Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
Helgarblað
DV
Perry er
góður í
tunglsljósi
Matthew Perry, sem hefur orðið
frægur fyrir að leika í sjónvarpssáp-
unni Friends eða Vinir, lýsti því ný-
lega í blaðaviðtali hvernig og hvar
væri best að taka konur á löpp. Þar
mátti lesa margt athyglisvert eins
og það til dæmis að Perry sagði að
bingóskemmtun væri góður staður
því þar væru svo fáir karlar en á
móti kæmi að meðalaldur kvenn-
anna væri í hærra lagi en i Amer-
íku er bingó vinsælt tómstundagam-
an eldri kvenna.
Á alvarlegri nótunum sagði Perry
að besta aðferðin til aö hrífa konu
og komast í návígi við hjarta henn-
ar væri að bjóða henni í gönguferð
á ströndinni. Hann segir að það sé
eitthvað við tunglskinið á spegil-
sléttum sjónum sem bræði hjörtu
kvenna og með þessu móti sé hægt
að fá jafnvel freðnustu jómfrúr til
fylgilags við sig.
Matthew Perry segir aö óbrigðult
ráð til að heilla konu sé að bjóða
henni í römantíska gönguferð á
ströndinni.
Heygaröshorniö
Það er hættulegt að fljúga og margir óttast það
Þaö er ekki síöur hættulegt aö veröa fyrir hlutum sem geta losnaö af flugvélum og falliö af himnum ofan. Grunlausir borgarar geta fengiö hurö, hjól eöa jafn-
vel látlnn laumufarþega yfir sig þegar síst skyldi.
Frosnir farþegar,
hurðir og hjól
hlutir sem falla af himnum ofan
Fyrir tveimur mánuðum var
flugvél frá hollenska flugfélag-
inu KLM að leggja af stað frá
Los Angeles til Amsterdam þegar
stórt stykki datt úr flugvélinni og
hafnaði á baðströnd skammt utan
við LA sem var þétt setin strand-
gestum. Sem betur fer sluppu allir
ómeiddir og rannsókn leiddi í ljós
að stykkið, sem féll til jarðar, var
hlíf utan af einum hreyflinum og
Vélindabragfræði?
hafði hún losnað þegar mávur flaug
í hreyfilinn.
í Bandaríkjunum einum er til-
kynnt um 5.000 árekstra milli fugla
og flugvéla á hverju ári en loftferða-
eftirlitið þar í landi telur að fjöldi
slíkra tilvika geti verið allt af fimm
sinnum fleiri.
En það eru ekki alltaf óheppnir
fuglar sem valda því að stykki losna
af flugvélum og falla til jarðar. Fyr-
ir fáum mánuðum sprakk hreyfill á
flugvél hjá Japan Airlines og brot-
um úr honum rigndi yfir íbúða-
hverfi í Jakarta í Indónesíu. Engan
sakaði en 16 heimili skemmdust
meira eða minna.
Áþekkur fjöldi heimila skemmd-
ist í Frakklandi fyrir fáum árum
þegar risavaxnir isklumpar losnuðu
af flugvél og féllu til jarðar. Það get-
ur gerst við sérstakar aðstæður að
raki sem þéttist í innviðum flug-
vélarskrokksins rennur út um þar
til gerða ventla á ytra byrðinu, frýs
þar og myndar stóra klumpa sem að
lokum losna af og falla til jarðar.
Einhver dæmi munu og vera um
að innihald flugvélasalerna hafi ver-
ið losað á röngum stað og tíma og
myndað stóra og fremur ógeðfellda
ísklumpa sem
falla til jarðar.
Guðmundur Andri
Thorsson
skrifar í HelgarblaO DV.
Fyrst heyrðist mér hann vera að
tala um vélindabragfræði. Síðan
heyrðist mér þetta vera vélinda-
þvagfæri. Svona virkar heymin:
maður reynir að koma viti í orð
sem er manni með öllu óskiljanlegt
og þá misheyrist manni. í þriðja
sinn heyrði ég rétt: þeir voru að tala
um vélindabakflæði - þeir höfðu
áhyggjur af því.
Þetta var í kvöldfréttum Ríkisút-
varpsins og þegar ég hlustaði svo á
sjónvarpsfréttirnar kom sjálfur
Ómar og fór líka að tala um þetta
vélindabakflæði, dálítið flaumósa
eins og hann er stundum. Þá fór ég
að reyna virkilega að leggja við
hlustir, því að Ómar er ekki kvadd-
ur til nema þurfi að koma mikil-
vægum skilaboðum áleiðis til þjóð-
arinnar. Svo reyndist vera. Vélinda-
bakflæði virtist vera leynt þjóðar-
böl. Hvorki meira né minna en
fjörutíu prósent landsmanna voru
þjakaðir af þessum dularfulla sjúk-
dómi - vinur minn einn sem er í
Samfylkingunni segir að þetta séu
þeir sem fylgja Sjálfstæðisflokkn-
um. Talað var um stórkostlegt tjón
fyrir þjóðarbúið og gott ef ekki
mörg mannár sem farið hefðu í súg-
inn vegna þessa vágests.
Það var svo ekki fyrr en ég fletti
mogganum daginn eftir að ég komst
að raun um að þeir voru að tala um
nábít, eða brjóstsviða.
Vissulega skyldi maður ekki tala
um gáleysi um sjúkdóma. Og það er
vafalaust þarft verk að hvetja alla til
að leita til læknis ef þeir kenna sér
einhvers meins eða finna til óþæg-
inda - brjóstsviði getur verið afar
óþægilegur og það eitt að kaila hann
véldindabakflæði veitir honum ef-
laust verðugan sess á stalli með öðr-
um krankleika sem tekur því alveg
að leita sér lækninga við. Hinu er þó
ekki að leyna að dálæti íslendinga á
sjúkdómum og ástríða þeirra við að
tala um sjúkdóma er stundum með
nokkrum ólíkindum. Það kann að
vera að sú mikla athygli sem þessu
átaki var sýnd sé vegna þess að enn
er hin árlega Stóra Flensa ekki kom-
in og því tekið fagnandi nýju um-
ræðuefni í þessari grein á meðan beð-
ið er. Hitt kann að vera nokkurt
hættuspil að innprenta svo sjúk-
dómaglaðri þjóð að menn kunni að
þjást ógurlega af leyndum sjúkdómi
sem enginn talar um.
Allt sem varðar mannlegan líkama
er merkilegt á sinn máta en þessi
langvinni fréttaflutningur um hulda
heima vélindabakflæðisins sagði hins
vegar sína sögu um íslenska fjölmiðla
- hversu opnir þeir eru og áfjáðir að
láta fylla tíma sinn með efni sem unn-
ið er ofan í þá; hversu auðveldan að-
gang menn hafa að þeim með áhuga-
mál sín. Vélindabakflæði kann á sína
vísu að vera þarflegt að ræða um -
einkum eigi maður við brjóstsviða að
stríða - og maður getur sér að meina-
lausu hlustað á langan fyrirlestur um
það, en fréttin var engu að síður
óvenju skýrt dæmi um það hversu
óvirkir fjölmiðlar hér eru, passívir,
lítilþægir. Fjölmörg dæmi sanna að
það er auðvelt að búa til fréttir fyrir
þessa fjölmiðla, hanna fyrir þá at-
burðarás, stýra í þeim umræðu, nota
þá til að slá ryki í augu fólks. Hér og
þar hafa enda sprottið upp fyrirtæki
sem sérhæfa sig í þessari iðju. Og
Allt sem varðar mannlegan
líkama er merkilegt á sinn
máta en þessi langvinni
fréttaflutningur um hulda
heima vélindabakflœðisins
sagði hins vegar sína sögu um
íslenska fjölmiðla - hversu
opnir þeir eru og áfjáðir að
láta fylla tíma sinn með efni
sem unnið er ofan í þá;
hversu auðveldan aðgang
menn hafa að þeim með
áhugamál sín.
hverjir skyldu svo starfa þar við að
auðvelda athafnamönnum aðgang að
trúnaði almennings? Það eru allt fyrr-
um fréttamenn og blaðamenn. Starfs-
menn fjölmiðlanna virðast þannig
upp til hópa líta á vinnustaði sína
sem nokkurs konar vettvang fyrir
menn og fyrirtæki til að koma greið-
lega til almennings upplýsingum sem
koma viðkomandi vel. Sú hugsun
virðist hins vegar fjarlæg flestum fjöl-
miðlamönnum að fjölmiðlum beri að
kosta kapps um að vera sjálfstæðir og
óháðir öðru en almannaheill.
Þessi mikli dugnaður við að búa til
viðburði og unfiöllunarefni ofan í
fréttatímana virðist smám saman
vera að slæva almenna tiifinningu
fyrir greinarmun veruleika og ásýnd-
ar - pappírslöggumar eru síðasta og
kannski átakanlegasta dæmið um
þann sýndarveruleika sem atvika-
hönnuðimir fylla líf okkar af. Þeir
sem upphugsuðu það gera ekki grein-
armun á pappírslöggu og raunveru-
legri löggu, á raunverulegri návist og
sýndarnávist. Aðalatriðið samkvæmt
þessari speki er að það sé í fréttun-
um. Þá er það að gerast, annars ekki.