Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Lutz Reinstrom kvaðst saklaus af pyntingum og morðum: Priðja konan kom lögregl- unni á sporið Hann neitaði öllu. Hann hafði ekki tælt konurnar tvær niður í byrgið sitt. Hann hafði ekki pyntað þær. Hann hafði heldur ekki nauðg- að þeim hvað eftir annað í þá fjóra daga sem hann hafði haldið þeim í pyntingarklefanum sínum. Hann hafði heldur alls engan pyntingar- klefa í húsinu sínu. Og hann hafði ekki myrt konumar. Ásakanimar um að hann hefði stykkjað líkin voru hræðilegar. Lutz Reinstrom, sem var 45 ára feldskeri frá Hamborg, vísaði öllum sakargiftum á bug. En hann laug. Lögreglan gróf upp tvær tunnur í garðinum hans sem í voru stykkjuð konulík. Þau höfðu að hluta til leyst upp í sým. Það var þriðja konan sem kom lögreglunni á sporið. Christa Sever- in, sem var 32 ára, var í uppnámi þegar hún leitaði til lögreglunnar og greindi frá því sem hún hafði upplif- að að næturlagi. Að loknu skemmti- legu kvöldi í bænum hafði hún far- ið heim með Lutz Reinstrom sem bjó 1 úthverfl Hamborgar. Hann hafði reynt að læsa hana inni í leyniherbergi sem var í kjallara hússins. Christu hafði tekist að flýja klæðlítil. Hún hafði fengiö það á til- finninguna að hún væri ekki fyrsta konan sem hafði verið læst í leyni- herberginu sem líktist mest pynt- ingaklefa. Leynidyr á bak viö hillu Það tók lögregluna ekki langan tíma að finna heimilisfangið. Lutz Reinstrom kom brosandi til dyra. Aðspurður kvaðst hann þekkja Christu Severin. Hann hélt það nú. Hún væri eiginlega hálfrugluð. Ósköp sæt en með of mikið ímynd- unarafl. Það haföi alls engin áhrif á Lutz Reinstrom að lögreglan skyldi vera í heimsókn. Þegar lögreglan bað um að fá að kíkja niður í kjallara afsak- aði hann sig með því að þar væri allt í rusli og óhreinindum. Hann fullyrti að það væri alls ekkert leyniherbergi í kjallaranum. En lög- reglan rannsakaði samt kjallarann vandlega. Hún fann leynidyr á bak við hillu. Þegar lögreglan opnaði dyrnar sá hún að kalla þyrfti á starfsmenn annarra deilda, glæpa- deildarinnar og tæknideildarinnar. En næg ástæða þótti tU að handtaka Lutz Reinstrom á staðnum og fara með hann niður á stöð. Herbergið reyndist vera alger pyntingarklefi. Lögreglan fann svip- ur af öllum stærðum og gerðum, „Þegar lögreglan bað um að fá að kíkja nið- ur í kjallara afsakaði hann sig með því að þar væri allt í rusli og óhreinindum. Hann fullyrti að það væri alls ekkert leyniher- bergi í kjallaranum. En lögreglan rannsak- aði samt kjallarann vandlega." handjárn, klípitengur, reipi og stangir tU þess að láta fómarlömb hanga í. Hvarf á leið til sambýlís- mannsins Önnur kvennanna, sem urðu fómarlömb Reinstroms, var Ann- egret Bauer, 31 árs, er hvarf þegar hún var á leið tU fundar við sambýl- ismann sinn. Hún kom aldrei á ákvörðunarstað því á leiðinni þang- að hafði hún mætt fyrrverandi kærasta sínum, Lutz Reinstrom. Ekki er alveg ljóst hvemig hon- um tókst að tæla Annegret heim tU sín en hann fúUyrti aö hún hefði fylgt honum af fúsum og fijálsum vUja. Annegret hafnaði að minnsta kosti í pyntingarklefanum hans. Hann hélt henni þar innUokaðri í fjóra sólarhringa. Hann batt hana og nauðgaði henni. Samtímis barði hann hana með svipu því hann fékk ekki kynferðislega fuUnægingu sæi hann ekki konu þjást og reka upp sársaukavein. Ekki þykir leika neinn vafi á pyntingaraðferðum Lutz Rein- stroms því lögreglan fann segulband með rödd Annegret. Hún lauk frá- sögn sinni með orðunum: „Þetta er leyndur kynlifsdraumur aUra ófuU- nægðra kvenna." í bakgrunni heyrðist Reinstrom skipa fyrir. Rödd konunnar var fuU af ótta og sársauka. Dularfull póstkort Reinstrom brosti eins og áður og sagði að Annegret hefði samþykkt segulbandsupptökuna og að hún hefði notið aUs þess sem þau hefðu gert saman. TU stuðnings frásögn sinni sýndi hann stafla af póstkort- um sem Annegret Bauer virtist hafa sent honum. Á þeim þakkaði hún honum fyrir íjóra dásamlega daga og skrifaði: „Mér líður vel og er hamingjusöm með nýtt líf mitt.“ Póstkortin voru send frá ýmsum stöðum í Þýskalandi. Þau voru öU með sömu rithendinni og höfðu ver- ið skrifuö meö sama kúlupenna að heimUisfanginu undanskUdu. Það var skrifað með annarri rithendi og lögreglan var sannfærð um að Rein- strom hefði þvingað Annegret tU að skrifa kortin áður en hann myrti hana. Hann hefði síðan sent sjálfinn sér kortin. Á nokkrum kortanna sáu tæknimenn lögreglunnar orðið hjálp skrifað með agnarsmáum bók- stöfum. Þekktur í vændishverfum Hamborgar Lutz Reinstrom gat ekki gefið neina skýringu á því hvemig lík Annegret Bauer hafði hafnað í sýru- baði í tunnu sem grafin hafði verið niður í garðinum hans. Þegar lög- reglan fann myndband með ofbeldi í bókahiUu hans uppgötvaði hún að hin myrta hafði verið stykkjuð á sams konar hátt og sýnt var á Hildegard Kaufmann Á póstkorti, sem eiginmaöur Hildegard fékk, kvaöst hún hafa hafiö nýtt líf. Eiginmaöur hennar varö forviöa og sýndi lögreglunni kortiö. Annegret Bauer Annegret hvarf á leiö til fundar viö sambýlismann sinn. Hún haföi mætt fyrrverandi kærasta sínum á ieiöinni til sambýlismannsins. Morðinginn Lutz Reinstrom brosti ekki eftir aö hann haföi veriö dæmdur í lífstíöarfangelsi fyrir grimmileg morö. Hann vísaði öllum sakargiftum á bug en sagöi þaö skrifaö í stjörnurnar að hann myndi rata í miklar raunir. Hús moröingjans Hræðilegir atburöir geröust í kjallara þessa húss í úthverfí Hamborgar í Þýskalandi. myndbandinu. Reinstrom gat held- ur ekki gefið neina skýringu á þessu. Við frekari rannsókn málsins komst lögreglan að því að Lutz Reinstrom var þekktur meðal sadómasókista í vændishverfum Hamborgar. Hann var þekktur fyrir afbrigðUegar hneigðir sínar því hann hafði sjálfur aldrei leynt þeim. Fyrrverandi eiginkona hans, sem var vitni við réttarhöldin, greindi frá því að honum hefði hvorki risið hold né hefði hann getað fengið fuU- nægingu berði hann hana ekki sam- tímis og niðurlægði. Konan, sem fannst í hinni tunn- unni í garði Lutz Reinstroms, var HUdegard Kaufmann sem var 61 árs. Maðurinn hennar, sem um skeið hafði verið vinnuveitandi Lutz Reinstroms, fór tU lögreglunn- ar með póstkort sem hann hafði fengið frá konunni sinni eftir að hún hvarf. HUdegard hafði skrifað á kortið að hún hefði hafið nýtt líf. Hún sagði að sér liði vel og væri ham- ingjusöm. Eiginmaður Hildegard Kaufmann var forviða og skUdi hvorki upp né niður. Hjónaband þeirra hafði verið gott og HUdegard hafði aldrei gefið í skyn að hún hefði í huga að yfirgefa hann. Reinstrom neitaði alltaf að hafa átt þátt í morðunum á konunum tveimur. Hann hafði með sér fjölda tímarita og bóka um stjörnuspeki í fangaklefann. „Það er skrifað í stjörnumar að ég eigi að rata í lang- ar og erfiðar raunir. En þar stendur einnig að ég muni að lokum sigra og setjast að erlendis," sagði hann. Bið verður á þeirri utanlandsferð því i undirrétti í Hamborg var Lutz Rein- strom dæmdur i lífstíðarfangelsi fyrir morð á tveimur konum. Þá hvarf brosið af andliti hans. Einni umsókn of mikið Lynne Rogers fékk svar við atvinnuumsókn frá morð- ingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.