Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 36
36
45
Helgarblað
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
DV
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
DV
Helgarblað
- Björk ræðir um nýju plötuna, kvikmyndina, flutninga vestur um haf og samstarfið við Raddir Evrópu
Hún fékk verðlaun á kvik-
myndahátiðinni i Cannes í
vor, ekki fyrir tónlistina sína
sem hún hafði þó lagt sál sína í
heldur sem besta leikkona í aðal-
hlutverki. Hún er tilnefnd til ís-
lensku Eddu-verðlaunanna og evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunanna fyr-
ir sama hlutverk og margir spá því
að hún verði tilnefnd til óskarsverð-
launa fyrir hlutverk Selmu í kvik-
mynd Lars von Triers, Dancer in
the Dark. Við hringdum til Bjarkar
Guðmundsdóttur í New York fyrir
viku og spurðum hvernig henni liði.
„Bara ofboðslega vel,“ segir hún
sinni skæru röddu sem farsíminn
tekur ekkert sérstaklega vel á móti.
Mörg gullkornin drukkna á leiðinni
yfir hafið. „Ég er að klára nýju plöt-
una mína, á bara tvær vikur eftir og
það er mjög spennandi."
- Er þetta allt öðruvísi plata en
þú hefur áður gert?
„Já, hún er alveg nýr heimur."
Hef aldrei verið hér áður
- Geturðu lýst henni fyrir mér?
spyr blaðamaður tilætlunarsamur.
„Það er soldið viðkvæmt akkúrat
núna,“ ansar hún dræmt, „ekki af
því maður sé nískur á upplýsingar
heldur af þvi að þegar maður er að
klára þá getur allt gerst, skilurðu.
Maður má ekki koma í veg fyrir það
óvænta og þegar maður er búinn að
analýsera hvemig plata er þá úti-
lokar maður að eitthvað óvænt geti
gerst. Ég hef lent í því áður. Ég vil
ekki tala um hana fyrr en hún er
komin í box og plast, eftir það breyt-
ist ekkert. En það er alveg á hreinu
að þetta er alveg nýr staöur. Ég lít í
kringum mig og veit að ég hef aldrei
verið hérna áður!“ segir hún og
hlær.
Platan kemur ekki út fyrr en
næsta vor því Björk skrifaði undir
samning um að gefa ekkert út með-
an Dancer in the Dark væri í kvik-
myndahúsum.
Dýrkun á þjáningu
- Hver er munurinn á að búa til
plötu og kvikmynd? Er það mjög
ólíkt?
„Ég held að yfirleitt sé það
kannski ekkert svo ólíkt en fyrir
mig var það mjög ólíkt. Síðan ég var
unglingur hef ég verið að vinna
meira og minna með sama fólkinu
og það er eins og fjölskylda mín. All-
ir hafa sitt hlutverk, allir eru jafnir
og allir nærast hver á öðrum. Þegar
ég fór að vinna í Dancer in the Dark
þurfti ég að yfirgefa fjölskyldu mína
og fara ein inn í annarra manna
fjölskyldu. Það var soldiö eins og að
hoppa fram af kletti með enga fall-
hlíf. Þegar maður er búinn aö vera
í sínum eigin heimi í yfir tuttugu
ár, umkringdur fólki sem maður
elskar út af lífinu, þá áttar maður
sig ekki á aö maður hefur pikkað út
fólk - eöa það hefur pikkað mann út
- sem maður á margt sameiginlegt
með, hefur sama smekk á mat, tón-
list og sömu skoðanir á stóru hlut-
unum sem maöur talar ekki um af
því maöur þarf þess ekki. Með
þannig fólki getur maður einbeitt
sér að vinnunni og þarf ekki að
eyða tíma i að ræöa einhver smáat-
riði. Svo er maður allt í einu kom-
inn inn í allt aðra fjölskyldu sem
hefur allt aðra grunnafstööu til
þessara stóru spuminga í lífinu.
„Og í þessari bíómynd er
ákveðin dýrkun á þján-
ingu sem ég samþykki
ekki og alls konar hlutir
sem koma mannréttind-
um við sem ég er ekki
sammála. Ég vissi ekki
að ég hefði svona sterkar
skoðanir á þessum hlut-
um, ég leit aldrei á mig
sem pólitíska manneskju
og mér fannst ofsalega
spennandi að komast að
því! Manni var stillt upp
við vegg og maður þurfti
að taka afstöðu.“
Það er ofsalega skrýtið. Og í þessari
bíómynd er ákveðin dýrkun á þján-
ingu sem ég samþykki ekki og alls
konar hlutir sem koma mannrétt-
indum við sem ég er ekki sammála.
Ég vissi ekki að ég hefði svona
sterkar skoðanir á þessum hlutum,
ég leit aldrei á mig sem pólitíska
manneskju og mér fannst ofsalega
spennandi að komast að þvi! Manni
var stillt upp við vegg og maður
þurfti að taka afstöðu. Ef það eru
svona djúpir, djúpir, djúpir, djúpir
hlutir og maður er ekki sammála
þeim þá finnur maöur fyrir þvi al-
veg niður í tær! Maður tekur það
ekki í mál. Eins og ef barn væri
lamið fyrir framan mann, þá myndi
sjóða á manni.“
Spurning um augu og eyru
- Finnst þér þá óþægilegt að horfa
á bíómyndina?
„Allur pakkinn tók þrjú ár sem er
dáldið langur tími en nú er meira
en ár síðan vinnunni við hana lauk
og ég er komin á allt annan stað, en
ég held að ég geti ekki horft á hana
fyrr en eftir tíu ár eða eitthvaö.
Núna væri það eins og að skoða
myndaalbúm úr partíi sem var
haldiö fyrir viku og maður áttar sig
ekkert á því hvað er á myndunum.
En eftir tíu ár sér maður annað
samhengi og hugsar kannski: Já,
var hann með þetta blik í auganu!
Þetta er spumingin um augu og
eyru,“ heldur hún áfram. „Ég hef
gefið út plötur í tuttugu ár og ég get
spilað eitthvaö brjálað lag og verið
komin með fjarlægð á þaö eftir
fimm mínútur, en mér hefur aldrei
gengið vel að greina rétt frá röngu
með augunum, þaö myndræna verð-
ur bara að vera eins og það er, skil-
urðu? Eyrun á mér eru miklu fag-
legri. Þar er ég fagmaður. En sem
leikkona er ég enginn fagmaður."
A5 elta eðlishvötina
- Þú talaðir áðan um þetta góða
fólk sem þú hefur unnið með árum
saman - geturðu sagt mér hvemig
þú velur þér samstarfsfólk?
„Mest af eðlisávísun," segir hún.
„Þú veist hvernig það er þegar mað-
ur byrjar i nýjum skóla - til dæmis
þegar ég byrjaði í Réttó þegar ég var
þrettán ára - strax í fyrstu vikunni
veit maður hverjir verða vinir
manns. Þannig pikkar maður fólk
upp. Hinir eru ekkert leiðinlegir,
það er ekki það, maður á bara ekk-
ert sameiginlegt með þeim. Þetta er
eins og segull og segulstál, maður
veit af eðlishvöt hverjir eiga vel við
mann. Og ef maður hugsar ekkert
heldur eltir bara eölishvötina þá
endar þaö með því að fólk nær sam-
an sem hefur mikið að gefa hvaö
öðru. Skilurðu? Öll vinátta byggist á
því aö gefa hver öðrum en þó ekki
þannig að maður reikni nákvæm-
lega út magnið. Maður hugsar ekki:
Nú hef ég hlustað á hana í þrjú kort-
er og nú skal hún hlusta á mig jafn-
lengi. Samt er alltaf jafnræði vegna
þess aö fólk hefur ólíka hluti að gefa
og á móti þessari gjöf kemur önnur
sem er jafnmikils virði þótt hún sé
annars eðlis. Þannig eru öll sam-
bönd sem endast í langan tíma.“
Ekki vera gráðugur
„Ef maður lætur skynsemina ráða
við val á samstarfsmönnum þá verður
það oft þannig að maður fær ofboðs-
lega mikið en getur ekki gefið neitt til
baka eða að maður gefur þeim ofboðs-
lega mikið en fær ekkert í staðinn,
skilurðu. Þaö er langbest að hlusta á
eðlisávísunina. Flestir sem ég hef unn-
ið með á þessum plötum og í tónleika-
ferðum hafa fyrst verið vinir mínir í
tvö þrjú ár, svo kemst maður að því
hvað við höfum að gefa hvort öðru.
Fyrst kemst maður að augljósu hlutun-
um - einn er ljósmyndari og annar
þarf að láta mynda sig - en það eru
grunnar þarfir og ekkert nærandi,
bara vinna. Það er ekkert gaman að
vera bara í vinnunni. En með flest
þetta fólk sem ég hef unnið með lengi
var það þannig að þegar ég sá það fyrst
var það eins og að verða ástfangin!
Maður fer að spinna og kemst alveg á
flug og finnst maður geta talað og tal-
að i marga klukkutima! Maöur finnur
fyrir mikilli orku en þá orku verður
maður að virða og fara afskaplega vel
með hana. Ekki vera gráðugur og ætla
að gleypa allt á einum degi. Ekki held-
ur sýna henni hirðuleysi. Ef maður
bíður lengi getur hún verið farin. Mað-
ur á að vera auðmjúkur og láta orkuna
ráða ferðinni, þá getur komið eitthvað
ótrúlegt út úr því.“
Björk hefur bækistöðvar sínar í stórborginni New York um þessar mundir.
„Ég hef veriö hér síöan í vor og á næstunni kemur í Ijós hvort ég verö hér áfram. Ég er búin aö kaupa húsnæöi undir skrifstofu og stúdíó og þaö lítur út fyrir aö fólkið sem hefur veriö meö mér síöan
ég var unglingur og sem dreiföist i allar áttir meöan ég geröi kvikmyndina sé aö tilkynna sig og tínast eitt af ööru hingaö á staöinn. “
Tengir klassík og popp
- Ef þú ættir að setja sjálfa þig í
skúffu núna sem tónlistarmann,
hvort myndiröu flokka þig sem nú-
tímaklassískt tónskáld eða popp-
ara?
„Eiginlega hvorugt. Ég held að
mín rulla hafi alltaf verið að vera
túlkur þama á milli. Og kannski
BJörk var miklð í svlðsljósi heimspressunnar þegar hún lék í mynd Lars von Trler, Dancer
In the Dark, enda hlaut hún verðlaun á Kvikmyndahátíðlnni í Cannes fyrlr leik slnn.
„Þegar ég fór aö vinna í Dancer in the Dark þurfti ég aö yfirgefa fjölskyldu mína
og fara ein inn í annarra manna fjölskyldu. Þaö var soldiö eins og aö hoppa fram
af kletti meö enga failhlíf. “
ekki endilega milli þessara tveggja
hluta. Ég var alin upp í klassískum
tónlistarskóla en hjá mömmu
minni hlustaði ég á popptónlist,
hippatónlist og hjá ömmu hlustaði
ég á djass. Svo var ég að spila
klassík fyrir mömmu mína og fara
með djassplötur í tónlistarskólann
- alltaf að bjóða bleiku doppumar
þeim sem áttu helling af grænum!
Ég held að ég þrífist best á ein-
hverjum mörkum. Kannski var
það þess vegna sem ég gat gert
þessa bíómynd, ég hafði ekkert
með bíómyndir að gera og hafði
svo mikið að gefa af því ég veit
ekki neitt og spyr eins og bam.
Eins og Lísa I Undralandi," segir
hún en finnst það viö nánari íhug-
un ekki rétt samlíking og spyr: „Er
þetta ekki nýju-fötin-keisarans-
pakkinn ef við viljum setja það í
ævintýrapakka?“
Svo bætir hún við: „En mér hef-
ur aldrei liðið vel sem poppari -
eða í neinu kerfi, ég er alltof mik-
ill rebell í mér.“
Eins og Kofi Annan
- Mér hefur fundist þú mark-
visst vera að brúa bilið milli popps
og klassískrar tónlistar og leiða
fólk þarna á milli. Tónlistin þin
hlýtur að vera góður stuðningur á
leiðinni yfir í alvarlega tónlist.
„Takk,“ segir stjarnan hógvær
og við flissum báðar.
„Samt finnst mér ég ekki vera
neinn David Attenborough sem
stendur á eyðieyju og segir: Ef þið
lítið til vinstri þá haldið þið
kannski að þetta sé steinn sem þið
sjáið en ..." og Björk hermir nokk-
uð sannfærandi eftir alþýðufræð-
aranum mikla. „Ég er ekki svona
týpa. Ég gæti aldrei skotið rótum
neins staðar því um leið og það
gerist fæ ég innilokunarkennd. Ef
ég gríp nú nett til sálfræðinnar þá
held ég að svona sé þetta oft hjá
skilnaðaðarbörnum, þau langar
svo til að báðir heimamir virki
sem best og þau eru bæði með
pabba sinn og mömmu sína inni í
sér en þau eru hvort í sínum heimi
og maður er mamma hjá pabba
sínum og pabbi hjá mömmu sinni.
Ég lít alls ekki á þetta sem sorg-
legt, skilurðu, þetta er mjög já-
kvætt. Maður verður dáldið svona
Kofi Annan! Alltaf að líma saman
tvo ólíka heima en á aldrei cdgjör-
lega heima í öðrum. Þetta hefur
verið mín rulla og ég er ánægð
með hana.“
Dreymir um samstarf við
Þorgeröi
- Uppáhaldsdiskur margra landa
þinna með þér er Gling-gló sem þú
gerðir með Guðmundi Ingólfssyni.
Ef þú ætlaðir að gera annan disk
með íslenskum lögum, hvern
myndirðu velja til samstarfs við
þig?
Björk dregur svo lengi við sig
svarið að blaðamaður býðst til að
taka spurninguna aftur. Loks segir
hún:
„Af því ég elti alltaf eðlishvötina
þá veit ég aldrei hvað gerist lengur
en í hæsta lagi hálft ár fram í tím-
ann, það er gallinn, þetta er eins og
veðrið! En mig dreymir um að gera
einhvem tíma eitthvað með Þor-
gerði Ingólfsdóttur. Við unnum
smávegis saman í fyrra í sambandi
við kórinn Raddir Evrópu og ég
vona að ég fái að vinna með henni
aftur einhvem tíma. En pakkinn
með Raddir Evrópu varð eitthvað
allt annað en ráð var fyrir gert í
upphafi, það starf hætti að vera
kreatívt, það átti bara að klæða
okkur í einhvern búning og stilla
okkur upp. Þetta var alls ekki
henni að kenna, heldur þurfti bara
að setja upp kerfi til að geta stýrt
þessum stóra hópi. Ég skfidi þetta
mjög vel en ég hef ákveðnum
skyldum að gegna við neistann í
mér. Það virkar kannski eigin-
gjamt en það er þaö ekki. Ég er
ábyrg fyrir því að vera í ástandi til
að geta gefið og í þessari stöðu
heíöi ég ekki getað gefið neitt -
nema nafnið mitt.
Ég söng með Hamrahlíðarkóm-
um þegar ég var sextán ára nem-
andi í MH og Þorgerður er ótrúleg
manneskja. Hún trúir því að það
sé tfi æðra svið en við erum á yfir-
leitt, það nálgast svona barnatrú
og mér finnst það alveg æðislegt.
Það hlæja aOir að svoleiöis fólki en
það eru einmitt svona yfirnáttúru-
legir hlutir sem halda okkur gang-
aridi.“
„Maður finnur fyrir
mikilli orku en þá orku
verður maður að virða og
fara afskaplega vel með
hana. Ekki vera
gráðugur og œtla að
gleypa allt á einum degi.
Ekki heldur sýna henni
hirðuleysi. Ef maður bíð-
ur lengi getur hún verið
farin. Maður á að vera
auðmjúkur og láta
orkuna ráða ferðinni, þá
getur komið eitthvað
ótrúlegt út úr því. “
Aldrel veriö glaöari
- Þú býrð í New York núna ...
segir blaðamaður og lætur setning-
una hanga.
„Þetta er góð spurning," segir
Björk og andvarpar. „Ég hef verið
hér síðan í vor og á næstunni kem-
ur í ljós hvort ég verð hér áfram.
Ég er búin að kaupa húsnæði und-
ir skrifstofu og stúdió og það lítur
út fyrir að fólkið sem hefur verið
með mér síðan ég var unglingur og
sem dreifðist í aOar áttir meðan ég
gerði kvikmyndina sé að tOkynna
sig og tínast eitt af öðm hingað á
staðinn. Þetta er svo skrýtið, það
fóru aOir út um aOan heim - einn
fór með bakpoka í hnattferð og
annar ferðaðist um Kína ..."
- Og nú dregur segrOlinn þá tO
New York!
„Suma. Fólk hefur verið að gera
sina eigin hluti þennan tíma og
það er ágætt.“
- Líður þér vel þama í New
York?
Rödd Bjarkar lækkar og hún seg-
ir einlæglega: „Ég held ég hafi
aldrei verið glaðari. Bara aldrei
nokkurn tíma.“
- Er það borgin eöa tíminn sem
gerir þetta að verkum?
„Bæði, hugsa ég, þetta er nokk-
urs konar kokkteiO! Þaö er eins og
að alls konar fræ sem ég plantaði,
sumum fyrir tólf árum, sumum
fyrir átta árum og sumum fyrir sex
eða fjórum árum, séu að koma upp
núna. Ég ætlaði að vera að gera
eitthvað allt annað núna, en mað-
ur verður bara að - surrender -
bara, gefa sig!“
Þögul alsæla
- Ertu ástfangin? spyr blaðamað-
ur - annað er ekki hægt að spyrja
um eftir síðasta svar. En hún viO
ekki ræða slík mál.
- Þú verður 35 ára núna 21. nóv-
ember. Hvar ætlarðu að halda upp
á daginn?
„Ég hugsa aö ég verði í Reykja-
vík.“
- Eru þetta tímamót í lífi þínu?
„Ekkert frekar. Ég er núna að
undirbúa hljómsveitina sem ég
æfia að ferðast með við kynningu á
plötunni minni næsta vor og sum-
ar, tékka á fólki og raða inn í hana.
Hún verður að öOu leyti öðruvísi
en strengjasveitin sem ég vann
með síðast. Þau voru sniOingar öO
og fráhær að vinna með í þeim tU-
finningaólgusjó sem ég var þá í, tO
finningar eru sérgrein strengj
anna. Næsta plata er allt, aOt öðru
vísi. Hún er meira eitthvað ósýni-
legt. Töfrar. AOs engir árekstrar
eöa andstæður heldur eitthvað al-
veg, alveg, alveg, alveg innhverft
og alveg, alveg, alveg, alveg ham-
ingjusamt. Ekkert áþreifanlegt
heldur eiginlega svona þögid al-
sæla.“
Nú er hún búin að gera það sem
hún sór í upphafi að gera ekki:
analýsera nýju plötuna sína. Enda
finnst henni meira en nóg komið
og við kveðjumst með virktum.
-SA
Björk Guömundsdóttir söngkona er aö leggja síöustu hönd á nýja hljómplötu.
„Hún er meira eitthvaö ósýnilegt. Töfrar. Alls engir árekstrar eöa andstæður heldur eitthvað alveg, alveg, alveg, alveg
innhverft og alveg, alveg, alveg, alveg hamingjusamt. Ekkert áþreifanlegt heldur eiginlega svona þögul alsæla. “
Björk Guðmundsdóttir söngkona er flutt til New York og vinnur að nýrri plötu:
Eyrun eru miklu
faglegri en augun