Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 24
24
Helgarblað
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
Sápuópera bandarísku forsetakosninganna heldur áfram:
Aróðursmeistarar í
að alhlutverkum
Kosningarnar í Bandaríkjunum,
sem hófust þann 7. nóvember síðast-
liðinn og standa enn, erfl sögulegar.
Frambjóðendumir sjálfir hafa stigið
til baka úr sviðsljósinu og reyndir
fulltrúar og áróðursmeistarar tekið
við kyndlinum. Forsvarsmenn
frambjóðendanna við endurtalningu
í Flórída eru ekki neinir nýgræð-
ingar í pólitik; fyrir Bush er James
Baker og fyrir Gore er Warren
Christopher, en báðir hafa þeir
gegnt starfi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Þeim við hlið eru
kosningastjórarnir; fyrir Bush, Ben
Ginsberg og fyrir Gore, William
Daley.
Lagaflækjur demókrata
Um leið og kosningabaráttan
snýst upp i lagaleg álitaefni færist
áróðursstríðið í aukana. Hjá
demókrötum snýst stríðiö um það
að koma inn efasemdum meðal al-
mennings um það að Bush sé rétt-
kjörinn forseti. Repúblikanar róa
um leið öllum árum að því að sýna
fram á að demókratar þoli ekki að
tapa og hætti ekki lagaflækjum fyrr
en Gore standi uppi sem sigurveg-
ari.
Stuðningsmenn Gore halda þvi
fram að hann sé sá sem þjóðin kaus
- hann hafi fleiri atkvæði en Bush á
landsvísu. Þessu svara stuðnings-
menn Bush með því að benda á að
Bush hafi fleiri atkvæði á bak við
sig en Clinton hafði í kosningasigr-
um sínum 1992 og 1996. Með þessu
reyna fylgismenn Gore að afla sam-
úðar almennings, sannfæra hann
um að hann hafi verið sá sem það
kaus. Efasemdir um réttmæti og
sanngirni þess að Bush settist í stól
forseta grafa enn frekar undan
ímynd Bush. Ef svo fer sem horfir
Warren Christopher
uian sviosijossms
Eftir gífurlegt stríö um athygli 1]ölmiöla hafa forsetaframbjóöendurnir, Bush og Gore, dregiö sig út úr
sviösljósinu og og látiö skósveina sína um slagsmálin.
James Baker
Ekki sér fyrir endann á
striöinu
Hvor þeirra sem sest í stól forseta
Bandaríkjanna verður að berjast
við hálfgert upplausnarástand í
bandarísku stjórnmálalífi. Almenn-
ingur mun eiga mjög erfitt með að
leggja fullt traust á næsta forseta
eftir það sem á undan er gengið og
ekki er enn séð fyrir endann á áróð-
ursstríði fylkinganna. Líklegt er að
það harðni eftir þvi sem munurinn
á kjörfylgi frambjóðendanna minnk-
að hann verði settur inn í embætti
forseta verður staða hans gífurlega
erfið.
Utan blóöbaösins
Ástæðan fyrir því að frambjóð-
endurnir sjálfir hafa dregið sig til
baka og att starfsmönnum sínum í
slaginn er sú að menn vilja ekki
sverta ímynd forsetaefnanna. Þegar
stríðið vinnst og ef það vinnst verði
auðveldara fyrir sigurvegarann að
stíga fram og reyna að vinna hinn
helming þjóðarinn-
ar á sitt band. Séu
frambjóðendurnir
blóðugir upp að öxl-
um 1 hérferð sinni
gegn hvor öðrum
verður gífurlega
erfitt, ef ekki
ómögulegt, að vínna
traust þjóðarinnar
að nýju. Þrátt fyrir
að frambjóðendurn-
ir séu sýndir úti að
skokka með fjöl-
skyldu sinni eða við
önnur störf dylst
engum að þeir eru
með í „plottinu“.
Fjarvera Clintons
úr sviðsljósi eftir-
kosningabaráttunn-
ar er einnig at-
hyglsiverð, en bygg-
ir á sömu rökum og
fjarvera frambjóð-
endanna. Clinton
vill halda sér utan
við skítkastið og
tryggja að hans
verði ekki minnst
sem forsetans sem
brást við erfiðar að-
stæður kosninganna
árið 2000.
Svívirðing
lýðræöisins
Repúblikanar
gagnrýna mjög lög-
fræðingaher demó-
krata og segja þá
vera að snúa kosn-
ingunum upp í lög-
fræðilegar hártogan-
ir. Einnig hafa tals-
menn Bush bent á
að efasemdir um
kjörseðla í Palm
Beach séu svipaðar
þeim sem komu upp
í Chicago og einnig sé dæmi um það
úr sögunni. Með því að vísa til sög-
unnar eru repúblikanar að rifja upp
kosningamar 1960 þegar Kennedy
varð forseti. Þá var Richard Daley,
faðir kosningastjóra A1 Gore, grun-
aður um að hafa beitt sér á óheiðar-
legan hátt fyrir Kennedy í Cook-
sýslu í Ulinois. Karl Rove, helsti
áróðursmeistari Bush, segir að
„kannski sé herra Daley i betri að-
stöðu til að úthrópa lýðræðið í
Cook-sýslu en á Flórída“.
Efast um að niðurstaða náist:
Blindgata endurtalninga
„Endurtalning er aldrei vísinda-
lega áreiðanleg. í kosningum þar
sem munurinn er eins lítill og raun
ber vitni þyrfti að telja 50 eða 100
sinnum og nota síðan meðaltalið til
að úrskurða um sigurvegara. Jafn-
vel þá efast sá sem tapar um niður-
stöðuna."
Þetta segir fráfarandi öldunga-
deildarþingmaðurinn Bob Kerrey í
Washington Post um reikistefnuna
sem nú er vegna eftirmála kosning-
anna í Bandaríkjunum. Kerrey seg-
ir enn fremur að þessu ijúki ekki
fyrr en annar þeirra viðurkenni
ósigur sinn og lýsi hinn sigurveg-
ara, jafnvel þótt hann efist sjálfur
um það. Hann telur að annar þeirra
verði að segja að hann vilji ekki
leggja of mikið á sig í baráttunni og
skaða þannig Bandaríkin. „Samt
sem áður verða margir sem segja
við þann hinn sama: Þú sveikst
mig.“
Heiöarleikinn mikilvægastur
Margir stjórnmálaskýrendur
vestan hafs telja aö ekki sé langt að
bíða þess að mikil kreppa blasi við i
málinu. Ganga sumir svo langt að
segja að enn sé fólki ekki ofboðið en
sú tilflnning muni koma ef ekki ná-
ist að ljúka málum fljótt. Tvær til
þrjár vikur eru nefndar of langur
tími til að bandaríska þjóðin geti
sætt sig við þann sem hefur sigur að
lokum. William H. Gray segir í
Washington Post að menn verði
samt að taka sér tíma og megi ekki
rasa um ráð fram. Fólk vilji að heið-
arlega sé komið fram. „Aðal-
áhyggjuefnið er ef einhver sem þjóð-
in trúir ekki að hafi hlotið heiðar-
lega kosningu veröi forseti."
Alltaf mistök
Því er haldið fram að ekki sé
hægt að halda kosningar án þess að
einhver mistök verði í framkvæmd
þeirra. Þar komi til að sjálfboðalið-
ar sjái um hluta þeirra og kjósend-
ur sjálfir geri einnig mistök. Þau
mistök sem gerð eru í einu ríki í
kosningum af þessari stærð segja
sérfræðingar að vinni upp önnur
mistök sem gerð eru annars staðar.
Á endanum jafnist mistökin út og
útkoman verði eðlileg. Þegar svo
mjótt er á munum og staðreyndin er
í þessu tilfelli eru vandræðin þó
óumflýjanleg. Skipti þá litlu máli
hversu oft atkvæðin verði talin;
alltaf veröi á endanum að taka
ákvörðun um að hætta og segja að
vilji þjóðarinnar liggi fyrir. Síðan
verða sárin að fá að gróa.
-sm
Veruleiki íslands
og Bandaríkjanna:
Málum
bjarg-
að fyr-
ir horn
Hlutverk áróðursmeistara og
almannatengla hefur aukist
mjög á síðustu árum í banda-
rískum stjórnmálum, sem og
annars staðar f heiminum. Sér-
stakir ráðgjafar eru fengnir til
að vinna að og vemda ímynd
stjómmálamanna og fyrirtækja.
Hlutverk meistaranna er einkar
mikilvægt þegar kemur að
kreppu sem nú er uppi í Banda-
ríkjunum, þegar hvert orð og at-
höfn frambjóðendanna skiptir
máli. Þá eru fengnir til liðs sér-
fræðingar á sviði krísustjórnun-
ar (Crisis Management). Þeir
reyna að bjarga málum, draga
úr áfallinu og í besta falli nýta
sér það til að auka vegsemd við-
komandi skjólstæðings. Hið síð-
arnefnda er ekki algengt en hef-
ur þó gerst.
Hér á landi
hefur það
færst mjög í
vöxt að fyrir-
tæki og ein-
staklingar
kaupa sér
þjónustu á
sviði al-
manna-
tengsla. Fræg-
asta dæmið
um notkun þeirra er líkast til
forsetaframboð Ólafs Ragnars
Grímssonar þar sem Gunnar
Steinn Pálsson og Einar Karl
Haraldsson komu að málum.
Margir telja að án þeirra hefði
verið óhugsandi að jafn um-
deildur stjórnmálamaöur og
Ólafur Ragnar hefði verið kos-
inn forseti landsins.
Mörgum er minnisstætt viðtal
sem birtist við forsvarsmenn al-
mannatengslafyrirtækisins At-
hygli í Frjálsri verslun fyrir
fáum misserum. Þar var lýst að-
komu fyrirtækisins að vanda-
málum Reykjagarðs eftir að
kamfýlóbaktermengun í kjúkl-
ingum frá þeim komst í hámæli.
Með sérfræðiráðum var reynt að
minnka skaðann af menguninni.
Úr pólitískri baráttu má nefna
atriði sem margir vilja kenna
við krísustjórnun eða tjónstjórn-
un. Skömmu fyrir borgarstjórn-
arkosningar árið 1998 kom upp
mál sem margir töldu að myndi
koma I veg fyrir að R-listinn
héldi borginni. Aivarlegar ávirð-
ingar komu fram um skattamál
Helga Hjörvars og Hrannars B.
Amarssonar. Mjög dró úr gagn-
rýnisröddum þegar Hrannar
ákvað að draga sig i hlé frá
stjómmálum tímabundið.
Segja má að gagnagrunnsbar-
áttan hafi að miklu leyti verið
háð á sviði almannatengsla.
Kári Stefánsson hefur notið að-
stoðar Gunnars Steins Pálssonar
við kynningu og vörn fyrirtæk-
isins. Kynningin hefur að
nokkru leyti beinst að núver-
andi og verðandi hluthöfum en
einnig hefur íslensk erfðagrein-
ing þurft að mæta mikilli gagn-
rýni hér á íslandi og einnig frá
útlöndum. Að sumu leyti má
líkja baráttu Kára við íslenska
lækna við baráttu repúblikana
við demókrata í eftirkosninga-
baráttunni. Repúblikanar segja
við demókrata, líkt og Kári
sagði við lækna, að þeir þoli
ekki að missa völdin i hendur
annarra. -sm
Ólafur Ragnar
Grímsson.