Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Page 25
25 » Helgarblað Versta merking: Þú ert subba. Að gefa einhverjum fótanudd- tæki. Besta merking: Ég veit að þú ert svo þreytt eftir erfiða vinnu. Versta merking: Vatn og rafmagn eru hættuleg blanda. Að gefa einhverjum ilmvatn. Besta merking: Þú ilmar alltaf svo vel, ástin mín. Versta merking: Þú þarft að lykta betur. Að gefa einhverjum handklæði og sápu eða freyðibað og ilmolíu. Besta merking: Þú átt að dekra við þig því þú átt það skilið. Versta merking: Þú þarft sannar- lega að fara í bað. Að gefa einhverjum blóðþrýst- ingsmæli. Besta merking: Mér er annt um heilsu þína. Versta merking: Þú lítur út eins og þú sért að springa úr of háum blóðþrýstingi. Að gefa einhverjum ávexti. Besta merking: Þú borðar svo hollan mat og ert svo heilbrigður. Versta merking: Ég fann ekkert annað handa þér. Það er hægt að skjóta sig eftir- minnilega í fótinn ef maður hugsar ekki um gefandann áður en maður kaupir gjöfina heldur æðir um í blindni veifandi kreditkortinu. Þeir sem kaupa fyrst og hugsa svo lenda i svipuðum hremmingum og maður- inn sem gaf konunni sinni sams konar náttkjól og ilmvatn þrenn jól í röð. Gjafir geta líka verið alveg sérlega ósmekklegar í ljósi þess hver er viðtakandi án þess að það hafi verið ætlunin. Það er óheppi- legt að gefa mjög feitum einstaklingi hlaupaskó eða gefa þeim sem er hættur að reykja öskubakka eða gefa sykursýkisjúklingi konfekt. Það er slysalegt að gefa barni klúr- ar bækur, gefa blindum manni bílaryksugu eða gefa nýfráskildum konum eitthvað fyrir tvo. 4 Best er að forðast slysin með því að gefa engum neitt nema vita ná- kvæmlega hvaða vonir og þrár liggja að baki. Þá fer enginn í jóla- köttinn og allir eru vinir. Líka eftir jólin. -PÁÁ gkrv m mim a Æ m llÉIliÍlHI sikkiif sBimzt'irrli ;jr4 wrí 5KJA5ZU JS, þBjrj /öhilckifi slcjur ú tkBif dJ þjóÚBifhiriBif íú rriuriiiíf) cjafBi erjrMS m gluóhucjfBi jólBiy hrriiuriBifJ viðtökurnar á þessu fy sem hæst ber dreifing u-hátíðinni og sívaxan oforð; loforð um að balli betur á komandi ári. gleðileg jól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.