Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Víðir Valgeirsson leitar sonar síns: Málinu lýkur ekki fyrr en Valgeir hvílir í vígðri mold Að kvöldi 18. júní 1994, þegar þjóðin var enn að jafna sig eftir lýð- veldishátíðina á Þingvöllum og far- in að undirbúa Kvennahlaupið dag- inn eftir, stóð Valgeir Víðisson, tæp- lega þrítugur Reykvíkingur upp frá sjónvarpinu og hálfteiknaðri mynd í herbergi sínu á Laugavegi. Hann hvarf út í nóttina og síðan hefur ekkert til hans spurst. Faðir hans hefur leitað hans stöðugt síðan, sannfærður um að hann hafi orðið fórnarlamb morðingja úr undir- heimum Reykjavíkur en Valgeir neytti fíkniefna og seldi þau. Minningarathöfn um Valgeir fór fram um síðustu helgi og nú er upp- skátt að ný vitni hafa komið fram í dagsljósið sem styðja kenningar Víð- is, fóður Valgeirs. Lögreglan rannsak- ar nú hvarf hans sem morðmál. „Valgeir var mikill dugnaðarfork- ur og mjög vinnusamur og afkasta- mikill við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líkur mér í skap- ferli, fljótur upp og fljótur niður en við vorum góðir saman og gátum alltaf talað saman og mér fannst af- skaplega gott að vinna með honum,“ Þannig lýsir Vlðir Valgeirsson frumburði sínum Valgeiri sem fæddist í Reykjavík 11. júlí 1964. Móðir Valgeirs, Jakobína Sigur- björnsdóttir, og Víðir fluttu með hann tveggja ára gamlan til Vest- mannaeyja og þar óx Valgeir úr grasi og var heimilisfastur þar til 1979 þegar foreldrar hans skildu og Víðir faðir hans flutti til Reykjavík- ur. Fljótlega kom Valgeir í humátt- ina á eftir föður sínum til Reykja- víkur og þeir áttu eftir að halda saman heimili næstu árin, fyrst með móður Víðis, ömmu Valgeirs en síðan tveir einir. Grár af lundalús „Valgeir byrjaði að kinna og gella í Vestmannaeyjum þegar hann var mjög ungur, sennilega 11-12 ára gamall, og hafði fljótlega jafnmikið upp og mamma hans fyrir hálfan daginn í frystihúsinu. Hann saltaði kinnar og seldi upp á land. Hann var svo ákafur að það þurfti eigin- lega að halda aftur af honum. Það sama var uppi á teningnum þegar hann komst upp á lag með að veiða lunda. Hann byrjaði eins og flestir peyj- ar á því að stela háf og fara í leyfis- leysi en varð mjög harður veiðimað- ur og gekk einu sinni utan úr Ysta- kletti með 100 lunda á öxlunum, að- eins 13-14 ára gamall. Mamma hans varð alveg æf því hann var auðvitað grár af lundalús." Valgeir flutti til Reykjavíkur með föður sínum 15 ára, hann lenti fljót- lega upp á kant við skólayfirvöld, var staðinn að óknyttum og af ótta við afskipti lögreglunnar fór hann aftur heim til Vestmannaeyja og fór að vinna en kom fljótlega aftur til Reykjavíkur. Þetta upprof á skóla- göngu hans varð til þess að hann lauk aldrei skyldunámi. Hætt kominn á Helgunni Víðir var vélstjóri á ýmsum bát- um frá Vestmannaeyjum og fór síð- an í skólann og tók 1000 hestafla réttindi og hefur alla tið stundað sjómennsku. Þeir feðgarnir voru saman til sjós I nokkur skipti, bæði á Jóni Halldórssyni RE og Helgu II RE og likaði vel aö vera saman. „Sjómennskan átti vel við Val- geir. Hann var aldrei sjóveikur og var harðduglegur að vinna.“ Valgeir var reyndar hætt kominn eitt sinn á Helgu II þegar verið var að taka ís um borð í Reykjavíkur- höfn. Hann var við annan mann uppi á bílnum við að moka ísnum þegar gaflinn gaf sig skyndilega og íshlassið steyptist yflr síðuna á skipinu og í sjóinn milli skips og bryggju og báðir mennirnir með. „Ég var niðri á millidekki með skipstjóranum og heyrði bara hljóð- in S Valgeiri og vissi strax að eitt- hvað alvarlegt var að. Ég bað skip- stjórann að fara upp i brú en þaut sjálfur upp. Þá hékk Valgeir á flng- urgómunum utan á skipinu en hinn strákurinn var í sjónum undir sex tonnum af Ss.“ Allt fór vel að lokum og saman björguðu þeir manninum úr sjónum Víðir Valgeirsson hefur leitað sonar síns S sex ár og alltaf verið sannfærður um að hann hafi verið myrtur. Nú hillir undir að rannsóknin komist á skrið þar sem komiö hafa ný vitni sem styðja þessar grunsemdir. Víðir segir aö málinu veröi ekki lokiö fyrr en réttlætið hefur náö fram að ganga og morðingjar sonar hans hafa veriö dæmdir. Bréf Guðrúnar Jónu: Undarlegar aðferðir RLR Guðrún Jóna ípsen, stjúpmóðir Valgeirs Viðissonar, tók virkan þátt S leitinni að honum ásamt allri fjölskyldunni. Guðrún lést 1999 eftir snarpt dauðastrið við krabbamein. Hún lét eftir sig bréf- ið sem hér birtist þar sem hún lýs- ir skoðunum sínum á vinnubrögð- um lögreglunnar við rannsókn málsins. „í júní 1994 týndist sonur sam- býlismanns míns, Valgeir Víðis- son, á mjög dularfullan hátt. Hann hvarf sporlaust af heimili sínu rétt fyrir miðnætti og hefur ekki sést síðan. Eftir að fullvíst var að hann var í raun og sann horfinn hófst umsvifamikil leit að honum, jafnt á landi sem á sjó. Leitað var í nokkurn tíma en eftir að leit lauk tók lögreglan að vinna úr þeim upplýsingum sem þeim annað- hvort bárust eða voru beinlínis færðar upp í hendurnar á þeim. Brátt hættu þeir þó allri vinnu við málið og veit ég það fyrir víst að þegar fólk hringdi inn með upplýs- ingar um málið, jafnvel upplýsing- ar þar sem staðir þar sem lík Val- geirs gæti verið að flnna, voru teknir fram, var því sagt aö lög- reglan gæti ekki hlaupið eftir öll- um þeim vísbendingum sem þeir fengu og stungu þar með málinu djúpt ofan í skúffu. Þegar svona framkoma er skoð- uö hlýtur þessi spurning að vakna: Getur fólk horfið sporlaust, jafnvel af völdum annarra, án þess að rannsóknarlögreglan rannsaki málið af vandvirkni, stingi því bara undir stól án þess að rann- saka það nokkuð frekar? Getur það verið að fólk fái að komast upp með morð hér á íslandi? Sá grunur hefur auðvitað vakn- að hjá okkur sem nálægt málinu stöndum að það sé ekki rannsakað vegna þess að Valgeir hafi verið viðriðinn eiturlyf. Málið hlýtur að vera öllu alvarlegra ef svo er þar sem það hlýtur að þýða að lögregl- an sé því nær fegin að slíkir menn séu drepnir, teknir af lífi án dóms og laga. Að lokum er rétt að athuga að allir eiga rétt á því að leyfa látnum ástvinum sínum að njóta friðar, að þeir séu grafnir í vígðri gröf. Líka þeir sem hafa lent upp á kant við lögin. Þeir eru jú líka manneskjur með sama rétt og við hin. Guðrún Jóna ípsen Sólvallagötu 17 101 Reykjavík sem var orðinn kaldur og hrakinn og búinn að drekka mikinn sjó. Valgeir vann ýmis störf til sjós og lands. Hann afgreiddi í Rúmfatala- gemum, var háseti til sjós, vann í akkorði við beitingar og fleira. „Hann var ekki hár i loftinu þeg- ar hann var farinn að elta mig í beitingaskúrinn í Eyjum. Ég setti þá undir hann stamp og lét hann hjálpa mér að greiða línuna og grípa í að beita. Hann var ótrúlega handfljótur og röskur þó hann væri ekki nema 10-11 ára.“ Beitingar eru akkorðsvinna og lágmarkið er 8 balar á dag en vanir menn hreinsa sig af 11-12. Víðir seg- ir að þegar Valgeir var eitt sinn að beita suður í Sandgerði hafl hann beitt sextán bala á dag og lætin i honum hafí verið svo mikil að hann var hafður i sérstökum klefa við vinnuna. Líf í skugga eíturlyfja En yfir lífi Valgeirs hvíldi alltaf skuggi þar sem hann ánetjaðist ung- ur fíkniefnaneyslu og losnaði ekki úr klóm hennar fyrr en yflr lauk. Hann neytti amfetamíns og kókaíns árum saman og var einnig flæktur 'í innflutning, sölu og dreifingu á efn- unum og hlaut dóma fyrir slík af- brot. „Mér skilst að hann hafi fyrst kynnst fíkniefnum sem unglingur um borð í dönsku flutningaskipi i Vestmannaeyjum. Við ræddum þessi mál stundum því auðvitað vildi ég að hann hætti þessu. Hann reif sig upp stundum í nokkra mán- uði i senn og vann þá eins og fork- ur en svo sótti alltaf í sama farið aft- ur. Ég fór einu sinni út til Hollands til að leita að honum þegar hann hafði verið þar nokkuð lengi án þess að láta vita af sér. Mér tókst samt ekki að fá hann með mér heim.“ Valgeir reyndi einu sinni að fara í meðferð til að losna úr flkniefna- neyslu. Hún varði ekki lengi. „Hann útskrifaði sjálfan sig eftir nokkra daga og sagðist vilja gera þetta sjálfur.“ Maðkatínsla gefur meira en dópsala Valgeir var í sambúð frá 1985 til 1992 en þegar hann hvarf var hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.