Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Qupperneq 67
75
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
DV Tilvera
Æfing í Haligrímskirkju
Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari viö æf-
ingu í Laugarneskirkju.
Sálmar lífsins:
Spinnum sálmana *■
á alla kanta
Sigurður Flosason saxófónleikari og
Gunnar Gunnarsson orgelleikari
verða með útgáfutónleika í HaUgríms-
kirkju klukkan fimm í dag. Þetta eru
fyrstu tónleikamir sem þeir félagar
halda i Reykjavik eftir að geislaplata
þeirra, Sálmar lífsins, kom út í apríl
síðastliðnum. Tónlist þeirra vakti
verðskuldaða athygli á Kristnihátið í
sumar og fyrsta upplag seldist upp á
skömmum tíma.
Orgelið engu líkt
Gunnar segir að þeir hafi verið með
tónleika í Hallgrímskirkju áður en að
þetta séu formlegir útgáfútónleikar.
„Þetta er spunatónlist þar sem við tök-
um fyrir sálma sem flestir eru í ís-
lensku sálmabókinni og spinnum þá á
alla kanta. Sigurður spilar á fjóra saxó-
fóna, alla fjölskylduna, og ég á orgel.
Orgelið í Hallgrímskirkju er engu líkt
þannig að þetta verður alveg stórkost-
legt.“
Gunnar er organisti í Laugames-
kirkju þannig að hann er ekki óvanur
því að spila í kirkjum. „Ég spila líka á
djasspíanó og alla tónlist ef því er að
skipta."
í framhaldi af tónleikunum í Hall-
grímskirkju ætla þeir Gunnar og Flosi
í tónleikaferð og spila á fimm stöðum
víða um land.
„Við tökum fyrir nokkra þekkta
sálma og sumir þeirra em þjóðinni
mjög hjartfólgnir. Við reynum að
koma á sem flestar stórhátíðir kirkju-
ársins og endurspegla lífsferil manns-
ins frá vöggu til grafar. Elstu sálmam-
ir em frá 15. öld en þeir yngstu vom
samdir á síðustu áratugum. Þetta era
bama-, skímar-, fermingar-, brúð-________
kaups- og jarðarfararsálmar en ekki
endilega í þessari röð.
Við renndum blint í sjóinn til að
byrja með og vorum hræddir um að
fólki þætti meðferðin á sálmunum
óviðeigandi en móttökumar hafa verið
frábærar og ekki síst hjá kirkjunnar
fólki. Aðsóknin hefur verið góð og yflr-
leitt uppselt.“
Skemmtileg lög við falleg Ijóð
Út er kominn hljómdiskurinn Fugl ejtirjugl, sumar ejttr sumar, þar sem margir
ajokkar bestu söngvurumjara á kostum ogjlytja lögÞormars Ingimarssonar
við Ijóð Tómasar Guðmundssonar, Steins Steinarr og Iíristjáns Eldjárns.
Álflagerðisbrœður • Ari Jónsson • Helgi Björnsson • Halli Reynis • Guðrún Árný Kristjánsdótlir Þormar Ingimarsson
Kristján Gíslason • Páll Rósinkranz
VUhjábnur Guðjónsson • Gunnar Þórðarson
Ólafiir Gaukur • Stefán S. Stefánsson
Áiftagerðisbrœður
Helgi Björnsson Páll Rósinkranz
ADSL er ný gagnaflutningsþjónusta sem nýtir hefðbundnar símalmur
til háhraðagagnaflutnings yfir internetið eða inn á töluunet fyrirtækja.
ADSL nýtir símalínurnar sem fyrir
eru og skiptir ekki máli hvort þaö
eru almennar símalínur eóa ISDN.
ADSL er á annari tíóni en almenn
símaþjónusta og því truflar önnur
þjónustan ekki hina. Hægt er aö tala
í síma og vera á netinu á sama
tíma. Tengingin er ekki tímamæld,
þ.e. greitt er fast mánaðargjald, óháó
tengitíma. Einungis er greitt fyrir
stæró tengingar í Kb. og það
gagnamagn sem sótt er um internetió.
Fáðu upplýsingar um flDSL þjónustu H/largmiðlunar i sima 575 7041 eða 575 7042, einnig er liægt að seuda fyrirspurn á netfangíð markadsdeild@mi.is