Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjðlfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jðnas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Bitbeinið Brussel Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra liggur ekki á þeirri skoðun sinni að það sé þjóðinni nauðsyn að skoða aðild að Evrópusambandinu. Slíkar umræður hafa lítt eða ekki farið fram hér á landi af neinni alvöru. Málinu hefur verið ýtt til hliðar með þeim rökum aðallega að ís- lendingar geti ekki gengið í þetta samband Evrópuþjóða að óbreyttri sjávarútvegsstefnu þess. Frumskilyrði bú- setu hér sé að í okkar höndum séu allar ákvarðanir varðandi fiskveiðistjórnun í hafinu kringmn landið. Það vald verði ekki framselt embættismannabákni í Brussel. Þetta grundvaUaratriði hefur skyggt á það sem hag- stætt væri aðild, áhrif á ákvarðanatöku, niðurfelling tolla, hagstæðara matarverð og aukinn stöðugleiki og lækkun vaxta með aðild að evrópska myntsamstarfinu og notkun evru í stað krónunnar. Meirihluti inn- og út- ílutnings okkar er við lönd Evrópusambandsins. Innan vébanda þess eru þegar fimmtán Evrópuríki og þrettán bíða inngöngu. Staða utan sambandsins eykur því hættu á einangrun frá flestum nágrannaþjóðum. Haft hefur verið eftir utanríkisráðherra að hann sjái fleti á því að íslendingar fái aðra samninga um fisk- veiðimál en stefna Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Ráðherrann og flokksformaðurinn segir að þeirri spurn- ingu, hvort við fáum niðurstöðu í samningum við sam- bandið sem við sættum okkur við, verði aldrei svarað fyrr en á reynir. Hann bætir því við að þetta sé eitt af því sem farið verði í gegnum í Framsóknarflokknum. í framhaldi af fundi landsstjórnar og þingflokks Framsóknarflokksins í nýliðnum mánuði hefur formað- ur flokksins reynt að skerpa sérstöðu hans með því að taka forystu í Evrópuumræðunni eða réttara sagt hefja hana. Þótt fráleitt sé eining um Evrópumálin innan Framsóknarflokksins er augljóst að formaður flokksins telur brýna nauðsyn þess að flokkurinn taki forystu í þessu máli. Fylgi flokksins hefur dalað jafnt og þétt í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkur- inn kom illa út úr þingkosningunum í fyrra og hefur tapað fylgi síðan meðan samstarfsflokkurinn hefur hald- ið sínu og vel það. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig samstarf stjórnarflokkanna gengur þegar þing kemur saman að nýju í haust í ljósi þess að ekki verður annað séð en andstæðir pólar séu að myndast í afstöðu þeirra til Evr- ópusambandsins. Á meðan utanríkisráðherrann hvetur til umræðu um Evrópusambandsaðild telur samráð- herra hans í hinum stjórnarflokknum, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, óþarft að setja af stað miklar um- ræður um aðild hér á landi. Á vefsíðu sinni sendir Björn starfsmönnum utanríkisráðuneyta skeyti um skrifstofubáknið í Brussel og valdafikn þeirra. Þar seg- ir meðal annars að fylgifiskur Evrópusambandsaðildar sé að embættismannakerfi aðildarlanda fLytjist að hluta inn í báknið og þungamiðjan færist til Brussel. Síðan segir menntamálaráðherra: „Vegna þessa fá utanríkisráðuneyti aðildarríkjanna annað hlutverk en ella væri og þeim hættir meira að segja sumstaðar til að líta á sig sem einskonar yfirráðu- neyti, sem í krafti miðstýringaráráttu Brussel-skriffinn- anna geti hlutast til um stórt og smátt á starfssviði ann- arra ráðuneyta.“ Björn bætir því við að því sé haldið fram að starfsmenn utanríkisráðuneyta séu oft áköfustu talsmenn aðildar og sjái lítið eða ekkert athugavert við það að færa sem mest vald til Brussel. Taki þeir til sín sem eiga. Varnir og forræði Árið 1986 fór Reykjavíkurfundur Reagans og Gorbatsjovs út um þúfur vegna þess, að Bandarikjaforseti neitaði að falla frá geimvarna- eða „stjörnustríðsáætlun" sinni. Sovét- menn ofmátu þessa áætlun, enda átti hún meira sameiginlegt með vís- indaskáldsögu en nútíma-hemaðar- tækni, þótt þeir vissu, að hún mundi leiða til nýjunga á sviði vopnafram- leiðslu. Hugmyndir Bandaríkjar- stjórnar um að smíða gagneldflauga- kerfi, sem taka á í notkun árið 2005, hafa vakið upp kaldastríðsminning- ar. Hugmyndin er sú sama: að verja Bandaríkin fyrir kjarnorkuárás, en kerfið er mun smærra í sniðum og í þeim skilningi engin „stjörnustríðsá- ætlun“ . Það beinist gegn ríkjum eins og Norður-Kóreu og íran en ekki Rússlandi. Áformin hafa engu að síður valdið deUum innan banda- ríska stjórnkerfisins og vakið harða andstöðu Kínverja og Rússa, sem benda á, að það brjóti í bága við AMB-samninginn frá árinu 1972. Sá samningur kveður á um bann við smíði á gagneldflaugakerfum á landsvísu. Forsendan var sú, að það svaraði ekki kostnaði að gera kjarn- orkuárás vegna þess, að unnt yrði að gera gagnárás. Fram að þessu hefur furðulítU umræða verið um áform Bandaríkjamanna í Evrópu. Evr- ópskir ráðamenn hafa sýnt þeim lít- inn stuðning, en þeir ganga út frá því vísu, að kerfmu verði komið upp, enda er sterkur þingvUji fyrir því. En eru Bandarikjamenn ein- hliða að hrófla við valdajafnvæginu í heiminum, sem gæti leitt tU nýs vopnakapphlaups eða er hér um að ræða réttiætanlega varnaráætiun? Eðli kerfisins Hugum fyrst að þeim, sem vUja að kerfið verði sett upp. Þeir hafa beitt eftirfarandi rökum: 1) Þar sem fyrir- sjánlegt sé, að stjórnvöld í óvinveitt- um ríkjum eins og Norður-Kóreu og íran geti komið sér upp langdrægum eldtiaugum innan fárra árra, sem geta hæft Bandaríkin, ber Banda- ríkjamönnum skylda tU að gera gagnráðstafanir; 2) kostnaðurinn sé viðráðanlegur eða á bilinu 15-30 mUljarðar doUara. Bandaríkjamenn eyða nú um 300 mitijörðum doUara árlega til hermála eða 35% af því fjármagni, sem veitt er tU þessa málaflokks í heiminum; 3) fælingar- kenningin sé ekki nægileg trygging gegn einræðisherrum eins og Kim II Jong vegna þess, að þeir mundu ekki láta ofurherstyrk Bandaríkj- anna hafa áhrif á sig, ef þeir ákvæðu aö gera árás á Bandaríkin; 4) þetta sé takmarkað kerfi, sem sé ekki beint gegn Rússum og Kínverj- um. Hugmyndin snýst um 100 kjam- Deilurnar um geimvarnaráætlun Bandaríkjastjórnar settu mikinn svip á leið- togafund þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík árið 1986. Hugmyndum Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugakerfi til að verjast hugsanlegri árás hefur verið líkt við „stjörnustríösáætlun“ Reagans, en það eru ýkjur. Hugmyndin er svipuð, en þessi áætlun er ekki nærri því eins viðamikil. Hér er ekki um að ræða vörn gegn kjarnorkuvopnum Rússa eða Kínverja. Það breytir því ekki, að hún kann að hafa veruleg áhrif á samskipti Bandaríkjamanna við aðrar þjóðir. DV-mynd GVA gerðirnar yrðu harðar. Þess vegna halda Rússar því fram, að áætlunin sé aðeins fyrsta skrefið í að breyta valdajafnvæginu Bandaríkjunum í hag. Reyndar fara Bandaríkjamenn nú þegar með algert forræði í her- málum í heiminum, svo að frekar má líta á þetta sem viðbót. Og kerfið mun ekki hafa áhrif á fælingarstefnu Rússa, sem er reist á getunni tti þess að svara í sömu mynt, ef kjamorku- árás yrði gerð. En þetta gæti leitt tti þess, að Rússar ykju útgjöld tti her- mála, sem þeir mega ekki við. í öðru lagi mundi það valda stórskaða á al- þjóðavettvangi, ef Bandaríkjamenn segðu upp ABM-samningnum, eins og þeim er heimilt með sex mánaða fyrirvara. Það yrði í annað sinn á stuttum tíma, sem þeir færu eigin leiðir í kjarnorkumálum, en skemmst er að minnast þess, að öld- ungadeild Bandaríkjaþings neitaði að samþykkja samninginn um bann við kjarnorkuvopnattiraunum. í þriðja lagi hafa tilraunir með eld- flaugakerfið mistekist fram að þessu og bent hefur verið á, að unnt sé að „blekkja" það með tálbeitum í eld- flaugalíki. Loks verður það erfitt pólitískt fyrir dönsk og bresk stjóm- völd að veita Bandaríkjamönnum heimtid tti þessa að gera endurbætur á ratsjárstöðvum í Bretlandi og Grænlandi í tengslum við kerfið, m.a. vegna afstöðu Rússa og and- stöðu íbúanna. í stuttu máli lúta helstu mótrökin gegn kerfmu að áhrifum þess á aðrar þjóðir. Það er kominn tími tti þess að gefa þeim þætti meiri gaum í umræðum um eldflaugaætlunina í Bandaríkjunum. orkugagneldflaugar gegn nokkrum tugum óvinaflauga, en ekki þúsund- ir eins og á Reagan-tímanum. Auk þess komi engin geimvopn við sögu, þótt stuðst yrði við gervihnetti og ratsjárstöðvar; 5) ABM-samningur- inn heimtiar svæðisbundið eld- flaugavarnarkerfi svo aö aðeins þyrfti að gera óverulegar breytingar á honum. Valur Ingimundarson sagnfræöingur Markmiö og veruleiki Spyrja má hvort það sé ekki rétt- lætanlegt að verja eigið land með þeim ráðum sem eru ttitæk. En þar sem eldflaugaáætlun Bandaríkja- manna á sér rætur í kalda stríðinu, má alveg eins gera ráð fyrir því, að viðbrögðin verði i samræmi það. í fyrsta lagi má draga í efa, að ógnin, sem stafi af Norður-Kórea, einu fá- tækasta riki heims, sé eins mikil og Bandaríkjamenn segja, þótt Norður- Kóreumenn hafi vissulega gert tti- raunir með eldflaugar. Ef einræðisherrar eins og Kim II Jong hugsa fyrst og fremst um að vera við völd, eins og Bandaríkja- menn halda fram, mætti frekar gera ráð fyrir því, að þeir gerðu ekki árás á Bandaríkin vegna þess, hve refsiað- Jónas Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.