Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V Votlendisdraumar Vegageröarinnar í Loðmundarfirði bresta vegna andstöðu hreppsins: Atök um skurði í eyðifirði - afstaða Borgarfjarðarhrepps út úr kú, segir jarðeigandi Vettvangur skurðadeilnanna dv-mynd gva Ríkisjörðin Klyppsstaöir í Loðmundarfirði fór í eyði snemma á sjöunda ára- tugnum. Nú er deilt um hvort skurðirnir sem þar eru eigi að hverfa og vot- lendi að koma í staðinn fyrir framræst land. Stefán Smári Magnússon, sem rekur ferðaþjónustu í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, segir Vegagerð ríkisins hafa lagt stórfé í endurbæt- ur á veginum í fjörðinn, m.a. gegn því að fá að breyta þar framræstu landi í votlendi en fái það nú ekki vegna andstöðu sveitastjómarinn- ar í Borgarfjarðarhreppi. Með þessu ætlaði Vegagerðin að uppfylla kvaðir um endurheimt- ingu votlendis vegna lagningar nýs vegar yfir Háreksstaðaháls. Óttast drullusvað Votlendisnefnd landbúnaðar- ráðuneytisins vildi að fyllt yrði upp í skurði í Loðmundarfírði og þar með yrði endurheimt votlendi í stað þess sem fór forgörðum á Há- reksstaðahálsi. Skurðirnir eru ríf- lega að tveimur þriðju hlutum í landi ríkisjarðarinnar Klyppsstaða en afgangurinn er í landi Stakka- hlíðar sem er í einkaeigu. Skurð- irnir voru grafnir með sérstökum styrk frá Alþingi á sjöunda ára- tugnum. Þrátt fyrir vilja votlendisnefnd- arinnar og það að Klyppsstaðir eru í eigu ríkisins og að meirihluti eig- enda Stakkahlíðar hafi lýst sig fylgjandi málinu bendir fátt til þess að af framkvæmdinni verði. „Málið er allt í bölvuðum hnút og leiðindum vegna Borgarfjarðar- hrepps og eins meðeiganda mins í Stakkahlíð," segir Stefán Smári Magnússon. „Greinargerð hrepps- ins um málið er full af rangfærsl- um og lygi, til dæmis það að landið verði við þetta eitt drullusvað og hættulegt mönnum og skepnum. Þetta er frekja og yfirgangur vegna þess að ríkið á landið að miklum meirihluta. í ljósi vaxandi ferða- mennsku er afstaða hreppsins al- veg út úr kú,“ segir hann. Nefnd hvatti Vegageröina Stefán Smári segir Vegagerðina m.a. hafa lagt í vegaframkvæmd- irnar í þeirri trú að henni yrði heimilt að fylla upp í skurðina og uppfylla þar með skyldur sínar vegna Hárekstaðaleiðarinnar. „Meirihluti landeigenda í Stakka- hlíð gaf leyfi fyrir því að ryðja ofan í skurðina og Vegagerðin lagaði veginn hingað í staðinn en nú fær hún ekki að ryðja ofan í,“ segir hann. Níels Árni Lund, formaður Vot- lendisnefndar landbúnaðarráðu- neytisins, segir nefndina hafa hvatt Vegagerðina til að lagfæra veginn. „Ég ræddi við Vegagerðina um það að með fram þvi að moka ofan í skurðina og endurheimta votlend- ið myndi hún nota tækifærið og laga veginn. En ég veit ekki hvort kom þar á undan, eggið eða hænan, og lagfæringarnar voru í raun svar við kalli tímans þvi umferðin í Loð- mundarfjörð er sívaxandi," segir Níels. Níels segir votlendisnefndina hafa viljað að mokað yrði ofan í skurðina í Loðmundarfirði að því tilskildu að allir sem ættu hlut að máli væru því samþykkir. „Það náðist því miður ekki fram og við viljum engan hasar við heima- menn. En þó málið sé í biðstöðu er það ekki dautt. Við munum sjá hvort ekki verði hægt að leiða menn að sama markinu - því að moka ofan í skurðina í Loðmundar- firði,“ segir hann. Vegurinn ótengdur skuröunum Guðni Nikulásson, hjá Vegagerð- inni í Fellabæ, segir kostnaðinn við lagfæringar á veginum í Loðmund- arfjörð nema á bilinu 12 til 14 millj- ónum króna. Hann vísar því hins vegar á bug að lagt hafi verið í framkvæmdimar til þess að fá að breyta framræstu landi í firðinum í votlendi til að uppfylla skilyrðin vegna Háreksstaðaleiðar. „Vegurinn heföi veriö lagfærður hvort sem var vegna vaxandi um- ferðar ferðamanna, enda er verkið fjármagnað með framlagi úr Land- vegasjóði Vegagerðarinnar en ekki með fé, ætluðu Háreksstaðaleið," segir Guðni. Eftir stendur sú kvöð á Vega- gerðinni að bæta fyrir glatað vot- lendi á Háreksstaðahálsi en enginn staður mun vera í sigtinu í stað Loðmundarfjarðar. Ekki náðist í Magnús Þorsteins- son, oddvita Borgarfjarðarhrepps. -GAR „Trúði ekki að ég hefði unnið“ - en vinningurinn kemur sér afar vel, sagði heppni áskrifandinn Lokavinningurinn í Sumarleik DV, sem dreginn var úr potti með nöfnum allra áskrifenda DV, var afhentur vinningshafa í gær. Sú heppna heitir Steinunn M. Norðfjörð, en hún hefur verið dyggur áskrifandi frá því í september 1996. Hún fékk í sinn hlut glæsi- legt heimabíó og sjónvarp frá Bræðrunum Ormsson að andvirði 400.000 krónur. „Ég hélt að þetta væri grín þegar hringt var í mig, ég trúði því ekki að ég hefði unnið,“ sagði Steinunn, en vinningurinn kemur sér einkar vel þar sem hún er öryrki og er mikið heima við. Sumarleikur DV hefur staðið frá því í júní. Vikulega voru veittir vinningar frá Sparsporti og leiknum lauk með stóra vinningnum í gær. Við óskum Steinunni tU hamingju með verð- launin. DV-MYND GVA Vinningurinn afhentur Haukur Magnússon, markaösstjóri hjá Bræðrunum Ormsson, afhendir Stein- unni M. Norðfjörð glæsilegt heimabíó, aðaivinninginn i Sumarleik DV. -MT Sandkorn Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is miklu sterkari... Ungir krakkar grípa gjarnan til þess ráðs þegar í harðbakkann slær í deUum við vin- ina að segja: „Ég læt hann pabba minn lemja þig. Hann er miklu sterkari en pabbi þinn.“ Ibúar i Vatns- endahverfi í Kópavogi hafa nú upp- götvað þessa gömlu speki í nýrri mynd eftir að lóðarleigusamning- um þeirra var sagt upp og þeim skipað að hverfa á braut með hús sín. Hafa þeir uppgötvað nýja föð- urímynd sem þeir telja að bæjaryf- irvöldum í Kópavogi standi mikiU stuggur af. Nú dugar íbúum að nefna að lögfræðingur þeirra, Jón Steinar Gunnlaugsson, sé á leið- inni og ætli að lemja á bæjaryfir- völdum. Reikna menn með að við þær hræðUegu fréttir fari forsvars- menn Kópavogsbæjar á harða- hlaupum í felur og hætti við áform sín ... Veröur metið slegið? Sagt er að Her- mann Gunnars- son, útvarpsmað- ur og margfræg- ur knattspyrnu- maður, sé sá ís- lendingur sem bíður hvað spenntastur eftir landsleiknum við Dani í dag. Ekki mun það vera sérstakur áhugi Hemma á því hvort Atli Eðvaldsson hefur staðið í stykkinu sem þjálfari eða ekki. Ekki mun spenningur hans heldur stafa af því hvort treyjumar fara íslensku strákunum betur eða verr en þeim dönsku. Nei, áhugi Hemma Gunn mun fyrst og fremst beinast að því hvort íslendingum tekst loks eftir 33 ára bið að slá met hans sjálfs og félaga hans í is- lenska landsliðinu þegar þeir þurftu aö hirða boltann 14 sinnum úr eigin markneti... Matarkast Heyrst hefur að sala á tómötum og eggjum hafi tekið kipp í ein- hverjum af smá- vöruverslunum Reykjavíkur. Innkaupin eru talin tengjast heimsókn Li Pengs en pólitískar ungliðasveitir hyggjast taka sér stöðu í miðbænum og jafnvel víg- búast að evrópskri fyrirmynd. Þá hefur einnig heyrst að lögreglan muni hafa sérstakan viðbúnað til taks ef til þess kemur að forða þurfi kínverska þingforsetanum frá þessu matarkasti mótmælenda. Samt er talið að aukaregngalli til handa kínverska höfðingjanum ætti að duga bærilega. Gárungar furða sig þó á að menn skuli ætla að brúka dýr egg og enn dýrari tómata á kappann og spyrja hvort ekki væri nær að gauka að honum hrísgrjónavellingi... Athafnastaður sem hafið lagði í rúst: Framkvæmdin dugði út sumarið DV. LANGANESI:__________________ Það er fátt í dag sem minnir á það mikla athafnalíf sem var á Skálum á Langanesi snemma á siðustu öld þegar um og yfir 300 manns bjuggú þar. Sjá má leifar hafnarframkvæmda sem gerðar voru og nýttust eitt sumar. Þetta var sjóvarnargarður sem verja átti aðallendinguna og vorið 1929 var alllangur garöur hlaðinn úr stórgrýti og þótti mikil bót að þessari framkvæmd. Sandurinn sem fór í steypuna í bryggjunni var sóttur þvert yfir nesið í Skála- vík og báru menn hann í pokum á bakinu og einnig á milli sín á bör- um. Um veturinn eyðilagði brimið sjóvarnargarðinn og henti stór- grýtinu inn í lendinguna og þar meö eyöilagðist skásta lendingin á Skálum því engin tæki eða geta var til að hreinsa grjótið úr lend- ingunni. Upp úr þessu hófst fólks- flóttinn frá Skálum og árið 1954 fóru staðurinn í eyði. Fjöldi ferðamanna hefur í sum- ar lagt leið sína að Skálum að skoða þessa fyrrum verstöö og at- hafnastað. Björgunarskýli er eina húsið sem er uppistandandi á Skálum og vantar mikið á að um- gengni um það sé sæmandi eða boðleg fyrir þá sem þangað þyrftu að leita í neyð. -JI DV-MYND JÚLÍA IMSLAND. Lelfar mannvirkja á Skálum. Bryggjan sem sést á myndinni var steypt undir krana og búnaö sem notaður var til að hífa upp úr fjörunni það sem á land átti að fara. Leifar sjóvarnar- garösins sjást enn fremur á myndinni. Einkaleyfi á fjallkonuna Einar Rafn Haraldsson, for- maður samtak- anna Afl fyrir Austurland, hyggst ekki láta Hákon Aðal- steinsson nátt- úruvemdarsinna eiga neitt inni hjá sér. í framhaldi af þeim at- burði er Aflsmenn fjölmenntu í Náttúruvemdarsamtök Austur- lands og kveðskap Hákonar, þar sem atburðurinn var settur í sam- hengi við nauðgun á fjallkonunni, yrkir Einar: Amors vísur kveða kann Konni vígareifi. Á fjallkonuna heldur hann sig hafa einkaleyfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.