Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára___________________________ Kristín Bjarnadóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ára___________________________ Ingibjörg Jónasdóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufiröi. 75 ára___________________________ Anna Þorvaröardóttir, Belgsholti 1, Akranesi. Ásdís Ragna Valdimarsdóttir, Hringbraut 76, Hafnarfirði. Baldur Ársælsson, Hörgatúni 1, Garðabæ. Guömundur Jónsson, Emmubergi, Búðardal. Kari Guðmundsson, Ásholti 10, Reykjavík. Kjartan Sveinn Guöjónsson, Hesthömrum 13, Reykjavík. 70-ára___________________________ Gróa Magnúsdóttir, Safamýri 52, Reykjavík. Gunnar Runóifsson, Strönd, Kirkjubæjarklaustri. 60 ára___________________________ Auöbert Vigfússon, Mýrarbraut 10, Vík. Kristín Ólína Thoroddsen, Strandgötu 45, Eskifirði. Svala Gísladóttir, Raftahlíð 34, Sauðárkróki. 50 ára___________________________ Ari Karlsson, Einholti 8f, Akureyri. Elísabet Sigrún Einarsdóttir, Grenimel 12, Reykjavík. Guölaug P Sigurbjörnsdóttir, Unufelli 33, Reykjavík. Hólmfríöur Héðinsdóttir, Dalbraut 27, Akranesi. Paul Johannes Jordaan, Aðalstræti 69, Patreksfirði. Rannveig Höskuldsdóttir, Einarsnesi 23, Reykjavík. Sólveig Þorkelsdóttir, Hávegi 26, Siglufirði. 40 ára___________________________ Anna María Valtýsdóttir, Stuðlabergi 100, Hafnarfiröi. Bergljót Hrönn Hreinsdóttir, Leirutanga llb, Mosfellsbæ. Gestur Jens Hallgrímsson, Blöndubakka, Egilsstöðum. Gunnar Sigmundsson, Sævargörðum 18, Seltjarnarnesi. Indiana Guöný Eybergsdóttir, Dvergaborgum 5, Reykjavík. Ólafur Guöbergsson, Holtsgötu 19, Njarðvík. Ólöf Svava Guðmundsdóttir, Stapaseli 3, Reykjavík. Ragnheiöur Gunnarsdóttir, Logafold 83, Reykjavík. Torfi Dan Sævarsson, Ásgaröi 59, Reykjavík. Sigurður Frímann Reynisson (Skagan), andaðist á gjörgæsludeild Landspítal- ans við Hringbraut að morgni mánud. 28.8. Bima Lárusdóttir Thorarensen, til heim- ilis á Dvalarheimilinu Kjarnaskógi, Akur- eyri, andaðist þriðjud. 29.8. á Fjórö- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konráö Gunnarsson, Ólafsbraut 50, Ólafsvík, andaöist á Costa del Sol 25.8. Jarðarförin auglýst síöar. Ásta Ásmundsdóttir frá Bíldudal, lést þriðjud. 29.8. að Hrafnistu I Hafnarfirði. Kristján Guðiaugsson, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést þriðjud. 29.8. á Landspít- alanum. Jarðarförin auglýst slðar. Ólafur S. Ólafsson rennismiöur, Álfheim- um 29, Reykjavík, lést aöfaranótt fimmtud. 31.8. á hjúkrunarh. Skjóli. Valtýr Gíslason frá Ríp, Aflagranda 40, lést á Landspítalanum I Fossvogi miðvikud. 30.8. Olga V. Sveinsdóttir, Veghúsum 31, áöur til heimilis I Akurgeröi 50, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikud. 30.8. Erla K. Hafliðadóttir gestgjafi á Patreksfirði Erla Kristjana Hafliöadóttir veit- ingakona, Brunnum 14, Patreks- firði, verður sjötug á morgun. Starfsferill Erla fæddist að Hvallátrum og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hún fékk sitt barnaskólanám í farskóla. Erla starfaði mikið utan heimilis eftir að hún gifti sig og hefur gjaman haft mörg jám í eldinum. Hún var m.a. ráðskona á drengja- heimilinu í Breiðuvík í Rauða- sandshreppi 1957-63 og starfaði, ásamt Kristjáni bónda sínum, í Bjarkalundi sumarið 1965. Árið sem elsta barnið þeirra fermdist kom Kristján í land vegna heilsubrests. Hann var heima við og sinnti heimilisstörfum en Erla vann það sem til féll. Hún sótti fiskmats- námskeið og öðlaðist réttindi fisk- matsmanns og verkstjóra, var um tíma verkstjóri í frystihúsi Magnús- ar Guðmundssonar á Patreksfirði, var kokkur tvö sumur á togaranum Guðmundi í Tungu og vann auk þess á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði af og til. Erla tók við matsölunni Sólbergi á Patreksfirði á miðjum sjöunda áratugnum og rak hana með Krist- jáni árum saman. Við bættist gist- ing sem síðan varð Gistihús Erlu, Brunnum 14, sem hún á og rekur enn. Frá 1983 var Erla samfellt einnig vökukona á Sjúkrahúsinu Patreksfirði, nú Heilbrigðisstofnun- in Patreksfirði, en hætti á þessu ári vegna aldurs. Erla hefur tekið virkan þátt í fé- lagsmálum. Hún er félagi í Slysa- varnafélaginu og Kvenfélaginu, starfaði með Leikfélagi Patreks- fjarðar frá upphafl, lék mörg hlut- verk, sat í stjórn þess og varð heið- ursfélagi þess 1986, hefur starfaö í Bridsfélag Patreksfjarðar og gerir enn, var stjómarmaður í Brids- og taflfélaginu eins og það hét áður og hefur tekið þátt í fjölmörgum brids- keppnum. Erla tók þátt í hreppapólitík og landspólitík á árum áður, gekk ung í Framsóknarflokkinn, var um tima varamaður í hreppsnefnd og vann að nefndarstörfum innan hreppsins, þ. á m. í sjómannadagsráði í tíu ár. Fjölskylda Erla giftist 21.9. 1948 Kristjáni Jó- hannessyni, f. í Höfðadal í Tálkna- firði 26.9. 1921, d. 2.11. 1986, sjó- manni. Foreldrar hans voru Jó- hannes Kristófersson bóndi og Kristín Ólafsdóttir húsfreyja sem bjuggu í Höfðadal og síðan í Hjalla- túni í Tálknafiröi. Börn Erlu og Kristjáns: Erlendur, f. 26.6.1949, rafverktaki og sjómaður á Patreksfirði, kvæntur Sigríði Karlsdóttur hjúkrunarforstjóra og em börn þeirra Kristján Rafn sem ESS2SQHHBHBB:-11 Þóröur Sigurðsson frá Suðureyri Þórður Sigurðs- son, Blikahólum 12, Reykjavík, er áttræður í dag. Þórður er fædd- ur á Suðureyri við Súgandafjörð og ólst þar upp. Fjölskylda Sambýliskona Þórðar er Kristín Halldóra Krist- jánsdóttir, f. 8.1. 1922. Systkini Þórðar: Magnús Eðvarð, f. 12.7. 1913, d. 2.2. 1946, ekkja hans er Fanney Tómasdóttir; Sigrún, f. 28.11. 1914, d. 22.2. 1986, ekkja Andr- ésar Níelssonar; Guðrún Lovísa, f. 30.3. 1916, ekkja Amórs Sveins- bjömssonar; Guðmundur Ásgrímur f. 20.1.1919, d. 19.4.1983; Aðalheiður, f. 13.1. 1924, d. 13.1. 1924; Rafn Eð- varð f. 20.9. 1928, d. 15.11. 1933; Ólaf- ur Eðvarð, f. 12.1. 1926, d. 13.6. 1964, ekkja hans er Ástríður Sveinsdóttir; Leifur f. 22.7. 1929, d. 19.8. 1998, ekkja hans er María Auður Guðna- dóttir; Karl, f. 24.11. 1930, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur; Agnes, f. 24.10. 1931, ekkja Trausta Ingvars- sonar; Rafn Eðvarð, f. 20.8. 1938, kvæntur Rannveigu Emu Þórodds- dóttur. Foreldrar Þórðar voru Sigurður Eðvarð Hallbjörnsson, f. 28.7. 1887, d. 3.7. 1946, útgerðarmaður á Akra- nesi og k.h., Ólöf Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 30.12. 1894, d. 18.1. 1983. Ætt Sigurður var sonur Hallbjamar, sjómanns, verkstjóra og kennara á Ákranesi Oddssonar, pr. í Gufudal Hallgrímssonar, pr í Görðum á Akranesi Jónssonar, stiftprófasts á Hólum, bróður Skúla landfógeta. Jón var sonur Magnúsar, pr. á Húsavík Einarssonar, pr. í Garði í Kelduhverfi Skúlasonar pr. í Goð- dölum Magnújssonar, pr. á Mæli- felli Jónssonar. Móðir Skúla var Ingunn, systir Þorláks biskups. Ingunn var dóttir Skúla, b. á Eiríks- stöðum í Svartárdal Einarssonar og Steinunnar Guðbrandsdótttur, bisk- ups á Hólum Þor- lákssonar. Móðir Hallgríms var Þórunn, systir Vigfúsar, föður Guðrúnar, konu Magnúsar Steph- ensen konferens- ráðs og föður Ragnheiður, konu Stefáns Thoraren- sen, konferens- ráðs og amtmanns á Möðruvöllum. Þórunn var dóttir Hans Scheving, klausturhaldara á Möðruvöllum, sonur Lárusar Scheving, sýslumanns á Möðruvöll- um, ættfóður Schevingættarinnar. Móðir Þórunnar var Guðrún Vig- fúsdóttir, stúdents á Hofi á Höfða- strönd Gíslasonar, rektors á Hólum Vigfússonar. Móöir Guðrúnar var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfússonar bróður Gísla. Móðir Odds var Guðrún Egils- dóttir, systir Sveinbjamar rektors, föður Benedikts Gröndal skálds. Móðir Hallbjamar var Valgerður Benjamínsdóttir, b. í Langeyjarnesi Bjömssonar. Móðir Benjamíns var Ragnheiður Magnúsdóttir, sýslu- manns í Búðardal Ketilssonar. Móð- ir Magnúsar var Guðrún Magnús- dóttir, systir Jóns stiftprófasts. Móð- ir Ragnheiðar var Ragnhildur Egg- ertsdóttir, b. á Skarði Bjamasonar, sýslumanns á Skarði Péturssonar. Móðir Valgerðar var Sigríður Sig- mundsdóttir, gullsmiður í Akureyj- um Magnússonar, bróður Ragnheið- ar. Móðir Sigríðar var Valgerður Jónsdóttir, pr. í Holti í Önundar- firði Eggertssonar, bróður Ragn- hildar. Móðir Valgerðar var Gunn- hildur Hákonardóttir, pr. á Álfta- mýri Snæbjörnssonar, bróður Magnúsar, langafa Jóns forseta. Móðir Sigurðar var Sigrún Sigurð- ardóttir, b. í Gufudal Jónssonar og Guðrúnar Nielsdóttur. Ólöf var dóttir Guðmundar Ás- grimssonar, b. á Gelti i Súganda- firði og Guörúnar Ólafsdóttur. Þórður og Kristín taka á móti gestum í Lionshúsinu, Sóltúni 20, Reykjavík í dag, laugardag, frá kl. 17.00-20.00. I>V er látinn, Sigríður Filippía, og Karl Óttar; Kristín, f. 11.9.1950, sýningar- stjóri í Reykjavík, var fyrst gift Birgi Harðarsyni sem er látinn, deildarstjóra hjá Eimskipafélagi ís- lands og er dóttir þeirra Ingibjörg Ósk, gift Dean Ferrell, en seinni maður Kristínar er Páll Pampichler Pálsson tónskáld; Ólafur Amar, f. 8.2. 1952, mjólkurfræðingur i Reykjavík en sonur hans er Þor- steinn Rúnar en Ólafur er kvæntur Svanhvíti Bjamadóttur skrifstofu- manni og eru börn þeirra Finnbjörn Börkur, kvæntur Erlu Stefánsdótt- ur, Erla og Kristján; Bára, f. 22.12. 1953, þroskaþjálfi í Kópavogi, gift Kristjáni Geir Amþórssyni kerfis- fræðingi og er sonur Báru Njörður Sigurjónsson, kvæntur Valgerði HöUu Kristinsdóttur en börn Báru og Kristjáns era Arnþór, Björn og Marta; Björn, f. 31.3.1960, kjötiðnað- armeistari á Blönduósi en synir hans eru Ásgeir Már og Eyþór; Jök- uU, f. 21.6. 1964, kaupmaður í Kópa- vogi og er sonur hans JökuU Stein- an en sambýliskona Jökuls kaup- manns er Ingibjörg Reynisdóttir kaupmaður og er sonur þeirra Gil- bert Þór; Björk, f. 30.12.1965, sjúkra- liöi í Reykjavík, gift Andra Kristni Karlssyni lækni og er dóttir Bjarkar Elva Brá Steinarsdóttir. Systur Erlu eru Anna, f. 29.6. 1927, húsmóðir á Patreksfirði, gift Árna Helgasyni, fyrrv. bónda í Neðri-Tungu og eiga þau níu böm; Ólöf Þórunn, f. 16.4. 1932, hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík, gift Þórði Guðlaugssyni vélstjóra og eru þeirra börn íjögur. Foreldrar Erlu voru Hafliði HaU- dórsson f. 6.10. 1899 d. 5.7. 1987, bóndi á HvaUátrum í Rauðasands- hreppi, og Sigríður Filippía Er- lendsdóttir f. 13.4. 1901 d. 29.3. 1982, húsfreyja. Ætt Hafliði var sonur HaUdórs Benja- mínssonar, b. i Keflavík á Rauða- sandi, og Önnu Jónsdóttur. Móðir Erlu var Sigríður Filippía, dóttir Erlendar Kristjánssonar, b. á Siglu- nesi á Barðaströnd og síðar útvegsb. og vitavarðar á Hvallátrum, og Steinunnar Ólafsdóttur Thorlacius. Erla tekur á móti gestum með fjölskyldu sinni í FélagsheimUinu á Patreksfirði á morgun, sunnud. 3.9. miUi kl. 17.00 og 20.00. Sjötug Anna Guðný Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Anna Guðný Jónsdóttir húsmóð- ir, Skögarbæ, Reykjavík, verður sjö- tug á þriðjudaginn kemur. Starfsferill Anna Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hún lauk bamaskólaprófi og stundaði nám við Húsmæðraskólann að Stað- arfelli. Anna var síðan húsmóðir aUa tíð, fyrst í vesturbænum, í Kópavogi 1960-70, á Háaleitisbraut- inni og í Tunguseli í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hún dvalið að hjúkrunarheimUinu Skógarbæ. Fjölskylda Anna giftist 28.4. 1949 Guðmundi Karlssyni, f. í Reykjavík 31.8. 1919, d. 13.3. 1979, brunaverði, blaða- manni og verslunarmanni. Faðir Guðmundar var Karl Óskar Bjarna- son, f. 16.10. 1895, d. 25.3. 1960, vara- slökkvUiðsstjóri í Reykjavík, sonur Bjarna Jakobssonar, trésmiðs í Reykjavík, og Sólveigar Ólafsdóttur, ljósmóður frá Hliði í Reykjavík. Móðir Guðmundar var Kristín Lovísa Sigurðardóttir, f. 23.3. 1898, d. 31.10. 1971, alþm. í Reykjavík, dóttir Sigurðar Þórólfssonar, skóla- stjóra á Hvitárbakka í Borgarfirði, og Önnu Guðmundsdóttur, skip- stjóra í Hafnarfirði Ólafssonar. Börn Önnu Guðnýjar og Guð- mundar eru Jón Gunnar, f. 28.9. 1949, lagerstjóri i Hafnarfirði, kvæntur Margréti Völu Grétarsdótt- ur og eiga þau þrjú böm: Kristinn Óskar, f. 22.7. 1954, búsettur í Dan- mörku og á hann tvö börn; Ólafur Sveinn, f. 10.11. 1958, matreiðslu- meistari og rekstrarhagfræðingur en sambýliskona hans er Helga Harðardóttir og eiga þau eitt bam auk þess Ólafur á tvö böm frá fyrri sambúð; Guðrún Hrefna, f. 20.6. 1960, sölumaður í Reykjavík og á hún tvö böm. Anna Guðný á þrjú alsystkini sem öll eru á lífi. Þau eru Krist- mundur, f. 27.3. 1929, verslunarmað- ur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Júl- iusdóttur og eiga þau fjögur börn; Margrét, f. 7.11. 1937, húsmóðir í Kópavogi, gift Teiti Símonarsyni bifvélavirkja og eiga þau þrjú böm auk þess sem Margrét á eitt bam frá fyrra hjónabandi; Magnea Steiney, f. 29.4. 1941, ritari, búsett á Seltjarn- amesi, gift Guðna Ólafi Guðnasyni kennara og eiga þau þrfú börn. Foreldrar Önnu Guðrúnar vom Jón Sveinsson, f. 28.4. 1897, d. 2.1. 1953, sjómaður og verslunarmaður í Reykjavík, og Guðrún Kristmunds- dóttir, f. 14.11. 1900, d. 22.12. 1978, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Systir Jóns var Ingibjörg, móðir Sveins Bjömssonar, kaupmanns og forseta ÍSl. Bróðir Jóns var Guð- mundur Ingi, aðstoðarpóst- og síma- málastjóri. Jón var sonur Sveins, b. og búfræðings á Hálsi í Grundar- firði Sveinssonar. Móðir Jóns var Guðný Eggerts- dóttir, systir Kristjáns, foður Egg- erts, stórkaupmanns í Reykjavík. Guðrún var dóttir Kristmundar, sjómanns í Hafnarfirði Eysteinsson- ar, b. í Hraunsholti í Garðahreppi, ættfóður Hraunsholtsættarinnar Jónssonar. Eysteinn var bróðir Kristjáns, fóður Vigdísar myndlist- arkonu og Þorsteins, íþróttakenn- ara og glímumanns. Móðir Guðrún- ar var Elín, systir Valgerðar, móður Guðmundar Einarssonar, lista- manns frá Miðdal, foður Errós myndlistarmanns og Ara Trausta jarðfræðings. Elín var dóttir Jóns, formanns á Bárekseyri á Álftanesi Guömundssonar, og Sigríðar Júlíönu Tómasdóttur, systur Mar- grétar Zoéga, langömmu Einars Benediktssonar sendiherra. Anna tekur á móti gestum á heimili dóttur sinni, Tunguseli 1, í dag, laugardag, kl. 17.00-19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.