Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 21 I>V Helgarblað nær okkur og vinna miklu meira inni í leikhúsinu. Gagnrýnendm* eru ekki endilega andstæðingar leikhússins, þeir eru hluti af þvi. Sumir trúa því að gagnrýnendur séu óþarfir því áhorf- endum nægi eigin upplifun og þeir þurfi engan millilið. Leikhúsfólk tekur oft gagnrýni óþarflega nærri sér og þetta verður til þess að umræðan verður oft óþarflega „naív“. Staðreyndin er sú að „góð“ vond gagnrýni er í rauninni miklu betri en „vondur" góður dómur. „Góður“ vond- ur gagnrýnandi elskar nefhilega leik- húsið og hikar ekki við að segja því til syndanna. Ég sakna Jóns Viðars úr opinberri umræðu um leikhúsið. Þótt hann skammaði mig oft þá er hann gríðar- lega fróður um leikhús og hefur fylgst með störfum okkar í marga áratugi. Leikhúsfólk sem ekki hefur skoðanir er auðvitað ekkert skemmtilegt." En hvað með umfjöllun fjölmiðla um leikhús. Hvemig kemur hún þér fyrir sjónir? „Mér fmnst oft vera lagt mikið í að kynna frumsýningar með viðtölum við leikara sem hrósa leikstjórum og leik- stjóra sem hrósa leikurum. Svo eftir frumsýningu dettur allt í dúnalogn og enginn segir neitt. Mér finnst að það ætti að vera minna af sjálfshóli og meira af vitrænni umræðu um leik- húsið og verkefni þess, hvort sem þau ganga vel eða illa.“ Leikhús eða kommúna? Guðjón bjó lengi á sínum yngri DV-MYNDIR HILMAR. Guðjón er meðal allra vinsælustu leikstjóra Hann stýrir sjálfur fyrstu uppfærslu vetrarins á Lé konungi og situr hér í hópi leikaranna. Pétur Einarsson mun leika aðalhlutverkið. árum í kommúnu í Skólastræti 5b með fjölda annarra verðandi listamanna. Þar vom einstaklingar sem síðar áttu eftir að ná langt á sínu sviði. Fyrir utan Guðjón má nefha Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, Hönnu Maríu Karls- dóttur, Sigfús Má Pétursson, ínu Salóme, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Rannveigu Gylfadóttur, Berg Þórisson og Þorgeir Gunnarsson. Hvað er líkt með leikhúsi og kommúnu? „Hvort tveggja era staðir þar sem getur verið rok og logn á sömu klukku- stundinni. Leikhúsfólk er tiifmninga- ríkt og skapmikið. Það vora líka íbú- amir í Skólastræti og ég þoli vel fólk og kann þess vegna mjög vel við mig á báðum stöðum" -PÁÁ Sp-F w wý. f i ' ' ' vs* ' ' <' ■ ■ HAÐAUGLYSHIUGAR mmsmmm 550 5000 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í byggingu 340 mz færanlegs kennslu- stofuhúss úr timbri við Austurbæjarskóla. Verkinu á að vera lokið í desember 2000. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 5. sept. 2000, gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 19. september 2000, kl. 14.00, á sama stað. BGD 115/0 F.h. Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 190 tölvur fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 7. sept- ember 2000. Opnun tilboða: 31. október 2000, kl. 11.00, á sama stað. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. FMR 116/0 Vantar þig hlutastarf? Störf við ræstingar í fyrirtækjum og stofnunum á öllu höfuðborgarsvæðinu.: • Föst afleysingastörf, tveggja til átta tíma vinna. Val um vinnutíma frá kl. 8 eða 17. Afleysingastarfsmaðurþarf að hafa bíl til umráða. • Síðdegis- og kvöldræsting, tveggja til sex tíma vinna. Vinnutími eftir kl. 16/17. • Ræsting og býtibúr. Vinnutími kl. 13-19. Vaktakerfi. Upplýsingar og umsóknareyðublöð á skrifstofu ISS ísland að Armúla 40, 3. hœð.Sími 5 800 600. Netfang: erna@iss.is Hjá ISS ísland starfa yfir 500 manns á aldrinum 17-80 ára. Starfsmenn fá kennslu og þjálfun og bestu áhöld og efni sem völ er á. Einnigfá starfsmenn stuðningfrá rœstingarstjórum og fokksstjórum. Hjá okkur er gott að vinna! III ísland Spennandi starf Dagur leitar að blaðamanni til starfa á ritstjórn blaðsins annaðhvort í Reykjavík eða á Akureyri. Spennandi verkefni fyrir dugmikið fólk sem hefur áhuga á þjóðmálum og menningarlífi. Umsóknir sendist til ritstjóra Dags, Þverholti 14 í Reykjavík eða Strandgötu 31 á Akureyri, fyrir 10. september. INNKAUPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is FO RVAL F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er auglýst eftir umsóknum áhugasamra ráðgjafa um þátttöku í lokuðu útboði vegna arðsemisúttektar á lestarsamgöngum milli Reykjavíkur og j Keflavíkurflugvallar. Valdir verða allt að 5 aðilar með forvali til að taka þátt í útboðinu. Forval þetta er auglýst á útboðsbanka EES-svæðisins. Forvalsgögn sem lýsa umfangi verksins og skilyrðum sem umsækjendur verða að uppfylla fást hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3,101 Reykjavík. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila eigi síðar en kl. 16.15, 6. október 2000, á sama stað. Þau eru kraftmikil, lífsglöð, heiðarleg, hugmyndarík, áhugasöm, hrein og bein, krefjandi, skapandi og skemmtileg: Fullkomnir samstarfsmenn Leikskólar Reykjavikur bjóða þér: STARF _ við einhvern leikskóla borgarinnar. Þeir eru 73 talsins og móta hver sína stefnu og áherslur. KJÖR .. þar sem fjölbreytt menntun og reynsla er metin b'l launa. • FRÍTT.. fæði á vinnutíma. STARFSMANNASTEFNU / sem miðar að því að allir njóti sín í starfi og þroski hæfileika sína. Öflug sí- og endurmenntunartilboð og metnaðarfull jafnréttisáætlun eru hluti af þessari stefnu. NÝLIÐANÁMSKEIÐ sem kynna nýjum starfsmönnum vinnuumhverfið. Við ieitum að starfsmönnum með góða samskiptahæfileika og áhuga á að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskóiastigi. Kröfur eru gerðar um áhuga, jákvæðni, áreiðanleika, frumkvæði og sköpunargleði, virðingu fyrir börnum og áhuga á að auka þekkingu sína á þessu sviði. Leitað er eftir starfsmönnum með fjölbreytta menntun og/eða starfsreynsíu. Athugið að starfið hentar körlum ekki síður en konum. • • • Er þetta starf fyrir þig? Frekari upplýsingar um starfskjör veitir Anna Hermannsdóttir, fræðslustjóri. Sími: 563 5800 - netfang: annah@leikskoiar.rvk.is JfLei Leikskólar Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.