Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 51 Tilvera Feröamolar Uppspretta Dónár er í austanverðum Svartaskógi: Dóná svo blá ... Lágmyndin myndir vigdís stefánsðöttir Móöirin Baar og dóttirin Dóna sem rennur 2840 kílómetra til sjávar. Vilja ekki Mikka mús Umhverfisvinir í Hong Kong er æfir vegna fyrirhugðra áætlana yf- irvalda um að byggja upp nýjan ferðamannastað í nágrenni íjár- málahverfisins. Staðurinn er aðeins í 15 kílómetra fjarlægð frá hinu annasama fjármálahverfi Hong Kong-borgar. Nú þegar eru áform um að byggja nýjan flugvöll og mörg stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á því að fjárfesta á svæðinu. Walt Disney-samsteypan er meðal annars að athuga möguleikana á því að. opna nýjan Disneyskemmtigarð á svæðinu. Þeir sem berjast fyrir umhverfis- málum eru ekki ánægðir með þessa framtíðarskipan og vilja hafa stað- inn eins og hann er í dag. Þar er til að mynda að finna ósnortnar strendur, stórkostlega fjallastíga og auðvitað kýr á beit. Dekur í háloftunum Snyrtivörufram- leiðendur eru í auknum mæli fam- ir að framleiða sér- stakar snyrtivörur fyrir ferðamenn. Húðin á á hættu að verða þurr á ferð- lögum í háloftun- um vegna loftsins í flugvélunum. Sumir snyrtivöru- framleiðendur eru byrjaðir að selja krem sem á að bera á sig i flugvél- um og síðan er hægt að fá önnur krem til að setja á sig þegar menn eru komnir á áfangastað. Einnig er hægt aö kaupa sér stresslosandi grímur til að hafa á sér í flugferð- inni. Flugfélög hafa líka áhyggjur af þessu vandamáli og sum hver eru farin að bjóða viðskiptavinum sín- um upp á ókeypis gjafatöskur með ýmiss konar kremum og geli. Flug- vélagið Virgin Atlantic Airways hefur þó gengið einna lengst í þess- um málum því það hefur sett upp snyrtistofur í flugvélum sínum. Þar er meðal annars hægt að fá nudd, húðhreinsun og sitthvað fleira. Á eftir getur fólk siðan skellt sér í sturtu eða freyðibað. Næsta skref hjá fyrirtækinu er síðan að koma upp rúmum í flugvélunum til að menn geti fengið sér almennilegan blund. Ekki er þó ætlast til þess að menn komi með sin eigin náttföt og inniskó því flugfarþegar fá náttfót, sloppa og innskó til afnota hjá flug- félaginu. Uppteknlr strandverðir Strandverðirnir í Sydney mun hafa mikiö að gera þegar Ólympíu- leikarnir hefjast þann fimmtánda september næstkomandi. Þeir þurfa að hafa auga með því að ferðalang- ar fari sér ekki að voða á hinum áströlsku ströndum. Yfirvöld hafa ákveðið að grípa til aðgerða vegna hins mikla ferðamannafjölda sem von er á í tengslum við Ólympíu- leikana. Helmingi fleiri strandverð- ir verða á vakt og þeir munu byija að vinna mánuði fyrr en venjulega. í austanverðum Svartaskógi, nán- ar til tekið í Donaueshingen eru upptök Dónár - Donauquellen eða Dónárupp- sprettan. Það er hin fræga ætt Furfitenberg sem státar af þvi að eiga í garði sínum uppsprettuna sem árið 1875 var hamin í stein- steyptan kringlóttan pott eftir teikn- ingu Adolfs nokkurs sem var hinn ágætasti listamaður. Adolf þessi gerði m.a. fallega lágmynd sem á er á pottinum og sýnir móðurina Baar sem á dótturina Dóna sem rennur 2.840 kílómetra til sjávar en Dóná er lengsta á Evrópu og rennur í Svartahaf. Það er lítið mál að komast að Donauquelle og vel þess virði því í þorpinu er margt að sjá og garður FurCtenbergættarinnar, sem opinn er fyrir almenning, er hreint ævin- týri þar sem hægt er að týna sér innan um tré og runna og fallegan gróður. Þessi annars ágæta ætt rekur einnig bjórgerð í bænum og er Furfitenbergbjórinn þekktur um allt Þýskaland. Þeir sem vilja geta feng- iö að skoöa bjórgerðina og sest að lokinni skoðun og fræðsluerindi niður í gríðarstóran bjórkjallara og fengið þar bjór eftir þvi sem hver og einn vill, en það er innifalið í að- gangseyrimum. Tónlistin í hávegum höfð í þriðju viku okóbermánaðar er mikil tónlistarhátíð í Donaues- hingen að þýskum sið og hefur hún verið haldin árlega frá árinu 1921. Þarna má heyra tónlist frá öllum heimshornum og stórskemmtilegar uppákomur alla helgina. Fræg tón- skáld fá sinn skerf en léttari tónlist s.s. djass er einnig á boðstólum. Uppsprettan Potturinn var steyptur áriö 1875. Á þessu ári fagna Bretar því að sextíu ár eru liðin síðan orrustan um Bretland var háð en þessi mikli hOdarleikur olli straumhvörfum í síðari heimsstyrjöldinni. Hápunkt- ur afmælisins er sérstök afmælis- flugsýning á Duxford-flugminjasafn- inu dagana 9. og 10. september nk. í tfiefni af þessum tímamótum hefur Fyrsta flugs félagið skipulagt hóp- ferð á myndarlega afmælisflugsýn- ingu sem heitir einfaldlega Battle of Britain. „Þetta er stórviðburður í Bretlandi og það liggur í augum uppi að svona tækifæri má ekki renna úr greipum flugáhugamanna, Á sýningunni verða milli 40 og 50 gamlar stríðsflugvélar í loftinu og meira að segja sumar frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það mun vekja sérstaka athygli að 24 flughæfar Spiteflre-orrustuflugvélar verða í loftinu en það hefur ekki átt sér stað síðan í seinni heimsstyij- öldinni," segir Gunnar Þorsteins- son, fararstjóri og formaður Fyrsta flugs félagsins. Flugatriðin standa yfir í rúma fjórar klukkustundir en það er margt annað forvitnilegt á Duxford sem er stærsta flugminja- Á þessari heimasiðu má lesa ým- islegt um tónlistarhátíðina: www.swr on line.de/donaueschingen Vilji fólk skoða höll FurCten- bergættarinnar, sem raunar er mannlaus nú á tímum því fjöl- skyldan býr í minna húsi á lóðinni, er opið fyrir almenning á tímabil- inu frá páskum og fram til septem- ber, alla daga nema þriðjudaga. Leiðsögn er kl. 9 tfi 12 og frá 14 tfi 17. Bygging hallarinnar hófst 1722 en henni var breytt árin 1893-1896. öll húsgögn eru frá Renaissance og barok tímum og eins listaverk sem í höllinni eru. Á þessum tveim heimasíðum má safn Evrópu með alls um 150 flug- vélar, allt frá gömlum tvíþekjum til Concorde. Orrustunnar um Bretland minnst í Duxford-flugminjasafninu Sérstaka athygli vekur aö 24 flug- hæfar Spitfire orrustuflugvélar veröa í loftinu en þaö hefur ekki átt sér staö síöan í seinna stríöi. Ferðin stendur yfir helgina 8.-11 september en farið er snemma á fostudagsmorgni og lent aftur í Keflavík um hádegisbil á mánudegi. Flogið verður með 747 risaþotu flug- félagsins Atlanta með milligöngu SL. Dagskrá ferðarinnar er í stórum dráttum þannig að strax eftir lend- ingu í London verður haldið á fá frekari upplýsingar um svæðið: www.fh-furtwangen.de/~vs- fg/do/doquelle.htm www.donaueschingen.de/ -vs Dðná Hér byrjar lengsta á Evrópu aö renna. Hendon-flugminjasafnið sem er í eigu breska flughersins. Á laugar- deginum er ekki skipulögð dagskrá en hins vegar möguleiki á einni ferð á þrjá áhugaveröa staði sem eru heimsókn á Imperial War Museum, skoðunarferð um orrustuskipið Belfast sem liggur við festar á ánni Thames og hring í nýja parísar- hjólinu í London. Sunnudeginum er fyrirhugað að verja á Duxford en um kvöldið verður hátíðarkvöld- verður í gömlum kastala úti í sveit, skammt frá Duxford. Fararstjórar í ferðinni verða auk Gunnars landskunnir flugáhugamenn, Þor- steinn E. Jónsson Ómar Ragnars- son, Ottó Tynes og Sverrir Þórodds- son. „Meginmarkmiðið með þessum ferðum okkar er vitaskuld að fræð- ast um flugmálin, sérstaklega flug- söguna, og við leggjum alveg sér- staka áherslu á skemmtfiegheit og stemningu. Meðfararstjóramir eru einvalalið og snillingar sem óþarft er að kynna!“ segir Gunnar. Nánari upplýsingar og prentaða ferðadag- skrá eru veittar hjá Fyrsta flugs fé- laginu í símum 561 2900 og 899 2900. Hópferð á 60 ára afmæli orrustunnar um Bretland: Fimmtíu ára stríðs- flugvélar taka á loft Fiat "Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þessi fer fljótt.“, ek. 34 þús., 5d„ 5 gíra, loftpúðar, ABS, rafm.rúður, samlæsingar, þokuljós. Tilboðsverð kr. 920 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX 7/91 "Góður að vakna á morgnana", ek. 146 þús., 4 d„ 5 g„ útvarp, segulband, rafm.rúður. Tilboðsverð kr. 350 Mazda 323 F "Sportlegur, 16 ventla, á fínu verði", ek. 155 þús„ 5 d„ 5 g„ þokuljós.útvarp. Tilboðsverð kr. 290 þús. SKÓLABÍLA ÚTSALA MUSU laugardaga 13-17 * ílar Fiat Bravo 1.6 SX 3/98 "103 hesta ", ek.47 þús„ 3 d„ 5 g„ ABS, loftpúðar, þokulj, hiti í sætum.. Tilboðsverð kr. 940 þús. ístraktor Smiðsbúð 2 Garðabæ Simi 5 400 800 www.istraktor.is Opið laugardaga 13-17 MMC "Topplúga og cruise control." ek. 170 þús„ álfelgur, topplúga, útvarp, segulband, rafdrifnar rúður, samlæsingar o.fl Tilboðsverð kr. 480 Nissan Primera 2.0 11/96 "2.0 lítra, 16 ventla, spoiler, álfelgur", ek. 53 þús„ 5 d„ 5 g„ þokuljós.samlæsingar, rafmagnsrúður o.fl. Tilboðsverð kr. 890

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.