Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 57 DV Tilvera Afmælisbörn Salma Hayek 32 ára Mexíkóska leikkonan, Salma Hayek, verð- ur 32 ára í dag og sjálfsagt mun hún halda upp á afmælið með Edward Norton en þau hafa verið óaðskiljanleg um skeið. Salma Hayek var orðin vinsælasta sjónvarpsstjarn- an í Mexíkó þegar hún fór yfír landamærin til Bandaríkjanna. Það var landi hennar, leikstjórinn Robert Rodriquez, sem tók hana upp á arma sína og fékk henni hlutverk í myndum sínum, Desperado og From Dusk till Dawn, og hefur vegur hennar farið mjög vaxandi á síðustu árum. Charlie Sheen Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen verð- ur 35 ára á morgun. Hann er kominn af mikilli leikarafjölskyldu. Faðir hans er Martin Sheen og bróðir hans er Emilio Estevez en Estevez er hið raunverulega fjölskyldunafn feðganna og var Charlie skírður Carlos Irwin Estevez. Sheen hefur oftar en ekki verið skotspónn slúðurblaðamennsku enda átt erfitt með að láta fíkniefni og áfengi í friði. Hann þótti einn efnilegasti leikarinn í Hollywood en vegur hans hefur farið versnandi á undanfórnum árum. Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: mm Spá sunnudagsins \ . Spá sunnudagsins Stjörnuspá Gitdir fyrir sunnudaginn 3..september og mánudaginn 4. september Fiskarnir (19. febr.-20. mars): l *Þú ættir að fara eftir innsæi þínu fremur en ráðleggingum annarra. Þú átt von á óvæntum glaðningi sem mun gera þig afar glaðan. Þú færð einhverja ósk þína uppfyllta í dag. Ekki er um neitt stór- vægilegt að ræða en þú gleðst samt sem áður mikið yfir því. Það væri ekki svo vitlaust að fara í siná- ferðalag. Allt sem viðkemur ást eða hjónabandi er á mjög viðkvæmu stigi. Þú skalt þess vegna læðast á tánum. Hrúturinn (21. mars-19. aprm: ’ Vinur þinn eða einhver þér nákominn verður fyrir sérstöku happi í dag. Þú ert mjög upptekinn af því og það tekur töluvert af tíma þínum. Peningamálin standa ekki nógu vel um þessar mundir. Þú skalt sérstaklega gæta þess að lána ekki peninga. Tvíburarnlr (2 1. maí-21. iiiníi: ’ Þú þarft að temja þér meiri þolinmæði en þú hefúr gert hingað til í ákveðnu máli. Lausnin er skammt undan og þú munt verða ánægður með endalok málsins. Fólkið sem þú umgengst er mjög hjálp- samt og segir aðeins það sem það veit að þú vilt heyra. Ef þú þarft á ráðleggingum að halda er ekki sama hvert þú leitar. Spá manudagsins Þú verður að taka ákvörðun upp á eigin spýtvu þar sem þér finnst lítið á áliti annarra að græða. Kvöldið verður sérlega ánægjulegt. Nautið (20. april-20. maU: Einhver reynir að greiða götu þína og sýn- ir þér ótrúlega velvild. Þú ættir að fara út að skemmta þér 1 kvöld með góðum vinum. Þér finnst einhverra hluta vegna að þú sért einangraður. Félagslífið er reyndar nyög rólegt mn þessar mimdir en það breytist fljótlega. Krabbinn (22. iúni-22. iúiö: | Það lítur út fyrir að þú munir færast mikið í fang á næstunni. Stór- framkvæmdir standa fýrir dyrum og þú þarft á öllu þínu að halda. Þú hefur mjög ákveðnar skoðanir en hafðu ekki áhyggjur af þó að einhver hafi aðra skoöun á málunum. Bæði þín- ar skoðanir og annarra eiga rétt á sér. Heilu rúturnar hafa komið við í Lystigarði Óslandshlíðar: Er ekki tilbúinn að setjast í helgan stein - segir listasmiðurinn Þórður Eyjólfsson „Ef vel á að vera er þetta fullt starf en maður hefur svo mikla ánægju af þessu og hér erum við allt sumarið. Ég er ekki tilbúinn að setjast i helgan stein, að fara að spila eða eitthvað. Ég vil hafa meira fyrir stafni," segir Þórey Jóhannsdóttir frá Stóragerði í Óslands- hlíð. Þau Þórey og Þórður Eyjólfsson, maður hennar, settu niður sumarbú- stað í Stóragerði sumarið 1989. Þar heitir Birkigerði og hafa þau hjónin síðan unnið að því að rækta upp og standsetja eins hektara svæði við bú- staðinn. Þau þykja vel í meðalagi list- ræn og þrátt fyrir að ekki liggi lengri tími að baki hefúr verk þeirra spurst svo mikið út að fjöidi fólks hefur kom- ið heim í Stóragerði til að skoða, Fannst vanta lækjarhljóðiö Til að mynda renndu þar í hlað fimmtíu bílar frá Húsbílaklúbbi ís- lands, 150 manns, og heilu rútumar hafa komið með eldri borgara héðan og þaðan af landinu. Þau Þórey og Doddi, eins og Þórður er kallaður, hlæja þegar blaðamaður talar um „Lystigarð Óslandshlíðar". Og vist er að þetta er eins og að vera kominn í lystigarð. Þegar ekið er heim að bú- staðnum blasa við bílamir og vélamar hans Dodda frá því um og fyrir miðja öldina og listaverk af stærri gerðinni úr tré em áberandi og jafnvel mann- fólk sem þau hafa útbúið. Þama er til dæmis Sæmundur á selnum og sitt- hvað fleira mjög athyglisvert. „Ég sá strax hvað væri hægt að gera úr þessu œgar ég rakst á þennan drumb í fjör- Þórður við járnskúlptúrinn Falast hefur veriö eftir þessu verki Þóröar á sýningu. DV-MYNDIR ÞÖRHAU.UR ÁSMUNDSSON. Til móts við kölska Sæmundur á selnum meö biblíuna undir hendinni tilbúinn aö mæta kölska og varna honum sátartetrinu. Hugsað um börnin Systurnar Signý og Salome Sigur- monsdætur í þeim hluta garösins sem einkum er ætlaöur börnum. unni í Haganesvík," segir Doddi og býður blaðamanni að labba með sér um garðinn. Ekki er nóg með að gróðurinn sé skemmtilega útfærður, snyrtilegur og fjölbreytilegur heldur era listaverkin úti um allt, mikið unnin úr tré, hval- beinum, steinum og öðrum náttúrleg- um efhum, og einnig úr jámi. Þama era reiðhjólagjarðir sem raðað hefúr verið upp og þegar vindur blæs fara þær á hreyfingu. Þama er skúlptúr úr jámi sem Þórður segir að listamaður einn, sem kom um daginn, hafi viljað fá á sýningu. Og vitaskuld er þama gosbrunnur og tjamir. Við gosbrunn- inn er annar smábrunnur sem stendur eilítið neðar. „Mér fannst vanta lækj- arhljóðið," segir Doddi og teygir sig í tengil sem hann stingur snúra í sam- band við. Þá kemur lækjarhljóðið og vatn tekur að renna að því virðist úr gosbrunninum í hinn brunninn. Það var einhver að velta því fyrir sér um daginn hvaðan vatnið rynni“, sagði Doddi. Miklir skipulagshæfleikar Blaðamaður hefúr orð á því við Dodda að greinilega hafi þurft mikla útsjónarsemi og skipulag við allt þetta. „Já, þó ég segi sjálfúr frá þá hef ég alltaf haft mikla skipulagshæfileika og hef aldrei þurft að breyta út af því skipulagi sem ég hef séð út í upphafi. Þegar ég var fyrir sunnan var ég meira að segja beðinn að skipuleggja tvo garða sem tæknifræðingur hafði hannað. Og við höfum alltaf verið sam- taka hér. Ef einhver smáágreiningur ' verður hvemig hlutimir eiga að vera þá fórum við inn, ræðum málin og mkomust fljótt að sameiginlegri niður- stöðu. Okkur hefúr aldrei orðið sund- ý urorða í þessu,“ segir Þórður Eyjólfs- son. ÞÁ Liónið (23. iúlT- 22. áeúsú: f Eitthvað sem hefúr vafist j mjög lengi fyrir þér fær allt í einu afar farsælan endi. Þú unir niðurstöðunni vel en ein- hver er ekki alveg jafiiánægður. Gættu sérstaklega að eigum þinum og peningum þar sem meiri hætta er á að tapa einhveiju en vanalega. Vandamál skýtur upp kollinum. Vogin (23. sept.-23. okt.): Spa sunnudagsins Ástvlnur þinn er eitt- hvað miður sín og þú ættir að reyna að kom- ast að því hvað það er sem amar að. Táktu kvöldið rólega. Þú getur ekki kennt neinum um nema sjálfum þér ef þú lofar upp í ermina á þér. Þú ættir ekki að hjálpa þeim sem era of latir til að hjálpa sér sjálfir. Bogamaður 122. nóv.-21. des.l: Spa sunnudagslns Mevian (23. ágúst-22. sept.): Spá sunnudagsins Einhver biður þig um »að lána sér fjármuni. Það kann að vera allt í lagi ef vel er gengið frá málunum. Fjárhagur þinn fer batnandi. Þér er óhætt að leggja talsvert á þig til þess að koma þér vel fyrir. Nú er góður tími til að ná góðu sambandi við aðra. Sporðdreki (24. okt.-2l. nóv.): Spa sunnudagsms M hefúr óþarflega Jmiklar fjárhagsáhyggj- ur. Fjármálin standa ekki eins illa og þú heldur. Spa manudagsms ’ Gefðu þér nægan tíma til að sinna mikilvægu [ verkefni sem þér verð- ur falið í dag. Það skiptir miklu máli að þér takist vel til. Spá mánudagsins Þú öskar þess að eyða hluta úr deginum í einrúmi og þetta getur valdið vanda þar sem einhver er ekki sammála þessu. Þú þarft að þjóna tveimur herrum. Vertu viðbúinn þvi að þurfa að standa á rétti þínum vegna þess að líklegt er að þú þurfir að veija einhvem þér nákominn. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Spá sunnudagsins Þú ættir að bregða út af vananum og sletta ærlega _ úr klaufúnum einu sinni. Ástin blómstrar þessa dagana og það er greinilegt að haustið leggst vel í þig. Verið getur að þér finnist erfitt að halda loforð við kringumstæður sem ríkja. Síðdegis er heppilegur tími til samvinnu. Sellósvítur Bachs fluttar í fyrsta skipti á íslandi á einum tónleikum: Teljast til höfuðverka tónbókmenntanna Fimm sellóleikarar ætla á sunnu- daginn að flytja allar einleikssvítur Johanns Sebastians Bachs, alls sex talsins, á tónleikum í Langholts- kirkju. Að sögn Hrafnkels Orra Eg- ilssonar, sem er einn sellóleikar- anna, er hugmyndin að tónleikun- um komin frá honum en hann hefur áður spilað á slíkum tónleikum i Þýskalandi þar sem hann stundar nám. Gunnar Kvaran tekur einnig þátt í tónleikunum en hinir hafa all- ir verið nemendur hans í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Þeir eru, auk Hrafnkels, Sigurður Bjarki Gunn- arsson, Sigurður Halldórsson og Sigurgeir Agnarsson. Sellósvítur Bachs eru taldar vera meðal höfuðverka tónbókmennt- anna og hefur hver þeirra sitt sér- staka yfirbragð svo úr verða sex mjög ólík verk. „Sellóleikarar eru alltaf að glíma við svítumar og þær eru eins og Biblia sellóleikara," seg- ir Hrafnkell. Þær gera allar ýtrustu kröfur til flytjandans, bæði um tón- listarskilning og tæknilega full- komnum. Hrafnkell segir að þetta sé í fyrsta skipti sem allar svítumar séu flutt- ar á einu og sömu tónleikunum á ís- landi og það henti vel aö flytja þær í kirkju þar sem Bach hafi verið mikill kirkjumaður. Tónleikamir hegast klukkan 20 og munu selló- leikaramir velja eina svítu hver nema Sigurður Halldórsson en hann mun flytja tvær. Miðar verða seldir við innganginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.