Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 56
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 DV Tilvera Uppeldisstefna leikskólans Mánabrekku felst í umhverfis- og náttúruvernd: viö náttúruna," segir Dagrún og bætir við að líklega munum við ekki geta snúið þróuninni við en við getum tileinkað okkur nýja hugsun og vinnubrögð. Mánabrekka hefur starfað í fjög- ur ár þannig að veruleg reynsla er komin á hvemig umhverfisstarfið skilar sér. „Foreldrar eldri barn- anna hafa tjáð okkur að börnin leið- rétti þá oft heima og veki athygli þeirra á hvemig er gert í Mána- brekku og kennarar í Mýrarhúsa- skóla hafa sagt mér að bömin okk- ar gangi vel um.“ Það er föst regla þegar farið er í vettvangsferðir frá Mánabrekku að taka með taupoka og tína i hann rusl sem á vegi verður. „Tilgangur- inn með þessu öllu er náttúrlega að vekja athygli bamanna á umhverf- inu, á náttúrunni og þeim miklu verðmætum sem við eigum öU og höfum aðgang að. Við leggjum líka áherslu á okkar nánasta umhverfi hér á Nesinu. Náttúran hér er svo yndisleg og við höfum allt hér, fuglalífið, fjöruna og Valhúsahæðin er okkar fjaU.“ -ss Valhúsahæðin er Á leikskólanum Mánabrekku á Seltjamamesi, sem verður fjögurra ára þann 1. nóvember, eru bömin alin upp við að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni og gjöfum hennar. Umhverfis- og náttúruvernd em meginatriði í uppeldisstefnu leik- skólans en þar er einnig lögð áhersla á tónlist. Markmið uppeldis- stefnunnar em m.a. að opna augu bamanna fyrir fegurð náttúrunnar, vekja virðingu þeirra fyrir henni og ábyrgðarkennd, að leggja grundvöU að siðgæðisviðhorfi bama tU allra lifandi vera, manna, dýra og plantna þannig að bömin fái í leik- skólanum uppeldi og menntun sem stuðli að þvi að þau geti i framtíð- inni unað sátt við land sitt og líf- ríki. Endurný auðlindir og virðing við Starfið i Mánabrekku hefur mis- munandi áherslur eftir árstíðum og frá október tU desember er áhersla lögð á endurnýtingu. Byrjað er á pappírsgerð aö þessu sinni. Að sögn Dagrúnar Ársælsdóttur, leikskóla- stjóra í Mánabrekku, er bókstaflega öllu safnað og margvislegar tilraun- ir gerðar með hvað nýta má í papp- ír. „Krakkamir eru að prófa að setja ydd úr trélitum, hringi úr göt- urum og garn í pappírinn," segir Dagrún. „Þannig sjá bömin líka samhengið í söfnuninni þegar sorp- ið sem þau safna er nýtt.“ Á haustin er svo jafnan soðið gras til að nota í pappírsgerðina. „Þegar aðrir fara 1 slátur förum við i grasið.“ Umhverfisvernd og virðing fyrir náttúrunni er rauður þráður gegn- um aUt starfið á Mánabrekku. Leit- ast er við að fara sparlega með alla orku, t.d. er minnismiði fyrir ofan alla slökkvara þar sem spurt er hvort þurfi að vera kveikt. Einnig eru vatnspóstar í leikskólanum þannig úr garði gerðir að vatnið rennur ekki stöðugt í þeim en mikil áhersla er lögð á það við bömin hversu mikU auðlind vatnið er og þau eru eindregið hvött tU að nota vatn við þorsta. Margt smátt Dagrún nefnir fjöldamörg dæmi um hvemig umhverfisverndin birt- ist í daglegu starfi leikskólans og leggur áherslu á að þótt hvert atriði virðist smátt þá geri margt smátt eitt stórt. „Við not- um hvorki eldhúspappír né plastpoka á deildunum og það er vel hægt að kom- ast af án þess, við þurrk- um upp með tuskum og notum dagblöð í staðinn fyrir plastpoka 1 ruslið eins og gert var í gamla daga.“ Á leikskólanum er þveg- inn mikiU þvottur eins og gefur að skUja þar sem aldrei er þurrkað upp með bréfi en þvottaefnið er um- hverfisvænt og farið er afar sparlega með það. „Við keyptum 10 kílóa poka þegar leikskólinn var opnaður 1. nóvember 1996. Sá poki dugði okkur í tvö og hálft ár þó að við séum að þvo u.þ.b. þrjár vélar á dag.“ Flokkun á sorpí Sorpflokkunin er afar sýnileg inni á deildunum i leikskólanum tU að bömin fái góða tilfinningu fyrir henni. Farið er með flokk- aða sorpið út í tunnur sem eru í skúr fyrir utan. Mat- arafgöngum er að sjálf- sögðu safnað og fara þeir vikulega í safntunnur fyrir utan þannig að talsverð moltuframleiðsla er i Mánabrekku og er moltan að sjálfsögðu nýtt á staðn- um. „Venjulegt rusl sem Margt er nýtt til pappírsgerðar Dagrún Ársælsdóttir leikskólakennari meö heimageröan pappír sem veriö er aö þurrka. DV-MYNDIR E.OL. frá okkur fer er hverfandi lítið vegna þess að við flokkum svo mik- ið,“ segir Dagrún og upplýsir að frá eldhúsi Mánabrekku þar sem matur er lagaður fyrir rúmlega 200 böm í báðum leikskólum bæjarins, auk starfsfólks, fari sem svarar einum stórum ruslapoka af „almennu óflokkuðu" sorpi á dag. „Við nýtum nánast allt inni á deildunum, meira að segja era litimir 100% nýttir af Umhverfisvlnir framtíðarinnar Börnin sem leika sér í grasinu sem nú er aö sölna á lóð Mánabrekku veröa væntanlega fánaberar umhverfismála í framtíðinni. því viö notum yddið í pappírsgerð- ina.“ Pakkar utan af morgunkorni era nýttir til að teikna á og krakk- arnir koma líka með pakka að heiman. Umbúðaþjóðfélagið Þegar leikfangakaup eru skipu- lögð á Mánabrekku er lika hugað að umhverfissjónarmiðum. Að sögn Dagrúnar spyr starfsfólkið sig alltaf þeirrar spumingar hvort viðkomandi leikfang sé nauðsynlegt áður en kaup era ákveðin. Um- búðir utan af leikföngum eru svo skildar eftir í verslununum. „Fólk í leikfangaverslunum er farið að þekkja okkur á Mánabrekku," segir Dag- rún en hún segir viðhorf- ið hafa breyst gífurlega. „Fyrir fjórum árum stóð maður í þrasi í verslun- unum en það er liðin tíð svo við erum greinilega ekki ein um þetta leng- ur.“ Leikskólakennaramir í Mánabrekku leitast við að hafa samráð við for- eldra um uppeldisstefn- una og miðla til þeirra þekkingu sinnu um um- hverfisvernd. „Það er mikilvægt að heimilin fylgi eftir umhverfis- stefnunni því annars fá börnin tvöföld skilaboð." Gömul gildi „Ekkert er nýtt undir sólinni," segir Dagrún, „ekki heldur endumýt- ing. Endumýting er bara nýtt orð yfir það sem áður var kallað sparsemi og nýtni. Við þurfum bara að staldra við núna af því að við erum búin að sóa svo miklu og erum komin úr tengslum okkar fjall Gersemaskápur Þessi börn eru að skoöa dýrgripi sem teknir hafa veriö meö heim úr vettvangsferöum. v\u< Uts^ðyr papplr Dagbtöð og timfvtt Pappírssöfnun Pappírinn er ftokkaöur eftir gerö. Orkusparnaður Áminning viö hvern slökkvara í húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.