Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Side 22
22
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV
Þormar Ingimarsson lagahöfundur:
Stuðmenn komu mér
á sporið
„Það má segja að Stuðmenn hafi
komið mér á sporið. Það gerðist
með þeim hætti að fyrir rúmum 20
árum var ég á Dale Camegie-nám-
skeiði og eitt af þeim verkefnum
sem við áttum að leysa fólst í því að
ráðast í verkefni sem þyrfti eldmóð
til. Ég ákvað að hljóðrita lag eftir
sjálfan mig og bók-
aði tima í Hljóðrita.
Þegar þangað kom
var hljómsveitin
Stuðmenn að æfa í
hljóðverinu en þeir
stóðu þá á hátindi
frægðar sinnar. Ég
þekkti Jakob Frí-
mann Magnússon
frá fornu fari en
hann og Sigurður
Bjóla voru með mér
í barnaskóla. Við
Jakob spjölluðum
saman og Jakob ráð-
færði sig eitthvað
við hljómsveitina og
kom svo fram og
sagði mér að þeir
hefðu sæst á að spila
undir með mér.
Þetta varð ákaf-
lega skemmtileg
stund og á skömmum tíma söng ég
tvö lög inn á band með undirleik
Stuðmanna. Þessu drengskapar-
bragði Jakobs gleymi ég aldrei og
þetta stappaði í mig stálinu og kom
mér á sporið í þessum efnum.“
Vesturbærinn vinsæli
Þannig lýsir Þormar Ingimarsson
upphafi tónlistarferils síns. Þormar,
sem alla jafna starfar við sölustörf í
heildverslun með úr og klukkur,
hefur fengist við að semja lög í frí-
stundum sínum frá unglingsaldri.
Árið 1995 gaf hann út hljómdiskinn
Sundin blá sem innihélt lög Þorm-
ars við ljóð Tómasar Guðmundsson-
„Þetta varð ákaflega
skemmtileg stund og á
skömmum tíma söng
ég tvö lög inn á band
með undirleik Stuð-
manna. Þessu dreng-
skaparbragði Jakobs
gleymi ég aldrei og
þetta stappaði í mig
stálinu og kom mér á
sporið í þessum efn-
ar í flutningi fjölmargra lista-
manna. Eitt lag af þeim diski, í
Vesturbænum, varð mjög vinsælt
um þetta leyti en það var Pálmi
Gunnarsson sem söng það.
„Þetta var frumflutt á sérstakri
Vesturbæjarhátíð og hefur siðan
lent á KR-diski sem mér finnst af-
skaplega skemmti-
legt, enda gamall
Vesturbæingur
sjálfur," segir
Þormar.
um
Tárfeilt yfir
Skjónukvæði
Hann hefur nú
gefíð út annan disk
sem ber heitið Fugl
eftir fugl og er eins
uppbyggður að þvi
leyti að hann inni-
heldur lög Þormars
við ljóð þekktra
höfunda. Sem fyrr
er Tómas Guð-
mundsson honum
hugstæður því lög
eru við sjö kvæði
Tómasar á diskin-
um en einnig eru
lög við ljóð Steins Steinarrs og
Kristjáns Eldjáms. Það er Skjónu-
kvæði Kristjáns sem Þormar
kompónerar lag við og vekur
nokkra furðu þar sem hann er ákaf-
ur hestamaður en kvæðið fjallar um
hrossakjötsát eins og margir muna.
„Það er tilfellið að margir hesta-
menn syngja þetta af mikilli innlif-
un,“ segir Þormar.
„Þó hef ég séð 10 ára dreng tár-
fella undir flutningi kvæðisins í
hópi hestamanna sem sungu við
raust."
Meö gítarinn viö hnakkinn
Þormar er þekktur hestamaður
Þormar Ingimarsson hefur nú gefið út annan geisladisk.
Á þessum diski, eins og þeim fyrri, semur hann lög viö Ijóö þjóöþekktra skálda.
og hefur ferðast um ísland þvert og
endilangt á hestbaki í sextán ár í
hópi harðsvíraðra ferðagarpa. Gít-
arinn er alltaf með í fór og það er
setið og sungið á kvöldin í kofunum
eða undir miðnætursólinni. Þormar
hefur stundað nám á gítar í allmörg
ár en áhugi hans á gítarleik vaknaði
fyrir alvöru fyrir mörgum árum
þegar hann kynntist Símoni H.
ívarssyni gítarleikara. Undanfarin
þrjú ár hefur Þormar verið i gítar-
námi hjá Óla Gauk sem hann segir
að sé einn þeirra allra bestu.
Eins og mús
Á nýja diskinum stígur Þormar
eitt skref fram í dagsljósið i þeirri
mynd að eitt lag syngur hann sjálf-
ur við ljóðið Vixilkvæði eftir Tómas
Guðmundsson.
„Ég er eins og mús sem rekur blá-
trýnið fram úr holu sinni. Maður
veit aldrei hvort hún þorir nokkurn
tímann að sýna sig alla.“
Á diskinum koma margir þekktir
tónlistarmenn við sögu, bæði sem
útsetjarar, undirleikarar og söngv-
arar. Mætti nefna Vilhjálm Guð-
jónsson, Ólaf Gauk, Gunnar Þórðar-
son, Stefán S. Stefánsson, Magnús
Kjartansson, Björn Thoroddsen og
fleiri sem leika á hljóðfæri en með-
al söngvara eru Helgi Björnsson,
Páll Rósinkrans, Ari Jónsson, Halli
Reynis, Álftagerðisbræður og tveir
ungir og upprennandi söngvarar,
þau Guðrún Árný Karlsdóttir og
Kristján Gíslason.
Ánægja sem ekki fellur á
„Þegar ég er að semja lög við ljóð
stórskálda, eins og Tómasar og
Steins, finnst mér það vera skylda
mín að vanda flutninginn eins og
hægt er og það geri ég með því að
velja besta listafólk sem völ er á.“
En er þetta ekki óskaplega dýrt
fyrir einyrkja eins og Þormar?
„Ég endaði með því að borga með
fyrri diskinum. Minn hagnaður
felst í ánægjunni af því að vinna
með þessum stórkostlegu tónlistar-
mönnum sem koma við sögu. Það er
ánægja sem ekki fellur á.“
-PÁÁ
Sviösijós
Söngurinn
seiðir
- og seinkar útkomu myndarinnar
Nicole Kidman og Ewan
McGregor fara með aðalhlutverkin í
myndinni Rauða myllan sem hefur
verið f upptökum síðustu misseri.
Nicole Kidman.
Myndina átti fyrst að frumsýna í
desember en það hefur dregist og
verður frumsýningin í fyrsta lagi í
apríl en líkast til ekki fyrr en næsta
sumar. Hefur þetta valdið nokkrum
vonbrigðum því horft var til þess að
myndin yrði aðsópsmikil á næstu
óskarsverðlaunahátíð.
Opinber ástæða seinkunarinnar
er sú að Nicole braut tvö rifbein við
tökur myndarinnar sem seinkuðu
tökum um sjö vikur sem þýddi að
Ewan þurfti að fara í tökur á öðrum
kafla Stjörnustríðs. Einnig hafa
framleiðendur lent í vandræðum
með tæknina (“tæknin er eitthvað
að stríða okkur") og þurfti hópur
tæknimanna að fara með Nicole aft-
ur til Madrídar til endurupptöku.
Þetta er opinber afsökun en hvís-
landi raddir segja frá því að ekki
hafi tekist nógu vel hjá Nicole í
söng og dansi en þetta er dans- og
söngvamynd. Nicole væri þó ekki sú
fyrsta sem tækist ekki nægilega vel
upp í söngnum því frægt er þegar
söngu Audrey Hepburn fékk ekki að
hljóma í My Fair Lady og þegar
Rossano Brazzi fékk ekki að heyra
söngrödd sína í South Pacific.
Puffy enn í
vondum
málum
Margbrotni persónuleikinn Puff
Daddy er enn i vondum málum. Um síð-
ustu jól lenti hann í slæmu klandri eftir
frægan skotbardaga þar sem hann og
Jennifer Lopez komust undan við illan
leik. Nú hefúr undankomuekill hans
kært hann fyrir að hafa valdið sér til-
fmningakrísu þegar hann var píndur til
að aka yfir á rauðu ljósi á flótta undan
lögreglu þegar Puffy og Jennifer voru að
fara heim frá umræddum skotbardaga í
New York. Ekillinn, sem heitir Wardell
Fenderson, segir að vinur Puffys hafl
gripið í stýrið og skipað honum að
halda áfram að keyra. Hann segir einnig
að Puffy hafl reynt að múta honum til
að játa á sig að eiga byssu sem fannst í
bílnum. Sagt er að Puff Daddy leiti sér
að herbergi til leigu nærri dómsalnum.
Gott er að
mala
Hinni snoppufríðu Lucy Liu, sem
er okkur íslendingum að góðu kunn
í hluterki sínu í þáttunum um Ally
McBeal, þykir gott að tala. Umboðs-
skrifstofa hennar er sögð hafa gefið
henni GSM-síma og lofaö að borga
reikninga fyrir hana svo alltaf væri
hægt að ná í hana. Skemmst er frá
því að segja að umboðsskrifstofan
sér eftir þessu útspili sínu. Ekki er
bara það að Lucy sagði skrifstof-
unni upp nýverið heldur er það
einnig að Lucy talaði fyrir um 2000
dali, eða um það bil 160 þúsund ís-
lenskar krónur.
Þegar reikningurinn datt inn um
lúguna hjá umboðsskrifstofunni
slógu nokkur öryggi út og heimtaði
skrifstofan að leikkonan glæsilega
Lucy Liu.
borgaði sjálf. Fulltrúar Lucy neita
reyndar að henni hafi verið gefinn
sími og enn frekar því að hún hafl
harðneitað að borga reikninginn.
Það er aftur á móti ljóst að hún
skipti um skrifstofu. Sagt er að með
þessu sé Lucy að hefna sín á fyrri
umboðsskrifstofu fyrir að hafa kom-
ið henni í Charlie’s Angels.
Máttu ekki marsera
Það er ekki öllum
frjálst að ganga skipulega
um stræti í henni Amer-
íku. Leikurunum úr hin-
um vinsælu þáttum sem
upp á enskuna nefnast
Sopranos var bannað að
marsera i ítalsk-amer-
ískri skrúðgöngu þar sem
skipuleggjendur óttuðust
að mafíutengslin kæmust
enn upp á borðið. Að
sjálfsögðu lögðust þessi 1
indi ekki vel i framleiðei
ur og leikara í Soprar
sem sögðu: „Þetta er sji
varpsþáttur. Við leiku
Hvað er að ykkui
Kannski framleiðenduri
ættu aö gera skipuleggjei
unum tilboð sem þeir ga
ekki hafnað eða skyldi e
hver þeirra eiga góðan v
hlaupahest?