Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 19
19 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 I>V Sviðsljós Rassgengill Angelinu Angelina Jolie hefur vakið mikla athygli frá því hún kom fyrst fram á hvíta tjaldinu og er ljóst að Skaft- fellingar eru ekki einu aðdáendur stúlkunnar. Hún hefur af mörgum verið talin frökk en virðist eitthvað hafa róast eftir að hún giftist Billy Bob Thomton. Til að mynda fengu Skaftfellingar ekki að sjá náið gæsa- húð hennar í hafgolunni og það sem vekur meiri athygli: Hún fékk rass- gengil (sérhæfður staðgengill) í myndatökum í Tomb Raider þar sem afturendi Löru Croft er nakinn fyrir linsum og þar með augum kvikmyndaáhorfenda. Segir sagan að berbrjósta módelið Lisa Bangert hafi haft endaskipti og ljáð Angel- inu beran bossann. Barbra Streisand. Frægðarsól- in lækkar - en buddan tútnar út Barbra Streisand á traustan aðdá- endahóp en þó er talið að kveðjutón- leikar hennar í New York fyrir skömmu hafi ekki heppnast jafn vel og af var látið i fyrstu. Innanbúðar- menn segja að hún hafi ekki selt eins marga miða og talað var um. Þeir segja að hluti af miðunum hafi verið gefmn sem er ekki skrýtið þvi grunnverðið var 1.500 pund. Sumir telja að miðaverðið hafi ekki skipt máli heldur minnkandi vinsældir Börbru en hún seldi ein- ungis 5.000 eintök af nýju plötunni sinni fyrstu vikuna en Madonna seldi á sama tíma 410.000 eintök. Barbra þarf þó ekki að sækja um hjá Félagsþjónustunni því talið er að hún hafi fengið um 3 milljónir dala í hagnað af hverjum hinna þrennra tónleika. GSSi APPLESlim typle vinegar-atract + Vitmins ‘,0 tapsulcs & 8 % '// /y / Á Eitthulhiadag! ílfangufSfílil6ið|R^ filgfenniflgai. mP Eins og búast mátti við hefur þetta valdið nokkurri gremju meðal aðdáenda Löru Croft og Angelinu Jolie þvl fólk vill að sjálfsögðu þekkja sitt heimafólk til hilítar. Af- sökun Angelinu er sú að henni þætti gengið of nærri einkamálum hennar með slíkri myndbirtingu. Samstarfsmaður hennar segir þó að ástæðan gæti verið húð sú er kennd er við appelsínur. Angelfna Jolie. Magn en ekki gæði Eins og greint var frá í síðasta helgarblaði er Charlie Sheen ekki við eina fjölina felldur i kvenna- málum og hefur að eigin sögn lagst með fimm þúsund konum. Æfingin skapar meistarann segir einhvers staðar og mætti því búast við að Charlie Sheen væri nálægt heimsmeistaratitli í bólforum. Jessica Sobel, ein af fyrr- verandi kærustum Charlie, er ekki stöðu hans í Charfie Sheen. ánægð með frammi- láréttri glímu: „Ef Charlie heldur að hann sé kynlífsvél þá þarf hann að láta skipta um smurningu. Það má segja að hann hafi ekki hreyft mikið við veröld- inni. Ég bjóst við einhverju villtu eftir aÚar þessar sögur en þetta voru gífurleg von- brigði." Kannski hefur hann bara átt slæman dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.