Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Qupperneq 25
25
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
1>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Ragna og prófgráðurnar
Ragna hefur viðaö að sér þekkingu
á austrænum iækningum, svo sem
heilun og nálastungum
eftir Afríku til að smala saman
stúlkum og lugu því að þeim að
þær yrðu skemmtikraftar á Ítalíu.
Síðan voru stúlkurnar leigðar út í
næturklúbba. Ég hefði betur hlust-
að á Rúdiger. Þetta var ekkert ann-
að en hvít þrælasala.
Samningurinn sem við höfðum
skrifað undir hljóðaði upp á að við
skuldbyndum okkur tO að vinna
tvær vikur í sama næturklúbbnum
og síðan vorum við fluttar á annan
stað. Við urðum sjálfar að borga
ferðimar á milli klúbbanna, leigu
fyrir herbergin og uppihald. Þegar
við loksins fengum útborgað var
ekkert afgangs. Þannig gátu Mario
og Linda haldið okkur endalaust
og grætt stórfé.
„Það er algjörlega undir sjálfri
þér komið hvort þú selur þig eða
ekki,“ hélt Marianne áfram. „Þú
verður að vera klók og muna að
það ert þú ein sem ræður hversu
langt þú vilt ganga. Það kemur
enginn og hjálpar þér.“
var þar þjálfuð til þess að vera
starfsmaður í spilavíti,“ segir Odd-
ný og útskýrir að það sé allt annað
en einfalt mál þar sem
valdapíramídi sé innan vítanna og
Rögnu langaði að komast hátt í fag-
inu. Þaðan fer hún aftur til Viktor-
iufossanna þar sem örlögin grípa í
taumana.
„Sök er komið á hana fyrir dem-
antasmygl. Hún var í slagtogi við
mann sem unnið hafði stórar fjár-
hæðir í póker og keypti fyrir pen-
ingana ólöglegan demant. Vegabréf
Rögnu fannst hjá smyglaranum og
hann var ekki seinn á sér að koma
sökinni yfir á hana. Hún var send
með ævafornri lest til borgarinnar
þar sem réttarhöldin fóru fram en
bjargaðist fyrir hreina tilviljun."
Næst lá leiðin til Svasílands. Þar
kynntist hún manni sem varð ást-
maður hennar - en hann hafði ver-
ið á vígstöðvunum í Angóla þar
sem hermönnunum var gefið LSD
áður en þeir voru látnir berjast. Þar
varð hann vitni að skelfilegum at-
burðum og kom til baka með tauga-
áfall. Þau hófu sambúð í bjálkakofa
inn í tré og rómantíkin blómstraði.
I hvítri þrælasölu
Þegar Ragna kom úr stuttri
heimsókn til íslands var ástmaður
hennar svo djúpt sokkinn í neyslu
að hún sá ekkert annað ráð en að
yfirgefa hann. Hún fór til Jóhann-
esarborgar í einkaritaraskóla þar
sem hún vildi snúa baki við spila-
vítunum. Þar lenti hún líka í alls
konar ævintýrum.
„Hún hafði lært ballett á yngri
árum og langaði alltaf til þess að
reyna fyrir sér i dansi. Hún vildi
komast til íslands aftur, var að
safna sér fyrir fargjaldinu og
bauðst tækifæri til að komast í
dansflokk sem hafði bækistöðvar á
Ítalíu. Hún afhenti vegabréfið sitt
og skrifaði undir skjal sem var
rangþýtt fyrir hana á þann máta að
hún missti mannréttindi sín.
Hún er hneppt í hvíta þrælasölu
og gert að sitja að drykkju með við-
skiptavinum klúbba um alla Ítalíu.
Þetta gerði hún í níu mánuði. Hún
var nektardansmær líka því að
henni fannst auðveldara að dansa á
sviði en að sitja að drykkju með
ókunnugum karlmönnum. Það
eina sem hún gat gert var að flýja
og fara í felur. Fyrir mikla blessun
komst hún heim til íslands. Það
var árið 1979.
Andlegt og líkamlegt ofbeldi
Oddný segir að Ragna hafi
kynnst ýmsu innan klúbbanna sem
vart sé hægt að segja frá.
„Ragna hefur ekki verið mikið i
fjölmiðlum með sögu sína, en hún
vill tala um það hryllilega andlega
og líkamlega ofbeldi sem viðgengst
í nektardansheiminum. Misnotk-
unin á konum er skelflleg og hún
hefur sagt mér hluti sem ég get eig-
inlega ekki nefnt - mér býður svo
við þeim. Þó viðgengst það örugg-
lega hér á landi.“
Eftir að hafa búið á Islandi um
skeið fer Ragna til Álaborgar og
byrjar að stunda svæðanudd. í þvi
skyni fer hún til Sri Lanka í nála-
stungur og lærir þar heilun á mjög
ævintýralegu sjúkrahúsi. í Álaborg
kom hún svo á fót heilsuræktarstöð
og síðar hér heima.
„Mér fannst þetta svo ótrúlegt
lífshlaup," segir Oddný og hlær.
„Spilavíti, nektarklúbbar, heilun
og svæðanudd. Það vakti áhuga
minn á sögu Rögnu.
Bókin er persónuleg túlkun mín
á hennar lífi og ég skipti henni í
uppgjörskafla, eintal, þar sem hún
er að gera upp líf sitt. Þeir kaflar
skrifast alfarið á mig.“
Hvernig gekk samvinnan?
„Það er mjög þægilegt að vinna
með Rögnu. Hún er hæglát kona og
lætur ekki mikið fyrir sér fara en
hún vill segja sögu sína í von um
að verða öðrum víti til varnaðar.
Hún lenti í ofbeldisfullu sambandi
þegar hún kom heim frá Álaborg.
Þá var hún með þrjú böm og mað-
urinn rústaði heimili hennar og líf.
Sjálfsvirðingu hennar var mjög
ábótavant þessi ár en nú er hún
nægilega sterk til að geta sagt frá
þessu. Hún er að segja konum sem
eru e.t.v. staddar í sömu sporum:
Það er leið út.“
Hvað með framhaldið? Er Oddný
farin að undirbúa næstu bók?
„Já, ég er með fullgert handrit að
fyrstu skáldsögu minni og smá-
sagnasafn sem ég hef lagt drög að.
Síðan er ég með sjónvarpsleikrit og
kvikmyndahandrit í vinnslu."
-þhs
Sjónvarpið og Útvarpið - fréttamiðlar sem þjóðin treystir.
JV ffl/
RÍK/SÚTVARP/Ð
Kíkisútvarpið hefur verið ein mikilvægasta menningar-
og fræðslustofnun þjóðarinnar Í70 ár. Allan þann tíma hefur það
verið sameiginlegur vettvangur þjóðarinnartil skoðanaskipta,
fræðslu og afþreyingar. Engin ein stofnun hefur jafn
ötullega stuðlað að varðveislu og eflingu menningararfs
og tungu þjóðarinnar og Ríkisútvarpið. Þetta hlutverk er
jafn mikilvægt nú og það var fyrir 70 árum.