Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Heygarðshornið - hvaö er satt og hverju er logið? Mel C segir: „Menn eru ruslcc Kryddstúlkan Mel C hefur margoft neitað orðrómi þess eðlis að hún sé lesbía. Aftur á mót er það fyrst núna að hún segist vel geta hugsað sér að vera lesbía og til og með óski sér þess oft. Þegar lesbíuorðrómurinn fór fyrst af stað fannst Mel C það bara fyndið en fljótlega varð hún leið á honum þar sem hún segist ekki hafa neitt að fela og ef hún væri í alvörunni lesbia þá væri hún komin út úr skápnum. „Ég á marga lesbíska aðdáendur sem eru alltaf að spyrja mig hvenær ég ætli eiginlega að kom út úr skápnum,“ segir Mel C í samtali við Dotmusic. „Ég er eng- inn lygari. Ef ég væri lesbísk myndi ég játa það enda er það ekk- ert til að skammast sín fyrir. Ég játa þó að sú hugsun hefur flogið í gegnum huga minn að kannski ætti ég að gerast lessa þar sem menn eru algjört rusl,“ segir söng- konan og fer þar ófögrum orðum um karlpeninginn. Það er ekki flókið mál að drekka sig fullan og flestir yfir meðalgreind ættu að geta skilið hvers vegna menn komast í ölvunarástand. Gerj- un framkallar etanól eða áfengi og sé það innbyrt hraðar en lifrin nær að eyða því úr blóðinu verða menn ölvaðir. Flestum sem á annað borð smakka það finnst þessi hluti mjög skemmtilegur. Það er skuggahliðin, eftirköstin, sem menn eiga stundum erfitt með að afbera. Þegar manni líður eins og beinin hafi ver- ið fjarlægð úr höfðinu og húð- in liggi laus utan á heilanum og manni finnst maður naum- lega hafa lifað af efnavopnaárás þá er lítil hugg- un að vita að reynsla manns er ekki einstök heldur sameig- inleg meö flest- um vestrænum karlmönnum. Öfugt við það sem margir áfengisvinir halda telja læknavísindin sig hafa sannað að langvarandi mikil drykkja er mjög óholl. Þeir sem drekka meira en 25 stóra bjóra á viku munu bíða tjón á heilsu sinni. Það er nánar tiltekið acetaldhýði, eitt af snefilefnum áfengis, sem veldur mestum skaða. Það veldur skemmdum á lifrinni, heilanum, hjartanu og miðtauga- kerfinu og eykur líkur á krabba- meini. Það að drekka mikið magn í einu á stuttum tíma er sérlega hættulegt því auk þess sem að framan er nefnt eykst hættan á hjartaáfalli sexfalt og líkur aukast á því að lenda í slysi, áflogum eða fangelsi. Þetta þekkja án efa margir íslendingar af eigin raun eða afspurn. Áfengisneysla er órjúfandi hluti af vestrænni menningu sem lögleg- ur vímugjafi og flestir geta verið sammála um að ef valið stendur milli þess á laugardagskvöldi að endurraða geisladiskasafninu, horfa á RÚV eða fara út á lífið með vinun- um og fá sér einn kaldan er valið ekki erfitt. Lítum aðeins á nokkrar stað- reyndir um þekktar áfengistegund- ir. Bjórinn freyð- ir Bjór er einn vinsælasti áfengi drykkur sem við þekkj- um. Hann er á bilinu 3 til 11 prósent áfengur en 4,5 til 5,5 er algengur styrk- leiki. Bjór skipt- ist í marga flokka eftir bruggunarað- ferðum og flestir þekkja muninn á ljósum bjór, dökkum bjór og súrum hveiti- bjór. Því dekkri sem bjórinn er, því verri verða eftirköstin. Ástæðumar era snefilefni og bragðefni sem gefa bjómum bragð og lit. Því dekkri og bragðsterkari sem vökvinn er því meira af þeim og því ákafari timb- urmenn. Þetta sama á við um sterk- ari drykki eins og vodka, koníak og viskí. Rannsóknir sýna að hæfilegt magn af bjór er gott fyrir heilsuna. í honum er andoxunarefni sem draga úr líkum á hjartaáfalli og sumar rannsóknir benda til aö bjór innihaldi efni sem hindrar myndun nýrnasteina. Þessara jákvæðu áhrifa njóta menn þó aðeins ef neysla þeirra takmarkast við einn Viltu snafs, væna? Kokkteilar eru misjafnlega sterkir en hér er einn sem senni- lega fáir þola í miklu magni. The Flatliner 1 snafs ljóst romm 1 snafs pólskt vodka Tabasco-sósa Hellið romminu í staup, rennið Tabasco-sósunni varlega yflr og síðan er fyllt upp með vodka. Sós- an myndar rauða línu milli lag- anna því hún flýtur ofan á romm- inu. Hafi blandan tekist vel slær út svita á neytendum og þeir gefa frá sér hávær neyðaróp. Enn öflugri útgáfa gerir ráð fyr- ir að notað sé Wray&Nephew- romm sem er 62% og 75% pólskt vodka. Að tala einni röddu „Er það ekki svona sem lýð- ræðið virkar?" spurði glað- hlakkalegur Austfirðingur í útvarpsumræð- um um yfirtöku virkjanasinna á félagi náttúru- verndara á Aust- urlandi og því er fljótsvarað: Nei, það er ekki svona sem lýð- ræðið virkar. Það er svona sem einræðið virkar. Lýðræðið: ég ákveð hvað ég segi og þú ákveður hvað þú segir og svo tökumst við á um það. Einræðið: ég ákveð hvað þú segir. Þegiðu. „Hér eftir verdur samtak- eS anna einkum minnst fyrir hvem veginn ofstopa, gerrœði og ofríki. finnst manni eins Eftir uppákomuna hafa talsmenn þeirra breyst í trúða og málflutningur þeirra marklaus með öllu: Afl fyrir Austurland verð- ur hér eftir Babl fyrir Austurland. “ og þetta sé angi af hörkulegri for- heimskun sem víða verður vart í samfélaginu - allt frá því að upp kemur félag þjóð- ernissinna sem heimtar forgang íslendinga að vinnu, þótt svo- nefnd erlent vinnuafl haldi heilu landshlutunum gangandi - og dugir þó varla til - til þess að sví- virðingar dynja á kirkjunnar þjón- um frá mönnum sem láta eins og kristindómurinn í landinu sé ein- hver allsherjar árás á sig prívat og persónulega. 58 manns úr samtökunum Afl fyr- ir Austurland tóku sig til og gengu í Náttúruverndarsamtök Austur- lands til þess að breyta ályktunum þess félags um virkjanaáform. Þetta gerðu þeir í þvi skyni að aðeins ein rödd bærist frá Austurlandi; þeir eru búnir að ákveða að enginn Austfirðingur sé andsnúinn virkj- unum. Það er áhyggjuefni aö 58 Austflrð- ingar skuli ekki átta sig á því hvemig vestrænt lýðræði starfar og hvað telst siðaðra manna háttur í Austurfirðingar skulu tala einni röddu og sú rödd á að koma úr barka Einars Rafns Haraldssonar. Málflutningur hans fer ævinlega fram í fyrstu persónu fleirtölu: Við. Við hér á Austurlandi teljum“ okk- ur Austfirðingum finnst". Samt er hann bara talsmaður félags sem heitir Afl fyrir Austurland, og kannski nú líka Naust, hafi hann ennþá geð i sér til aö tala í nafni samtaka sem hann hefur rænt til aö um 180 hitaeining- ar sem er álíka og í hálfu Mars- súkkulaðistykki. Til að bíta höfuðið af skömminni er algengt að bjór- svelgir mauli hnetur eða kart- öfluflögur með veigunum sem einnig innihalda ijölda hitaeininga. Þeir sem drekka nokkra bjóra á dag hafa yfirleitt ekki rænu á að •draga úr neyslu á öðrum fæðuteg- undum og afleið- ingarnar sjást á holdafari þeirra. Aðvorun fra SAA Áfengi er heilsuspillandi. Þaö eyöileggur lifrina, heilann og taugakerfiö og veldur ómældum andlegum þjáning- um. Það hvetur til ofbeldis, veldur slysum, eykur laus- læti og gerir þig almennt aö fífli. Þaö veldur útlitslýtum eins og bjórvömb og rauöu nefi. Ekki drekka. Timburmenn eru ólæknandi. stóran bjór á dag. Þjóðsagnir um að Guinness-bjór sé hollari en aðrir vegna mikils jáminnihalds eru þvættingur. Skuggahliðar bjórneyslu eru nokkrar en sú sýnilegasta er sú að hann er fitandi. í stórum bjór em Léttvínið Ijúfa Léttvín hefúr á sér yfirbragð hins fágaða menning- ardrykks. Það er sötrað af fagur- kerum og hófs- mönnum með góð- um mat og i smökkunarklúbb- um. Það er fljót- legra að drekka sig fullan af létt- víni en sterkum drykkjum því það fer íljótar úr mag- anum og frásogast út í blóðið. Það er óumdeilt að léttvin er hollt í hófi, bæði fyrir hjarta og æðakerf- ið, og rannsóknir benda til þess að hófleg drykkja þessi lengi líf manna. Nýjar rannsóknir benda til þess að léttvín séu misjafnlega holl. Rauðvín séu þannig hollari en hvítvín því dökk vínber innihaldi Guömundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV þagga niður í röddum sem hann vill ekki að berist að austan. Næst meg- um við eflaust eiga von á því að hann mæti á hagyrðingamót og seg- ist vera Hákon Aðalsteinsson og komi i útvarp til að tala um hrein- dýr undir nafninu Skárphéðinn Þór- isson, svo aðeins séu nefndar tvær raddir sem honum finnst að ekki eigi að heyrast, nema ef til vill úr sínum barka. Því hann skilur ekki hvernig lýð- ræöið virkar. í máli félagstöku- manna á Austurlandi hefur komiö fram það viðhorf að þetta sé spum- ing um einfaldan meirihluta sem ósammála sé þeim sem fyrir sé í fé- laginu: Við erum fleiri, sýnum þeim afl okkar. Nú er til allrar hamingju ekki svo illa komið í þessum lands- hluta aö 58 manns séu meirihluti Austfirðinga. Eins og ævinlega í lýöræðisríkjum er hinn eiginlegi meirihluti fólks óvirkur í þeim skilningi að starfa ekki í félögum og sveiflast jafnvel í afstöðu sinni. Um skoðanir þessa fólks er tekist. Það sem 58 austfirðingar virðast hins vegar ekki átta sig á er að lýð- ræðið hefur aldrei snúist um það að þeir sem telja sig tala í nafni meiri- hlutans eigi að þagga niður í þeim sem þeir telja minnihlutann. Lýð- ræðið snýst heldur ekki um það að maður eigi að bregðast við andstæð- ingum með því að leggja þá niður: að þeir sem em fleiri éti þá sem eru færri. Það snýst um að flokkar og samtök takist á um málefni og reyni að hafa áhrif á framgang mála og al- menningsálitið. Þetta er gert eftir tilteknum leikreglum sem eru óskráðar í þeim skilningi að ekki gilda lög í landinu sem banna bein- línis hegðun á borð við þá sem 58 austfirðingar sýndu, en eru hins vegar þess eðlis að nú hafa samtök- in Afl fyrir austurland orðið fyrir þeirri ógæfu að standa að verstu at- lögu seinni tíma að félagafrelsi á ís- landi, málfrelsi og lýðræði. Hér eft- ir verður samtakanna einkum minnst fyrir ofstopa, gerræði og of- ríki. Eftir uppákomuna hafa tals- menn þeirra breyst í trúða og mál- flutningur þeirra marklaus með öllu: Afl fyrir Austurland verður hér eftir Babl fyrir Austurland. Helgarblað DV Svíðsljós Áfengi frá ýmsum hliðum: Eiturlyf eða gleðigjafi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.