sýnir hval- veiðimenn drepa hval með vél- byssu, verður sýnd í ástralska sjón- varpinu í næstu viku. Myndin, sem er upphafið að nýrri alþjóðlegri her- ferð gegn hvalveiðum, er meðal annars framleidd af þeim sem gerðu leikmyndir kvikmyndarinnar Mat- rix. Fjölskyldan fjarverandi Breska konungs- Sölskyldan var ekki viðstödd í gær þeg- ar vígður var leik- vöOur í Kensington- garði tO minningar um Díönu prinsessu. Bróðir Díönu, Spencer jarl, var við athöfnina. Netanyahu fram úr Barak Benjamin Netanyahu, fyrrver- andi forsætisráðherra ísraels, myndi sigra Ehud Barak forsætis- ráðherra yrði kosið nú. Samkvæmt könnunum er Netanyahu með 44 prósenta fylgi en Barak 36 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.