Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 11
11 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 DV Skoðun Ókyrrð í lofti Ég náði, aldrei þessu vant, að teygja vel úr fótunum. Það var rúmt á milli sæta í flugvélinni þegar við hjónin komum okkur fyrir á leið til ágætrar Evrópuborgar fyrr í vik- unni. Ég leit í kringum mig til þess að athuga hvort flugfélagið hefði loks tekið það með í reikninginn að sumir flugfarþegar væru yfir einn og áttatíu. Við fljótlega yfirferð sýndist mér mínir leggir og tær hafa það heldur betra en ganglimir annarra. Skýring fékkst þegar snöf- urmannleg flugfreyja vatt sér að mér og bað mig vinsamlegast að troða klingjandi fríhafnarpokanum undir sætið fyrir framan mig. Ég sæti nefnilega við neyðarútgang. Sá yrði að vera hindrunarlaus kæmi til vandræða meðan á fluginu stæði. Eins og á sagaklass „Viltu að ég geri eitthvað í því?“ spurði ég flugfreyjuna og gerði mig líklegan til þess að læra í skyndingu björgun úr flugvél og aðstoð við far- þega. Konan gaf mér olnbogaskot, enda vissi hún að ég hafði fengið mér einn á barnum áður en ég fór út i vél. „Haltu þig á mottunni, ljúf- lingur," hvíslaði konan, rak tána í pokann minn og leit afsakandi á flugfreyjuna. Freyja sætti sig við að- gerðirnar og hélt áfram fór sinni. „Þetta er eins og á sagaklass,“ sagði ég við konuna þegar vélin var komin á loft, teygði úr fótunum og gaf flugfreyju merki um að ég vildi eiga við hana orð. „Hvað ætli þú vit- ir um það?“ sagði konan. „Ég veit ekki betur en við sitjum alltaf héma aftur í.“ Ég lét sem ég heyrði ekki athugasemdina, enda var flugfreyj- an komin til mín. „Einn bjór,“ sagði ég, „og rauðvín og koniak líka.“ Flugfreyjan kinkaði kolli en þó fannst mér eins og hún liti sem snöggvast á konuna, líkt og hún bæri ábyrgð á þessum manni. „Á að klára barinn?" spurði kon- an um leið og flugfreyjan fór. „Nei, nei, elskan mín,“ sagði ég. „Þetta er fyrirhyggjan ein. Heyrðir þú ekki hvað flugfreyjan sagði í talkerfinu áðan. Það verður að panta drykki með matnum strax. Þess vegna skellti ég á mig rauðvíninu og kon- íakinu. 1 raun er ég að fá mér einn bjór, annað ekki.“ Ekki veit ég hvort konan keypti þessar skýring- ar en flugfreyjan stóð sig í stykkinu. Hún bar í mig veigarnar svo felli- borðið framan mig leit út eins og minibar. Dvalarheimiliskonur Flugvélin var öll farin að lifna við eins og gerist þegar jöklasýn hverf- ur og haflð tekur við. Greinilegt var að fleiri voru fyrirhyggjusamir en ég. Flugfreyjurnar voru á þönum. „Þarna er hópur af dvalarheimil- inu,“ sagði konan við mig þegar nokkrar konur leystu sætisólar og hópuðu sig saman um miðja vél. Hún þekkti dvalarheimiliskonurnar af góðu einu, enda höfðu þær sinnt nákomnum ættingja af alúð. Kon- urnar voru kátar og greinilega full- ar tilhlökkunar. Þeirra beið borgin fagra og nokkrir dagar fjarri amstri hvunndagsins. „Hvernig stendur á því að þær geta leyft sér þetta?“ spurði ég kon- una. „Er starfsfólk á dvalarheimil- um ekki alltaf að kvarta vegna bágra kjara?" „Jú, starflð er erfitt og þær ættu að fá miklu betur borg- að,“ sagði konan og tók málstað dvalarheimiliskvennanna. „Það breytir því þó ekki,“ bætti hún við, „að þær eiga sér sitt líf og mega gera sér dagamun eins og aðrir. Þær hafa væntanlega safnað sér fyr- ir ferðinni með mikilli aukavinnu, rétt eins og fólk gerir. Ég sé til dæmis ekki annað en þú viljir til- breytingu líka og ætlir þér að sletta „Áttatíu og fjórar, “ át ég eftir starfsstúlkunni, þótt augljóslega vœri mér ekki œtlað að taka þátt í samrœðunum. Deyja vistmennirnir þá ekki í löngum bunum?“ úr klaufunum," sagði konan og horfði á borðið fyrir framan mig. Ég var búinn með bjórinn og aðeins farinn að gæla við tappann á rauð- vínsflöskunni þótt ekki bólaði á matnum. Saklaus spurning „Komdu sæl, ert þú hérna líka?“ sagði ein dvalarheimiliskonan þeg- ar hún sá konuna mína i flugvél- inni. Hún skáskaut mjöðminni inn í sætaröðina þar sem ég sat í gang- sætinu og hallaði sér yfir mig og minn minibar líkt og ég væri ekki til. „Gaman að sjá ykkur,“ sagði konan min, hvað eru þið margar?“ „Áttatíu og íjórar, sagði dvalar- heimiliskonan, helmingurinn af starfsfólkinu." „Áttatíu og fjórar," át ég eftir starfsstúlkunni, þótt augljóslega væri mér ekki ætlað að taka þátt í samræðunum. „Deyja vistmennirn- ir þá ekki í löngum bunum?“ Mjöðmin á dvalarheimiliskonunni færðist af öxlinni á mér við þessa sakleysislegu spumingu mína. Það var eins og hún tæki skyndilega eft- ir þvi að það var mannvera í sæt- inu. Það var sama hvort ég leit í augu konu minnar eða dvalarheim- iliskonunnar, augnaráð þeirra var ískalt. „Þeir sem heima eru sjá um blessað gamla fólkið, þótt við hin skreppum frá í nokkra daga“ sagði dvalaheimiliskonan. „Svo dyttu skrauthringirnir ekki af aðstand- endunum þótt þeir kæmu svolítið oftar og litu til með sínu fólki." Tekin með trompi „Eru svona ferðalög ekki þjóð- hagslega hagkvæm?“ áræddi ég að spyrja þegar konumar tóku tal sam- an á ný og mjöðm dvalarheimilis- konunnar nam við hægri geirvört- una á mér. Um leið hélt ég í rauð- víns- og koníaksflöskuna ef bægsla- gangur yrði umtalsverður við svar- ið. „Hvað áttu við?“ spurði dvalar- heimiliskonan. „Ja, er það ekki hugsanlegt að biðlistarnir eftir plássum styttust ef verulega fækk- aði á dvalarheimilunum?“ „Við gerum nú hvað við getum til þess að sinna okkar fólki,“ sagði dvalarheimiliskonan en sýndi um leið á sér fararsnið. Þá ákvað ég að slá fram trompinu og taka örlögum mínum milli kvennanna tveggja. „Er það rétt að þið seljið gómana úr gamla fólkinu til þess að fjármagna þessar feröir?" Farginu létti af brjósti mér, því mjöðm dvalarheim- iliskonunnar skaust út á flugvélar- ganginn, sem og konan öll, um leið og hún áttaði sig á spurningunni. Hún hraðaði sér til ferðafélaga sinna en sýndi þó þá stillingu og styrk að kasta áður kveðju á kon- una mina. Eina enn? „Ég held að það sé ekki í lagi með þig“, sagði konan mín um leið og flugstjórinn tilkynnti að vélin væri komin í farflugshæð. Leið okkar lægi brátt nærri Færeyjum, þá yfir nyrsta hluta Bretlandseyja, síðan Norðursjó og loks inn yfir megin- land Evrópu. Veðurútlit væri gott og engar líkur á öðru en að flugið yrði ánægjulegt. „Mér finnst nú hálfgerð ókyrrð í lofti,“ sagði ég og tók síðasta rauð- vínssopann úr flöskunni sem átti að fylgja með matnum. „Skrýtið að þessi kona vildi ekki ræða mál aldr- aðra, svona vítt og breitt, fyrst hún vinnur á annað borð við þetta," bætti ég við. Um leið gerði ég mig líklegan til þess að hringja á flug- freyju. „Hvað nú?“ spurði konan og var sýnilega tekin að þreytast á sessu- naut sínum. „Ja, sjáðu til,“ sagði ég og horfði djúpt í augun á konunni. „Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að fá mér aðra rauð- vínsflösku, bara tU þess að eiga með matnum. Innihaldið í þessum smá- flöskum er varla upp í nös á ketti.“ Þrjár langar vikur eftir „Kappræðurnar þijár hafa gert kjós- endum kleift að meta stefnuskrá frambjóðendanna tveggja, Gores i að- eins meiri smáatrið- um, stefnuskrá Bush dregna grófari dráttum. Það getur skipt sköpum hvaða mat kjósendur leggja á menn- ina tvo sem manneskjur. A1 Gore hef- ur átt í vandræðum með trúverðug- leika sinn og ákveðni en á þriðjudag virkaði hann bæði kraftmikiU og veltalandi. Bush ríkisstjóri virkaði ekki jafnsannfærandi og i fyrri kapp- ræðum þar sem hann reyndi með fjölda smáatriða að sannfæra kjósend- ur um að hann væri ekki jafnléttvæg- ur hvað gáfur áhrærir og hann hefur orð fyrir að vera. Það heppnaðist nokkuð vel. Óákveðnir kjósendur sem báru upp spumingarnar gáfu Gore ör- lítið forskot eftir á en í heild hafa kappræðurnar ekki veitt öðrum hvor- um frambjóðendanna marktækt for- skot. Vikurnar þrjár fram tU 7. nóv- ember geta orðið langar fyrir fram- bjóðendurna tvo.“ Úr forystugrein Politiken 19. október. Bara ekki drepa „Setjum nú svo að Arafat (forseta Palestímnnanna) og Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, takist að koma aftur á ró á herteknu svæðunum, þá verðum við að spyrja okkur hvað komi næst. Myndu leiðtogarnir taka upp friðarviðræður að ný byggðar á Óslóarsamningnum frá 1993 sem palestínskir óróaseggir hafa verið að gera uppreisn gegn síðustu þrjár vik- urnar? Það virðist ólíklegt. Hinn al- menni Palestínumaður hefur sagt álit sitt á þeirri hugmynd að gefa ísrael- um eftir hluta Vesturbakkans og aust- urhluta Jerúsalem. Úrskurður hans er að Óslóarsamningurinn sé gagns- laus. Hvar stöndum við þá? Að sinni dugar okkur að Palestínumenn og ísraelar drepi ekki hverjir aðra og að þeir haldi áfram að tala saman." Úr forystugrein Dallas Morning News 18. október. Lítil friðarvon „Barak og Arafat vildu ekki skrifa nöfnin sín undir samkomulagið í Sharm el-Sheikh. Þar með undirstrik- aði fundurinn hversu lítil von er til þess að ofbeldinu linni nú. Það var Clinton forseti sem las yfirlýsinguna og hún bjargar í augnablikinu andlitinu á honum. Fólkinu í ísrael og Palestínu hefur ekki verið bjargað. Framtíð þess er enn ekki björt. Bandaríkjamenn telja að hægt verði að hefja friðarviðræður á ný eftir nokkrar vikur. En löngu áð- ur en hægt verður að halda nýja fundi geta komið afdrikarík viðbrögð við fundinum í Sharm el-Sheikh. Einhver palestínsk samtök, sem vilja sýna að hversu litlu leyti Arafat er fulltrúi þjóðar sinnar, kunna að fremja voða- verk. ísraelsher kann að grípa til enn frekari aðgerða sem bitna einnig eins og áður á óvopnuðum og saklausum." Úr forystugrein Aftonbladet 18. október. Hlutverk Bandaríkjanna „A1 Gore varaforseti og George Bush ríkisstjóri voru að mestu leyti sammála í kappræðum sínum í síð- ustu viku um mikilvægi hlutverks Bandaríkjanna í óstöðugum heimi. Nýliðnir atburðir undirstrika þó að mismunandi íhlutun getur skipt miklu máli þegar um raunverulega at- burði er að ræða. Bush talaði um mik- ilvægi þess að treysta á ráðgjafa. Gore hefur meiri tilhneigingu til að treysta á eigin innsæi og reynslu. Hann vill meiri áhrif Bandaríkjanna, þar á með- al hernaðarlega íhlutun, við átök er- lendis. Bush vill fara varlegar í sak- irnar. Hann segir íhlutun erlendis verða að vera byggða á mikilvægum þjóðarhagsmunum. Við tökum undir varfærin sjónarmið Bush.“ Úr forystugrein New York Times 17. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.