Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 27
í LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 __________39 Helqarblað búsettur í einu herbergi á Lauga- vegi en í ibúðinni bjuggu fleiri fíkl- ar og fólk sem tengdist fíkniefna- heiminum með einhverjum hætti. Hann tíndi ánamaðka í frístundum sínum og þegar hann hvarf voru átta þúsund ánamaðkar í kössum í kjallaranum. „Hann var búinn að stunda þetta lengi af mikilli atorku og tíndi stundum tvær 10 lítra fötur á nóttu og sagði mér einu sinni að það að selja ánamaðka gæfi miklu meira af sér en dópsalan.“ Valgeir sýndi ungur áhuga á teikningu og var nokkuð listfengur. Hann sat yfir stórri mynd sem hann var að ljúka kvöldið sem hann hvarf. „Hann var síteiknandi sem strák- ur og það er til heil mappa með myndum eftir hann. Þetta var hans líf og yndi og hann gat unað sér löngum stundum yfir þessu.“ Leitaö í undirheimunum Þegar Valgeir hvarf 1994 hóf Víð- ir faðir hans mikla leit að honum sem má segja að standi enn. Hann fór upp á eigin spýtur um dimm- ustu afkima undirheima Reykjavík- ur, óþreytandi í leit sinni að synin- um. „Ég vissi strax að eitthvað alvar- legt hafði komið fyrir og fór strax til lögreglunnar og lét lýsa eftir hon- um. Meðan málið var í höndum fíkniefnalögreglunnar fannst mér vera unnið að því af áhuga en eftir að rannsóknin var færð til RLR var eins og menn hefðu minni tíma til að sinna þessu.“ „Það má segja að öll fjölskyldan hafí tekið þátt í leitinni en þetta mál hefur hvílt á okkur eins og mara síðan. Systkini mín hafa lagt sitt af mörkum. Móðir mín, sem er enn á lífi og þekkti Valgeir ákaflega vel, tók mikinn þátt í leitinni og hún hefur tekið þetta mál afskaplega nærri sér.“ Víðir segir að Valgeir hafí verið farinn að undirbúa þrítugsafmæli sitt sem hefði orðið í júlí 1994 og verið farinn að tala um að komast frá þessu rugli og flytja upp 1 sveit. „Hann var búinn að biðja Guð- rúnu að baka fyrir sig í afmælis- veisluna." Frekari áföll dynja yfir Örlögin voru ekki alveg búin að afgreiða Víði Valgeirsson og hans fjölskyldu þvi á árinu 1998 veiktist Guðrún Jóna ípsen, seinni eigin- kona hans, hastarlega af krabba- meini. „Hún hélt fyrst að hún væri ófrísk og fór til læknis en það kom fljótlega í ljós að þetta var einhver sérstök tegund af krabbameini sem byrjaði í leginu og breiddist þaðan út um líkamann. Þeir sögðu lækn- arnir að það væru 11 manns í heim- inum sem hefðu fengið sams konar krabbamein. Hún fór í nokkrar að- gerðir en það varð fljótlega ljóst að þetta var vonlaus barátta." í árslok 1998 flutti Víðir ásamt Guðrúnu og tveimur börnum þeirra, írisi Ósk og fngólfi Snæ, til Reykjavíkur að ráði lækna sem önnuðust Guðrúnu. Þau höfðu búið um rúmlega árs skeið í Hveragerði er Guðrún veiktist. Um þetta leyti hætti Víðir að vinna til þess að sinna umönnum konu sinnar og bama og hefur ekkert getað unnið Víöir hefur mætt miklu mótlæti und- anfarin ár. Hvarf Valgeirs hefur hvílt eins og mara á honum. Eiginkona hans, Guö- rún Ipsen, lést úr krabbameini eftir erfiöa sjúkdómslegu á síöasta ári. Víöir stendur því einn meö tvö ung börn, átta ára og fjögurra ára, írisi Ósk og IngólfSnæ.. síðan. „Ég þurfti að sinna börnunum og koma þeim í skóla og þess háttar. Það var ómögulegt að sinna því austur í Hveragerði meðan hún var hér á sjúkrahúsum. Það voru eigin- lega læknamir sem lögðu að okkur að flytja hingað suður." Guðrún var ýmist á sjúkrahúsum eða heima við en eftir harða baráttu við krabbameinið lést hún snemma árs 1999. „Ég veit að lifíð er skin og skúrir og ég verð að reyna að standa mig. Ég hef fengið það verkefni að ala upp þessi tvö börn og ég ætla mér að ljúka því.“ Séra Vigfús studdi okkur En hefur Víðir leitað sér faglegr- ar aðstoðar til að takast á við sorg- ina? „Ég fór og tók þátt i samhjálpar- hópi um sorg og ég tel að það hafi gert mér gott. Annars hef ég notið sálusorgunar og aðstoðar hjá séra Vigfúsi Þór Ámasyni sem var prest- ur okkar í Grafarvogi. Aðstoð hans var ómetanleg og veitti mér mikinn styrk. Hann stóð fyrir fjársöfnun fyrir fjölskylduna í veikindum Guð- rúnar sem var okkur ómetanlegur styrkur." Það er ekki til þess að auðvelda Valgeir teiknaöi mikið alia ævi og skildi þessa mynd eftir á boröinu kvöldið lífsbaráttu Viðis að Ingólfur sonur sem hann hvarf. hans er heilsuveill og á við hjarta- galla að stríða sem dregur úr þrótti hans og viðnámi. Ingólfur hefur t.d. farið á 7-8 penísillínkúra það sem af árinu því verði hann veikur getur sýking borist í hjartað. Víðir segist ekki hafa unnið í langan tíma heldur sé á atvinnu- leysisbótum auk þess að hafa fengið dánarbætur og fái barnalífeyri og feðralaun með börnunum en njóti ekki aðstoðar félagsmálayfirvalda að öðru leyti. Er þetta nóg? „Þetta tuskast svona áfram, mað- ur skrimtir en ég get vonandi farið aftur að vinna einhvem tímann.“ Ný vitni koma í Ijós En þótt veikindi Guðrúnar settu skugga á allt heimilislífið hélt leitin að Valgeiri alltaf áfram. Skömmu eftir að Viðir flutti í bæinn hringdi síminn og á hinum endanum voru menn sem vildu tjá sig um hvarf Valgeirs sonar hans. Þetta voru hin nýju vitni í málinu sem nú hafa beint rannsókn málsins í nýjan far- " veg og málið er i gerjun því ný vitni munu hafa gefíð sig fram eftir minningarathöfn um Valgeir fyrir viku. Víðir telur sig vita að deilur í fíkniefnaheiminum hafí átt sinn þátt i að Valgeir var myrtur en vill ekki ræða smáatriði málsins en tel- ur sig hafa vitneskju fyrir því aö Valgeir hafí verið ginntur út í bíl, barinn, settur í skottið og ekið með hann burtu. „Málinu er alls ekki lokið fyrr en réttlætið nær fram að ganga. Þeir sem myrtu son minn verða að taka út sína refsingu. Hann á frátekið leiði í kirkjugarðinum við hlið afa síns. Þegar hann hvílir þar get ég aftur farið að sofa á næturnar." -PÁÁ Ævi Valgeirs í hnotskurn Valgeir Víðisson kom fyrst við sögu lögreglunnar 15 ára gamall vegna hnupls. Næsta brot hans var skráð þegar hann var 16 ára og þá var það fíkniefnaneysla sem var á dagskrá. Á árunum milli fímmtán ára og tvítugs var hann hluti af klíku sem neytti mikið fikniefna og fékkst við smávægileg afbrot. Val- geir hélt siðan áfram neyslunni eftir tvítugt þó klíkan brotnaði upp og margir hættu í „ruglinu". Hann tolldi hvergi lengi í vinnu í einu en fékk á þessum árum nokkra dóma fyrir neyslu, innflutning og sölu á fíkniefnum. Hann sat samtals eitt ár og niu mánuði í fangelsi, á Kvía- bryggju 1985-1987 fyrir uppsöfnuð af- brot af þessu tagi en kæra á hendur honum fyrir innflutning á fikniefn- um mun hafa verið í vinnslu þegar hann hvarf. Valgeir tók þátt i umtalsverðum innflutningi á fíkniefhum á sínum ferli, einkum hassi, amfetamíni, kókaini og LSD en einnig kom hassol- ía við sögu. Allt frá því að Valgeir hvarf hafa gengið þrálátar sögur um þátttöku hans í fikniefnaviðskiptum og að honum hafi verið komið fyrir kattamef vegna þátttöku sinnar í þeim. Fátt er vitað nákvæmlega um Valgeir tók þátt í umtalsverð- um innflutningi á fíkniefn- um á sínum ferli, einkum hassi, amfetamíni, kókaíni og LSD en einnig kom hassolía við sögu. umsvif hans á þessu sviði en hann mun hafa verið í verulegum fjár- kröggum þegar hann hvarf. Aðstæður hans sumarið 1994 þegar hann hvarf benda ekki til þess að hann hafi stundað ábatasama fíkniefnasölu. Hann bjó í einu herbergi við Lauga- veg, átti gamlan Saab og tíndi ána- maðka sér til lífsviðurværis. Syndir feðranna koma niður á börnunum Valgeir var í sambúð árin 1985 til 1993 með stúlku sem var þremur árum eldri en hann og átti eitt bam fyrir. Þau eignuðust saman son sem fæddist haustið 1987. Sonur Valgeirs hefur átt ákaflega erfitt uppdráttar í lífinu. Hann var á áttunda aldursári þegar faðir hans hvarf og þótt þeir byggju ekki lengur undir sama þaki var hann lagður i einelti í hverfinu vegna þessa máls. Mæður bönnuðu börnum sínum að leika við hann og eineltið náði há- marki þegar hópur barna réðst á hann og misþyrmdi honum meðal annars með því að úða gasi upp í vit hans. Hann dvelur nú á sérstöku vistheimili og það er mat þeirra sem til þekkja að hann hafi borið varan- legan skaða af misþyrmingum leikfé- laga sinna. Bamsmóðir Valgeirs vildi ekki koma í viðtal við DV en lét þau orð falla í samtali við blaðamann að þetta mál væri búið að leggja líf sitt algerlega í rúst. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.