Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 31
31
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
DV
Halelúja
Fjölmiölar hafa veriö ótrulega
sparir á að fjalla um nýafstaðið
kirkjuþing og kannske aö vonum
þar sem manni skilst að varla
hafi dregið til tíðinda ef frá eru
talin einhver upphlaup útaf hegð-
unar- og atferlisvanda þjónandi
presta og refsigleði biskups.
Þá var á þinginu um það rætt
af nokkrum hita hvort kirkjan
væri í kreppu eða ekki í kreppu
og fékkst engin niðurstaöa þó
margir virðist hafa haft miklar
skoðanir á því máli.
Lítið annað hefur maður frétt af
kirkjuþinginu hugsanlega vegna
þess að athyglin hefur beinst að
tveim miðlungsmönnum (svo ekki
sé nú minna sagt) sem hafa verið
að berjast um að komast í Hvíta
húsið í Wash-ington.
En aftur aö trúmálunum.
Eitt mesta undrunarefni sem
skekið hefur heimsbyggð alla öld-
um saman er trúarlíf og siðferð-
isvitund íslendinga og ekki hvað
síst eftir útkomu stórmerkilegrar
bókar fyrir nokkrum árum; bók-
ar sem ber titilinn „Trúarlíf ís-
lendinga" og er eftir tvo valin-
kunna guðfræðinga
Bókin byggir á skoðanakönnun
sem ætlað var að varpa ljósi á
trúarsannfæringu landsmanna,
guðhræðslu, bænhita, lotningu
fyrir guðsorði og ást á himna-
feðgunum.
Þá var í könnuninni tekið á
heilabrotum íslendinga um guð,
alheiminn, framhjáhöld, bænhita,
hórdómsbrot, upphaf lífsins á
Flosi
jörðinni, kynhvöt ‘68 kynslóðar-
innar, afstöðuna til himna-
feðganna í víöara samhengi,
skoðanir á samfórum, kirkju-
sókn, lauslæti annarra kynslóða
en ‘68 kynslóðarinnar og stefnur
og strauma í uppáferðamálum ís-
lensku þjóðarinnar almennt meö
hliðsjón af heilagri ritningu og
siðaboðskap kristinnar kirkju.
Af skoðanakönnuninni sem
bókin byggir á og gerð var tO að
kanna afstöðu íslendinga til
kirkju og kristni var dregin sú
ályktun að engin „siðmenntuð"
þjóð væri jafn trúrækin og bæn-
heit og íslendingar.
Þar kom það fram að nærri
þriðjungur þjóöarinnar (28%)
liggur á bæn á hverjum morgni
og er faðirvorið vinsælast.
Nær allar íslenskar konur
(89%) líta svo á að guð sé til og
liggja mikið á bæn með börnum
sínum.
Það eru aðeins femínistar
(11%) sem afneita guði og er sú
skýring gefin á guðleysi þeirra
að það stafi af „sérstöðu þeirra í
þjóðfélaginu".
74% karlmanna trúa á guð, en
ekki er nokkur maður í landinu
sem lætur sér detta í hug að guð
hafi skapað himin og jörð.
Ef rétt er skilið, liggja íslend-
ingar kvölds og morgna í Passíu-
sálmunum og Biblíunni, en biðj-
ast fyrir á nóttinni.
Sérstaka athygli vekur kirkju-
sóknin. Fólkið í landinu virðist
því sem næst ófáanlegt til að fara
í kirkju.
Níutíu prósent af hinum guð-
hræddu og trúhneigðu íslending-
um ná því ekki að fara í kirkju
einusinni í mánuði og talið er
fullvíst að þau tíu prósent sem
segjast fara í kirkju mánaðarlega
hreinlega ljúgi því.
Guö fyrirgefl mér að segja
þetta.
Þá er bent á það hvað íslend-
Helgarblað
ingum hefur alla
tið verið ósýnt
um að fara eftir
boðorðunum.
Það merkilegsta
við kristnitökuna
árið 1000 var auð-
vitað það að íslend-
ingar byrjuðu á því
að gefa skít í boð-
orðin.
Fyrsta boðorðið hljóðar svo í
herrans nafni:
Þú skalt ekki aðra guöi hafa
en mig.
Við kristnitökuna var það lög-
fest á Alþingi að menn mættu
eiga sér hjáguði ef það bara
kæmist ekki upp.
Kristni hófst á íslandi með því
að brjóta fyrsta boðorðið.
Á þessu sama Alþingi voru
himnafeðgarnir síðan hæddir og
svívirtir af þingheimi og þar
fauk annað boðorðið.
Allt framá þennan dag hafa
landsmenn unnið um hverja
helgi og brotið með því það
þriðja, og síðan gefið skít í þaö
fjórða með því að hundsa fóður
og móður.
Hver annan drápu þeir svo á
ferðum sínum um landið í blóra
við hið fimmta og svona mætti
lengi telja. Hverj-
um ein-
asta ís-
lendingi
* Þykir
sjalf-
sagt að
brjóta sjötta boð-
orðið í óvígðri
sambúð og helm-
ingur karla og
þriðjungur kvenna sér ekkert at-
hugavert við að halda framhjá
maka sínum og brjóta þannig tí-
unda boðorðið, sem fjallar um
þaö að maður eigi ekki að girn-
ast konu náungans, þræl hans,
ambátt, uxa eða asna.
Sannleikurinn er nefnilega sá
að kenningar boðskapur og sið-
fræði kirkjunnar hafa alla tíð átt
sáralítið erindi til íslendinga.
Þeir hafa bara, einsog dæmin
sanna, alla tíð látið sér nægja að
vera „guðhræddir, trúræknir og
bænheitir."
Skíttolaggo með hitt.
Og þessvegna hefði mátt spyrja
sem svo á síðasta kirkjuþingi:
- Er kirkjan í nokkuö meiri
kreppu en hún hefur alltaf verið?
Flosi
Sviösljós
Hvernig á
að gera
stykki sín í
eyðimörk
- leiðbeiningar
Drew Barrymore
Drew Barrymore hefur löngum
getaö hrist upp í fólki með frjáls-
legri framkomu sinni. Mörgum er
til að mynda minnisstætt þegar
Drew sýndi David Letterman brjóst-
in á sér í þætti hans. Nú hefur Drew
enn komið á óvart með hispursleysi
sínu.
Drew, Cameron Diaz og Lucy Liu
léku sem kunnugt er saman í
Charlie’s Angels. Vegna hlutverk-
anna samþykktu þær að fara í
þriggja sólarhringa útilegu í eyði-
mörk í Utah án vista og viðlegubún-
aðar. Stúlkurnar veiddu sér sjálfar
til matar, sváfu í fótunum og þvoðu
sér upp úr ísköldu vatni. Drew ku
hafa verið eymdin uppmáluð allan
tímann vegna viðskilnaðar við
unnusta sinn, Tom Green. Drew
sagði þau hafa sett sérstaklega
töfraplástra á fingur sér og tekist í
hendur og sagt að ef þau söknuðu
hvors annars þyrftu þau einungis
að snerta eða tala við plásturinn.
Þetta hljómar auðvitað afskap-
lega eðlilega þegar Drew Barrymore
á í hlut. Hins vegar þóttu ummæli
hennar um hvernig kúka á í eyði-
mörkinni nokkuð frjálsleg - jafnvel
þótt miðað væri við Drew. Hún
sagði eitthvað á þessa leið: Eftir að
hafa húkt eins og hundur þurfti
maður að þurrka með sandi oft og
mörgum sinnum og nota síðan
salvíu til að þurrka að fullu.
Elizabeth Hurley:
Vildi ekki pissa
- fyrir framan Fraser
Denzel Washington:
Hér og þar
- hvort tveggja verra
í nýlegu viðtali vildi Elizabeth
Hurley að það væri alveg ljóst að
hún væri ekki, réttara sagt alls
ekki, prímadonna. Þetta segir hún
meðal annars til að svara slúðursög-
um sem voru bornar á hana um að
hún hefði tryllst þegar hún átti að
fara með einkaþotu frá New York til
Los Angeles. Þegar Liz mætti á völl-
inn var Ijóst að farangurinn hennar
kæmist ekki allur í þotuna. Segir
; sagan að hún hafl orðið svo reið að
hún neitaði að fara um borð og ekki
viljað svara símtölum frá 20th Cent-
ury Fox þrátt fyrir að þeir þar hefðu
; lagt sig alla fram við að finna stærri
vél handa leikkonunni.
í stað þess að þvælast í einhverri
„harlemþotu" ákvað hún að leita til
vinar síns, milljónamæringsins
Teds Forstmann, sem lánaði henni
; auðvitað þotuna sína sem var með
; nægt farangursrými.
Þrátt fyrir þessa góðu sögu neita
1 aðstoðarmenn Liz öllu. Fulltrúar
Courtney Love og
Versace:
Vináttan
fellir laufin
Courtney
Love og Dona-
tella Versace
hafa verið
miklir vinir
síðustu miss-
erin. Nú hefur
vináttuvind-
áttin hins veg-
ar snúist
vegna meintr-
ar frekju
Courtney. Hennir var boðið til
Mílanó til að sjá tískusýningu Ver-
sace og þáði hún boðiö en setti
ströng skilyrði. Hún vildi að sögn
Versacemanna einkaþotu, þjónustu-
stúlku og þrjá aðstoðarmenn.
Þegar Courtney mætti á staðinn
hafði ekki verið komið til móts við
lítillátar kröfur hennar og fauk
nokkuð í hana. Hittust Courtney og
Donatella síðan og var mikið rifist,
enda skapferli þeirra annálað. Þrátt
fyrir þessa uppákomu segja nánir
vinir þeirra að vináttan ríki enn.
Fox sögðu að hún hefði verið að
ferðast með fleira fólki og ekki hefði
verið rými fyrir alla. Simian, henn-
ar eigið fyrirtæki, segir að hún hafi
ekki fengið lánaða þotu hjá Forst-
mann. Þaöan koma einnig sögur um
að hún og Brendan Fraser hafl bæði
neitað að ferðast með þotunni en
ekki vegna þess að farangurinn
kæmist ekki inn heldur vegna þess
að klósettaðstaða var ekki fullnægj-
andi. Enginn fleki hefði verið fyrir
klósettdyrunum og þau því þurft að
gera stykki sín hvort í annars við-
urvist. Frægt fólk þarf sem sagt líka
að kúka.
Hinn geðþekki Denzel Washington
er kvikmyndaaðdáendum að góðu
kunnur eftir frammistöðu sina í mynd-
um eins og Philadelphia og The
Hurricane og honum er almennt fyrir-
gefið fyrir Devil in a blue dress. Þrátt
fyrir að íslendingum sé ekki almennt í
nöp við Denzel er hann ekki að efla
vináttutengsl sína og afla nýrra vina
við tökur nýjustu myndar sinnar.
Hann hefur verið kuldalegur og fjar-
rænn í samskiptum sínum við aðra
leikara myndarinnar. Nú ganga sögur
um það að hann láti sig hverfa af töku-
stað og að það hafi gerst tvisvar á ein-
um mánuði. í fyrra skiptið sagðist
hann ætla að verða við frumsýningu
myndar sinnar, Remember the Titans.
Denzel var þó ekki heppnari en svo að
hann varð fyrir sjónvarpsmönnum á
tónlistarverðlaunahátfð. Þegar Denzel
varð var við að myndavélinni var
beint að honum og vini hans, Lenny
Kravitz, reyndi hann að hylja andlit
sitt. En allt kom fyrir ekki og Denzel
varð ekki vinsælli í herbúðum kvik-
myndamanna eftir þetta.
t síðara skiptið rauk hann af töku-
stað til að horfa á íþróttakappleik og
kom ekki í tökur daginn eftir. Tals-
menn Denzels segja að hans hafi ekki
verið vænst á tökustað þann dag
þannig að þetta hafi verið í lagi.
Augljóst er að Denzel veit ekki í
hvorn fótinn hann á að stíga því hvort
sem hann er eða fer þá er hvort tveggja
verra.
Frábært verð!
• 10 stk. gjafaarkir á 350,-
• Gjafakort frá 50,- stk.
• Allar jólaservíettur á 50,- stk.
• jólaskraut frá 50,-
• jumbo, 12 litir, 50,-
• Litabók 100,-
Frábært verð,
Langholtsvegi 42,s. 5882608
Opið 12-18 virka daga, 12-16 laugardaga.