Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 53
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 DV Tilvera „Auövitaö var þaö mikil lífsreynsla fyrlr 23 ára strák aö ganga í herinn, ég haföl óbllandi ævintýraþrá og þaö varö kannski mest tll aö hvetja mig í aö láta veröa af þessu," sagöi Róbert Wesley, matgæöingur vikunnar. Kjötiö skrapp saman - og til allrar lukku datt það ekki á milli grillteinanna Þaö er Róbert Wesley sem er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni. Hann hefur nóg að gera þessa dag- ana og er mikið í vændum. „Ég var að fá mjög spennandi starf sem starfsmaður markaðs- deildar Sambíóanna, þar sem kunn- átta mín á tölvum nýtist mér vel og fæ ég gott tækifæri til að nýta mér það sem ég hef verið að læra á tölv- ur í gegnum tíðina." Róbert hefur gert það sem marga stráka dreymir um en geta kannski ekki látið veröa að veruleika. Hann gekk í bandaríska flugherinn 1994-’98. „Auðvitað var það mikil lífs- reynsla fyrir 23 ára strák að ganga í herinn. Ég haföi óbilandi ævintýra- þrá og það varð kannski mest til að hvetja mig til að láta verða af þessu. Æfingamar eru strembnar í hern- um og þurfti að taka mikiö á. Ég held að ég hafi gengið mikið á því hversu þrjóskur ég er og ákveðinn í að gefast ekki upp. Við vorum ræstir kl. 4.30 og stóðu æfingar oft tii 24 á miðnætti og kenndi þetta manni mikinn sjálf- saga sem hefur nýst mér vel seinna meir. Slöngur og eðlur fastagestir Það voru mikil ferðalög sem fylgdu þessu. Meðal annars sendi flugherinn mig til eyjunnar Guam sem er í Kyrrahafmu. Það mjög skrýtið að búa við hitabeltisloftslag allan ársins hring með slöngur og eðlur sem fastagesti í heimahúsum. Þar hafði ég tækifæri til að læra köfun sem að ég hef mikinn áhuga á en hef ekki stundað héma heima. Ég tel það vera of kalt og sennilega ekki jafn mikið fyrir augað. Flug- IVIntfíaeðíiigiir herinn sendi mig líka til S-Kóreu, Japans, Frakklands og víða um í Bandaríkjunum. Einnig var ég þáttakandi í „Operation Joint Endeavour" sem var þáttur í upp- lýsingaöflun flughersins í striðinu í Bosníu," sagði Róbert. Ekkert meölæti sjáanlegt En svo við snúum okkur að öðru, matargerð. Hefurðu einhverja skemmtilega reynslusögu: „Mér dettur helst í hug það sem gerðist nú í byrjun sumars. Þá kynnumst við félagi minn tveimur vinkonum. Við áttum skemmtilegt kvöld með þeim og ákváðu þær að bjóða okkur í mat helgina eftir. Svo erum við öll í símsambandi út vikuna. Þær voru búnar að ákveða hvað þær ætluðu að elda og var mjög mikið í þetta lagt hjá þeim. Griliað nautakjöt skyldi það vera og béamaisesósa. Við sáum á laugardeginum að við yrðum nú að gera eitthvað til að gleðja þær fyrir fyrirhöfnina, svo viö keyptum flott rauövín og osta til að gera kvöldið enn glæsilegra. Þegar við svo mættum í matar- boðið sáum við sósu í potti og sögðu þær að nautakjötið væri úti á grilli. Ekkert meðlæti var sjáanlegt, ekki einu sinni kartöflur. Þetta var mjög skrýtin stemning þvi allavega hafði ég aldrei borðað kjöt með sósu og engu öðru með- læti. Ég fór út til að kíkja á kjötið því ekki mátti það brenna því það var jú eini maturinn fyrir utan sósuna. Þegar ég svo kom út á grill þá hélt ég að ég myndi kafna úr hlátri. Kjöt- ið hafði skroppið svo mikið saman að það var eins og hamborgari. Kjöt- ið var svo lítið að þær voru heppn- ar að það datt ekki á milli grilltein- anna. Stelpumar fengu aö vonum áfall þegar ég kallaði á þær en við félagi minn hlógum mikiö að þessu skrýtnasta og hráefnisminnsta mat- arboði sem við höfum farið í. Ég ætla samt að taka fram að þetta kvöld var alveg frábært og við skemmtum okkur mjög vel öllsömul og þar komu ostamir til góðra nota þar sem ekkert okkar hafði borðað matarbita allan daginn,“ sagði Ró- bert og bætti svo við: „Þess vegna finnst mér alveg tilvalið að gefa uppskrift með mat eins ég hafði séð fyrir mér þetta þó svo ágæta kvöld." Ungnautainnralæri 1 kg ungnautainnralæri 11/2 msk. gróft salt 1 msk. svartur pipar 1 dl ólífuolía 5 stk. hvítlauksgeirar Aðferð: Kryddið lærið með piparnum og grófu saltinu. Saxið hvítlaukinn og blandið saman við olíuna og leyfiö því að standa í u.þ.b. 1 klst. Þvinæst er kjötið grillsteikt á meðalheitu grilli í 40-50 mín. Snúa þarf kjötinu 4-5 sinnum og pensla í hvert sinn með hvítlauksolíunni. Gott er að láta kjötið standa í smátíma áður en það er skorið. Uppskriftir Mínútu- steik að hætti Rússa Fljótleg steik sem fer vel með köldu smjörinu. 800 g ungnautafilé, skorið í 4 steikur salt og pipar 1/2 dl ólífuolía 4 bökunarkartöflur Kavíarsmjör 50 g svartur kavíar 300 g mjúkt smjör 1/2 dl fint söxuð steinselja 1 msk. sitrónusafi Steikumar eru flattar út með bufihamri í 1 sm þykkar sneiðar og síðan grillaðar á vel heitu grilli í 3-4 mín. á hvorri hlið. Penslið með olíu, kryddið með salti og pipar. Nykaup Þar semferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Kavíarsmjör Blandið saman smjöri, steinselju og sítrónusafa, lát- ið kavíarinn var- lega út í smjörið í lokin. Kælið. Meðlæti Kavíarsmjör og grillsteiktar kart- öflusneiðar, skom- ar í 1 sm þykkar sneiðar og griílaðar í 4-6 mín. á hvorri hlið, kryddaðar með salti og pipar. Béarnaisesósa 4 stk. eggjarauður 400 g smjörvi 1 msk. saxað estragon 1/2 tsk. nautakjötskraftur 1/2 tsk. sítrónusafi Aðferð: Bræðið smjörið í potti og látið sjóða þar til það hættir að krauma á yfirborðinu. Eggjarauðumar eru hrærðar og því næst er sjóðandi smjörinu blandað rólega við. Ef eggjablandan verður stíf þá má bæta við smávatni. Þá má setja nautakjötskraftinn, estragon og sítrónusafann saman við. Einnig má setja salt og pipar eftir smekk. Tilvalið þykir að hafa bakaðar kartöflur, hitaðar gular baunir í smjöri og hvítlaukssmjör með þessu. Veröi ykkur aö góöu. Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! Kawasaki fjórhjólin traust & lipur FemiCare® hylki með mjólkursýrugerlum fyrir leggöng. Hluti af náttúrulegrí ftóru konunnar! 'SVj Fæst í Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu og apótekum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.