Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 48
60 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Tilvera X>V Love Stinks ★★★ Fiðlukennsl í Harlem mmam Music of the Heart í Stjörnubíó: Kvikindislegur kvendjöfull Ef væmnar rómantískar myndir eru famar að fara í taugamar á þér er Love Stinks mynd fyrir þig. Seth Winnick hittir draumadísina sina i brúðkaupi vinar sins. Ástin blómstrar og hún flytur inn til hans, sannfærð um að hann sé hinn eini rétti og staðráðin í að giftast hon- um. Þegar þau em búin að vera saman um hríð og hann er ekki enn i tilbúinn til að binda sig tryllist hún af bræði. Eftir hávaðarifrildi er sambandinu slitið og þá fer hennar rétta persóna að koma í ljós. Hún neitar að flytja út og gerir honum lífið eins leitt og hún getur og höfð- ar í þokkabót mál á hendur honum og krefst gífurlegra fjármuna vegna tryggðarofs. Úr verður eitt heljar- strið. Ekki er víst að konum þyki falleg myndin sem gefin er af þeim hér sem stjómsömum tálkvendum sem hugsi aðallega um að ná sér í vel skaffandi mann sem þær geti snúið —• um fingur sér og látið sjá fyrir sér. En myndin er kvikindislega fyndin í kvenhatri sínu og hvergi dauðan punkt að finna. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Jeff Franklin. Aðalhlutverk: French Stewart, Bridgette Wilson, Tyra Banks, Steve Hyner og Bill Bellamy. , Bandarísk, 1999. Lengd: 94 mín. Öll- * um leyfð. -PJ Meryl Streep í hlutverki fiölukennar- ans Robertu Fékk tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. sem flutningar voru algengir. Þegar hún hefur jafnað sig að nokkru læt- ur hún sig hverfa úr öryggi smábæj- arlífsins og flyst til Harlem í New York þar sem glæpir eru daglegt brauð og tekur að kenna á fiðlu í skóla þar sem tónlistarkennsla hef- ur engin verið. Roberta er þrjósk og ákveðin og neitar að gefast upp þótt móti blási og brátt skeður hið ómögulega, krakkarnmir fá áhuga á fiðlunni og eru flestir undrandi hversu vel tekst til hjá Robertu. Music of the Heart er byggð á raunverulegum atburðum og þykir Wes Craven hafa tekist vel upp í fyrstu kvikmynd sinni sem ekki er hryllings- eða sakamálamynd. Mót- leikarar Meryl Streep eru Aidan Quinn, Angela Bassett, Cloris Leachman, Kieran Culkin og söng- konan fræga, Gloria Estefan, sem er hér í sínu fyrsta kvikmyndahlut- verki. -HK Wes Craven er einn þekktasti hryllingskvikmyndaleikstjóri sam- tímans. Frægustu kvikmyndir hans tengjast Álmstrætinu þar sem ógn- valdurinn er sá illræmdi Freddy Krueger og Scream-myndirnar þrjár. Það kom því nokkuð á óvart þegar það fréttist að hann ætlaði að fara að leikstýra dramatískri og hugljúfri kvikmynd með Meryl Streep, Music of the Heart, um fiðlukennara, sem starfar með fá- tækum í Harlem. Eins og Meryl Streep var von og vísa undirbjó hún sig vel fyrir hlut- verkið og lærði á fiðlu. Leikur hennar í myndinni er það góður að ástæða þótti til að tilnefna hana til óskarsverðlauna fyrr á árinu. Streep leikur Robertu Guaspari sem verður fyrir miklu andlegu áfalli þegar eiginmaður hennar hverfur á braut og skilur hana eftir með þremur ungum bömum. Ro- berta hafði ekki unnið síðan hún giftist, verið húsmóðir á heimili þar Einn nemendanna Nemendur Robertu koma úr fátækrahverfum. Stundum eru myndir einfaldlega fyndnar - það er ekkert flóknara. Þessi mynd er vel heppnuð gaman- mynd sem fær jafnvel súmstu per- sónu til að kiprast örlítið í andlitinu. Ef ekki - nú þá er lítið hægt að gera í því máli. Ofurtöffarinn Craig þarf bráð- nauðsynlega að komast tímabundið i burtu úr hverfinu sínu. Þannig er mál með vexti að Debo, sérlega fúl- lyndur og geðstirður náungi, hefur flúið úr fangelsi og vill hefna sin á Craig en Craig kom honum upphaf- lega í fangelsið. Craig er svo hepp- inn að fóðurbróðir hans býr í flottu úthverfi og hann fær þar inni um stundarsakir. Fljótt kemst hann að raun um að „frænka" sín, eiginkona fóðurbróðursins, er vergjöm með meiru og reynir stíft við hann. Craig hefur þó lítinn áhuga á að plægja þann garð en auk þess kemst hann að því að svaka skvísa býr svo til í næsta húsi. Tónlistin er takmörkuð og kemur það á óvart - yfirleitt eru svona til- brigði af „gangster“-myndum stút- fullar af rappi og annarri tónlist. Geiflur sumra leikaranna em snilld- arlegar. Ekki er um stórleik að ræða í dramatískum skilningi heldur far- sakenndan leik. í mótsögn við það er t.a.m. Ice Cube sérlega þurr á mann- inn og skiptir, að manni finnst, varla svip. Samblanda þessara áhrifa kemur vel út og eftir situr skemmtileg afþreying. -GG Myndbandagagni m Next Fríday ★★★ Skemmti leg af- þreying

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.