Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Utlönd Á slysstaö Estoniu Dagens Nyheter birti sömu niöurstööur á fimmtudag. Engin ummerki um sprengingu Finnski hluti alþjóðlegu slysa- nefndarinnar, sem rannsakað hefur aðdragandann að Estoniu ferjuslys- inu sem varð rúmlega 850 manns að bana undan ströndum Finnlands ár- iö 1994, segir að sprenging hafi ekki valdið því að ferjan sökk. Finnar eru ekki sammála fullyrð- ingum bandaríska auðkýfmgsins Gregg Bermis og þýska kvikmynda- gerðarmannsins Jutta Rabe sem segja að sprengja í stefni skipsins hafi valdið slysinu. Þeir vísa í nið- urstöður jarðskjálftastofnunarinnar viö Helsinki-háskóla þar sem fram kemur að engin ummerki um sprengingu sé að finna á stefninum. Segja Finnar að þar hefðu átt finnast vegsummerki líkt og á málmbútunum sem Bemis og Rabe byggja niðurstöður sínar á. Kvikasilfursmeng- un í Mo i Rana Komið hefur í ljós að verulegt magn af kvikasilfri, um 95-100 kUó, losna út í umhverfið frá stálverk- smiöjunni Fundia Armeringstal í bænum Mo i Rana í Noregi á ári hverju. Losunin frá verksmiðjunni er meiri en frá öUum öðrum iðnaði í Noregi tU samans. Niðurstaðan kemur í kjölfar rannsókna á hárri tíðni fósturskaða i bænum sem er tvöfalt algengari en annars staðar í Noregi. Norska umhverfisstofnunin hefur farið fram á að kvikasilfurs- mengun í stóriðju fari ekki yfir 15 kUó á ári og hafa stjómvöld heitið því að beita sér í málinu. Höfuðstöðvar II Manifesto Mikill mannfjöldl safnaöist saman fyrir utan bygginguna. Tilræði við kommúnista Sprengja sprakk í höfuðstöðvum n Manifesto, dagblaös italskra kommúnista, i Róm i gær. Einn maður særðist í sprengingunni, þekktur hægriöfgamaður, og er talið að hann hafi komið sprengj- unni fyrir. Sprengingin varð skömmu upp úr hádegi í inngangi á þriðju hæð en byggingin er í hjarta borgarinnar. Voru gestir og gangandi í óðaönn að kaupa inn fyrir jólin þegar atvikið átti sér stað. MikU mUdi þykir aö fieiri skyldu ekki slasast i tilræðinu. DV Serbar ganga að kjörborðinu í dag í táknrænum kosningum: 50 ára valdatíð kommúnista á enda Serbar ganga að kjörborðinu í þingkosningum í dag sem þykja öðru fremur táknrænar og til marks um þær breytingar sem orðið hafa í Serbiu og fyrrum ríkjum Júgóslavíu að undanfömu, nú siðast í kjölfar afsagnar Milosevic, forseta Júgóslaviu. Kosningabandalagi Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu, sem samanstendur af 18 flokkum, er spáð yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, 71 prósenti. Sósíalistaflokk- urinn, fyrmm stjórnarflokkur Milosevics, fær hins vegar 15 pró- sent samkvæmt sömu skoðanakönn- un. Samkvæmt spám þykir nokkuð ljóst að Kostuniea festi völd sín í sessi í dag en fari sem horfir er það í fyrsta skiptið í rúm 50 ár sem Sós- íalistaflokkurinn eða kommúnistar fara ekki með völdin í landinu. Kosningaeftirlitsmenn áttu von á frekar tíðindalitlum kosningum og Vojislav Kostunica Hefur ástæöu til aö brosa. fulltrúar stúdenta í Belgrad gengu óáreittir um göturnar og hvöttu menn til að neyta kosningaréttar síns. Fram undan bíða fjölmörg óleyst verkefni, þar á meðal aðgerð- ir gegn spillingarmálum sem eru mjög algeng í Júgóslaviu og í sum- um tilvikum nær löggjöfin ekki ut- an um slíkt athæfi. Vojislav Kostun- ica og Zoran Djindjic, bandamaður hans og næstæösti fulltrúi ríkis- stjórnarinnar, hafa heitið því að berjast gegn glæpum í þjóðfélaginu. Að þeirra mati mun baráttan ekki eingöngu verða háð gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi heldur einnig gegn mútuþægni embættismanna og smáglæpamönnum. Svartamark- aðir blómstra í Júgóslavíu og hafa gert frá dögum kommúnista. í við- horfskönnun sem gerð var á meðal serbnesku þjóðarinnar töldu yfir 50% rétt að greiða aukalega fyrir betri þjónustu. Hættiö að sprengja Betlehem Efnt var til friösamlegra mótmæla á Jötutorgi í Betlehem í fyrradag þar sem átökum ísraela og Palestínumanna var mótmælt. Feröamenn hafa veriö fáir í borginni aö undanförnu. Bankastjóri vitnar í réttar- höldunum gegn Estrada Forseti Filippseyja mátti þola enn eitt áfaflið í gær í réttarhöldum þingsins yfir meintri spiflingu hans þegar nýtt vitni kom óvænt fram í réttarhöldunum. Segir vitniö for- setann hafa stofnað bankareikning á fólsku nafni undir því yfirskini að leggja inn á hann 10 mifljónir Bandaríkjadala án þess að unnt yrði aö bendla hann við peningana. Vitnið, Clarissa Ocampo, er að- stoðarbankastjóri Equitable-PCI banka en vitnisburður hennar þykkir renna nokkuö sterkum stoð- um undir fullyrðingar saksóknara um að Estrada hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni sem hann geti ekki ekki gert grein fyrir hvaðan eru komnir. Þetta segir sak- sóknari vera brot á lögum gegn spillingu. Ocampo segir sjálf að féð hafi komið af bankareikningum úr sama Clarissa Ocampo Mikilvægasta vitni ákæruvaldsins til þessa. banka og Estrada hafi haft persónu- lega yfirumsjón með. Upphæðin á þeim reikningum nemur samtals um 24 milljónum Bandarikjadala, að þvi er fram kom í vitnisburði hennar. Estrada, sem er leikari aö mennt, hefur hingaö til gert lítið úr fullyrö- ingum ákæruvaldsins og kemur þess í staö opinberlega fram við ým- is hátíðleg tækifæri. Um vitnisburð Ocampo sagði Estrada að hann hefði ekki hugmynd um hvað að- stoðarbankastjórinn væri að fara en vísaði að öðru leyti til lögfræðinga sinna. Estrada fylgdist ekki með vitnisburði Ocampo sem var sjón- varpað í beinni útsendingu um Fil- ippseyjar. Forsetinn var vant við látinn og sagðist hafa verið við veisluhöld. Með réttarhöldunum er reynt að skera úr um hvort Estrada þáði mútur. Skipar ríkissaksóknara George W, Bush hefur skipað John Ashcroft í embætti ríkissaksóknara. Ashcroft, sem er frá Missouri, tapaði þingsæti sínu í öld- ungadeildinni í kosningunum í nóvember. Ashcroft hefur tvisvar gegnt stööu ríkisstjóra í Missouri auk þess sem hann gegndi stöðu saksóknara í rikinu. Dragi úr kjötútflutningi David Byrne, yfirmaður matvæla- eftirlitsstofnunar Evrópusambands- ins, hefur fariö fram á við þýsk stjórnvöld að þau dragi úr útflutn- ingi á kjötvörum vegna ótta um frekara kúariðusmit. ■ ■■ 13 í» Fangauppreisn lokið Tyrkneskum stjórnvöldum tókst í gær að yfirbuga síðustu fangana í stærstu fangauppreisn í landinu til þessa. Nokkur hundruð fangar tóku þátt, í 20 fangelsum víðs vegar um landið þar sem réttarstöðu fanga var mótmælt. Alls létu 26 lífið í átökunum sem hófust á þriðjudag. Gúsinskí laus úr haldi Spænskur dómstóll hefur úr- skurðað að Vladímír Gúsinskí, eig- andi Media Most fjölmiðlasam- steypunnar í Rússlandi, skuli leyst- ur úr varðhaldi. Rússnesk stjóm- völd höfðu farið fram á handtöku hans en hann er m.a. ákærður fyrir stórfelldan íjárdrátt. Ólögmæt handtaka Rússnesk stjóm- völd hafa gefið Ra- oul Wallenberg, sænskum erind- reka, sem hvarf í seinni heimsstyrj- öld, uppreisn æra. Sagði m.a. í til- kynningu rúss- neskra yfirvalda að handtakan á Wallenbergs og bílstjóra hans hefði verið ólögmæt. Wallenberg bjargaði þúsundum gyðinga frá því að lenda í útrýmingarbúðum nasista. Ósátt um forsetakjör Þing Moldavíu, sem i fjórgang hefur ekki tekist að koma sér saman um útnefningu á forseta, hefur ákveðið að efna til fimmtu atkvæðagreiðslunnar í næsta mánuði. Líklegt þykir að Vladímír Voronín verði tilnefndur. Góður við dýrin Eitt af síðustu embættisverkum Bills Clintons, forseta Banda- ríkjanna, var að færa í lög tillögur um meðferð á simpönsum. Stefnt er að því að koma upp griðasvæði þar sem gamlir simpansapar geta eytt eflinni eftir áralanga vist á bandarískum tilraunastofum. Ekkert lát á átökum Palestínskur borgari tók eigið líf og þriggja annarra er sprengja, sem hann hafði meðferöis, sprakk á kaffihúsi nærri yfirráðasvæöi gyðinga á Vesturbakkanum. Ekkert lát er á átökunum á Gaza.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.