Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Helgarblað H>V Á ödrum degi jóla verður frumsýnt í Borgarleik- húsinu leikritið Móglí sem byggt er á sögum Rudyards Kiplings. Leik- stjóri er Bergur Þór Ing- ólfsson og er þetta fyrsta verkið sem hann leikstýr- ir í atvinnuleikhúsi en hann hefur áður leikstýrt þremur verkum á heima- slóðum í Grindavík, þar af tveimur frumsömdum. Bergur gerði einnig leik- gerð og leikstýrði Örlaga- eggjum Búlgakovs hjá Leikskólanum. Kristinn jafnaðarmaður „Munurinn á atvinnuleikhúsi og áhugaleikhúsi er að þetta er mun stærri hópur vegna tæknideild- anna,“ segir Bergur. „Ég held að til- hneigingin í leikhúsi hafi veriö að tæknideildir séu einungis þjónustu- deildir. Mér finnst að það eigi ekki að vera þannig; allir í leikhúsinu eiga að starfa saman sem einn hóp- ur. Auðvitað er það leikarinn sem stendur að lokum einn á sviðinu. En þegar ákveöið er að nota sviðs- mynd, leikmuni, hljóö, fórðun og búninga þá finnst mér að það sé líka hluti af því að búa til sýningu. Tæknifólk er hluti af hópnum. Ég er samt hvorki kommúnisti né hippi. Ætli ég sé ekki kristinn jafn- aðarmaður." Lýðræöisleg leikstjórn „Vinna með læröum leikurum er nokkuð frábrugðin vinnunni með áhugafólki. Ég hef mikið unnið með ungu fólki og er það i raun ég sem skapa hugmyndaheiminn og er þar af leiðandi meiri einvaldur. Þegar unnið er með hámenntuðu fólki sem er margt hvert miklu lífsreyndara en ég sjálfur þá verður hópvinnan og lýðræðið meira. Það er mjög spennandi því það er gaman að skiptast á skoðunum og hætta ekki fyrr en allir eru sáttir. Það er mjög gott að geta verið í stórum hópi fólks og treyst öllum fyrir öllu. Ég er sá sem hef yfirsýn og tek ákvarðanir að lokum. Ég held utan um sýninguna en þarf í þess- um hópi ekki að skammast mín fyr- ir að spyrja um álit. Ég beygi mig undir rétt rökstuddar skoðanir. Ef það er hægt að sannfæra mig.“ Þetta virðist vera afskaplega lýð- ræðisleg leikstjóm. „Ef ég héldi að ég væri alvitur þá væri þetta ekki svona. Leikstjórn er samtal. Ég bið leikarana um að „hlýða“ mér ekki. Ég segi eitthvað og leikarinn á ekki að endurtaka þaö sem ég segi á sviðinu heldur á hann að svara mér. Alveg eins og í samtali. Svarið er ekki fyrirfram ákveðið. Það kemur þá í hlut leikar- anna að koma mér á óvart. Þannig leiðir þetta okkur áfram. Ég hef ekki hugsað upp allt samtalið og ákveðið hvert svarið er. Þannig veröur til ferli sem hleður utan á sig og opnar óvæntar leiðir.“ Eins og AA-fundir Bergur segir að æfingatímabilið hafi verið mjög skemmtilegt. „Við byrjuðum daginn á því að J DV-MYND PJBVR lllugl betri en Disney raun má segja aö Disney hafi skapaö sinn eigin Móglí einungis meö hliösjón af persónunni í sögu Kiplings," segir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri. „Eftir aö hafa lesiö sögu Kiplings og séö leikgerö llluga Jökulssonar er ég ekki sammála Disney. Myndin er skemmtileg og auövitaö má fara þessa leiö. Enmér finnst lllugi gera þetta miklu betur. “ leika okkur í barnaleikjum en eftir hádegi reyndum við að skýra sög- una, stöðu persóna. Það skemmti- lega í leikhúsi er að fabúlera með sögu hvers og eins; allt það óskrif- aða. Við fyllum upp í myndina fyrir og eftir leikritið og búum til sjálf- stæðan heim sem við tökum við af Kipling. Við reynum i leiknum að sam- sama verkið eigin reynslu. Við byrj- uðum æfingatímabilið á því að tala um okkur sjálf og eigin reynslu- heim. Þangað sóttum við sögur." Þetta hljómar eins og AA-fundur: „Já, kannski. Við þessar samræð- ur myndast ákveðið traust. Það hafa allir gaman af að segja frá sjálfum sér. Sjaldnast gefst okkur næði til að segja frá slíku. Ef ég miða viö þá óvirku alkó- hólista sem ég þekki hefðu allir gott af því að fara í meðferð. Þeir hafa farið í klaustur sem gefur þeim lífs- sýn og aga sem gerir þá að skyn- samara fólki.“ KJartan, Mario, Rimas og Stefan Undirbúningurinn minnir einna helst á starfsaðferðir Rimasar Tum- inasar. Er þetta ekki óvenjulegur undirbúningur fyrir barnasýningu? „Leiklist fyrir börn er ekki öðru- visi en fyrir fullorðna. Við höfum í undirbúningnum leitast við að finna lífskraftinn sem er í bók Kiplings. Ég er leikaramenntaður og nota reynslu mína af þeim leikstjórum sem ég hef unnið með. Þar á meðal eru Rimas Tuminas, Kjartan Ragn- arsson, Mario Gonzales og Stefan Metz. Þetta eru þeir leikstjórar sem ég hef lært mest af.“ lllugi betri en Disney Móglí er líkast til flestum kunn- ugur í gegnum Disney-útgáfuna: „Við höfum ekkert horft á mynd- ina. Ég hef gert ráð fyrir þvi að all- ir þekktu hana. Við höfum því ekk- ert borið uppfærsluna saman við myndina; hræðumst Disney hvorki né leitum til hans. í raun má segja að Disney hafi skapað sinn eigin Móglí einungis meö hliðsjón af persónunni í sögu Kiplings. Eftir að hafa lesið sögu Kiplings og séð leikgerð Illuga Jök- ulssonar er ég ekki sammála Disn- ey. Myndin er skemmtileg og auð- vitað má fara þessa leið. En mér finnst Rlugi gera þetta miklu bet- Hvorki kommúnisti Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir Móglí, jólasýningu Eyðilögð jól? Bergur flutti sig úr Þjóðleikhús- inu í Borgarleikhúsið fyrr á árinu. Hann hafði frá útskrift starfaö í Þjóðleikhúsinu og tekið þátt í fjöl- mörgum uppfærslum. „Ég sakna þeirra sem ég vann með í Þjóðleikhúsinu. Ég á þar marga góða vini. En þetta er eins og fyrir bam að skipta um skóla og flytja í nýtt hverfi. Hér er líka ynd- islegt fólk sem er orðið hluti af lífi mínu. Ég kann mjög vel við and- rúmsloftið og hér er umhverfi sem á eftir að skila sér eftir nokkur ár í nýrri sýn og nýjum anda sem skilar sér á leiksviðinu. Ef peningamir endast." Nú er frumsýningin á öðrum degi jóla. Heldurðu að það eyðileggi jólin fyrir þér? „Nei, nei. Er hægt að eyðileggja jólin?" -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.