Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 21
21 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 _____________________________________________ X>v ________________________________________Helgarblað að sem eins konar guðspjall. Kannski hafa þeir óttast að verða settir út af sakramentinu hjá stærsta lesenda- | hópnum, konum. Sjálfur hef ég lent í ' þeirri stöðu að kijúpa fyrir femínist- um; beðið þær um að hleypa mér inn í í hinn femíníska bókmenntaguðdóm. En nú er ég staðinn upp, fjandakorn- ið!“ Sambærilegt við kiaustrin Rúnar Helgi er einn þeirra höfunda sem hafa allmikla menntun á sviði bókmennta. Hann segir að fræðin og skáldskapurinn samræmist mjög vel. „Ég velti þvi stundum fyrir mér hvort hér á landi ríki óþarfa við- kvæmni gagnvart höfundum með slíka menntun. Sjáifur fór ég í tungumála- og bókmenntanám beinlínis til að búa mig undir ritstörf. Þetta voru æfmga- búðir fyrir mig svo ég fengi sem besta yfirsýn yfir heimsbókmenntimar. Á Islandi er ekki hægt að fara í listahá- skóla til að afla sér þekkingar og þjálf- unar á sviði ritunar, eins og margir þekktir höfundar erlendir hafa gert í seinni tíð, og því fór ég þessa leið. Þetta er kannski sambærilegt við það sem menn eins og Laxness gerðu þeg- ar þeir gengu í klaustur um tíma.“ Áhrif að utan Helstu áhrifavaldar Rúnars Helga eru ekki með lögheimili á íslandi. „Ég held að ég sæki mér öðru frem- ur áhrif til útlanda og þá ekki síst til höfunda sem ég hef þýtt eða kennt. Ég hef haft mikinn áhuga á höfundum „Sjálfur hef ég lent í þeirri stöðu að krjúpa fyrir femínistum; beðið þœr um að hleypa mér inn í hinn femíníska bók- menntaguðdóm. En nú er ég staðinn upp, fjanda- kornið!“ sem koma langt að og hafa jafhvel tveggja heima sýn. Hvað samskipti kynjanna varðar er einn höfundur sem hefur haft meiri áhrif á mig en nokkur annar. Það er Philip Roth, einn mesti skáldjöfur heimsbyggðarinnar nú um stundir. Það eru liðin tæp 20 ár síðan ég kynntist verkum hans og hef ég fylgt honum eftir síðan. Roth kann að flysja hégómann utan af manneskj- rmni, sýna hana nakta.“ Les ekki Laxness Útrás íslenskra höfunda eftir áhrif- um hefur aukist mjög á síðustu árum hvort sem menn eru vísvitandi að reyna að losna undan álögum Halldórs Laxness eða ekki. „Um fermingu keypti ég mestallt höfúndarverk Laxness á afborgunum og las það á unglingsárum. Þegar ég byijaði að skrifa þóttust einhveijir merkja áhrif frá Laxness i skrifum mínum. Þá tók ég ákvörðun um að hvíla verk hans, þó að þau hefðu veitt mér ómældan unað. Halldór Laxness er vissulega yfirþyrmandi kennileiti í íslensku landslagi en það letur mann þó ekki heldur hvetur. Sökum smæðar íslensks samfélags er óhjákvæmilegt að maður leiti til út- landa og það hafa íslenskir höfundar iðulega gert. Þannig getur maður öðl- ast gestsauga á íslenskt samfélag. Ég sakna þó stundum íslenskra innflytj- endabókmennta, held að þær gætu blásið nýju lífi í bókmenntir okkar.“ Með Gunnar á bakinu Rúnar Helgi segir að margir ætlist til þess, leynt og ljóst, að íslenskir rit- höfundar taki á sínar herðar að varð- veita menningararfmn. „Það er frekar óþægileg krafa, að minnsta kosti ef hún verður of bókstaf- leg. Rithöfundar eiga ekki að hafa skyldur af því tagi. Þeir eiga að vera óháðir öllum þrýstihópum og fyrst og fremst trúir sjálfum sér. Ef maður vel- ur að skrifa á íslensku rækir maður þó að vissu leyti þessar „skyldur" hvort sem manni líkar betur eða verr. íslensk tunga hefur nefnilega menn- inguna í farangrinum. Maður er alltaf með Gunnar á Hliðarenda á bakinu.“ -sm Sviðsljós Hutton slapp naumlega Leikkonan góökunna, Lauren Hutton, slapp sannarlega með skrekkinn á dögunum þegar mótor- hjól hennar valt og hún kastaðist af þvi. Hutton fékk sprungur í fótlegg, heilahristing, úlnliðsbrot og fjölda skráma og skurða eftir óhappið. Hún flaug af hjólinu og fékk mik- ið högg á hægri hlið líkamans og var flutt með þyrlu á sjúkrahús í dauðans ofboöi. Lauren Hutton slapp með skrekk- inn í slæmu mótor- hjólaslysi á dögun- um. Hutton er sögð á góð- um batavegi en hún stundar sjúkraþjálf- un grimmt og heilsufar hennar er sagt vera á réttri leið. Talsmenn hennar hafa samt viður- kennt að löng og erfið ganga sé fram undan áður en tala megi um fullan bata. Anna Nicole svaf hjá Penn Anna Nicole Smith hefur í nokkur ár verið talsvert í fjölmiðlum í Amer- íku. Hún var fyrst í fréttiun þegar hún giftist fyrir fáum árum níræðum olíu- jöfri sem varla vissi aura sinna tal. Anna var þá 27 ára. Það kom ekki mörgum á óvart þegar sá aldraði hrökk upp af fyrir skömmu. Það vakti hins vegar ekki minni athygli þegar hún lenti i hatrömmum málaferlum við böm hins aldraða eiginmanns um arfinn. Þar slóst Anna við sin eigin stjúpböm, sem þó vora flest eldri en hún, og hafði sigur því henni voru Anna Nicole. dæmdir 3,5 millj- arðar í sinn hlut. Nú hefur einn stjúpsonurinn heimtað endurapp- tekt málsins vegna þess að hann telur sig geta sannað að Anna Nicole hafi haldið fram hjá öldraðum eigin- manni sínum með leikaranum Sean Penn. Hann segist hafa vitni að þvi að þau hafi horfið saman inn á salemi í frumsýningarveislu einni og komið út aftur úfm og rjóð eftir klukkutima. Anna Nicole segir að Penn hafi lesið ljóð fyrir hana á saleminu og ekkert kynlíf hafi farið fram en ef þetta verð- ur gert að sakamáli gæti verið á bratt- ann að sækja fyrir hana. ?aS> Mikil verðlækkun Utsolu 'i=JJUÁ£;A\LAasl 1T - ^fníf 000 g?.0C> www.ih.is - www.bilheimar.is Einnig hjá umboðs^ mönnum um land allt Laugardag Mán.-fös. „æ #r ^■^atsSSSBBSSBB. kl. 12-17 kl. 09-18 Vegna mikillar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. eigum við mikið úrval af uppfrökubílum ▼ ▼ án útborgunar Allir bílar við afhendingu á vetrardekkjum Lánum í allt að 60 mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.