Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 I>V ísland er of lítið fyrir mig - Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er nýkominn heim frá námi á Ítalíu Þegar Jóhann Friðgeir Valdi- marsson var að alast upp í Reykjavik ætlaði hann sér ekki endilega að verða tónlistarmaður. Samt er móðir hans fiðluleikari og sjálfur hóf hann fiðlunám fjögurra ára gamall og stundaði síðan tónlist- arnám alla sína æsku og unglingsár. Hann lærði á trompet og útskrifaðist úr Tónlistarskólanum 1986 hjá Jóni Sigurðssyni trompetleikara. Það má segja að Jóhann hafi þá lagt lúðurinn á hilluna og snúið sér að ýmsu öðru, hann starfaði meðal annars sem fasteignasali um hríð. Örlög hans réðust síðan í sam- kvæmi einu þegar verið var að leika Pavarotti af plötum og Jóhann fór að syngja með og elta höfðingjann upp á háu tónana. Þetta vakti almenna hrifningu og viðstaddir hömuðust við að segja Jóhanni að hann ætti að gera meira af því að syngja. Að hrökkva eða stökkva Jóhann lét þetta sér að kenningu verða og hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes en síðar undir handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur söngkonu sem hreifst af hæfileikum Jóhanns og þegar hann hafði numið þar um hríð setti Þuríð- ur honum stólinn fyrir dyrnar í óeig- inlegri merkingu. „Hún sagði að annaðhvort helgaði ég mig náminu alfarið og hætti að vinna eða hún myndi hætti að kenna mér. Hún sagöi að ég hefði allt i þetta og nú væri að hrökkva eða stökkva," segir Jóhann þegar hann rifjar upp ferilinn yfir kaffibolla á Kaffi Rót þar sem fastagestimir eru varla vanir eins hljómmiklum hrossahlátri og þeim sem bergmálar þegar Jóhann rifjar upp sögur og hlær svo bakkels- ið nötrar í glerhillunum. Jóhann lauk námi frá Söngskólan- um árið 1997. Hann ákvað síðan að afla sér frekari mennt- unar á þessu sviði og dreif sig til Ítalíu og ætl- aði fyrst i Conservatorí- ið I Mílanó sem er af- skaplega vandaður tón- listarskóli. Þar á bæ vildu menn gjaman taka við íslend- ingnum en það strand- aði á kröfú þeirra um að nemendur töluðu lýta- lausa ítölsku. Jóhann Friögeir í famöi fjölskyldunnar Frá vinstri: íris Björk Viöarsdóttir, eiginkona Jóhanns, Jóhann og svo synirnir tveir. Sá eldri heitir Valdimar Viktor en sá yngri Viöar Snær um í Tónlistarskólanum ásamt átt- unda stigs prófi í söng hafi skipt miklu máli, ekki síst vegna þess að það gerði námið á ítal- iu lánshæft. Hann undi sér vel ytra og kynntist mörgu tónlistarfólki og fékk mörg tækifæri til að syngja á tónleikum, í útvarp og við ýmis Hávær, stór og skftug „Það varð úr að ég var þama í einkatímum en sótti tíma í skólanum eftir vild. Ég hef verið hjá konu sem heitir Canetti en einnig hjá tenór sem heitir Franco Ghitti. Ég kunni að vissu leyti vel við mig í Mílanó en fannst borgin stór, hávær og skítug og fannst ég aldrei sjá almennilega til himins." Eiginkona Jóhanns, íris Björk Við- arsdóttir, fylgdi honum til Italíu með syni þeirra tvo, annan rúmlega 12 ára en hinn á þriðja ári. Henni leist eng- an veginn á sig í Milanó og taldi þetta ekki borg við barna hæfi og þau hjón- in settust að í Piacenza sem er bær rétt utan við Mílanó. „Þama var gott að vera. Við sett- umst bæði á skólabekk í gmnnskól- anum við að læra ítölsku og höfum skírteini upp á að vera útskrifuð með grunnskólapróf i ítölsku." Jóhann segir að sú tónlistarmennt- im sem hann bjó að frá trompetárun- „Það eru ákveðnar aríur sem eru vin- sœlli en aðrar. Ég hef líka gaman af að syngja íslenskar tækifæri. standpínuaríur eins og Hamra- borgina og Sjá dagar koma. Grande tenore „Þetta er geysilega harður heimur og sam- keppnin takmarkalaus. Það skiptir miklu máli að þekkja rétta fólkið en almennt em söngvarar, sérstak- lega tenórar, í miklu dálæti hjá ítöl- um og þeir taka manni alltaf eins og höfðingja. Sérstaklega ef þeir verða þess áskynja að maður geti sungið þessar vinsælustu aríur. Þá er maður „grande tenore" sem er sérstakt hrósyrði." Jóhann og fjölskylda komu heim til íslands í júní í sumar og siðan hefur Jóhann reynt að sjá sér farborða með söng. Hann syngur mikið við jarðar- farir enda eru þær uppistaðan og helsta verkefni íslenskra söngvara. Er hægt að lifa af söng hér á íslandi? ísland er ekkl nóg „Miðað við að starfa einungis á ís- lenskum markaði er það ekki hægt. Ég stefni að því að byggja mig upp er- lendis og hafa bækistöð hér. Ég er með tvo umboðsmenn á Ítalíu sem líta eftir verkefnum fyrir mig og er nokkuð sáttur við það hvemig það Jóhann Friögeir segir aö eiglnkonana Iris Björk hafi veitt honum ómældan stuöning og sýnt mikla þolinmæöi. hefur gengið. Svo syng ég auðvitað við jarðarfar- ir, brúðkaup og skímir og ýmsar at- hafnir. Ég hef verið að velta því fyrir mér að fá mér vinnu fyrir hádegi en hver vill svo sem ráða mann sem er alltaf að stinga af til Ítalíu? Þangað til nota ég tímann til að læra ópemr og aríur til að vera betur undirbúinn." í viðtali við islenska fjölmiðla ný- lega lét Kristján Jóhannsson ópera- söngvari þau orð falla um Jóhann að hann væri einn efnilegasti tenór ís- lenskur sem hann hefði heyrt syngja í 20 ár. Ert þú arftaki Kristjáns? Tenórar eru kappsfullir og vilja láta heyra til sín og ég er þar engin undan- tekning. Maður þarf oft að herpa saman rasskinnamar og taka á í þessu fagi ef maður vill láta heyra álmennilega til sín. “ Jóhann Friögeir Valdimarsson læröi á trompet en ætlaöi aldrei aö leggja fyrir sig tónlist sem lífsstarf Hann iauk námi frá Söngskóianum 1997 og er nýkominn heim eftir aö hafa lært söng í tvö og hálft ár á Ítatíu. Hann segir að engin leið sé aö lifa af söngnum eingöngu á ís- landi heldur veröi söngvari aö halda til útlanda. „Sú nafngift er nú eitthvað sem aðrir hafa fundið upp. Ég hafði svolít- ið samband við Kristján úti á Ítalíu, keypti meðal annars af honum fyrsta bílinn sem ég eignaðist þarna úti. Hann gaf mér góð ráð og hvatti mig til dáða.“ Gaman af „standpínuaríum" Jóhann hélt einsöngstónleika í ís- lensku óperunni í haust fyrir fullu húsi áheyrenda og segist vera að und- irbúa aðra slíka seinna í vetur. Hvað er það sem íslenskir áheyrendur vilja helst heyra? „Það eru ákveðnar aríur sem eru vinsælli en aðrar. Ég hef líka gaman af að syngja íslenskar standpínuaríur eins og Hamraborgina og Sjá dagar koma. Tenórar eru kappsfullir og vilja láta heyra til sín og ég er þar engin undantekning. Maður þarf oft að herpa saman rasskinnamar og taka á í þessu fagi ef maður vill láta heyra almennilega til sín.“ Tenórarnir þrír með 500 körl- um Jóhann Friðgeir kemur fram í Laugardalshöllinni í dag, laugardag, undir nokkuð sérstæöum formerkj- um. Þar stígur hann á svið ásamt tveimur öðram ungum tenórsöngvur- um, þeim Jóni Rúnari Arasyni og Birgi Ragnari Baldurssyni og þeir syngja bæði saman og hver í sínu lagi vinsælar óperuaríur. Umgjörðin utan um söng þeirra er stærsta karlakóra- mót sem haldið hefur verið á íslandi en þennan dag stiOa saman raddir sínar 10 karlakórar í Kötlu, sambandi sunnlenskra karlakóra og koma kór- arnir víðs vegar að, eða aOt austan frá Hornafirði og tO Borgarfjarðar auk tveggja stóra karlakóranna í Reykjavík sem eru Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur. Sjálfur hefur Jóhann oft sungið í kór og hefði vOjað syngja í karlakór meðan hann var að læra en segir að Þuríður Pálsdóttir kennari hafi bann- að honum það. „Mér hefur aOtaf þótt gaman að vera félagi og starfa í kór og hef eng- an hug á að hætta því.“ Kóramir munu hver syngja tvö lög einir og óstuddir en auk þess munu þeir stíga aOir saman á svið og syngja fjögur lög við undirleik píanós og homaflokks. Þama gefst fágætt tæki- færi til að heyra nokkur frægustu karlakóralög íslenskra tónbókmennta flutt af stærri kór en áður fara sögur af en um 500 manns munu verða á söngpöOunum þegar mest gengur á. En hvemig kom samstarf þeirra þriggja tO? Er verið að búa tO ís- lenska útgáfu af Pavarotti, Domingo og Carreras? „Þetta kom þannig tO að Eyþór Eð- varðsson, kaupmaður og athafna- skáld, átti þessa hugmynd. Hann syngur með Fóstbræðrum og hefur leitt undirbúningsnefndina. Ég þekki Eyþór vel og hef trú á honum tO margra hluta. Þess vegna sagði ég hiklaust já þegar hann stakk upp á þessu. Ég held að þetta verði stór- skemmtOegt." -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.