Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 DV Helgarblað Á jasshátíð í Reykjavík: Minningarathöfn um „Múlann 6í - stefni að því að vera viðstaddur, segir Jón Múli Árnason „Mér finnst bæði hugulsamt og sætt af þeim sem standa fyrir þessu að sýna mér þennan heiður að halda mér minningarathöfn. Það eru ekki allir sem upplifa það og ég ætla endilega að reyna að mæta og heyra hvað verður á borð borið,“ sagði Jón Múli Árnason, öldungur og djassspekingur, í samtali við DV. Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í dag og kennir margra grasa á efnis- skránni að vanda. Á morgun verða haldnir í Kirkju Óháða safnaðarins svokallaðir Þakkargjörðartónleikar til heiðurs Jóni Múla Ámasyni. Það er séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, sem stendur fyr- ir samkomunni en þar munu nokkr- ir valinkunnir djassarar stiga fram og vitna um kynni sín af Jóni Múla og afleiðingum þess að kynnast hon- um. Þetta eru, auk séra Péturs sjálfs, þeir Gunnar Reynir Sveins- son tónskáld, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Pálmi Sigurhjartar- son píanóleikari, Vernharður Linn- et, foringi Jassvakningar, Egill B. Hreinsson píanóleikari og Ómar Ax- elsson bassaleikari. Jón Múli lék djass fyrir lands- menn í Ríkisútvarpinu frá 1945 til 1995 og vantaði einn dag upp á hálfa öld sem þáttagerðarmaður þegar hann hætti. Hann kenndi við djass- deild Tónlistarskóla FÍH í 10 ár frá 1980 til 1990 og meðal nemenda hans voru margar skærustu stjömurnar í djassinum ! dag. Það varð hlutskipti hans að veita ferskum tónum inn í hlustir lands- manna á tímum þegar enn voru kveðnar rimur og nótnalestur og kunnátta í tónlist voru fágætari en skyggnigáfa. Ofstækismaður og mein- lætafíkill Jón situr á friðarstóli á heimili sínu í Fossvogi og skortir eitt ár i áttrætt. Hann býr við fremur bágt heilsufar og segist í rauninni eiga að vera löngu dauður en er nýkom- inn úr góðri skoðun daginn sem hann hittir blaðamann DV. „Ég byrjaði að reykja um 10 ára aldurinn en ég varð aldrei stórreyk- ingamaður. Ég var mest að dútla við að reykja pípu en þetta var aðallega fikt og dútl. Ég hætti reykingum og drykkju fyrir meira en 20 árum og um svipað leyti hætti ég að éta fugla, fiska og spendýr svo ég hef lif- að sæmilega heilbrigðu lífi. Það var ekki vitund erfitt fyrir mig að leggja þessa lesti á hilluna þar sem ég á þvi láni að fagna að vera bæði sérvitringur, ofstækis- maður og meinlætafíkiii." Jón sleit barnsskónum austur á Seyðisfirði þegar tónlistarlíf stóð þar með blóma, kórar sungu, leikrit voru færð upp og á dansleikjum lék strengjakvartett fyrir dansi. Jón lærði hrafl á píanó, gítar og trompet en það var ekki talin mikil framtíð í því að vera tónlistarmaður. Ríkis- útvarpið bar með sér nýja menning- arstrauma og þótt þar heyrðist sjaldan djasstónlist barst hún frá út- löndum gegnum öflug loftnet eftir ljósvakanum að eyrum hrifnæmra unglinga. Þú hefðir orðið ágætis maður „Það sagði við mig maður í sund- laugunum um daginn: „Þú hefðir sennilega orðið ágætis maður ef þú hefðir ekki lent i þessu helvíti." Þar átti hann við djassinn en ég varð ungur forfallinn djassisti þó ég hefði ekki þrek né staðfestu til þess að læra almennilega á hljóðfæri. Þó ég geti glamrað á píanó og tuðað í trompetinn þá var það ekkert sem máli skipti.Ég lá yfir útvarpinu, las blöð, hlustaði á plötur og sökkti mér á kaf í þessa tónlist. Tage Möller, faðir Birgis Möller vinar míns, var umboðsmaður fyrir erlenda plötuútgefendur og hjá hon- um fengum við katalóga fyrstir manna og létum hann panta fyrir okkur á góðu verði plötur sem okk- ur langaði í.“ Plöturnar voru gefnar á Klepp Jón kom til starfa hjá Rikisút- varpinu 1945 og þá var Einar Páls- son að fara af stað með skemmtiþátt sem skyldi að hálfu helgaður djass- tónlist. Jón segist strax hafa troðið ans og hlusta á hann segja endalaus- ar sögur af tónlistarmönnum, lifs og liðnum. Þótt aldurinn sé orðinn hár rekur hann aldrei í vörðurnar og mannanöfn og ártöl flæða fyrirhafn- arlaust. Stíllinn er löðrandi í kímni og það er grunnt á skelmislegum hlátri yfir því sem skoplegt er í mannlífinu og tónlistinni. En er sá aldraði hættur að hlusta á djass? „Nei, aldeilis ekki. Nú geri ég ekkert annað. Ég hlusta jöfnum höndum á gamla meistara og það sem er nýtt að gerast þvi djassinn mun fylgja mér alla leið.“ -PÁÁ Jón Múli Arnason er aö nálgast áttrætt. dv-mynd gva Einn dagskrárliður á Jazzhátíð Reykjavíkur sem nú stendur yfir eru tónleikar honum til heiðurs. Hann segist vera ánægður með að geta verið viðstaddur minningarathöfn um sjálfan sig. sér inn í þáttinn og það varð upp- hafið að óbilgjömu fræðslustarfi hans á þessu sviði en óhætt mun að fullyrða að hann hafi nánast upp á eigin spýtur kennt þjóðinni að hlusta á djass. En var djasstónlist í miklum metum á útvarpinu á þess- um tima? „Það vora til 2 eða 3 plötur sem stundum voru spilaðar óforvarandis 1 hádegisútvarpi eða eitthvað svo- leiðis. Þetta var álitið rusl, neð- anmittismúsík sem leiddi fólk á glapstigu. Á þessum árum tíðkaðist að gefa slitnar plötur af tónlistar- deildinni í góðgerðarskyni á sjúkra- stofnanir. Tónlistardeildin gaf djass- plötumar alltaf á Klepp. Ég var mest með mínar eigin plöt- ur en þegar Jón Þórarinsson tónlist- arstjóri komst til valda á Ríkisút- varpinu um 1950 þá leyfði hann mér að kaupa 75 titla af djassplötum fyr- ir tónlistardeildina og það varð uppistaðan að djassplötusafni út- varpsins. Jón var nýkdminn frá Ameríku og þótt hann hefði ekkert vit á djassi þá vissi hann að þetta var vinsæl tónlist og lét þetta þess vegna eftir mér.“ Djassinn mun fylgja mér alla leiö Það er eins og að setja í gang tímavél að setjast við fótskör Múl- Yið látum verkin tala ISl Margna ára reynsla okkar tryggir frábæran árangur. 23 mmus 53 kg Vikuna 4. til 8. september hefjast í World Class 8. vikna aðhaldsnámskeið Gauja litla. Innlfalifl f námskeiðinu er efttpfarandl: Yogaspuni 3 til 5 sinnum í viku - vigtun - (itumæiing - ýtarleg kennslugögn - matardagbækur ælingabolur - vatnsbrúsl træðsludagur - viðtal vlð næringarráðgjala - kennsla í tæklasal ótakmarkaður aðgangur í World Class. Aðhaldshópar fyrir unglinga 13 til 1G ára í World Class. Þetta eru ný námskeið með breyttum áherslum. Við kappkostum að vinna með einstaklingnum í góðri samvinnu við foreldra. Nánari uppiýsingar og skráning í síma 561 8585 WoNúClass /œum. W REYKJAVIK m Smáauglýsingar allt fyrir heimilið DV 550 5000 H^sldttnr HTtuu sk(irt<gripHm. Laugavegi 5 sími 551 3383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.