Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
ÐV
i
Útgáfufélag: Fijáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformabur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins (stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim.
BorðaJagðar pappalöggur
Fyrir tæpu ári var löggæzla skorin niður með breyting-
um á fjárlögum. Þar að auki leiddu sérstakar takmarkan-
ir á notkun lögreglubíla til þess, að löggæzla minnkaði á
þjóðvegum landsins. Ennfremur var sett sérstakt eftir-
vinnubann á baráttu lögreglunnar gegn flkniefnum.
Samhliða þessu hefur verið reist nýtt bákn við Skúla-
götu 21, glæsilega merkt Rikislögreglustjóranum með
ákveðnum greini. Þar sitja menn og hanna skrautlega
búninga af tuttugu gráðum handa sérstakri sveit dáta,
sem fylgir dómsmálaráðherra á fundaferðum hennar.
Hámarki náðu skrautsýningar ráðherrans á blaða-
mannafundi í júlí, milli niðurskurðar fjárlaga og áminn-
ingarbréfs ráðuneytisins til sýslumanna. Ekki dugði ráð-
herranum minni fundarumgerð en flugskýli Landhelgis-
gæzlunnar og fjölmenn sveit borðalagðra dáta.
Á fundinum kom fram, að ráðherrann lifir í sérstökum
einkaheimi, þar sem hún getur boðað stórkostlegt átak í
umferðareftirliti, án nokkurs tillits til þeirra fjármuna,
sem hún og félagar hennar í rikisstjórninni verja til
málaflokksins samkvæmt ákvörðunum í fjárlögum.
Enn var ráðherrann í fyrradag á kjósendafundi með
borðalögðum dátum Ríkislögreglustjórans með ákveðn-
um greini. Þar skýrði hún nýja aðferð í baráttmmi gegn
fikniefnasölum, sem bætir fyrir, að fíkniefnalögreglan
hefur mánuðum saman aðeins mátt vinna dagvinnu.
Aðferð ráðherrans felst í, að hún „mun fylgjast grannt
með fíkniefnadeildinni“ að eigin sögn. í samræmi við
annars heims andrúmsloftið á fundi ráðherrans lagði
einn fundarmanna til, að pappalöggur yrðu settar upp á
svæðinu til að minna fólk á tilvist lögreglunnar.
Einn sýslumanna landsins tók í sama streng i blaðavið-
tali í gær, þegar hann hafði rakið peningaleysi löggæzl-
unnar. „Ætli við verðum bara ekki að hafa pappalöggur.
Það er í tízku í dag.“ Þannig verður einkaheims dóms-
málaráðherrans væntanlega minnzt í framtíðinni.
Pappalöggurnar á Reykjanesbraut hafa óviljandi orðið
að einkennistákni embættisfærslu dómsmálaráðherrans.
Þær eru raunar áþreifanlegasta dæmi sýndarveruleikans,
þar sem ekkert samhengi er á milli yfirlýsinga á skraut-
sýningum og raunveruleika vaxandi peningaleysis.
Það er nefnilega hægt að þreifa á pappalöggunum og
jafnvel setja þær í skottið á bílnum. Hið sama verður
varla sagt um tuttugu mismunandi gráður borðalagðra
dáta Ríkislögreglustjórans með ákveðnum greini. Þær
sveitir eru fyrir framan speglana í Skúlagötu 21.
Við þurfum lítið á þessum borðalögðu sveitum að
halda, ekki einu sinni við móttöku erlendra gesta ríkis-
valdsins. Einfalt er að hætta að bjóða hingað fúlmennum,
sem æsa fólk til mótmæla, en snúa sér bara að vammlaus-
um fyrirmennum, sem nóg er til af.
í stað sveitar borðalagðra dáta af tuttugu mismunandi
gráðum er hægt að mæta erlendu stórmenni með því að
framkvæma ríkisstjórnarsamþykkt, sem runnin er frá
landbúnaðarráðherra, það er að segja með sveit fallegra,
vel hærðra og hlýlegra hesta af íslenzku kyni.
Kjósendur virðast telja eðlilegt, að landsfeður lofi öllu
fögru og jafnvel heilum milljarði, þegar mikið liggur við
í kosningabaráttu, en gleymi því jafnóðum eftir kosning-
ar. Hitt hefur komið mörgum á óvart, að ráðherra lifi
áfram í skrautsýningum eftir kosningar.
Kannski er þama komið fordæmi fyrir pappamönnum
á Alþingi og að enda svo skopleik íslenzkra stjórnmála
með því að koma okkur upp kjósendum úr pappa.
Jónas Kristjánsson
Orðræða haturs eða friðar?
Þegar fulltrúar ísraelsmanna og
Palestínumanna gerðu með sér frægt
samkomulag fyrir sjö árum, sem síð-
an hefur verið kennt við Ósló, héldu
margir að friður væri nánast kominn
á fyrir botni Miðjarðarhafs. Átökin
síðustu daga hafa hins vegar farið
langt með að sannfæra menn um að
þrátt fyrir allar umleitanir síðustu sjö
ára sé enginn friður í augsýn. En
hvernig gat þetta gerst? Voru friðar-
samningarnir gallaðir frá upphafi,
eins og sumir hafa haldið fram, eða er
það klúður og ósveigjanleiki á báða
bóga sem nú hefur skapað enn eitt
óeirðabálið á svæðum Palestínu-
manna?
Var Óslóarsamkomulagið
meingallað?
Palestínumaðurinn Edward Said,
prófessor við Columbia-háskóla og
einn harðasti andstæðingur Óslóar-
samkomulagsins frá upphafi, hefur
haldið því fram að friðarferlið hafi
alla tið verið byggt á fölskum forsend-
um. Að með samkomulaginu hafi for-
ustumenn Palestinumanna ætlast til
hins ómögulega af þjóð sinni: Að hún
kyngdi óréttlætinu sem hún hefur
verið beitt og sætti sig við yflrráð á af-
mörkuðum svæðum utan Ísraelsríkis
án raunverulegra bóta eða viðurkenn-
ingar á því sem hún hefur þurft að
líða. Said telur að slík leið sé ófær
ekki bara vegna þess að skipulagið
sem samkomulagið kveður á um sé
óásættanlegt heldur einnig og ekki
síður af því að það sé ekki hægt að
þvinga fólk til að gleyma.
Það er auðvelt að sjá hvers vegna
andstæðingar samkomulagsins á borð
við Said þykja atburðir síðustu daga
sanna að þeir hafi haft rétt fyrir sér.
Arafat og stjórn hans hefur smám
saman verið að missa tökin á sínu
fólki. Þegar friðarviðræður hans og
Baraks, forsætisráðherra ísraels, fóru
fram í Camp David í sumar var flest-
um ljóst að hendur Arafats væru
bundnar. Það virtist nokkuð sama
hvað ísraelsmenn buðu, ekkert virtist
nægja Palestínumönnum.
Said telur að það sé að renna upp
fyrir mönnum að leiðin til að koma á
friði I ísrael og á hernumdu svæðun-
um sé allt önnur en sú sem Óslóar-
samkomulagið gerir ráð fyrir. Eina
leiðin sé að ísraelsmenn og Palestinu-
menn komi fram hvorir við aðra sem
jafningjar. ísraelsstjórn sé í raun í
svipaðri aðstöðu og stjórn hvíta
minnihlutans í Suður-Afríku á sínum
tíma. Afnema verði að fullu réttarmis-
mun og aðskilnað þjóðanna svo að
þær geti lifað saman í einu ríki.
Góðu tilboði hafnað
En Óslóarsamkomulagið virtist um
langa hríð vera eina hugsanlega leið-
in til friðar í þessum heimshluta.
Komi fram sem jafningjar
„Eina leiöin sé að ísraelsmenn og Palestínumenn komi fram hvorir við aðra sem jafn-
ingjar. ísraelsstjórn sé í raun í svipaðri aðstöðu og stjórn hvíta minnihiutans
í Suður-Afríku á sínum tíma. “
Stuðningsmenn þess hafa varpað sök-
inni af því að friðarferlið dróst svo á
langinn á Binyamin Netanyahu, fyrr-
verandi forsætisráðherra ísraels sem
sigraði Shimon Peres naumlega í
kosningum vorið 1995. Þegar Ehud
Barak tók við stjómartaumunum áttu
flestir von á því að hægt yrði að vinna
bug á þeim vanda sem ósveigjanleiki
Netanyahus hafði valdið.
Thomas Friedman, blaðamaður hjá
New York Times og einn ötulasti
stuðningsmaður friðarferlisins, telur
að Arafat og hans lið beri mesta sök á
því hvemig málum er komið nú.
Friedman telur að tilboð Baraks í
sumar, þegar hann bauð Palestinu-
mönnum yfirráð yfir stærstum hluta
Vesturbakkans og yfirráð yflr bæjar-
hlutum múslíma og kristinna í Jer-
úsalem, hafi verið betra en jafnvel
Palestínumenn gátu vænst af ísraels-
mönnum á þeim tíma. Slíkt tilboð
hefði að minnsta kosti átt að leiða til
áframhaldandi viðræðna að mati
Friedmans. Viðbrögð Palestínumanna
hafi hins vegar sýnt að þeir voru alls
ekki tilbúnir að semja yfirhöfuð, að
ósveigjanleiki Netanyahus hafði í
raun skapað þær aðstæður sem þeir
kusu: aðstæður fórnarlambsins sem
er misrétti beitt. Og á endanum hafi
forustusveit þeirra ekki treyst sér til
annars en að halda áfram að beita
orðræðu lítilmagnans í stað þess að
gera endanlegt samkomulag.
Tilslakanir duga ekki
Þessar óliku skoðanir á ástæðum
átakanna nú og þeirri hörku sem hef-
ur að því er virðist eyðilagt friðarferl-
ið eru til marks um hve erfitt er að
átta sig á aðgerðum og stefnu palest-
ínskra yfirvalda og getu þeirra til að
semja fyrir hönd síns fólks. Þær vekja
mann einnig til umhugsunar um hvað
þurfi yfirleitt til að hægt sé að semja
um frið.
Það sem var á sínum tíma merki-
legast við aðferðir þeirra Rabins og
Peresar var kannski ekki svo mjög
hvað þeir voru tilbúnir að bjóða
Palestínumönnum heldur að á tíma-
bili var engu likara en að aflri orð-
ræðunni væri hægt að breyta.
Það er þessi þáttur friðarviðræðn-
anna sem Edward Said virðist stund-
um sjást yfir. Eftir samningana 1993
og 94 var engu líkara en að ísraels-
menn væru tilbúnir að láta af hroka-
fullri kergju sinni gagnvart réttmæt-
um kröfum Palestínumanna. í stjórn-
artíð Netanyahus var þessu snúið við
þó að í orði hafi ekki verið horfið frá
friðarferlinu.
Barak hefur mistekist að endur-
skapa það andrúmsloft friðar sem
Yitshak Rabin, Shimon Peres og Yass-
er Arafat tókst að skapa um skamma
hríð og sem þeir fengu friðarverðlaun
Nóbels fyrir. Það er freistandi að
álykta að ástæðurnar fyrir þeim
hörmungum sem nú hafa orðið sé að
leita í því að Barak hefur mistekist
þetta frekar en í því hvaða tilslakanir
ísraelsmenn hafa upp á að bjóða eftir
allt sem á undan er gengið.