Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 37
36
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
Helgarblað
I>V
Gersemar
Guðjóns Más
- Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri OZ, hefur á skömmum tíma eignast þrjú merk hús
í hjarta Reykjavíkur. Hvert um sig á merka sögu.
Þegar Borgarbókasafniö flutti út úr
húsakynnum sinum í Þingholtsstræti
29 uröu margir til þess að renna hýru
auga til hússins. Hér er um að ræða
eina alfmustu villuna í gömlu Reykja-
vík, svo vitnað sé til orða Guðjóns
Friðrikssonar sagnfræðings í bókinni
Indæla Reykjavík.
Eigendur hússins, í þessu tilfelli
Reykjavíkurborg, ákváðu að leita eftir
tilboðum í húsið. Þegar umslögin voru
opnuð kom í ljós að hæstbjóðandi var
Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri og
stofnandi OZ, og var hann fús til aö
greiða 70 milljónir fyrir húsið.
Ekki ætlar Guðjón þó að búa í hús-
inu heldur stofna sérstakt félag, Esju-
berg, um rekstur þess og setja þar á
stofii frumkvöðlasetur fyrir böm. Sam-
kvæmt hugmyndum Guðjóns verður
setrið nokkurs konar skóli fyrir 20-25
böm á aldrinum 11-18 ára og miðað
við lýsingar á starfi og markmiðum
setursins er því ætlað að vera nokkurs
konar uppeldisstöð fyrir tölvuforritara
því megináherslan verður lögð á skap-
andi hugsun í tengslum við tölvur og
tækni með það fyrir augum að afrakst-
urinn nýtist atvinnulífínu sem best.
Starfsemin verður fjármögnuö með
framlögum fyrirtækja, einstaklinga og
annarra sem styðja vilja málefnið.
Obenhaupt stakk af
Með þessu má segja að Guðjón bæti í
safn sitt af merkum húseignum en fyrir
átti hann hlut í tveimur öðrum merkum
húsum í hjarta gömlu Reykjavíkur.
Esjuberg var teiknað af Einari Er-
lendssyni, húsameistara í Reykjavik,
og byggt á árunum 1915-16 fyrir stór-
kaupmanninn Obenhaupt sem þá rak
heildverslun og ýmis viðskipti í
Reykjavík. Upphaflega hét húsið Villa
Frieda og þótti þá eins og nú eitt hið
fallegasta og glæsilegasta íbúðarhús
bæjarins. Obenhaupt varð ekki þaul-
sætinn í Villa Frieda því fáum árum
eftir að byggingu þess lauk hvarf hann
skyndilega af landi brott og seldi húsið
Ólafl Johnson stórkaupmanni sem var
Einar Erlendsson:
Óþekkti
snillingur-
inn
Einar Erlendsson (1883-1968)
var menntaður húsameistari frá
Kaupmannahöfn. Hann starfaði
mjög náið með tveimur þekktustu
arkitektum íslenskrar byggingar-
sögu. Fyrst með Rögnvaldi Ólafs-
syni og síðar Guðjóni Samúels-
syni. Guðjón var húsameistari rík-
isins frá 1919 til 1950 og allan þann
tíma var Einar fulltrúi hans.
Hann fékk tækifæri til þess að feta
í fótspor meistarans og gegndi
embætti húsameistara ríkisins í 4
ár eftir lát Guðjóns uns hann lét
sjálfur af störfum vegna aldurs.
Einar teiknaði tvö af þeim hús-
um sem hér eru til umræðu, bæði
Esjuberg við Þingholtsstræti og
Snorrabraut 54. Einar teiknaði
mörg merk hús sem setja svip
sinn á Reykjavík og nægir að
nefna Hjálpræöisherinn, Frí-
kirkjuveg 11, Skólabrú 1, Hafnar-
F.fi
tnm
itras
IBH
<Æ 3Bl 1 [; /i
I | M fm 19 / j < ' jpgggfi 1 wumF 3
vl V _«SB5rS Sml *
Esjuberg, sem áður hýsti Borgarbókasafnið í Reykjavík
Þetta hús eignaðist Guðjón í útboði á dögunum og greiddi að sögn 70 milljónir fyrir. Hér er meiningin að reka frumkvöðlasetur fyrir börn
sem er hin athyglisveröasta hugmynd.
ur árið 1952 og þar voru höfuðbæki-
stöðvar safnsins þar til snemma á
þessu ári.
Guðjón í Næpunni
Guðjón Már býr sjálfúr í einkar
söguríku húsi rétt við miðbæ Reykja-
víkur. Þetta er húsið á Skálholtsstíg 7
sem hefur áratugum saman gengið
undir gælunafninu Næpan. Þetta hús
lét Magnús Stephensen landshöfðingi
byggja árið 1903. Ekki er tekið ffam í
heimildum hver hafi teiknað það en
húsameistari við bygginguna var
Magnús Th. S. Blöndahl sem síðar
varð þekktur útgerðarmaður og at-
hafnamaður. Á þessum tíma teiknuðu
húsameistarar yfirleitt byggingar sem
þeir voru skráðir fyrir og þvi líklegt að
Magnús hafi teiknað húsið.
Það sem setur hvað mestan svip á
húsið er sérstæður tum sem menn
geta sér til að hafi átt að minna á
kalífahatta úr Austurlöndum nær og
leiða anda manna til framandi slóða.
Sú varð ekki raunin því hálfsvangir
Reykvíkingar í upphafi aldarinnar sáu
ekkert nema líkingu við alþekktan rót-
arávöxt, næpuna og það viðumefiii
hefúr loðað við húsið síðan.
í Næpunni sjálffi er fítið tumher-
bergi sem Magnús Stephensen fands-
höfðingi er sagður hafa notað til
stjömuskoðunar á heiðskírum síð-
kvöfdum. Húsið á sér fjölbreytta eig-
endasögu en á kreppuárunum rak
Náttúrulækningafélag íslands þar
mötuneyti sem Theódór Friðriksson
gerði ódauðlegt með lýsingum sínum.
Á stríðsárunum tóku Bretar húsið her-
skildi og höfðu þar bækistöðvar sínar
annar stofnenda O. Johnson&Kaaber.
Ólafur nefhdi húsið Esjuberg, eftir
samnefndri bújörð á Kjalamesi sem
var fæðingarstaður móður hans. Ólaf-
ur seldi húsið síðar enn einum
heildsalanum, Áma Jónssyni, en hann
seldi það Borgarbókasafni Reykjavík-
Einar Erlendsson
Var nánast alla starfsævi sína aö-
stoðarmaður Guðjóns Samúels-
sonar, frægasta arkitekts íslands.
stræti 5, 10-12 og 19 og Austur-
stræti 14 (Kaffi París).
Mörg önnur íbúöarhús eru
byggð eftir teikningum Einars og
þeir eru til sem telja að hann hafi
ekki haft síðri hæfileika á sviði
arkitektúrs en þeir sem meira
þekktir hafa orðið. -PÁÁ
og var Næpan þá orðlögð fyrir lífleg
veisluhöld. Eftir stríð komst húsið
fljótlega í eigu Menningarsjóðs sem
þar hafði skrifstofúr sínar og þar var
vélað um útgáfu margra merkra bóka.
Hver á hvað?
Um hríð hafði Listasafn íslands yfir-
ráð yfir húsinu en árið 1998 komst það
í eigu auglýsingastofúnnar Mátturinn
og dýrðin sem hefur bækistöðvar sinar
á neðstu hæð hússins.
Mátturinn og dýrðin er reyndar í
opinberum plöggum skráð einn eig-
andi hússins en Júlíus Þorfinnsson,
annar eigenda, sagði það ekkert laun-
ungarmál að Guðjón Már hefði frá
upphafi verið eigandi aö ríflega helm-
ingi hússins eða 2. og 3. hæð þess, sam-
tals 251 fermetra.
Guðjón Már vildi ekki koma í viðtal
Heimavöllur OZ er í þessu 70 ára steinhúsi viö Snorrabraut
Þetta hús var reist á árunum 1929-34 yfir starfsemi Mjólkursamsöl-
unnar en þá þótti mönnum að mjólkurframleiðsla væri ein mikilvæg-
asta atvinnugrein landsins. Nú grúfa menn sig yfir hugbúnaðargerö og
tölvugrúsk í þessari gömlu mjólkurstöð og vitnar sú staðreynd um
breytta atvinnuhætti.
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
45
x>v
Helgarblað
Undrabarnið
bergishurðir sem em innlagðar með
fílabeini, kopar og fleiri góðmálmum.
Er fullyrt að hópur manna hafi unnið
við smíði hurðanna í tvö ár. Það sama
gildir um nær mannhæðarháa kopar-
vasa sem sagt er að hafi tekið fast að
tvö ár að smíða.
í greininni er lauslega minnst á
gríðarlega fullkomið tölvukerfi sem
stjómar mörgum þáttum hússins. Með
því er hægt að stýra ljósmagni, hita-
stigi og innbyggðum hljómflutnings- -
tækjum sem ná til allra herbergja og
getur þannig tónlistin fylgt íbúunum
hvert fótmál. Haft er fyrir satt að með
aðstoð þessa kerfis geti húsráðendur
hringt úr GSM-síma á heimfeið og
ræst kaffikönnu, fátið renna í bað,
stifft ljós og rétta tónlist svo þægilegt
andrúmsloft mæti þeim sem þreyttur
kemur heim.
I áminnstri grein í Mbl. var að kröfu
húsráðenda hvorki sagt hvaða hús
væri um að ræða né hverjir réðu þar
húsum en það mun samt frá upphafi
hafa verið á margra vitorði í litlu
landi. Af þessum lýsingum má ráða að
tugir milljóna hafa verið lagðir í að
innrétta þetta aldna höfðingjasetur.
En hvernig gengur OZ?
OZ er ekki skráð á íslenskum hluta-
bréfamarkaði en 1400 Islendingar eru
hluthafar í fyrirtækinu. Þeir hafa allir
keypt hlutafé í fyrirtækinu á hinum
svokallaða gráa markaði. í byrjun
þessa árs var gengi á hlutabréfúm í OZ
um það bil 7 dollarar sem þýðir að
heildarverðmæti fyrirtækisins eru
mælt í tugum milljarða. Lítil viðskipti
munu þó vera með bréf fyrirtækisins
en „grái“ markaðurinn hefur nánast
staðið í stað undanfama mánuði. Á .
spjallrásum á Netinu þar sem fjárfest-
ar bera saman bækur sínar hefur und-
anfama mánuði oft mátt sjá mikinn
pirring og óþolinmæði í garð fýrirtæk-
isins. Þar má glöggt greina gagnrýni á
persónulegan lifsstíl forsvarsmanna
OZ eins og Guðjóns sem menn telja að
samræmist illa stöðugum taprekstri
fyrirtækisins.
Auðvelt er að lesa úr málflutningi
þátttakenda á spjallrásunum að marg-
ir þeirra eiga bréf í OZ sem þeir vildu
gjaman selja en enginn vill kaupa.
Vonin um verulega hækkim þegar fyr-
irtækið lætur verða af skráningu á
markað eða sendir frá sér jákvæðar
fréttir um nýjar uppfmningar, er þó
aldrei langt undan.
Meira tap en áður
Nýlega var sex mánaða uppgjör OZ
kynnt og þá kom í ljós að fýrirtækið
hafði tapað 410 milljónum fyrstu sex
mánuði ársins sem er meira tap en
nokkru sinni áður og verið er að ráða
nýtt starfsfólk i óðaönn og gengur
hratt á eigið fé fyrirtækisins. Fýrir-
tækið hefur reyndar verið rekið með
tapi allt frá upphafi en það hefúr starf-
að í bráðum 10 ár. Síðastliðin 5 ár hafa
bæði Skúli Mogensen og Guðjón Már,
stofnendur og frumkvöðlar, boðað
skráningu þess á opinn markað ýmist
í Bandaríkjunum eða í Svíþjóð. I Mbl.
19. okt. er haft eftir forsvarsmönnum
OZ að skráningar á markað í báðum
þessum löndum sé að vænta í fyrsta
lagi á fýrsta fjórðungi næsta árs en
segjast munu bíða þar til rétti tíminn
kemur. -PÁÁ
Guðjón Már Guðjónsson er 28
ára vatnsberi úr Vogunum sem
ólst upp 1 tölvufyrirtæki foður
sins og sigraði 10 ára gamall í
forritunarsamkeppni með flott-
ara símaskrárforriti en áður
hafði sést. Hann seldi sinn fyrsta
frumsamda hugbúnað 11 ára
gamall.
Guðjón lék á hljómborð og
tölvxu- í hljómsveitinni Expet á
sínum yngri árum. Hann ætlaði
að verða stúdent frá Versló en
vegna mikils vinnuálags við
ýmis forritunarverkefni hætti
hann námi á síðasta vetri. Guð-
jón er því sjálfmenntaður tölvu-
grúskari.
Guðjón stofnaöi OZ 1991
ásamt Skúla Mogensen og Aroni
félaga þeirra sem fljótlega dró
sig út úr samstarfmu. OZ sinnti
í fyrstu gerð þríviddarhugbúnað
ar og auglýsingagerð en sneri
sér fljótlega að gerð eigin hug-
búnaðar og hefur starfað að því
síðan.
Fjöldi erlendra fyrirtækja hef-
ur í gegnum árin lagt fé í OZ en
stærsti einstaki hluthafinn mun
vera sænska símafyrirtækið Er-
icsson sem á um 20%. Guðjón
hefur sagt í viðtölum að það að
ná í fjármagn sé auðveldi hlut-
inn af rekstri OZ, erfiði hlutinn
sé markaðssetningin.
Þeir sem eru mjög hrifhir af
Guðjóni telja að hann sé fulltrúi
nýrrar kynslóðar, einstök
blanda af hugsjóna- og fram-
kvæmdamanni og með fyrirtæki ^
eins og OZ geti hann lyft
grettistaki á alþjóðavettvangi.
-PÁÁ
og á frumteikningum hússins má sjá
merkt herbergi eins og flöskuskolun,
þvottaherbergi, kælir og mjólkurstöð
sem bera upphaflegri stansemi vitni.
Þama var Mjólkursamsalan til húsa
allar götur til 1958 þegar flutt var i hús-
næðið á Laugavegi. Við húsinu tók
annar angi landbúnaðarframleiðslunn-
ar sem var Osta- og smjörsalan sem
hafði bækistöðvar sínar á Snorra-
brautinni allt til 1980 þegar hún flutti í
„Næpan“ viö Skálholtsstíg
Þetta er næstum 100 ára gamalt hús sem á sér merka sögu. Á efri hæöunum býr Guöjón og hefur innréttaö hí-
býli sín meö þeim hætti að einstakt er í sinni röð á íslandi.
Guðjón Már Guðjónsson.
Hann er stofnandi og stærsti eigandi tölvufýrirtækisins OZ og hefur á
skömmum tíma eignast að meira eða minna leyti þrjár merkar húseignir í
hjarta Reykjavíkur.
ur á verðmæti þeirra verður Þing-
holtsstræti 29 fýrst fýrir okkur en það
hús er 474 fermetrar og brunabótamat
þess er 52 milljónir króna. Söluverðið
var 70 milljónir.
Skálholtsstígur 7 eða Næpan, sá
hluti sem Guðjón býr í með sambýlis-
konu sinni, Sigríði Sigurðardóttur, og
ungum syni þeirra, er samtals 251 fer-
metri og brunabótamat þess hluta er
rúmar 17 milljónir.
Snorrabraut 54 er samtals 1289 fer-
metrar að stærð og brunabótamat
hússins er 122,7 milljónir. í ljósi þess
að markaðsverð húseigna er að jafnaði
nokkuð hærra en brunabótamat má
ætla að markaðsverð Snorrabrautar 54
sé um 170-180 milljónir. Markaðsverð
hluta Guðjóns í Næpunni má síðan
ætla 24-26 milljónir.
Samtals verðmæti þess-
•r- ara þriggja húsa á
I- markaðnum gæti því
* verið 280-300 milljónir.
við DV um húsaeign sína en sagði að
ástæða þess að hann væri ekki form-
lega skráður eigandi Næpunnar væri
sú að eignaskiptayfirlýsing væri að
„flækjast í kerfinu.“
Gamla Mjólkursamsalan
Þriðja húsið sem teljast verður í
eigu Guðjóns að mestu leyti eru höfuð-
stöðvar OZ að Snorrabraut 54. Þetta er
gríðarlega stórt steinhús sem á sér
merka sögu. Það var reist á árunum
1929 til 1934 og sérstaklega hannað og
byggt yfir starfsemi Mjólkursamsöl-
unnar. Þetta er fimavandað hús, teikn-
að af snillingnum Einar Erlendssyni
Næpan eins og
ny að innan
Eins og áður
sagði vildi Guð-
jón Már ekki
ræða fast-
eignir sín-
ar við
DV, vildi
meina að
hann
væri aðeins forsvarsmaður hlutafélags
um Esjuberg, ætti að vísu Næpuna að
hluta en væri aðeins einn rúmlega
1400 eigenda að Snorrabraut 54. Þar
vísar Guðjón til fjölda hluthafa í OZ.
Eins og ráða má af húsaeign þeirri
sem hér er tU umræðu er Guðjón án
efa smekkmaður enda mun það hafa
sannast eftirminnUega þegar önnur
hæð og tumherbergi Næpunnar vom
innréttuð. Þar vora famar mjög sér-
stæðar leiðir sem kallast með sérstæð-
um hætti á við austurlenska kallfa-
hattinn ofan á húsinu. Arkitektnm
sem stýrði innréttingavali er íranskur
að ætt og uppruna, Ali Amoushahi að
nafni. Hann og Guðjón fóru i sérstak-
an leiðangur austur tU íran tU þess að
velja kjörvið í sérsmíðaðar innrétting-
ar sem þarlendir listamenn settu sam-
an samkvæmt forskrift Alis og í sam-
ræmi við aldagamlar hefðir. Mikil
alúð var lögð við smíðina sem sést
meðal annars á því að pUárar úr hand-
riði á neðri hæð vora teknir með aust-
ur tU íran svo hagleiksmenn gætu
smíöað sams konar handrið á efri hæð-
ina.
Eins og smali í hulduhamri
Innviðum og innréttingum
Næpunnar var ítarlega lýst í grein og
með myndum í Lesbók Morgunblaðs-
ins 10. júni sl. sumar. Þar segir grein-
arhöfundur Gísli Sigurðsson orðrétt
um dýrðina innan dyra: „Maður trúir
varla sinum eigin augum og fer eins og
smalanum í þjóðsögunni sem fékk
um.“
í greininni
kemur fram
að sumir hlut-
ir innandyra í
Næpunni em
sérlega íburð-
armiklir og
em nefndar
sérstaklega
sveíh-
núverandi húsnæði á Bitruhálsi. Eftir
1980 var húsið leigt til ýmissa aðila og
markaði meðal annars spor sín í sögu
ftjáls útvarpsreksturs á íslandi með
því að þar var útvarpsstöðin Bylgjan
til húsa iýrstu árin sem hún starfaði
en árið 1995 seldi Osta- og smjörsal-
an OZ húsið og síðan hefur það
hýst tölvunörda og uppfinn-
ingamenn.
Hvaö kostar húsasafh-
Ið?
Ef við lítum yfir
gersemar Guð-
jóns í húsalíki
og reynum
að átta
okk-