Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 x>v Helgarblaö Skemmtileg verslun á Hvanneyri: I kertaljósinu býrðu til eigin kerti DV, HVANNEYRI:______________________ A Hvanneyri í Borgarfiröi er oft margt ferðafólks og þar vekur at- hygli þess nýstárleg verslun sem heitir Kertaljósið. Þar getur fólk komið og gert sin eigin kerti og einnig er hægt að kaupa fjölmargar gerðir af tilbúnum kertum. „Við hjónin fengum þessa hug- mynd þegar við bjuggum í Dan- mörku fyrir nokkrum árum og DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Býr sér til kerti Þegar blaðamann DV bar að garði var þessi ungi maður, Arnar Hrafn, að gera sér kerti í Kertaljósinu á Hvanneyri og hafði gaman af. ákváðum að prófa þetta hér,“ segir Kolbrún Anna örlygsdóttir, eig- andi Kertaijóssins. „Ég fékk inni í húsnæði sem Landbúnaðarháskól- inn á og innréttuðum við hjónin það með dyggum stuðningi vina okkar hér á staðnum." Fyrst stóð til að vera eingöngu með kertagerðina og sölu á kertum en svo hefur hægt og bítandi bæst við og í dag er ýmislegt til sölu, þama er matvara, myndbandaleiga og kaöihorn. „Þetta gengur bara mjög vel. Að vísu hefur tekið tíma að koma þessu á framfæri enda framandi fyrir íslendinga að gera sín eigin kerti. Hins vegar hefur vantað hér afþreyingarmöguleika fyrir ferða- fólk, sem er margt hér um slóðir, og því hefur þessu verið tekið mjög vel. Það er mjög auðvelt að gera kerti og böm allt niður í þriggja ára geta gert þau undir umsjón for- eldra sinna. Hingað hafa komið hópar grunn- skólanema í ferðalagi með skólun- um og getum við tekið á móti alit að 30 i einu. Einna skemmtilegast er þó að taka á móti fólki í óvissu- ferðum en bæði fyrirtæki, félög og saumaklúbbar hafa komið hingað i slíkum ferðum og hefur það tekist frábærlega. Ég hef þá bara opnað sérstaklega á kvöldin og fólkið ver- ið eins og heima hjá sér. Auk heimsóknar í Kertaljósið er svo hægt að skoða Búvélasafnið og Uliarselið svo að hér er fjölmargt að sjá og skoða,“ sagði Kolbrún í viðtali við DV. -DVÓ DAXARA I KERRUR Mikið úrval Frábært verð frá Irr. 29.700.- Fyrir fólksbíla 09 jeppa Calvaniscraðar TUV vottaðar Úrval aukahluta Burðargeta allt að 800 kg. Fást samsettar/eða ésamsettar mei stvrtv, trébært tyrir mold, sand o.fl. V& %t; i.-g V& ^ %-«f» www.evro.la Skeifunni 108 Reykjavik simi 533 1414 fax 533 1479 evro@islandia.is DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Villtust af réttri leið Hér hvíla 11 enskir menn stendur á krossinum á dysinni og hefur kross- inn verið endurnýjaður nokkrum sinn- um. Sjómennirnir villtust af réttri leið og urðu úti. Dys á Langanesi: Hér hvíla 11 enskir sjómenn PV. AUSTURLANDI: Þegar farið er vegarslóðann frá Skoruvík á Langanesi yfir nesið að Skálum er komið að dys 11 enskra sjómanna sem er á mel við Vatna- dal. Sagan segir að fyrr á öldum hafi enskt skip strandað og farist við nesið að vetrarlagi og skipverjar komist i land en orðiö úti í Vatnadal rúman einn kílómetra frá Skoruvík. Skipverjar áttu að hafa verið ósam- mála um hvert halda skyldi tii byggða og sagt er að skipstjóra og syni hans hafi tekist að komast í fjárhús á Skoruvík en 11 skipverjar, sem fóru aðra leið, urðu úti og að þeir hafi allir verið grafnir þar sem krossinn stendur. -ji Besta Húsasmiðju verðið V 2.990 kr. Matar- og kaffistell fyrir fjóra Skráðu þig $ / vefklúbbinn www.hu8a.l8 Í ^ HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.