Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
Fréttir
I>V
Vatnsleysustrandarhreppur segir sig úr HASS:
Vonlaus fjarhagsstaða
- skuldirnar milljarður og fara vaxandi
Þóra Bragadóttir, oddviti sveitar-
stjórnar í Vatnsleysustrandar-
hreppi, segir að sveitarstjóra hafi
verið veitt leyfi til að segja upp
samningi hreppsins við Hafnasam-
lag Suðumesja með ársfyrirvara.
„Staðan er mjög slæm. Viö munum
fara þar út nema einhverjar breyt-
ingar verði sem laga slæma fjár-
hagsstöðu hafnasamlags."
VSÓ Deloitte og Touche gerði út-
tekt á stöðu Hafnasamlags Suður-
nesja þar sem fram kemur að heild-
artekjur þess dugi ekki til að greiða
vexti og afborganir lána. Heildar-
skuldir um síðustu áramót voru
1.060 milljónir króna og halda
skuldirnar áfram að vaxa.
neiguviK
Olíufélögin vilja heldur aka öllu flugvélaeldsneyti í gegnum mesta þéttbýlissvæöi landsins frá Reykja-
vík en nýta tanka varnarliðsins í Helguvík. Þaö er m.a. sögö ástæöa þess aö Hafnasamlagi Suöur-
nesja blæöir nú út.
Hagkvæmara að
slíta félaginu
Að hafnasamlag-
inu, sem skamm-
stafað er HASS,
standa Reykjanes-
bær, Gerðahreppur
og Vatnsleysu-
strandarhreppur. í
skýrslunni um stöðu
mála segir að brýn þörf
sé á beinum framlögum að-
ildarfélaga til að laga
skuldastöðuna. Engin
ný starfsemi sé fyrir-
sjáanleg í nánustu
framtíð sem gæti auk-
ið tekjur hafnasamlagsins. Helsti
vonarpeningurinn er vegna inn-
flutnings á sementi á vegum Aal-
borg Portland sem gæti á næstu
árum skilað 5-7% tekjuaukningu. í
lokaniðurstöðu skýrsluhöfunda seg-
ir að erfitt sé að greina rekstrarleg
samlegðaráhrif af sameiningu hafn-
arsjóða þeirra
sem mynda
HASS. Hugsan-
lega yrði hag-
kvæmara að slíta fé-
laginu og hvert sveit-
arfélag taki á sig sinn
hluta af skuldum og
taki við starfsemi
sinna hafna. Það er
einmitt sú leið sem
Vatnsleysustrandar-
hreppur hefur nú ákveðið að fara.
Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar, segir stöð-
una erfiða. „Málefni hafnasamlags-
ins eru í endurskoðun þar sem
tekjuáætlanir og sú tekjuaukning,
sem menn hafa verið að gera sér
vonir um, hafa ekki gengið eftir.“
Tekjur af olíuflutningum
brugðust
Pétur Jóhannsson hafnarstjóri
segir skuldirnar hafa aukist jafnt og
þétt. Þær hafi verið við stofnun
HASS 1. janúar 1997 um 630 milljón-
ir króna. Heildartekjur á síðasta ári
voru um 75 milljónir króna og verða
svipaðar á þessu ári. „Rekstur
hafnasamlagsins skilað okkur alltaf
afgangi fyrir fjármagnsgjöldum, en
væntingar um auknar tekjur eins
og af olíuflutningum hafa ekki geng-
ið eftir. Því þarf nú að fjármagna af-
borganir lána með nýjum lánum.
Helguvíkurhöfn var tilbúin áður en
samlagið var myndað og aðalupp-
byggingin eftir stofnun þess hefur
verið í Vogum og aðeins í Garðin-
um. Við stofnun horfðu menn til ál-
vers á Keilisnesi sem ekkert varð af.
Nú bíða menn eftir magnesíum-
verksmiðju sem enn hefur ekki litiö
dagsins ljós. Á sama tíma og tilbúin
höfn er i Helguvík og búið er að
bjóða olíufélögum afnot af olíutönk-
um varnarliðsins þar, þá er öllu
flugvélaeldsneyti ekið á tankbílum
frá Örflrisey í gegnum höfuðborgar-
svæðið um Reykjanesbraut til Kefla-
víkurflugvallar. Meðan Flugleiðir
gera engar athugasemdir við þetta
fyrirkomulag oliufélaganna, þá
verður þessu haldið áfram og flug-
farþegar borga kostnaðinn af flutn-
ingunum. Það er augljóst mál að
það hlýtur að vera ódýrara að
sleppa þessum akstri, því það kost-
ar það sama að dæla olíunni upp í
Helguvík og í Örfirisey." -HKr.
HASS
Merki Hafnasamlags
Suöurnesja
Laugardalslaugin:
Bændur byggja pylsuvagn
„Þetta verður faflegt, vandað hús
og komið til að vera,“ segir Sigur-
laug Magnúsdóttir sem rekur pylsu-
vagninn við sundlaugina í Laugar-
dal ásamt manni sínum, Skúla Berg-
mann Hákonarsyni. Þau hjónin
keyptu pylsuvagninn fyrir 10 árum
þegar þau brugðu búi í Norðtungu í
Þverárhlíð og fluttu til Reykjavíkur.
Nú ætla þau að bæta um betur og
byggja nýjan pylsuvagn á staðnum,
með glæsilegri aðstöðu jafnt fyrir
gesti sem og pylsumar sjálfar.
„Þetta er búinn að vera góður bú-
skapur en það verður að vakta hann
og vera afltaf til staðar,“ segir Sig-
urlaug sem leggur mikið upp úr fal-
legu og hreinlegu umhverfi eins og
var hjá henni í Þverárhlíðinni „...
sem er fallegasti staður í heimi þó
Laugardalurinn sé líka ágætur."
Sigurlaug og Skúli hafa þegar
steypt undirstöður nýja pylsuvagns-
ins og ætla sér að láta bygginguna
rísa á allra næstu vikum.
-EIR
Pylsuvagninn í Laugardal
Víkur brátt fyrir glæsilegri nýbyggingu.
Héraðsdómur:
Bætur vegna
galla í þaki
DV. AKUREYRI:
Seljandi fasteignar á Akureyri hefur
verið dæmdur til að greiða kaupend-
um fasteignarinnar bætur vegna galla
sem komu í ljós í þaki skömmu eftir að
kaupin höfðu farið fram.
Sama ár og kaupin áttu sér stað
kom fram leki í þakklæðningu sem
varð til þess að nauðsynlegt var að ráð-
ast í kostnaðarsamar viðgerðir. Mats-
menn voru kallaðir til og var niður-
staða þeirra sú að ýmislegt væri at-
hugavert við byggingu hússins og
mátu þeir kostnað við nauðsynlegar
viðgerðir á þaki upp á 1,4 milljónir
króna.
Dómurinn féflst á kröfu kaupend-
anna að hluta og var niðurstaða hans
að seljandanum bæri að greiða kaup-
endunum 412.500 krónur auk vaxta og
greiðslu málskostnaðar að upphæð 300
þúsund krónur. -gk
Mikið eftir af
síldarkvóta
DV, AKUREYRI:_______________
Mjög mikið er eftir af síldarkvót-
anum og ljóst að ekki tekst að veiða
nærri það magn sem menn höfðu
vonast eftir. Mjög slæmt tíðarfar á
sinn stóra þátt í því.
Síldarkvótinn nam 118.754 tonn-
um, en nú hafa aðeins veiðst 73.454
tonn. Eftirstöðvar, þegar haldið er í
jólafrí, eru því 45.300 tonn.
Af þeim síldarafla sem borist hef-
ur á land hafa 47.430 tonn farið í
bræðslu og 21.373 tonn í frystingu
sem er margfalt meira en á síðustu
vertíð. Hins vegar hafa aðeins 4.650
tonn verið söltuð sem er mun
minna en á síðustu vertíð.
Mestum afla hefur verið landað í
Neskaupstað, 12.055 tonnum. Á Höfn
i Hornafirði hafa borist á land
10.039 tonn, í Grindavík 9.018 tonn,
Reykjavík 8.512 tonnum og Vest-
mananeyjum 7.317 tonn. -gk
Nýr framkvæmda-
stjóri ísfélagsins
DV, VESTMANNAEYJUM: ~
Stjóm ísfélags Vestmannaeyja hf.
hefur ráðið Ægi Pál Friðbertsson við-
skiptafræðing sem framkvæmdastjóra
félagsins og tekur hann við starflnu í
janúar næstkomandi.
Ægir Páll útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur frá Háskóla íslands
árið 1991. Hann starfaði hjá íslands-
banka hf. frá 1992 til 2000 en undan-
fama mánuði hefur hann verið fjár-
málastjóri Samvinnuferða-Landsýn-
ar hf. -ÓG
Véðrið í kvöld
Skýjað með köflum og úrkomulítið
NA-átt, víða 5-8 m/s fram eftir degi en síðan
hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og
úrkomulítið. Hiti 0 til 3 stig við ströndina
suðvestan til en annars frost 0 til 8 stig,
kaldast í innsveitum norðanlands.
Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 15.32 14.45
Sólarupprás á morgun 11.23 11.38
Síödegisflóö 17.11 21.44
Árdeglsflóö á morgun 05.38 10.11
Skýringar á vðfturtáknum
“r" 3/
^NviNDSTYRKUR VtroncT HEIÐSKÍRT
5 metfum á sekúntíu rríusi
& g*
LÉTTSKÝJAO HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
‘v/ 1! ©
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
W & { "fc
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Allt eftir v
spjjiT
Jólaveður
Það lítur ekki út fyrir mikinn jólasnjó
næstu daga. Á norður- og austurlandi
verður léttskýjaö á aöfangadag og
jóladag en á suðvesturlandi gætu
komið stöku él.
Veðrið á morgun_________
Veðrið á aöfangadag
Hæg austlæg eöa breytileg átt.Stöku él og hiti nálægt frostmarki
suövestanlands en léttskýjað og frost 3 til 8 stig norðan- og austan til.
Víntíur: <£@1
3-8 m/s
Hfiti -2° til -8°
-$>
Þriöjuda
Vindur:
3-5
Vindur:
3-8
\° Hi '
Hiti 0° tii 6'
Horfur á
jóladag: NA
3-8. Víða
Horfur á annan í Jólum:
Fremur hæg breytileg átt,
él vestan- og noröanlands
og frost 0 tll 8 stlg,
kaldast noröaustan tll.
Norðlæg átt, él eöa
snjókoma meö köflum
norðan- og austanlands en
annars léttskýjaö. Frost 0
tll 6 stlg.
Veðrið ki. 6 --
AKUREYRI alskýjaö -2
BERGSSTAÐIR skýjcö -2
BOLUNGARVÍK ský ' ö -2
EGILSSTAÐIR -1
KIRKJUBÆJARKL. IAttskýjaö 0
KEFLAVÍK skýjaö 3
RAUFARHÖFN skýjaö -3
REYKJAVÍK skýjaö 3
STÓRHÖFÐI skýjaö 4
BERGEN skýjað 2
HELSINKI alskýjað -1
KAUPMANNAHÓFN skýjað 0
ÓSLÓ skýjað -2
STOKKHÓLMUR 0
ÞÓRSHÖFN skýjaö 4
ÞRÁNDHEIMUR slydduél 3
ALGARVE skýjaö 15
AMSTERDAM léttskýjaö 0
BARCELONA skýjaö 14
BERLÍN skýjað -3
CHICAGO skýjað -22
DUBUN skýjað 8
HAUFAX skýjað -3
FRANKFURT léttskýjaö -2
HAMBORG skýjað -3
JAN MAYEN skýjaö -7
LONDON mistur 5
LÚXEMBORG léttskýjaö -4
MALLORCA skýjaö 17
MONTREAL alskýjaö -10
NARSSARSSUAQ hálfskýjaö 7
NEWYORK snjókoma -1
ORLANDO skýjaö 9
PARÍS þokumóða 2
VÍN skýjað -2
WASHINGTON alskýjað -3
WINNIPEG heiöskírt -26