Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 65
73 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 iOV Tilvera Afmælisbörn Carrie 44 ára Bandaríska leikkonan Carrie Fis- her fæddist i Beverly-hæðum í Los Angeles þennan dag árið 1955. Segja má að kvikmyndaferill Carrie hafi byrjað með kvikmyndinni Shampoo en það voru hins vegar Stjörnu- stríðsmyndirnar sem færðu leikkon- unni heimsfrægð sem hún býr enn að. Jeff 48 ára Bandaríski kvikmyndaleikarinn Jeff Goldblum fagnar 48. afmælis- degi sínum á morgun. Jeff hefur um árabil verið í hópi vinsælustu og þekktustu leikara Hollywood og hef- ur hann leikið í á sjöunda tug kvik- mynda. Ein vinsælasta mynd Gold- blums er vafalaust Júragarðurinn frá árinu 1997. Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 22. október og mánudaginn 23. október Vatnsberinn (20. ian.-ifi. febr.r Spa sunnutfagstns: Heimilislifið er fremur rólegt í dag og það hentar vel að fjölskyld- an setjist niður og spjalli saman um lifið og tilveruna. Spa mánudagsins: Ekki vera of upptekinn af sjálfum þér og gefðu þér tíma til þess að hlusta á skoðanir annarra. Hrúturinn (71. mars-19. apríh: Spá sunnudagsins: Hætt er við þvi að þú vanmetir andstæðinga þína eða keppinauta. Þú þarft að hafa töluvert fyrir hlutxrn- um ef þú ætlar að halda þínum hlut. Spá mánudagsins: Þér hættir til að vera heldur einstreng- ingslegur og ósveigjanlegur. Það er nauðsynlegt í samskiptum við annað fólk að gefa stundum dáhtið efdr. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníi: Spá sunnudagsins: 'Ekki leggja árar í bát þó á móti blási. Leit- aðu heldur eftir aðstoð ef aðstæður reynast þér erfiðar. Kvöldið verður skemmtilegt. Spá mánudagsins: Einhver leiðindi verða vegna þess að ein- hverju verður ljóstrað upp sem átti að halda leyndu. Viðleitni þín til að ganga í augun á einhverjum hefur mikil áhrif. Liónið 123. iúlí- 22. áeústi: jSpá sunnudagsins: Ástamálin taka mikið af tíma þínum. Það ht- ur út fyrir að eitthvert ósætti komi upp. Það er þó á mis- skilngi byggt og jafnar sig fljótt. Spá mánudagsins: Þér berast fréttir sem leiða til óvæntrar og jákvæðrar þróunar. Líf- ið virðist brosa við þér um þessar mundir og þú nýtur þess að vera til. Qgln (23. sept.-23. okU: Spá sunnndagsins: Það er mikiö af tilfinn- ingasömu fólki í kring- um þig og þú verður ð sýna nærgætni. Rómantíkin ggur í loftinu. Spá mánudagsins: Þessa dagana snýst allt um væntanlegt ferðalag. í þvi muntu kynnast mörgu skemmtilegu fólki og þeir sem eru ein- hleypir verða það varla mikið lengur. Bpgamaður (22. nóv.-21. des.l: pá sunnudagsins: *Þú skalt vera viðbúinn J þvi að gera breytingar á j dagskrá þinni í dag þvi ir eru ekki eins ánægðir með ig þú. Kvöldið verður rólegt. Spá mánudagsms: Eitthvað sem þú hefur lagt mikið á þig fyrir er ekki líklegt til að skila þeim árangri sem þú vonaðist eftir. Best væri að byrja alveg upp á nýtt. Rskarnir (19. febr.-20. mars>: Spá sunnudagsins: *Þaö er óróleiki í kring- mn þig og þú verður líklega í þeirri aðstöðu að þurfa að sætta vissa aðila í smá- vægilegu deilumáli. Spá manudagsins: Þú þarft að taka sársaukafúlla ákvörð- un varðandi eitthvað. Hlýddu sam- visku þinni og ekki láta fólk tala þig inn á eitthvað sem þér hst illa á. Nautið 120. april-20. maí.l: .áÁkroæ? Þú átt gott með að ræða við fólk í dag og nærð vel að sameina óhk sjónarmið. Kvöldið einkennist af skemmtilegum samræðum. Spa mánudagsins: Þú uppgötvar að einhver sem þú hefur tahð vera vin þinn reynist falskur. Þér hættir stundum til að vera of fljótur til að treysta fólki sem þú þekkir htið. Krabbinn (??. iúní-22. iúin: I Þó að þú mætir fólki í dag sem þér finnst ósanngjamt og átt erfitt með að umgang- ast skaltu ekki láta það hafa of mikil áhrif á þig heldur halda þínu striki. Spá maoudagsins: Aðstæður í vinnunni krefjast var- kámi. Ef þú ætlar að fjárfesta eða sinna viðskiptxun skaltu leita ráðlegg- inga. Happatölur þínar eru 3,17 og 32. Mevian (23. áaúst-22. sept.l: Spa sunnudagsms; Það gæti reynst þér erfitt í ^^V^^dag að slappa af. Ekki er ólik- ’ legt að gamlir kunningjar birtist skyndilega og færi þér fréttir sem koma verulega en þó skemmtilega á óvart. Spá mánudagsins: Viðskiptavinir eða aðrir sem tengjast viðskiptum þínum eru trúlega að leyna þig einhveiju. Vertu rólegur, á morgun verður ástandið miklu betra. Sporddreki (24. okt.-21. nðv.l: Spá sunnudagsins: j Niðurstaðan í ákveðnu >máli verður til þess að þú þarft verulega að hugsa þinn gang. Spá mánudagsins: Ef ferðalag er á dagskrá skaltu skipu- leggja það vel. Farðu varlega með pen- inga á næstunni, ekki mun af veita. Happatölur þínar eru 6,18 og 39. Steingeltin (22. des.-19. ian.): Spá sunnudagsíns: Vertu hreinskilinn og segðu það sem þér býr i bijósti en gættu þess þó að hlusta líka á annað fólk. Þér gengur vel að vinna í hóp í dag. Spá mánudagsins: Líttu vel í kringum þig. Náiitn vinur á i vanda og gæti þegið að- stoð þína. Happatölur þínar eru 3, 15 og 37. Presturinn á Ásmund- arstöðum - heimamönnum stendur ekki á sama um Fyrir skömmu bárust þær fréttir frá Norðfirði að heimamönnum stæði ekki á sama um fomleifarann- sóknir og uppgröft sem þeim fylgdu að Ásmundarstöðum og óttuðst að menn kynnu að vekja upp viðsjár- verðan draug þar um slóðir. Sumar- ið 1999 fóru fram frumrannsóknir að Ásmundarstöðum í Norðfirði. Rannsóknimar eru samstarfsverk- efni Þjóðminjasafnsins og Fornleifa- stofu með styrk frá Brunabótafélagi íslands. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð- ingur segir að auk hennar hafi Guð- ný Zoéga minjavörður og Magnús Á. Sigurgeirssson jarðfræðingur tekið þátt í verkefninu. „Við tókum þrjá könnunarskurði og fundum greinileg merki um byggð á svæð- inu en hún hefur líklega farið í eyði fyrir 1362. Ásmundarstaðir byggð- ust síðan upp aftur en sú byggð hef- ur lagst af fyrir aldamótin 1800.“ Bæld ást Ásmundarstaðir eru þekktir úr þjóðsögum því þar var rammur draugagangur fyrr á öldum. For- saga málsins er sú að einu sinni var í Skálholtsskóla drengur sem hét Sigurður og varð hann ástfanginn af stúlku á staðnum en hún vildi ekkert með hann hafa. Drengurinn tók höfnun stúlkunnar svo illa að hann lagðist í rúmið og lést skömmu síðar. Áður en hann lést lét hann þau orð falla að fyrst hann fengi ekki að njóta stúlkunnar lif- andi skyldi hann gera það dauður. Nóttina áður en jarðsetja átti Sig- urð læddist einn af skólabræðrum hans, sem hét Magnús Pétursson, út í kirkju. Hann sá að kistan stóð opin og líkið var ekki á staðnum. Eftir alllangan tíma kemur draugur- inn aftur og þeir fara að tala samam. Magnús spurði drauginn hvar hann hefði verið og svaraði hann því til að hann hafi heimsótt stúlkuna sína. „Ég fann stúlkuna eins og ég lofaði henni því ég lagð- ist með henni og myndi hún son fæða ef henni yrði lífs auðið en ligg- ur hún sem dauð og kætir það mig að hún fer líklega í sömu gröf og ég.“ Magnús gengur hart að draugnum og segist ekki muni hleypa honum i kistuna fyrr en hann segi sér hvernig sé hægt að lífga stúlkuna við. Að lokum gefst draugurinn upp og segist hafa falið lífið í litlu tá hægri fótar og bundið fyrir með spotta og muni líf fær- ast í líkama stúlkunnar þegar búið er að leysa hann. „En það er að segja af syni okkar að hann mun verða efnilegur maður og námsmaður mesti, mun hann og nema skólalærdóm og verða prest- ur. [. . .] í fyrsta sinn sem hann messar og á að blessa söfnuð sinn fyrir altarinu snýr hann blessunar- orðunum i römmustu særingar hvar svo bregður við að kirkjan sekkur með honum og fólkinu." Ól sveinbarn Níu mánuðum seinna ól stúlkan sveinbarn sem varð afburðanáms- maður og lauk prestaskólanum með sóma. Eftir að draugssonurinn lauk námi fékk hann Norðfjarðarpresta- kall og kirkjujörðina Ásmundar- staði. í millitíðinni varð Magnús Pétursson prestur í Hörgslandi og fylgdist grannt með unga prestin- um. Þegar Magnús fréttir að til standi að ungi presturinn eigi að messa í fyrsta sinn sendir hann „einbeittan mann“ til að vera við- staddan fyrstu messu draugssonar- ins hans. Til að byrja með fór allt fornleifarannsóknir eðlilega fram en þegar líða tók á messuna fór að kveða við annan tón og særingarnar hófust. Einbeitti maðurinn hljóp þá fram og rak draugaprestinn í gegn með sveðju fyrir altarinu, eins og Magnús hafði sagt honum að gera, og féll hann dauður niður. Sóknarbörnin brugðust að sjálfsögðu' illa við og þustu upp á svið en þegar þangað var komið var presturinn horfinn og ekkert eftir nema sjö blóð- dropar. Blóðdrop- arnir voru það eina sem hann hafði frá móður sinni því allt hitt var frá föður hans - draugn- um. í annarri útgáfu af sömu sögu segir að blóðhnykkiil sé það eina sem eftir hafi verið af prestinum eftir að hann yar rekinn í gegn. Eftir þetta voru Ásmundar- staðir lagðir niður sem kirkjustaður og skömmu seinna fór jörðin í eyði. Gripinn illum anda Draugasögur eins og sagan frá Ásmundarstöðum eru algengar í þjóðsögum. Afturgöngur eiga það til að heimsækja ástina sína skömmu eftir að þeir deyja og oft kemur fyr- ir að stúlkan verður ófrisk. Sögurn- ar eiga það sameiginlegt að stúlkan elur sveinbam sem gengur vel í námi og lærir til prests. Allt gengur að óskum þar til kemur aö fyrstu messu draugssonarins, þá fer allt í bál og brand. Presturinn er gripinn iilum anda fyrir altarinu og ætlar að særa kirkjuna til helvitis með manni og mús. Kirkjan sekkur þó sjaldnast í jörðu því fufltrúi hins góða er ekki langt undan og bjargar málunum á síðustu stundu. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.