Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 9 Fréttir Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði: Aðeins 17,5 milljóna hagnaður — gengistapi kennt um versnandi afkomu DV. GRUNDARFIRDI:_______ Rekstrartekjur Guðmundar Run- ólfssonar hf. fyrstu sex mánuðina námu alls 504,6 milljónum kr. og hækkuðu þær um 52,4% frá sama tímabili á síðasta ári. Að meðtöld- um innlögðum eigin afla og veiðar- færasölu til eigin nota nam heildar- velta félagsins 679,8 milljónum króna. Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður tímabilsins 17,5 milljónum kr., samanborið við 103,4 miiljónir kr. árið á undan en í þeirri afkomu var söluhagnaður aflaheimilda upp á 65,2 milljónir. Félagið hefur líkt og mörg önnur félög lent í umtalsverðu gengistapi vegna skulda félagsins og skýrir það aukningu í íjármagnsgjöldum í rekstrarreikning félagsins ásamt aukinni skuldsetningu vegna kaupa á skipum og aílaheimildum. Hagnaður fyrirtækisins fyrir af- skriftir og vexti var 136 milljónir kr., sem er 26,95% af veltu tímabils- Nýtt skip frá Kína Hér getur að líta nýja skipið sem Guðmundur Runólfsson hf. tætur smíða í Kína. ins, samanborið við 75,4 milljónir kr. árið á undan sem var 22,79% af veltu þess tímabils. Veltufé frá rekstri er 68,6 miUjónir króna. Bók- fært eigið fé í júnílok nam 755,1 milljón kr. en þar af nemur hlutafé 137,9 milljónum kr. Eiginijárhlutfall í júnílok var 32,41%. Meðalfjöldi starfa á tímabilinu var 106 og launa- greiðslur og launatengd gjöld námu 154,4 milljónum kr. í janúar var gengið frá kaupum á Nirði ehf. og þann 1. maí sameinað- ist Njörður ehf. Guðmundi Runólfs- syni hf. Gert er ráð fyrir að samein- ing þessi skili sér í bættri afkomu á síðari hluta ársins. í maí 2000 var hlutafé félagsins aukið um 50 millj- ónir króna í hlutafjárútboði og seld- ist hlutaféð allt til forkaupsréttar- hafa. Félagið hefur gert smíðasamning við kínverska skipasmíðastöð um smíði á 52 metra löngum ferskfisk- togara sem verður endanlega stað- festur innan tíðar. -DVÓ Renault Scénic RT sjálfskiptur 22.460,- á mánuði* Verð 1.838.000,- 5 dyra - 4 þrepa sjálfskipting - 1600 cc - 4 loftpúðar - abs bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar sandæsingar Renault Scenic RX4 29.134,- a manuðr Verð frá 2.390.000,- 5 dyra - 5 gíra - 2000cc - 4 loftpúðar - abs bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Gijótháls 1 Síná 575 1200 Söludeild 575 1220 *meðalgreiðsla á mánuði miðað við 25% útboigun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum. Prófaðu Renault Scénic til að svara kalli fjölskyldunnar um þægilegri bíl sem hægt er að aðlaga sérlega vel að hverri ferð fyrir sig. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.