Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV ir Guð lesbía Takk fyri að ég er Vegna nútíma klámmynda verða margir karlmenn graðir við tilhugsunina um tvær lesbískar konur sam- an. Eitt af hefðbundnum þemum klámklúbbanna: „Lesbíumar Vanja & Tanja stíga á svið kl. 23.“ Stelp- urnar eru gagnkynhneigðar og þama koma gagnkyn- hneigðar og karllœgar hugmyndir um lesbíur fram. Þetta er ógeðslegt. Á nœstunni er vœntanleg frá bókaútgáfunni Forlagió bókin Píku- torfan sem er safn greina sœnskra ungfemínista auk tvegga greina eftir íslenskar stallsystur þeirra. Þessi bók hefur meó sínum ögrandi titli og tœpitungulausu skoóunum vakið gríöarlegt umtal í Svíþjóö, Noregi og Danmörku. Bókin hefur kallaö á andsvör frá ungum karlmönnum og bœöi hafa litiö dagsins Ijós bœkur sem œtlaóar eru til stuönings mál- staö femínista og bœkur sem beinlín- is er att fram til andmœla þeim skoö- unum sem koma fram í Pikutorf- unni. Þaö eru stöllurnar Hugrún R. Hjaltadóttir og Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir úr Bríeti, félagi ungra femínista sem þýóa bókina. Hér er gripió niöur í greinina Takk fyrir Guö, aö ég er lesbía eftir Jenny Svenberg. „Jenny, hvemig vilt þú hafa þaö heima hjá þér þegar þú veröur stór?“ Það var systir mín sem er fjórum árum eldri en ég, sem spurði. Hún var alltaf óánægð með hvernig var heima hjá okkur. Við tókum of sjaldan til, fannst henni, og við áttum skritna hluti. Heimatil- búin húsgögn og kúkabrúnar og appelsínugular hurðir. Maturinn var samt verstur af öllu. Grænmeti. Ég skipti mér ekkert af þvi hvemig heimilið okkar leit út, systir mín sá um það. Við gengum eftir Storgatan í Váxjö, einhvers staðar rétt hjá bak- aríinu Askelyckan. Ég hlýt að hafa verið yngri en sjö ára vegna þess að ég var ekki byrjuð í skóla. Ég hugs- aði lengi um spurninguna. Það myndaðist smátt og smátt skýr mynd í hausnum á mér: Stór björt stofa þar sem hátt er td lofts. í miðju herberginu er svartur flygill af bestu tegund. Á veggnum hanga fiðlur, selló og kontrabassar í röð eftir stærð. Ég ætlaði að fara að segja systur minni frá þessu. Hún gekk þarna við hliðina á mér með bros á vör og hugsaði um sína eigin innréttingu. Svarið dó á vörum mínum. Það var eitthvað sem passaði ekki inn í stof- una mína. Eitthvað sem ég gat ekki sagt. Milli fallegu hljóðfæranna gekk ...kona. Ég skildi ekkert. Einmitt þá fór stóra systir að verða óþolinmóð. „Halló ... segðu mér!“ Og ég sagði frá bjarta herberginu, svarta flyglinum, fiðlunum á veggn- um ... og hávaxna sjarmerandi karlin- um sem var með mikið skegg. Kon- an sem gekk þama á milli hljóðfær- anna gerði mig bæði hrædda og undrandi. í mörg ár velti ég því fyr- ir mér hvernig hún hefði komist þama inn og hvað væri eiginlega að mér. Ef manneskjan sem ég bjó með væri kona, þá væri ég karl en það gekk ekki upp. Lesbíur borða lltlar stelpur Gagnkynhneigð var það eina sem ég skildi. Orðin lesbía og hommi urðu ekki til í smálenska orðaforð- anum mínum fyrr en löngu seinna. Þá tengdi ég þau við eitthvað ógeðs- legt. Við hættulegar, ógeðslegar menneskjur sem bjuggu í dimmum kjöllurum í stórborginni. Ég hélt að stærsta ósk lesbískra kvenna væri að smyrja litlar, sætar stelpur eins og mig með hunangi og borða þær. Eii hugsunin um stelpur hvarf ekki. Ég man að nokkrum árum seinna steig stelpa sem var einu ári eldri en ég út úr skólabílnum. Ég horfði á hana í gegnum bílgluggann. Hún var alvarleg á svipinn. Hún var svo falleg. En ég gat ekki talað um það við neinn. I staðinn fann ég mér einhvern strák til að vera skotin í. Svo sagði ég hlutina sem átti að segja og hag- aði mér eins og stelpa átti að haga sér. „Vááá, hvað hann er ógeðslega sætur!" „Getur þú ekki spurt hvort ég eigi séns í hann, fyrir mig? Geeerðu þaaað ...“ og svo framvegis. Á sama tíma fannst mér hinar stelp- urnar sem voru skotnar i strákum leika í ömurlegu leikriti. Ég gat ekki tekið þær alvarlega, því ég skildi ekki hrifningu þeirra á strák- um. Núna, svona eftir á, skil ég að þeim var alvara. Síðasta árið í gagnfræðaskóla og árin í menntaskóla gengu út á að sannfæra mig og alla í kringum mig um að ég væri gagnkynhneigð. Al- veg rosalega gagnkynhneigð. Ég lét í ljós hatur mitt á samkynhneigð- um, aðallega lesbium. Og allan tímann var ég skíthrædd um að það mundi komast upp um mig. Klámið hefur einkarétt á kynferði kvenna Ég varð skotin í nokkrum af bestu vinkonum mínum en ég út- skýrði það fyrir sjálfri mér sem „óvenju nána vináttu". Ég fékk þessa útskýringu að láni úr nýald- arheimspeki og hélt því fram að ég hlyti að hafa þekkt þær í fyrra lífi og þess vegna vildi ég alltaf vera svona nálægt þeim! Ég var auðvitað gagnkynhneigð. Það gat einfaldlega ekki verið öðruvísi. En samt var ég alltaf öfundsjúk út í kærastana sem fengu að kyssa þær. Hefði ég séð mynd eins og Fuck- ing Ámál þegar ég var fimmtán ára hefði það veriö mikil hjálp. Mynd sem „allir“ fóru á, mynd sem allir elskuðu. Ég og kærastan min, Jenny (já, við heitum sama nafni) sáum hana nokkrum vikum eftir frum- sýninguna. Gagnrýnendur íjalla sjaldan um samkynhneigð í bíó- myndum, en þessi mynd var und- antekning. Okkur fannst alveg æðislegt að sjá tvær stelpur verða ástfangnar hvor af annarri. Þar sem lesbíur fá nánast aldrei tæki- færi til að sjá sjálfar sig á hvíta tjaldinu fórum við auðvitað að sjá hana. Þetta er án efa besta og fyndnasta bíóferð sem ég hef upp- lifað. Eitt atriðið í Fucking Ámál er mjög mikilvægt. I smá stund fá bíógestirnir að sjá Agnesi fróa sér. Það sést allt of sjaldan í bíó. Ég held að þetta atriði hafi skipt sköpum fyrir margar stelpur, alls konar stelpur, sem núna skamm- ast sín minna fyrir kynferði sitt. Annars hefur klámið einkarétt á kynferði kvenna. Kynlíf er mælt með tilliti til þess hversu hátt konan stynur við endaþarmsmök og hversu nálægt linsunni henni tekst að troða sílíkonbrjóstunum. Vegna nútíma klámmynda verða margir karlmenn graðir við til- Píkutorfan Kápumynd hinnar umdeildu bókar Píkutorfan. Greinarhöfundurinn Jenny Svenberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.