Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 53
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 61 1 I>V Tilvera Matreið slukennaranum brugðið - er hún leit á rústirnar í pottinum var illa Það er Jóhanna Guðlaug Frímann klippari sem er matgæðingur vik- unnar að þessu sinni. „Ég hef aldrei verið titluð sem neinn meistarakokkur en mér finnst gaman að elda mat sem mér sjálfri finnst góður. Hitt er s'’o annað mál að þegar kemur aö því að elda kjötbollur, pasta, fisk og daglegan mat þá verð- ur oft skrautlegt að líta í pottana. Ég hef samt aldrei skammast mín jafn mikið eins og dag einn þegar ég hafði verið að töfra fram kjötbollur í brúnni sósu fyrir eiginmanninn og börn, sem eru mjög skilningsrík og þola nánast hvað sem er í maga. Ég hafði verið að tala í símann við vinkonu mína og einhvern veginn gleymt mér þegar ég setti sósulitinn í pottinn, ég er ekkert að ýkja það þegar ég segi að það hafi verið kol- svartur litur á bollunum og sós- unni. Þetta var það slæmt að mér meira að segja fannst þetta full gróf- ur litur á matnum fyrir fjölskyldu- meðlimina sem voru hungruð á leið heim að borða. í vangaveltum yfir sparibrosinu sem ég ætlaði að setja upp fyrir fjöl- skylduna lagði ég á borð og í því er dyrabjöllunni hringt. Ég átti von á manninum mínum og syni heim svo ég svaraði ekki í dyrasímann heldur opnaði bara sí- svona. Kemur ekki nema sonur minn þessi engill heim með engan annan en matreiðslukennarann sinn með sér. Hann haföi þá hitt hana á skóla- lóðinni en það hafði staðið til að hún myndi kíkja í kaffi einhvern daginn vegna gamalla kynna okkar svo þessi angi hafði boðið henni í heimsókn. Ég er ekkert að segja að það þurfi að vara mig við heimsóknum en þegar matreiðslukennari skólans kíkti ofan í pottana hjá mér er ekki hægt að segja annað en að henni hafl verið illa brugðið. Kannski varð þetta til þess að syni mínum var sýnt meira tillit í matreiðslutímum eða hann hafi að- eins fengið alla hennar samúð, ég veit það ekki. En hitt er annað mál að við höf- um öll komist í gegnum matreiðslu mína hingað til og að ég held bara hraust fjölskylda sem finnst voða gott þegar vel heppnast," sagði Jó- hanna og bætti svo við: „Ég hef hugsað mér að sleppa kjötbolluupp- skriftinni og gefa hér upp mína upp- áhaldsuppskrift sem getur ekki klikkað." Skinku- og ostafyllt nauta- kjöt 800 g ungnautainnralæri skorið í 8 sneiðar 4 sneiðar skinka 50 g Mozarella ostur salt og pipar Berjið sneiðarnar örþunnt. Legg- ið skinkuna og ostinn á annan helming sneiðanna, brjótið saman og lokið vel. Grillið vel í 5 til 10 mín- útur á hvorri hlið. „Eg er ekkert að segja að það þurfl að vara mig við heimsóknum, en þegar matrelðslukennari skólans kíkti ofan í pottana hjá mér er ekki hægt að segja annað en að henni hafi verið illa brugöiö," sagði Jóhanna klippari og mat- gæðingur vikunnar. Piparostasósa 11 rjómi 1 1/2 piparostur 1 nautakjötsteningur Látið sjóða saman og hafið á hæfi- legum hita þar til osturinn er bráðnaður. Meðlæti: Bakaðar kartöflur og hvítlaukssmjör. Uppskrrftir Engiferís á marengsbotni Fyrir 6 Marengsbotn 3 eggjahvítur 120 g flórsykur Krem 1 60 g sykur 1/2 1 mjólk 5 eggjarauður 1 msk. maisenamjöl Krem 2 2 egg 60 g sykur 30 g fersk engiferrót 2 1/2 dl rjómi vanilludropar Appelsínusósa 1 dl appelsínuþykkni 2 dl appelsínusafi 1 dl sykur kartöflumjöl Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum hægt i, þeytið þar til mar- engsinn verður stífur. Smyrjið hon- um þá á smjörpappír og bakið við 150° C í klukkutíma. Saxið engiferinn mjög fint og sjóðið í 5 mínútur í 1 dl af léttsykr- uðu vatni. Hellið á sigti. Krem 1 Leysið maisenamjölið upp í mjólkinni og sjóðið upp ásamt helm- ingnum af sykrinum. Þeytið rauð- umar ásamt afganginum af sykrin- um. Hellið heitri mjólkinni saman við og setjið í skálina yfir gufu. Þeytið rólega þar til blandan þykkn- ar. Kælið, hrærið í á meöan. Krem 2 Þeytið því næst heilu eggin ásamt sykri (60 g) og engifer uns ljóst og létt. Blandið nú saman kremi 1 og kremi 2. Þeytið rjómann og blandiö öllu saman ásamt nokkrum vanillu- dropum. Skerið utan af marengs- botninum þannið að hann passi í 26 cm springform. Hellið ísblöndunni í og frystið. Berið fram með appel- sínusósu. Appelsínusósa Sjóðið upp þykkni, safa og sykur. Þykkið með kartöflumjöli hrærðu út í köldu vatni. Appelsínu- bombur Þessi springur ekki. Fyrir fjóra. 2 stk. appelsínur 3 dl rjómi 1 stk. egg 2 msk. flórsykur Nýkaup Þar semferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. ' ' 3 stk. matarlímsblöð 4 stk. makkarónukökur Skerið app- elsínumar í tvennt, hreinsið kjöt- ið úr berkin- um og mauk- ið i matvinnsluvél. Þeytið egg og flórsykur í létta froðu. Þeytið rjómann. Bræðið matarlímið og blandið því við eggin. Eggjunum og appelsínukjötinu blandað saman, að lokum er þessu blandað saman við rjómann. Makkarónukökurnar eru muldar og settar í botninn á berkinum og frómasinum sprautað þar yfir, kælt í 1-2 klst. Skreytt • Flóamarkaður • Lionsklúbburinn Engey heldur árlegan flóamarkað sinn laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember kl. 13 í Lionshúsinu, Sóltúni 20. Fullt af góðum fatnaði og munum. Gerðu góð kaup og líttu inn í Lionsheimilið. Allur ágóði rennur til líknarmála. ^ Við tökum vel á móti þér. Lionsklúbburinn Engey SÍÐUSTU DAGAR LAGERÚTSÖLUNNARH MIZUIVIO / ERREA / UHLSPORT Vandaðar vörur á frábæru verði. Opið laugardaginn 11. nóv. 10-16 og virka daga 10-17. Tökum debet- og kreditkort. Sendum í póstkröfu. KK ÍÞRÓTTAVORUDEILD Skipholti 35 - 3. hæð - sama hús og Gúmmívinnustofan, sími 581 1212 Dæmi: • úlpur frá 990,- • gallar frá 1.990,- • toppar frá 500,- • skór frá 500,- • stuttbuxur frá 790,- • bakpokar frá 790,- df

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.