Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 30
30
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV
Fjárhagur Ingu Köhler var slæmur eftir andlát manns hennar:
Ekkjan fann
skammvinna
hamingju
Inga Köhler raulaði glaðlega á
meðan hún tók til í íbúðinni. Hún
var hamingjusöm og fann loksins
fyrir öryggi á ný. Hún bar ekki leng-
ur ein ábyrgð á börnunum sínum
Qórum og fjárhagsmálin voru loks
komin í lag. Fjárhagurinn hafði ver-
ið lélegur frá þvi að eiginmaður
hennar og faðir bamanna, Horst,
hafði dáið úr lungnakrabba. Þau
höfðu ekki haft nein auraráð. En nú
var Stefan orðinn hluti af tilveru
hennar.
Henni hlýnaði um hjartarætur
þegar hún hugsaði um daginn sem
þau voru gefin saman. Hún hafði I
langan tíma ekki getað ímyndað sér
að hún yrði hamingjusöm á ný. En
kraftaverkið hafði gerst. Það eina
sem skyggði á gleðina var að ekki
hafði gefist tími til að fara I brúð-
kaupsferð og að hún hafði ekki sinn
ástkæra Stefan hjá sér á hverjum
degi.
En hún hafði skilningsrík kinkað
kolli þegar Stefan útskýrði fyrir
henni að hann væri að flytja stóra
flutningafyrirtækið sitt til Dússel-
dorf og að flutningurinn krefðist alls
þess tíma sem hann hefði. Á meðan
Inga burstaði ítölsku fotin, sem hann
hafði klæðst við brúðkaupið fyrir
tveimur dögum, hugsaði hún um að
þegar flutningunum væri lokið
kæmi hann heim til hennar á hverj-
um degi.
Reikningur í jakkavasa
Inga þreifaði í vasana áöur en hún
hengdi fötin inn í klæðaskápinn. Það
skrjáfaði i pappír í einum vasanna.
Hún fann reikning og á honum las
hún að greiða ætti fyrir jakkafötin,
skyrtuna og beltið í siðasta lagi 3.
september.
Það er í dag, hugsaði Inga með sér.
Hún velti fyrir sér hvers vegna í
ósköpunum Stefan hefði fengið lán
fyrir fatakaupunum. Hann óð í pen-
ingum og gat keypt sér hvað sem
hann vildi og greitt fyrir það með
reiðufé.
Horst með elsta barnið
Fyrrverandi eiginmaöur Ingu lést af
völdum lungnakrabbameins.
Séntilmaöur fram í fingur-
góma
Eftir að Horst var látinn hafði
Inga varið öllum tíma sínum með
börnunum. Hún átti erfltt með að
vinna bug á sorginni. En nokkrum
mánuðum seinna tókst vinkonu
hennar að lokka hana með sér í bæ-
inn.
„Þú verður að reyna að komast yf-
ir þetta,“ hafði vinkonan sagt. „Þú
þarft að hitta fólk. Það er ekki hægt
að loka sig inni. Börnin þurfa lika á
því að halda að karlmaður komi í
húsið,“ bætti vinkonan við.
Þau höfðu hist á veitingastað í
Dússeldorf. Stefan Hölscher var heið-
ursmaður. Hann var glæsilega
klæddur, öruggur i fasi og séntilmað-
ur fram í fingurgóma. En Inga féll
ekki fyrir honum þetta kvöld. Hún
taldi að hann hefði líklegast bara
dansað við hana af því að ekki var
um aðrar að velja. Hún var líka eldri
en hann. Hann var aðeins 35 ára en
hún var komin yfir fertugt. En þegar
líða tók á nóttina sátu þau enn sam-
an og spjölluðu. Vinkonan var farin
heim og Stefan bauðst til að aka Ingu
heim. Hann opnaði með tilþrifum
dyrnar að glæsilegum Benz og var
alls ekkert uppáþrengjandi þegar
Inga útskýrði fyrir honum að hún
gæti ekki boðið honum inn. „Bömin
mín eru sofandi og barnapían líka.
Hún gistir í nótt,“ útskýrði Inga.
Þegar Stefan ók af stað í dýra bíln-
um sínum reiknaði Inga því ekki
með að hún sæi hann aftur. En
snemma næsta morgun kom sendill
með 40 rauðar rósir og flösku af dýru
kampavíni. Á miða sem fylgdi stóð:
„Gætir þú hugsað þér að snæða
kvöldverð með mér á laugardeginum
eftir tvær vikur þegar ég kem aftur
til Dússeldorf? Ég ætla að leyfa mér
að hringja til þín. Þinn Stefan.“
Eftirminnilegt kvöld
Þetta varð eftirminnilegt kvöld
fyrir Ingu. Hún snæddi kvöldverð á
dýrum veitingastað sem hún hefði
sjálf ekki haft efni á að snæða á. Stef-
an var örlátur á þjórfé og þau áttu
ánægjulega stund saman yfir kvöld-
verðinum og í bílnum á leiðinni
heim. Stefan sagði Ingu að vegna
annríkis I stóra flutningafyrirtæk-
inu hans gæti hann einungis tekið
sér frí um aðra hverja helgi. Hann
kvaðst vilja eyða fríunum sínum
með henni ef hún vildi. Og það vildi
hún gjarnan.
Allt vorið og sumarið 1995 kom
Stefan heim til Ingu á hálfsmánaðar-
fresti. Hún þurfti engan umhugsun-
arfrest þegar hann spurði hana í
ágúst hvort hún vildi giftast honum.
Hún elskaði Stefan sinn, börnunum
geðjaðist vel að honum auk þess
sem fjárhagsvandi hennar myndi
leysast.
Það voru aöeins nánustu vinir
sem voru viðstaddir þegar Inga
Köhler varð frú Hölscher þann 1.
september þetta ár. Brúðkaupið var
engu að síður veglegt. Fyrir utan
ráðhúsið beið límúsína eftir brúð-
hjónunum. Síðan var haldin vegleg
brúðkaupsveisla á dýrum veitinga-
stað.
„Því miður getum við ekki farið í
brúðkaupsferð strax. Ég hef víst van-
metið alla vinnuna í sambandi við
flutninginn á fyrirtækinu," sagði
Dæmdur í fangelsi á ný
Armur laganna náöi loks í Stefan Hölscher sem er til hægri á myndinni.
Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir svikin.
Á meöan hamingjan varöi
Inga Köhler haföi fundiö hamingjuna á ný. Henni var alveg sama þótt þau
kæmust ekki strax í brúökauþsferö. Mikilvægast var aö þau höföu hvort
annaö.
Stefan á sunnudeginum, daginn eftir
brúðkaupið, þegar hann var að búa
sig undir að keyra til fyrirtækisins
síns.
Inga sagði að hann skyldi ekki
hafa neitt samviskubit vegna þess.
„Þú verður að
komast yfir þetta,“
hafði vinkonan sagt.
„Þú þarft að hitta
fólk. Það er ekki
hægt að loka sig
inni. Börnin þurfa
líka á því að halda
að karlmaður komi í
húsið,“ bætti
vinkonan við.
Þau hefðu hvort annað og það væri
mikilvægast. Þetta sagði hún daginn
eftir brúðkaupið. Hún varð hins veg-
ar óróleg þegar hún fann reikning-
inn í jakkavasanum. Hún ætlaði að
hringja í manninn sinn en svo datt
henni í hug að eðlileg skýring kynni
að vera á þessu. Hún tók upp öskj-
una með demantshringnum sem hún
hafði fengið í brúðargjöf frá Stefan.
Henni fannst hann allt of dýr til þess
að ganga með hann á hverjum degi
og geymdi hann þess vegna í öskj-
unni. Henni brá ógurlega þegar hún
opnaði kassann. Hringurinn var
horfinn.
Allt var horfið
Inga varð tortryggin og opnaði
skartgripaskrínið sitt. Það var tómt.
Allir skartgripirnir hennar voru
horfnir. Hún leitaði í skríninu sem
hún geymdi fé fyrir neyðartilfelli.
Það var líka tómt. Það var búið að
stela öllum verðmætum hennar og
það hafði enginn getað gert nema
Stefan.
Inga lyfti upp tólinu til að hringja
í Stefan. Svo lagði hún það niður aft-
ur. Hún vissi ekki hvaða simanúmer
hann var með. Hann hafði alltaf
hringt í hana. Svo rann upp fyrir
henni ljós að hún þekkti ekki einu
sinni nafnið á fyrirtækinu hans.
Hún hafði aldrei spurt hann um það
og hann hafði heldur ekki sagt frá
því af fyrra bragði. Henni gramdist
hversu einfóld hún hafði verið.
Inga beið í nokkra daga eftir því
að Stefan hringdi. En hann hringdi
ekki og þá rann sannleikurinn upp
fyrir henni. Hún hafði verið rænd og
svikin af manninum sem hún hélt að
hún ætti eftir að verja mörgum ham-
ingjusömum árum með. Ingu fannst
eins og tilveran væri hefði hrunið. í
stað þess að fara í brúðkaupsferð
hélt hún til lögreglunnar. Þar kærði
hún eiginmann sinn fyrir svik og
þjófnað.
Tugmilljónasvik
Það tók lögregluna ekki nema
nokkrar mínútur að grafa upp sann-
leikann um Stefan Hölscher á Net-
inu. í ljós kom að hann var eftirlýst-
ur af fangelsisyfirvöldum í Essen
vegna þess að hann hafði ekki kom-
ið úr helgarleyfi til fangelsisins þar
sem hann afplánaði fjögurra ára
fangelsisvist fyrir fjársvik. Hann
hafði verið dæmdur árið 1993 fyrir
tugmilljónasvik. Alls var um að
ræða 31 afbrot. Vegna góðrar hegð-
unar hafði hann fengið helgarleyfi á
tveggja vikna fresti. Það var í þess-
um helgarleyfum sem hann heim-
sótti Ingu.
Hún fékk enn meira áfall þegar
reikningamir tóku að streyma til
hennar. Stefan hafði hvorki greitt
fyrir brúðkaupsveisluna né demants-
hringinn. Og það var eins og jörðin
hefði gleypt hann. Þrátt fyrir að
hann væri eftirlýstur um allt Þýska-
land var hann ekki handtekinn fyrr
en eftir heilt ár. Hann hlaut nýjan
dóm upp á fjögurra ára fangelsisvist.
Úr fangelsinu sendi hann Ingu afsök-
unarbréf og hét því að vera henni
trúr eiginmaður þegar hann kæmi
út. Inga svaraði ekki bréfinu.
Systkinin voru þögul vitni
Þau horfðu á þegar móðir þeirra var svívirt og myrt.