Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
Helgarblað
DV
Frumkvöðullinn frá Fære
- Jákup Jacobsen, eigandi Rúmfatalagersins, byrjaði ferilinn sem stýrimaður
íslendingar hafa stundum hlegið
að Færeyingum. Kannski er þetta
vegna þess að þeir eru eina þjóðin
sem er minni en við og eina þjóöin
sem við getum unnið í handbolta og
þess háttar. Svo hljómar tungumál
þeirra mjög einkennilega og fólk
glottir þegar það heyrir færeysk
nöfn á algengum hlutum.
Þegar Jákup Jacobsen kom fyrst
til íslands og opnaði Rúmfatalager-
inn á afskekktum stað í Kópavogi, í
kjallara þar sem BYKO er nú til
húsa, þá glottu menn út í annað eða
jafnvel hlógu. Síðan eru liðin 13 ár,
verslanir Rúmfatalagersins eru tíu
talsins í þremur löndum og engum
dettur lengur í hug að hlæja að
Jákup en menn eru alveg til í að
hlæja með honum.
„Þegar ég kom fyrst til íslands þá
seldist eiginlega allt sem við vorum
með á fyrstu tveimur vikunum.
Sennilega hafa menn haldið að við
værum útsölumarkaður sem stæði í
stuttan tíma. En svo komu tvö heil
ár þar sem reksturinn gekk ekkert
sérlega vel,“ segir Jákup þegar
hann riíjar upp fyrstu skref sín í ís-
lensku viðskiptalífi.
Héldu að Skeifan dæi
Rúmfatalagerinn flutti tljótlega á
hornið á Auðbrekku og Skelja-
brekku sem Jákup segir að hafi ver-
ið ágætur staður en það var erfitt að
finna innganginn á húsinu. Hann
ákvað því að flytja verslunina inn i
Skeifu, þar sem umferðin væri
meiri, og fór að leita sér að hús-
næði.
„Þetta var á þeim tíma sem Hag-
kaup ætlaði að flytja úr Skeifunni
og inn i Kringlu. Allir héldu að þá
myndi Skeifan deyja og þess vegna
vildi enginn leigja okkur húsnæði
en allir vildu selja. Við gerðum
ágætan samning um kaup á húsi
með afborgunum sem voru áþekkar
leigu. Svo skipti Hagkaup um skoð-
un og ákvað að vera um kyrrt i
Skeifunni og það var ágætt fyrir
okkur. Síðan hefur allt gengið vel
hjá okkur á lslandi.“
Hár á bringuna á sjónum
Jákup Jacobsen ætlaði upphaf-
lega ekki að verða kaupmaður.
Hann fæddist og ólst upp í Þórs-
höfn i Færeyjum og fór fljótlega á
sjóinn eins og margir ungir menn
í eyjunum. Hann lærði til skip-
stjóra í stýrimannaskóla og var
árum saman til sjós, bæði á línu-
bátum og frystitogurum.
„Mér fannst alltaf gaman á sjón-
um. Þar fékk maður hár á bring-
una og lærði margt sem hefur nýst
mér vel í lífinu. Ég hafði gaman af
því að keppa við skipstjórann og
hina stýrimennina um það hver
fiskaði mest á sinni vakt. Ég hef
alltaf gaman af að keppa og ég
kunni vel við agann og skipulagið
sem er um borð í togara."
Jákup segir að seinustu árin
sem hann var stýrimaður á stórum
færeyskum frystitogara hafi hann
ekki verið í landi nema 6-7 daga á
ári.
„Alltaf þegar við komum í land
þá spurði skipstjórinn hvort ég
væri ekki til í aö fara með skipið
til Aberdeen og selja aflann þvi ég
væri einhleypur og þyrfti ekki frí.
Ég sagði aÚtaf já og svo tók við
annar sex vikna túr. Þetta var auð-
vitað ekki hægt.“
Jákup fékk hugmyndina að
verslunarrekstri þegar hann var á
ferð í Danmörku og sá verslun sem
heitir Jysk og minnir um margt á
Rúmfatalagerinn. Hann ákvað að
setja svipaða verslun á fót í Fær-
eyjum og hrinti því í framkvæmd.
„Ég ætlaði ekki að verða kaup-
maður. Það bara gerðist. Mér
fannst þetta mjög skemmtilegt en
samt langaði mig alltaf á sjóinn
fyrst til að byrja með. Stuttu eftir
að ég byrjaði með búðina í Færeyj-
um var mér boðið pláss á græn-
lenskum rækjutogara sem mér
fannst mjög freistandi og var næst-
um því búinn að segja já.“
Fékk nafna sinn í liöiö
Þegar Jákup ákvað svo að færa út
kvíarnar og stofna aðra verslun á
íslandi þá voru reglur og lög með
þeim hætti að útlendingar máttu
ekki eiga nema 49% hlut í íslensk-
um fyrirtækjum. Jákup fékk tveim-
ur árum seinna undanþágu frá
þessu og á nú 4/5 í Rúmfatalagern-
um á móti 1/5 sem Jakob Purkhuus,
samstarfsmaður hans og meðeig-
andi, á.
Eftir að verslunin var stofnuð í
Skeifunni fór reksturinn að ganga
mjög vel og það var opnuð verslun á
Akureyri og önnur í Holtagörðum
og síðan í Hafnarfirði. Allt gekk
samkvæmt áætlun en Jákup var
samt til i stækka meira. Hann og
Jakob Purkhuus, félagi hans, töldu
að enn vantaði verulegt húsnæði
undir verslunina og ákváðu að ráð-
ast í byggingu verslunarmiðstöðvar-
innar við Smáratorg.
Hola í jörðlna
Það var fyrir um það bil þremur
árum og þeir félagar fengu tilboð í
grunninn og hófust handa við að
byggja og leita að fjárfestum sem
vildu vera með í þessu ævintýri.
„Það gekk mjög illa. Þetta var bara
hola í jörðinni og enginn sem vissi
hvort þetta hverfi yrði nokkum tím-
ann að neinu. Það vildi enginn taka
húsnæðið á leigu og enginn vildi
leggja fé í þetta. Það endaði með þvi
að við ákváðum að eiga þetta einir.“
1 dag er Smáratorg alltaf fullt út úr
dyrum og biðlisti eftir verslunar-
plássi. Þeir félagar höfðu tekið veru-
lega áhættu sem gekk upp.
„Við vissum ekki nákvæmlega
hvað húsið myndi kosta þegar við
byrjuðum. Við buðum út grunninn,
svo steypuna og svo koll af kolli. Við
vorum mjög heppnir og gátum byggt
allan veturinn og þannig varð kostn-
aðurinn ekki óeðlilega mikill. En um
tíma var þetta ógurlega stressandi og
mikið álag að vita hvort þetta tækist.
En við urðum að leggja allt undir og
komast í stærra húsnæði og það
tókst."
Aö hrökkva eða stökkva
Samkvæmt heimildum DV sjá
margir kaupsýslumenn eftir því að
hafa ekki tekið áhættuna með Fær-
eyingunum tveimur þegar þeim
stóð það til boða. Þannig mun Jó-
hannes Jónsson í Bónus hafa verið
orðinn ákveðinn að eiga helming
hússins með Jákupi en dregið sig til
baka. Jákup vill ekki ræða það mál
í smáatriðum því hann segir að Jó-
hannes sé vinur sinn til margra ára.
Stýrimaðurinn og skipstjórinn er
löngu farinn að stjórna miklu
stærri skipshöfn en nokkurn tíma
myndi rúmast um borð í einum tog-
ara. í 10 verslunum Rúmfatalagers-
ins vinna um 120 manns, þar af um
70 í versluninni í Vancouver, en þar
blómstrar Rúmfatalagerinn undir
stjóm Lúðvíks Kristjánssonar sem
stjórnar aðgerðum á vettvangi.
Það mætti skrifa langt mál um
það hvemig þeir sem stýra stórum
fyrirtækjum stjórna þeim nákvæm-
lega og margt er ritað og rætt um
stefnur og strauma í stjórnun og
margar þykkar bækur hafa verið
ritaðar um stjómun og stjómunar-
stíl.
Dagur í lífi Jákups
En hvernig stjómar Jákup,
hvemig er dæmigerður vinnudagur
hjá honum?
„Ég vakna yfirleitt um sjö og fæ
mér morgunmat, tek þátt í að koma
börnunum í skólann og er svo kom-
inn hingað í Smáratorg um áttaleyt-
ið.. Ég reyni að vera kominn heim
svona 6-7 á daginn og fer oft i leik-
fimi til að hressa mig við en hef ný-
lega byrjað að spila tennis sem mér
finnst mjög skemmtilegt."
Jákup ségist oft vera fram undir
hádegi i Smáratorgi en sinnir síðan
ýmsum erindum og heimsækir
verslanir Rúmfatalagersins oft og
lítur eftir því hvemig gengur. Einu
sinni í viku hittir hann alla verslun-
arstjórana og rekstrarstjóra Rúm-
fatalagersins á fundi sem hann seg-
ist reyna að hafa eins stuttan og
hægt er. Að öðru leyti er hann alltaf
í sambandi gegnum GSM-símann og
skrifstofusímann sem er stilltur á
gemsann ef Jákup er úti.
Hvar er elgandlnn?
Þegar blaðamaður DV kemur í
heimsókn á Smáratorg til að hitta
Jákup þá finnst hann ekki uppi á
skrifstofu. Stutt leit leiðir í ljós að
eigandinn er að sýsla í jólaskrauts-
rekkanum frammi í búð við að
ganga frá jólaskrauti sem er komið
á 50% afslátt þegar hér er komið
sögu.
„Það er orðið svo stutt til jóla að
það er um að gera að koma þessu út.
Ef við ekki seljum það þá þurfum
við bara að geyma það í ár með til-
heyrandi kostnaði."
Við göngum til skrifstofu Jákups
sem er eiginlega ekki hefðbundin
skrifstofa maruis sem stjórnar fyrir-
tæki sem veltir hundruðum millj-
óna heldur sameiginlegt vinnu-
svæði sem hann deilir með
nokkrum öðrum. Staðurinn ber með
sér að hér eru menn að vinna en
ekkert að sýnast. Það er tafla á
veggnum, klukkur sem sýna tímann
í Reykjavík, Vancouver og Þórs-
höfn, en fátt um hefðbundin stöðu-
tákn forstjóra, eins og sérhönnuð
húsgögn eða rúmgóða homskrif-
stofu með útsýni. Eina útsýnið héð-
an er yfir gólfið í versluninni þar
sem íslendingar eru sem óðast að
kaupa inn fyrir jólin.
Hornskrifstofur úr tísku
„Ég held að hlutir eins og horn-
skrifstofur séu komnar úr tísku
nema hjá gamaldags forstjórum.
Mér flnnst óskaplega leiðinlegt að
sitja á skrifstofunni. Ég vil miklu
frekar vera að gera eitthvert gagn í
búðinni. Ég fer um allt og skoða en
reyni að skipta mér ekki of mikið af
starfsfólkinu. Verslunarstjórarnir
verða að ráða, það er þeirra starf.“
Jákup er giftur Eriku Jacobsen
og þau eiga fimm börn á aldrinum
eins til tólf ára. Hún er þjálfaður
bankastarfsmaður en vinnur ekki
utan heimilis og skal engan undra
miðað við barnafjöldann. Þau hjón-
in búa í Breiðholti og Jákup segir
að þar sé gott að búa með börn, góð-
ir skólar og góð aðstaða. Þau hjónin
fluttu ekki til Islands fyrr en 1994.
Þangað til annaðist Jákup rekstur
Rúmfatalagersins í Færeyjum og
kom hingað aðeins þegar þurfti en
Jakob Purkhuus sá um Rúm-
fatalagerinn hér. Þegar þetta er
skoðað í ljósi fárra funda í fyrirtæk-
inu þá hlýtur maður að draga af
þessu þá ályktun að Jákup treysti
samstarfsmönnum sínum mjög vel.
99% eru heiðarleg
„Maður verður að gera það. Ég
held að 99% fólks séu heiðarleg. Það
er þetta eina prósent sem allir eru
að reyna að forðast og enginn vill
eiga viðskipti við eða hafa i vinnu.
Ég vil ekkert vera að stjórna fólki í
smáatriðum en sjálfsagt stjórnar
maður stundum án þess að ætla
það. Mér finnst að þeir sem eiga fyr-
irtæki og stjórna þeim eigi að reyna
að vera öðrum fyrirmynd. En ég
treysti samstarfsmönnum mínum
100%. Annars myndi ég aldrei sofa
dúr.“
Ertu þá svona mikill mannþekkj-
ari?
„Ég er ekki óskeikull," segir
Jákup.
„Ég geri oft hrikaleg mistök."
Verslun eða fasteignir
Nýlega var opnuð verslunarmið-
stöðin Glerártorg á Akureyri. Þar er
Rúmfatalagerinn ásamt 22 öðrum
búðum undir einu þaki á 9000 fer-
metrum. Eins og á Smáratorgi eru
það Jacobsen og Purkhuus sem eiga
húsnæðið saman. Er rekstur þeirra
að færast úr verslunarrekstri meira
yfir í fasteignarekstur?
„Ég veit það ekki. Þetta gerist
bara svona hægt og hægt. Við höf-
um oft fengið hugmyndir að alls
konar verslunum en alltaf hætt við
þær og ákveðið að halda okkur við
rúmfótin. Við höfum verið heppnir
með byggingar og það hefur gengið
vel. Það verður að koma í ljós hvað
við gerum í framtíðinni."
Höldum áfram aö byggja
Eins og fyrri daginn situr Jákup
ekki alveg auðum höndum. Hann og
félagi hans eru að undirbúa mikla
viðbyggingu við Smáratorg sem
myndi tvöfalda stærð þess. Bygging-
in er nú þegar komin á teikniborðið
og er gert ráð fyrir verslunum á
jarðhæð og skrifstofuhúsnæði á efri
hæðunum. Öfugt við það sem var
Jákup segist hafa lært stjórnun þegar hann var á sjónum.
Ég vil ekkert vera aö stjórna fólki í smáatriöum en sjálfsagt stjórnar maöur stundum án þess aö ætla þaö. Mér finnst aö þeir sem eiga fyrirtæki og
stjórna þeim eigi aö reyna aö vera öörum fyrirmynd. En ég treysti samstarfsmönnum mínum 100%. Annars myndi ég atdrei sofa dúr. “
4