Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Helgarblað I>V Carla ætlaði bara að kaupa með kaffinu: Skartgripirnir freistuðu morðingjans „Ég ætla bara að kaupa kökur með kaffinu," sagði Carla Larsen glaðlega þegar hún fór frá vinnu- stað sínum, Centrex Rooney Construction í Orlando í Flórída og gekk að bíl sínum á bílastæðinu. Þetta var þriðjudaginn 10. júní 1997 klukkan 14 síðdegis. Carla og félag- ar hennar ætluðu að taka sér kaffi- hlé áður en mikilvægur fundur um byggingarframkvæmdir fyrir Disneyworld í Orlando hæfist klukkan 15. En Carla Larsen kom aldrei til baka með kaffibrauðið. Istaðinn mætti hún grimmilegum örlögum sínum, einmitt þegar hún var að setjast inn í bíl sinn eftir að hafa gert innkaup í stórmarkaði sem hún var vön að fara í. Eiginmaður Cörlu, Jim Larsen, sem var 35 ára, varð ákaflega áhyggjufullur þegar hann frétti af hvarfi hennar. Árið 1990 hafði syst- ir hans, Sonja, sem þá var tvítug, verið myrt í Gainsville í Louisiana. Hún varð ásamt fimm jafnaldra skólafélögum sínum fórnarlamb fjöldamorðingja að nafni Danny Rolling. Hann var síðar tekinn til fanga og dæmdur til dauða. Ætluðu örlögin aftur að leika hann grátt? Jim Larsen tók strax þátt í umfangsmikilli leit að Cörlu og bíl hennar í Orlando og um- hverfl, þar á meðal í Disney World. Nakið konulík Lögreglan taldi mögulegt að ráð- ist hefði verið á Cörlu á meðan hún beið eftir grænu ljósi. Maður henn- ar sagði það ekki líklegt. Hann sagði hana alltaf hafa haft bíldymar læstar og rúðurnar skrúfaðar upp til þess að enginn gæti ruðst inn í bílinn. Hvarf hinnar ungu, fallegu konu var því alger ráðgáta þar til þremur dögum síðar er lögreglu- menn í eftirlitsferð funduð nakið konulik á skógarsvæði við fjölfar- inn þjóðveg, Osceola Parkway. Carla Larsen var fundin. Hvað hafði gerst? Víst var að Carla hafði ekki haft ástæðu til að aka til Osceola af fúsum og frjálsum vilja. Það var i þveröfuga átt við bæði vinnustað hennar og heimili og jafnframt langt frá stórmarkaðn- um. Lögreglan taldi ráðlegast að lýsa eftir sérstökum skartgripum sem Carla hafði borið þegar henni var Carla Larsen Morðinginn sá skartgripi hennar gtitra og skína í síðdegissólinni. rænt og sem nú voru horfnir. Hún hafði meðal annars verið með á sér hálsmen með bókstöfunum C og R sem var gjöf frá fyrirtækinu er hún starfaði hjá. Hún hafði einnig verið með hálsfesti með rúbínsteini, dem- antseyrnalokka og trúlofunarhring með demanti auk smaragðsgull- hrings. Beitt kynferðislegu ofbeidi Lögreglan sló því föstu að Carla Larsen hefði verið í stórmarkaðn- um og greitt með krítarkortinu sínu klukkan 14.15. En vörumar hennar voru einnig horfnar og krufning leiddi í ljós að hún hafði ekki borð- að kökumar sem hún keypti. Krufn- ingin leiddi einnig í ljós að Carla hafði verið beitt kynferðislegu of- beldi. Allir karlkyns starfsmenn Centrex Rooney, um eitt þúsund talsins, voru yfirheyrðir án árang- urs. Hvítur Fordbíll Cörlu fannst síðar við þjóðveginn í Cocoa Beach. Kveikt hafði verið í honum en tæknirannsókn sýndi að hann hafði áður verið málaður svartur. Hræöilegur grunur eiginkonu Þann 7. júlí hafði kona að nafni Jean Huggins samband við lögregl- una í Orlando. Hún hafði séð blað með frásögn af glæpnum og við það vaknaði hjá henni hræðilegur grun- ur. Konan, sem bjó í Maryland, hafði verið i Orlando 10. júní ásamt eigin- manni sínum, John. Þau höfðu gist á vegahóteli nálægt stórmarkaðnum þar sem Carla Larsen hvarf. Um tvöleytið þann dag hafði maðurinn hennar farið í göngutúr. Hann kom ekki til baka fyrr en seint um dag- irin. Þá hafði hann skyndilega kraf- ist þess að hún æki heim til Mary- land. Sjálfur ætlaði hann að koma seinna. Jean Huggins hafði tekið eftir skrámum á andliti Johns og að hann var allt í einu kominn á hvít- an Ford. Hann gaf loðið svar þegar hún spurði hvar hann hefði fengið bílinn. Nokkrum dögum seinna sagði hann allt í einu að hann hefði ekið bilnum aftur til Flórida þar sem hann hefði kveikt í honum. Hún minntist þess glögglega þegar hún sá allt í einu frásögn af morð- inu á Cörlu Larsc.i og horfna bíln- um. „Lögreglan taldi mögulegt að ráðist hefði verið á Cörlu á meðan hún beið eftir grænu Ijósi. Maður hennar sagði það ekki líklegt. Hann sagði hana alltaf hafa haft bíldyrnar læstar og rúðurnar skrúfaðar upp til þess að enginn gæti ruðst inn í bíl- inn.“ John Huggins var handtekinn. Hann fullyrti að eiginkona sín væri hraðlygin. Hún myndi segja hvað sem væri til að skaða hann. Og það sem hún gerði ekki myndi móðir hennar gera því hún hataði hann beinlínis. Syndaregistur Huggins benti ekki til þess að hann væri sakleysingi sem væri ofsóttur. Lýst hafði verið eftir honum vegna innbrots, tveggja Mágkonan Systir Jims Larsens hafði einnig oröið fórnarlamb moröingja. Bíll hinnar myrtu Morðinginn hafði kveikt í bíl Cörlu Larsen. Bíllinn fannst nokkrum vikum eftir morðið. Eiginmaöurinn Jim Larsen fylgdist með réttarhöldunum ásamt ættingjum sinum. John Huggins Syndaregistur hans benti ekki til þess að hann væri sakteysingi sem væri ofsóttur. bankarána og árásar á lögreglu- mann. Síðustu 20 árin hafði hann oft setið inni. „En ég hef aldrei framið morð,“ fullyrti John Huggins. „Ég hef oft haft tækifæri tii þess en aldrei nýtt mér þau.“ Óvæntur stuöningur kirkjusamtaka Huggins fékk óvæntan stuðning frá kirkjulegum hjálparsamstökum. Þau lofuðu óeigingjamt starf hans, meðal annars meðal fátækra barna á Haítí. Saksóknaraembættið lét þó ekki slík góðverk trufla sig og John Huggins var ákærður fyrir morð. En þó að Carla Larsen hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi voru eng- ar beinar sannanir sem tengdu hana við John Huggins. Eini mögu- leikinn var að fmna skartgripina sem hin myrta hafði borið. En hvar átti að leita þeirra? Þeir fundust þar sem menn áttu síst von á að finna þá, heima hjá tengdamóður Johns Huggins. Þar voru þeir faldir í kolakjailara. Hún bölvaði tengdasyninum fyrir þá ósvífni að notfæra sér hana við hinn viðbjóðslega glæp. Skartgripimir urðu John Hugg- ins að falli. Hann hafði séð þá glitra og skína í síðdegissólinni þegar Carla Larsen kom út úr stórmark- aðnum. Huggins hafði stokkið inn í bíl hennar án þess að hún gæti kom- ið í veg fyrir það. Hann ógnaði henni með hnífi og þvingaði hana til að aka að Oceala Parkway þar sem hann drap hana. Þann 26. febrúar 1999 var John Huggins fundinn sekin: um morð að yfírlögðu ráði og rán. Hann var dæmdur til dauða. Nornin í Wernigerode Margitta Fiedler leyfði aðeins fimm bömum sínum að lifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.