Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
Fréttir
I>V
Uppsetning skilta kærö til sýslumannsins á Húsavík:
Göngufólki úthýst frá Kverk-
fjöllum og Herðubreiðarlindum
— fær á tilfinninguna aö maður sé umhverfisglæpamaöur, segir kærandi
Arni Bragason,
- forstjóri Nátt-
úruverndar
ríkisins
„Mér finnst
gaman að ferðast
um landið, ég vil
fá að ferðast og
njóta míns eigin
lands og ég tel að
verið sé að koma
í veg fyrir það
með þessum til-
kynningum sem
eiga sér enga
stoð,“ segir Sigur-
jón Benediktsson,
tannlæknir á
Húsavík. Hann
hefur kært um-
gengni á hálendinu í nágrenni
Kverkfjalla og Herðubreiðarlinda og
skilti sem sett hafa verið þar. Á
þessum skiltum stendur að gisting á
svæðinu sé bönnuð og fólki bent á
næstu leyfilega gististaði. Sigurjón
segir að þessi skilti komi í veg fyrir
að göngufólk skoði sig um því of
langt sé milli gististaða fyrir fólk
sem ferðast á tveimur jafnfljótum.
Samkvæmt náttúruverndarlögum
er almenningi á ferð utan alfaraleið-
ar „heimilt að setja niður göngu-
tjöld, nema annað sé tekið fram í
sérreglum sem kunna að gilda um
viðkomandi landsvæöi".
Samkvæmt lögreglunni á
Húsavík gilda sérstök frið-
unarlög um hluta þess land-
svæðis sem Sigurjón talar
um en verið er að kanna
hvort allt það landsvæði
sem skiltin benda til sé frið-
að á þann hátt að fólki sé
bannað að setja upp tjöld
sín. Til dæmis er ekki
heimilt að tjalda í Hvanna-
lindum.
„Svæðið var orðiö mjög
illa farið, það voru miklar
gróðurskemmdir þarna fyr-
ir nokkrum áram á meðan
leyft var að tjalda þar og
þess vegna var ákveðið að
hætta að leyfa tjöld þar og
beina fólki á tjaldstæði þar
sem einhver þjónusta er
veitt,“ segir Ámi Bragason,
forstjóri Náttúruvemdar
ríkisins. „Það var Ferðafé-
lag Fljótsdalshéraðs sem
setti skiltin upp en við
hefðum alveg eins getað
gert það, þau eru fyrst og
fremst ætluð til þess að leiðbeina
fólki og allt sem við getum gert til
Feröamönnum bannaö aö gista á hálendinu.
Sigurjón Benediktsson hefur lagt fram kæru vegna
skilta sem sett hafa veriö upp á hálendinu og
banna fólki aö setja upp tjöld eöa sofa í bílum sín-
um á svæöinu í kringum Heröubreiöarlindir og
Kverkfjöllin. Sýslumaöurinn á Húsavík hefur máliö til
umfjöllunar.
þess að leiðbeina og auðvelda fólki
fór um hálendið, þaö gerum við, svo
framarlega sem það stangast
ekki á við lög.“
Einnig kærir Sigurjón frá-
gang skiltanna, sem hann seg-
ir að ógni umferðaröryggi
fjallafara, og aðrar fram-
kvæmdir á svæðinu.
„Þetta er gullfallegt svæði,
algjör eyðimörk, og það er
búið að raða steinum með
fram veginum þvers og kruss.
Ég hef talað við menn sem
hafa sagt að búið sé að loka
slóðum að stöðum sem menn
hafa keyrt til í gegnum árin.
Þessir staðir týnast því og
menn njóta þeirra ekki. Til
hvers er þá öll vemdin og
varslan?“ spyr Sigurjón.
„Maður fær það á tilfinning-
una að vera umhverfisglæpa-
maður ef maður ferðast um
landið. Það eru á eftir manni
alls konar verðir og eftirlit þó
besta landverndin sé náttúr-
lega að menn ferðist og skoði
þessa hluti. Þá læra menn að
skemma ekki.“
Sýslumannsembættið á
Húsavík hefur nú kæruna til um-
fjöllunar. -SMK
Eigendur húsnæðisins að Bankastræti 7 ætla sjálfir í veitingahúsarekstur:
Sóloni íslandus úthýst
- siðlaus yfirtaka, segir vonsvikinn eigandi rekstrarins
„í okkar huga er þetta hrein og
klár yfirtaka. Viö höfum skapað
mikla viðskiptavild á þessum stað
sem eigendur húsnæðisins ætla nú
að hirða af okkur á löglegan en al-
gjörlega siðlausan hátt,“ segir einn
sextán eigenda Sólonar íslandus á
homi Bankastrætis og Ingólfsstrætis.
Að sögn þessa heimildarmanns,
sem ekki vildi láta nafns getið, náðust
ekki nýir samningar um leigu hús-
næðisins við eigendur þess, systkinin
Svövu og Pétur Bjömsbörn. Því verð-
ur Sólon íslandus að yfirgefa húsnæð-
ið 30. september næstkomandi og
óvíst er um framtíð rekstrarins. Ekki
er útilokað að Sólon íslandus verði
opnaður á nýjum stað en sá staður
mun þó enn vera ófundinn.
Pétur og Svava munu sjálf ætla
aö halda áfram veitingarekstri í
húsnæði sínu undir merkjum nýs
Veðrið í kvöld
Sólon Islandus
Sólon Islandus hverfur á braut innan mánaöar.
Sólargangur og sjávarföll
■ IISilIllS
REYKJAVIK AKUREYRI
rekstrarfélags og munu þegar hafa
ráðið til þess talsverðan hluta
starfsfólks Sólonar íslandus.
„Þaö er blóðugt að við sem ótví-
ræðir frumkvöðlar í kaffihúsa-
menningu hérlendis þurfum að þola
slíkt viðskiptasiðferði en því miður
er þetta að mörgu leyti staðallinn í
veitingahúsarekstri hérlendis. Það
er í raun grátlegt að við sem höfum
svo litla veitingahúsahefð skulum
ekki getað haldið í þá staði sem hafa
unnið sér traustan sess,“ segir áður-
nefndur eigandi Sólonar Islandus.
Pétur Bjömsson segir það alfarið
hafa verið afstaða leigjendanna sem
olli því að samningar voru ekki end-
umýjaöir. „Viö gerðum tvö tilboð
um leigu sem var undir markaðs-
verði en þau höfnuðu þeim báöum.“
Pétur segir að nýja staðnum hafi
enn ekki verið valið nafn. -GAR
Sólarlag í kvöld 20.39 20.29
Sólarupprás á morgurt 06.16 04.52
Síódeglsflóó 21.15 01.48
Árdeglsflóó á morgun 09.41 14.14
Skýringar á veburtáknum
^♦''•VlNDÁTr ^ 4—KfO
-10°
'FR0ST
b
•VINDSTYRKUR
I metrum á sckúndu
Hæg breytileg átt
Hæg breytileg átt og víöa léttskýjað en skýjað
aö mestu sunnanlands og sums staðar dálítil
súld til morguns. Hiti verður víöa 10 til 15
stig aö deginum en 1 til 7 í nótt, hlýjast
austan til.
LÉrTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ O SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
v> B o 6í
RiGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÖK0MA
© 9 =
ÉUAGAN&UR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
ijujjnitluk
Sumrinu lýkur senn
Sumariö er senn á enda og fariö að
styttast í haustiö. Þaö er því ráö aö
reyna aö njóta síöustu sumardaganna
og gera eitthvaö skemmtilegt áöur en
veturinn skellur á.
Suðaustan og suövestan
Suöaustan 10 til 15 m/s og skýjaö allra vestast en annars hæg
suövestlæg átt og léttskýjaö.
Manudagur
Vindur:
10-15 m/»
Hiti 11“ til 16“
R%
SA-átt, 10 tll 15 m/s og
rlgnlng sunnan og vestan
til en hægari og skýjaó á
Noróausturiandi. Hltl 11 tll
16 stlg.
Vindur:
5—8 irt/s
Hiti 9° til 15® *W!W
Breytlleg átt, skúrir og
fremur mllt.
mmm*
Þórólfur
Halldórsson.
Dómur 15.
september.
Jón Sveinsson.
Áfrýja strax veröi
ég sekur
fundinn.
Réttað yfir
sjóliðsforingja
- ver sig sjálfur
„Jón Sveinsson er ákærður fyrir
að spilla hreiðurstæðum ama með
sinubruna á Amarstapa í Miðhúsa-
eyjum. Dóms er að vænta 15. sept-
ember," sagði Þórólfur Halldórsson,
sýslumaður á Patreksfirði, eftir að
hafa réttað í máli Jóns sem búsettur
er í Miðhúsum í Reykhólahreppi en
var áður sjóliðsforingi í norska sjó-
hernum.
„Ég ver mig sjálfur en sýslumað-
ur er hlutdrægur og rannsókn máls-
ins gloppótt. Verði ég sekur fundinn
áfrýja ég umsvifalaust til Hæstarétt-
ar,“ sagði Jón sem brenndi sinu á
landi sínu fyrir ári og var kærður
fyrir. Jón Sveinsson heldur því
fram að emir hafi ekki verpt i Arn-
arstapa svo áratugum skipti og mál-
ið sé allt tilbúningur náttúruvernd-
arsinna frá upphafi. „Ég var i full-
um rétti við að verja land mitt fyrir
þessum ránfuglum sem reyndar
voru ekki til staðar," sagði Jón
Sveinsson í gær. -EIR
Mýrdalsjökull:
Haustskjálfta-
hrina hafin
Venjubundin haustskjálftahrina er
hafin á Mýrdals- og Eyjafjallajökuls-
svæðinu. Stærstu skjálftamir hafa þó
allir verið undir þremur á Richter.
„Það hefúr verið frekar rólegt á
þessu svæði í vor og fram eftir
sumri. Síðan byrjaði virkni vestar-
lega í Mýrdalsjökli af krafti í byrjun
ágúst,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur. „Við lítum á þetta
sem hausthrinu, en þama eru árs-
tíðabundnar jarðskjálftahrinur.
Hausthrinan nú byrjar tiltölulega
snemma og kröftuglega. Stærstu
skjálftarnir eru allir undir þremur á
Richter. Ég tel þessar hrinur stafa af
fargléttingu á jöklinum vegna bráðn-
unar sem hefur verið tiltölulega mik-
il í sumar.
Þó þessi virkni tengist með einum
eða öðrum hætti kvikufærslu, þá er
ekki hægt að tengja þessa hrinu sér-
staklega við goslíkur í Kötlu. Að öðra
leyti er rólegt á Suðurlandi." -HKr.
Víndur.
5-8 m/s
Híti 9“ til 15“
Breytlleg átt, skúrlr og
fremur mllt.
AKUREYRI hálfskýjaö 10
BERGSSTAÐIR léttskýjaö 10
B0LUNGARVÍK léttskýjaö 10
EGILSSTAÐIR 10
KIRKJUBÆJARKL. súld 9
KEFLAVÍK hálfskýjaö 11
RAUFARHÖFN léttskýjaö 8
REYKJAVÍK hálfskýjaö 10
STÓRHÖFÐI skýjaö 11
BERGEN skýjaö 15
HELSINKI léttskýjaö 19
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 17
ÓSLÓ skýjaö 18
STOKKHÓLMUR 17
ÞÓRSHÖFN skýjaö 11
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 12
ALGARVE heiðskírt 27
AMSTERDAM skýjaö 19
BARCELONA léttskýjaö 26
BERLÍN skýjaö 22
CHICAGO þokumóöa 21
DUBLIN skúrir 17
HALIFAX þokumóöa 18
FRANKFURT skýjaö 20
HAMBORG
JAN MAYEN skýjaö 8
LONDON skúrir 16
LÚXEMBORG rigning 17
MALLORCA heiöskírt 29
MONTREAL léttskýjaö 23
NARSSARSSUAQ skýjaö 8
NEW YORK .þokumóöa 24
ORLANDO hálfskýjaö 24
PARÍS skýjaö 21
VÍN þokumóöa 24
WASHINGTON léttskýjaö 6
WINNIPEG