Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 53
61'— LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 DV Tilvera Norðurlandamót í Hveragerði 2000: Svíar efstir í opna flokknum - en Finnar í kvennaflokki þegar mótið er hálfnað Þegar þetta er skrifað er Norður- landamótið í bridge hálfnað en mót- inu lýkur í dag með verðlauna- afhendingu og mun Sif Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra afhenda verð- launin. í opna flokknum eru Svíar i efsta sæti með rúmlega 20 vinningsstig í leik en í kvennaflokki eru fmnsku konurnar efstar með tæp 22 stig að meðaltali í leik. íslenska karlasveitin er taplaus í þriðja sæti en kvennaliðið er í fimmta sæti. Leikir íslensku sveitanna hafa farið þannig: Karlalandsliðið: Ísland-Færeyjar 17-13 Ísland-Noregur 16-14 Ísland-Finnland 15-15 Ísland-Svíþjóð 15-15 Ísland-Danmörk 22-8 Kvennalandsliðið: Ísland-Færeyjar 19-11 Ísland-Noregur 10-20 Ísland-Finnland 25-4 Ísland-Svíþjóð 12-18 Ísland-Danmörk 16-14 í dag spila íslensku sveitirnar við Svíþjóð og Danmörku og hefst fyrri leikurinn kl. 9 árdegis en sá síðari kl. 14 síðdegis. Þegar þetta er skrifað hafa Dröfn Guðmundsdóttir og Erla Sigurjóns- dóttir skorað mest í sínu liði eða 0,08 impa að meðaltali í spili meðan Magnús E. Magnússon og Þröstur Ingimarsson hafa skorað mest í sínu liði eða 0,79 að meðaltali í spili. Þeir félagar fengu bestu skorina í n-s í spilinu í dag en ekki var laust við að spilaguðinn hefði gengið í lið með þeim. Skoðum það. N/Allir 4 D653 «4 Á2 ♦ ÁG103 4 Á72 4 ÁK842 •4 KG987 4 74 * 3 4 10 «4 D5 ♦ D98652 4 9865 Þröstur og Magnús sátu n-s en í a- v voru Finnarnir Nyberg og Pekka. Sagnirnar gengu þannig : Noröur Austur Suöur Vestur 1 grand pass 34* dobl 3 grönd! pass pass pass * sexlitur til að spila Það ráku flestir við borðið upp stór augu þegar norður sagði þrjú grönd, ég tala nú ekki um eftir dobl vesturs. Allir sögðu samt pass og austur spilaði vongóður út laufa- kóng. Þröstur drap strax á ásinn og þar sem lítið var um innkomur í blindan þá lagði hann niður tígulás. Þegar kóngurinn kom var vissum áfanga náð, átta slagir voru í aug- sýn. Þröstur tók nú tígulslagina og þegar síðasta tíglinum var spilað stóð vestur eftir með ÁK8 í spaða og KG í hjarta. Þröstur spilaði nú spaða og beið eftir tveimur hjarta- slögum. Níu slagir og 600. Á hinu borðinu spilaði Finninn í suður 3 tígla og vann þá slétt eftir að sagnir dóu út í þremur tíglum eftir sömu sagnir. ísland græddi því 10 dýrmæta impa. Smáauglýsingar bílar og farartæki húsnæði markaðstorgið einkamál 550 5000 Myndgátan hér til hliðar lýsir nafnorði Lausn á gátu nr. 2741: Olnbogarúm Myndasögur r Ég hef beðið i fjöldamörg ár eftir að vera boðið í veisiu híngað. Svo nú verðurðu að hegða þér fullkomlega, Gissur. og gæta þess að segja ekken rangt. Frú Emma er svo mislynd. ð> <9 Þú getur nú ekki \ kennt mér um þetta. | Mína. / Fallega gert að leyfa mér aö sitja i, Jóakim frændi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.