Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 54
f 62_______
Tilvera
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
DV
Ingiríður Danadrottning lést í hárri elli í vikunni:
Fædd til
að vera
drottning
Vignir Jóhannsson
Sýnir í Galleríi Sævars Karls.
Vignír í Galleríi Sævars Karls
Vignir Jóhannsson opnar í dag
þriðju einkasýningu sina í Galleríi
Sævars Karls. Þetta er síðasta sýn-
íngin sem haldin er í samvinnu og í
dagskrá Menningarborgar Reykja-
víkur 2000. Vignir er fjölhæfur lista-
maður. Hann stundaði nám í MHÍ
1974 til 1978 og framhaldsnám við
Rhode Island School of Design 1979
til 1981. Vignir hefur fengist við
málun, skúlptúr, innsetningar, leik-
myndir fyrir sjónvarp, kvikmyndir
og leikhús. Hann hefur haldið fjölda
ðinkasýninga hér heima og erlend-
is.
íhe Last Minute Show
í dag kl. 15 opna myndlistarmenn-
rnir Liba Pérez de Silva de Castro
og Ólafur Árni Ólafsson sýninguna
The Last Minute Show í Straumi í
.-Iafnarfirði. Libia og Ólafur eru bú-
sett í Hollandi en hafa síðan í ágúst
verið gestalistamenn í Straumi.
Sýningin stendur til 19. nóvember.
Sálir
í dag kl. 15.00 opnar Gunnar Örn
myndlistarmaður sýningu í Hafnar-
borg. Listamaðurinn kallar sýning-
una Sálir svo að vitnað sé í sýning-
arskrá, en þar segir: „Síðustu tvo
áratugi hef ég gengið staðfastlega út
frá þvi að verk mín séu bergmál af
því sem ég kalla, mitt andlega ferða-
lag. Það hefur líka þýtt það að þá
eru sífelldar breytingar í gangi, það
er að segja ef maður heldur sig við
efnið. Hvert stílbrigðið rekur annað
og ný viðhorf fæðast. Þannig er það
líka að þessu sinni. Ég byrjaði fyrir
fimm árum að stunda jóga, það hef-
ur svo fært mig á nýjar slóðir upp-
lifunar, og þar koma myndirnar
„Sálir“ til sögunnar. Eins og ég kýs
að segja þá er í þeim sættanleg út-
koma miðað við þá upplifun sem ég
hef gengið í gegnum." Sýrþngin
stendur til 27. nóvember.
Ingiriður Danadrottning lést nú í
vikunni í Fredensborgarhöll á Sjá-
landi, níræð að aldri. Útfórin fer
fram á þriðjudaginn, þann 14. nóv-
ember. Útfór Ingiríðar verður gerð
frá dómkirkjunni í Hróarskeldu og
þar verður hún lögð til hinstu hvílu,
við hlið Friðriks konungs IX, eigin-
manns síns, og annarra meðlima
dönsku konungsfjölskyldunnar.
Ingiríður drottning var afar vin-
sæl í Danmörku sem er elsta kon-
ungsríki Evrópu. Fjöldi fólks safn-
aðist saman eftir lát hennar, bæði
við Amalíuborg í miðborg Kaup-
mannahafnar og Fredensborg sem
er skammt norðan borgarinnar og
margir lögðu blóm við hallirnar og
fólk hefur síðan á þriðjudag einnig
sett logandi kerti með fram vegin-
um að bústað Ingiríðar heitinnar á
Fredensborg.
Margrét Danadrottning og systur
hennar, Benedikta prinsessa pg
Anna María prinsessa, kona Kon-
stantíns, útlagakóngsins griska,
voru við banabeð drottningarinnar
ásamt flestum börnum sínum. Sum
þeirra höfðu dvalist i Fredensborg-
arhöll frá því á laugardag þegar
fyrst var tilkynnt um að heilsu
drottningar færi hrakandi, önnur
hröðuðu sér heim erlendis frá dag-
ana á eftir. Friðrik krónprins kom
heim frá Ástralíu þar sem hann
hafði verið í einkaheimsókn og
Pavlos krónprins Grikklands kom
frá New York.
Átti hug og hjörtu dönsku
þjóðarinnar
Ingiriður var eina dóttir Gústafs
Adólfs VI Svíakonungs. Hún fædd-
ist 28. mars 1910 og giftist Friðriki,
þá krónprinsi Dana, árið 1935. Árið
1947 varð Ingiríður drottning þegar
bóndi hennar varð konungur. Sagt
er að Ingiríður hafi verið fædd til að
vera dottning og að mörgu leyti hef-
ur hún verið tákn konungsveldisins
í hálfa öld.
Við Amalíuborgarhöll
Danir heiðruðu minningu Ingiríðar drottningar með blómum og kertum.
Innan við ári eftir að Friðrik tók
við konungdómi eignaðist Ingiríður
hug og hjörtu dönsku þjóðarinnar
þegar hún flutti ræðu á lýtalausri
dönsku. „Ég skildi hinn danska
þjóðaranda og menningu frá fyrsta
degi mínum i þessu landi og fór
strax að þykja vænt um þjóðina,"
sagði Ingiríður drottning eitt sinn í
viðtali. „Það er ótrúleg tilhugsun að
ég skuli hafa komið hingað fyrst
sem útlendingur.“
Þau Friðrik IX og Ingiríður
drottning mótuðu hlutverk konungs
Danmerkur eins og það er nú sem
konungs án pólitískra afskipta og er
hlutir Ingiríðar í því starfi talinn
afar mikilvægur. Hlutur Ingiríðar
er ekki síður talinn mikill í því að
gera ímynd konungsfjölskyldunnar
bæði hlýlegri og lýðræðislegri en
Gunnar Orn hún hafði áður veriö.
Gunnar Orn á sýningu sinni i Hafnarborg.
Öldruð en virðuleg
Ingiríður drottning varö níræð í vor. Hún hafði lengi þjáðst af liðagigt og var
lasburða iíkamiega síðustu ár en andlega var hún afar spræk.
Móðirin
Eftir lát Friðriks konungs varð
Margrét, elsta dóttir þeirra og krón-
prinsessa, drottning Danmerkur.
„Mamma var ótrúleg. Hún setti sína
eigin sorg til hliðar til þess að styðja
mig og ráðleggja mér i nýju hlut-
verki mínu,“ segir Margrét Dana-
drottning í bók sem hún ritaði um
hlutverk sitt sem drottning. „Hún
lagði samt alltaf áherslu á að ég
hefði alltaf síðasta orðið."
Ingiríður kenndi dætrum sínum
að hafa samband við þegnana og
vera óformlegar en jafnframt að að-
greina vel opinbert hlutverk sitt og
einkalíf. Þegar Danir fögnuðu 25 ára
drottningartíð Margrétar árið 1997
sagði drottninginn í opinberri ræðu
til dóttur sinnar: „Þú átt tvo dásam-
lega syni sem munu gera það sem
best er fyrir Danmörku svo ég held
að ég geti róleg farið að loka augun-
um.“
Ingiríður var mikill listunnandi
og hafði sérstakt yndi af tónlist.
Meðal áhugamála hennar var
einnig útsaumur og garðyrkja, sér-
staklega orkídeurækt sem hún
stundaði í gróðurhúsi sínu. Enskur
blómagarður hennar við Fredens-
borgarhöll og við óopinbert sumar-
setur konungshjónananna við Grá-
stein á Suður-Jótland bera vott um
þá einurð sem Ingiríður drottning
lagði í öll áhugamál sin.
Niðjar Ingiríðar eru dæturnar
þrjár, 10 barnabörn og 5 barna-
barnaböm.
-byggt á REUTER
Drottning Grænlands líka
Ingiríður varð ekki drottning íslands en hún var drottning Færeyja og
Grænlands. Hér eru þau Ingiríður og Friðrik IX ásamt dætrunum þremur
á grænlenskum hátíðarbúningum.