Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Side 47
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 51“*- DV Tilvera Fimmtugur 85 ára___________________________ Gísli Ketilsson, Keflavíkurgötu 18, Hellissandi. Þorsteinn Arnalds, Barmahlíö 13, Reykjavík. 80 ára___________________________ Agnes Helga Hallmundsdóttir, löufelli 10, Reykjavík. Ólafur Jakob Helgason, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. 75 ára___________________________ Ársæll Ásgeirsson, Bröttuhlíð 2, Seyðisfirði. Sigurður Sigurðsson, Nýbýlavegi 38, Köpavogi. 70ára____________________________ Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Keldulandi, Skagaf. Pétur Pétursson, Hringbraut 82, Keflavík. 60 ára___________________________ Ásdís Elfa Jónsdóttir, Aratúni 15, Garðabæ. Gunnar Maggi Árnason, Hálsaseli 20, Reykjavík. Gunnhildur Ólafsdóttir, Tunguseli 1, Reykjavík/ Ingimunda Þórunn Loftsdóttir, Álmholti 7, Mosfellsbæ. Karen Kristjánsdóttir, Þverási 18, Reykjavík. Kristinn Þ. Bjarnason, Ásvallagötu lOa, Reykjavík. Richard Dean Thompson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. Sigursveinn Hauksson, Stífluseli 12, Reykjavík. 50 ára___________________________ Ásmundur Sverrir Pálsson, Gauksrima 34, Selfossi. Guðmundur Smári Guðmundsson, Vallarási 2, Reykjavík. Hildur Valgeirsdóttir, Víöigrund 33, Kópavogi. Ingibjörg Jónsdóttir, Noröurgaröi 25, Keflavík. Kristinn B. Valdimarsson, Öldugötu 13, Seyðisfirði. 40 ára___________________________ Björgvin H. Björgvinsson, Álfholti 16, Hafnarfirði. Fríða Sólrún Rúnarsdóttir, Vallholtsvegi 9, Húsavík. Gunnar Sigurjónsson, Hrauntungu 63, Kópavogi. Inga Dóra Guðmundsdóttir, Þingási 24, Reykjavík. Kristborg Níelsdóttir, Efstaleiti 14, Reykjavík. Sigurður Sigurðsson, Hjallavegi 15d, Njarðvík. , Sigurlaug Jóhannsdóttir, Lyngrima 16, Reykjavík. Þóra Þorgeirsdóttir, Langárfossi, Mýrasýslu. Þjónustu- auglýsingar ►I 550 5000 Árni Blandon Einarsson framhaldsskólakennari og fyrrv. leikari Arni Blandon Einarsson, fram- haldsskólakennari og fyrrv. leikari, Heimahaga 13, Selfossi, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Árni fæddist í Reykjavik en ólst upp í vesturbænum í Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1970, sveinsprófi í húsasmíði 1971, BA-prófi í sálfræði frá HÍ 1975, öðl- aðist meistararéttindi í húsasmíði 1977, stundaði leiklistarnám við Webber Douglas í London og lauk þar prófum 1979, lauk prófum í upp- eldis- og kennslufræði við HÍ 1980, lauk BA-prófi frá Ht í almennri bók- menntasögu 1985, MA-prófi í saman- burðarbókmenntum frá New York University 1987, M.Phil.-prófi í sam- anburðarbókmenntum við New York University 1989 með áherslu á leikhúsfræði - framúrstefnuleikhús, sálfræðilegar bókmenntir og samtímabókmenntakenningar. Árni starfaði við leikstjóm hér á landi og öðlaðist leikstjórnarrétt- indi 1992. Árni var leikari við Þjóðleikhús- ið 1980-83, stundaði leikstjórn 1990-93 og hefur verið deildarstjóri í sálfræði við Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi frá 1993 og kennir þar m.a. kvikmyndasögu, heim- speki, listir og menningu. Árni lék Berger í Hárinu hjá Leikfélagi Kópavogs og Gosa i sam- nefndu leikriti í Þjóðleikhúsinu. Þá var Ámi gítarleikari í hljómsveit- inni Töturum á árunurn 1968-70 og samdi þá m.a. lagið Dimmar rósir sem hljómsveitin gerði frægt. Fjölskylda Eiginkona Árna er Guðrún Ein- arsdóttir, f. 14.9. 1954, sálfræðingur. Hún er dóttir Einars Guðmundsson- ar, fyrrv. skipstjóra í Njarðvík, og Ásu Lúðvíksdóttur húsmóður. Börn Árna og Guðrúnar eru Erla Rut, f. 6.12. 1995; Anna Rós, f. 14.4. 1998. Börn Árna frá fyrra hjónabandi eru Einar, f. 24.5. 1978, kvikmynda- tökumaður hjá Skjá 1, búsettur í Reykjavík; Þóra Karitas, f. 23.10. 1979, guðfræðinemi og umsjónar- maður háskólaþáttarins Pensúms á Skjá 1, búsett í Reykjavík. Stjúpdóttir Árna er Ása Lind Finnbogadóttir, f. 6.2. 1972, guð- fræðinemi og djákni, en sonur hennar er Emil Kári Magnússon, f. 23.8. 1996. Alsystir Árna er Berglind Einars- dóttir, f. 17.5. 1958, hárskeri í Reykjavík. Hálfsystir Áma er Gyðríður Ein- arsdóttir, f. 12.1. 1949, búsett í Reykjavík. Foreldrar Árna eru Einar Hall- mundsson, f. 29.6. 1924, húsasmíða- meistari og lengi starfsmaður BYKO, og Erla Ámadóttir Blandon, f. 18.10. 1930, fyrrv. skrifstofukona við Kópavogshælið. Þau búa nú í Reykjavík. Ætt Einar er bróðir Ingveldar, móður Harðar Kristinssonar, forstöðu- manns Akureyrarseturs Náttúru- fræðistofnunar. Einar er sonur Hallmundar, trésmiðs á Brú á Stokkseyri, bróður Halldórs útskurðarmeistara. Hallmundur var sonur Einars, b. í Brandshúsum, Einarssonar, b. í Butru í Fljótshlíð, Einarssonar. Móðir Hallmundar var Þórunn Halldórsdóttir, trésmiðs á Teigi, Guðmundssonar og Guðbjarg- ar Guðmundsdóttur. Móðir Einars var Ingibjörg Bjarnadóttir, b. í Túni, Eiríkssonar, b. þar, bróður Kristínar, langömmu Brynjólfs Bjarnasonar, heimspek- ings og ráðherra. Eiríkur var sonur Bjama, b. í Árbæ, Stefánssonar, Bjamasonar, ættföður Víkingslækj- arættar, Halldórssonar. Móðir Ei- Sjötiu og fimm ára Erna R. Jónsdóttir fyrrv. kaupkona Erna R. Jónsdóttir, fyrrv. kaupkona og starfskona við að- hlynningu, til heimil- is að Norðurbrún 1, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á aðfangadag. Starfsferill Ema fæddist á Suðureyri við Tálknafjörð. Hún ólst upp á Suðureyri og síðan á Patreksfirði en flutti síðar til Reykjavíkur. Erna starfaði framan af við versl- unarstörf. Hún rak um nokkurra ára bil verslun, ásamt eiginmanni sínum og starfaði við aðhlynningu á Reykjalundi og Skjóli. Erna var virkur félagi tO margra ára í kvenfélaginu Öldunni. Fjölskylda Erna giftist Theodór Jónssyni, f. 21.8. 1929, skipstjóra. Þau skildu. Börn Ernu og Theodórs eru Mar- grét Theodórsdóttir, f. 28.3. 1954, skólastjóri, gift Friðbert Pálssyni en þau eiga tvo syni; Halldór J. Theodórs- son, f. 15.9. 1958, skrifstofumaður, kvæntur Ingibjörgu Leifsdóttur en þau eiga þrjú böm; Sig- rún Edda Theodórs- dóttir, f. 13.6. 1968, táknmálstúlkur en hún á tvær dætur. Systir Emu var Magnea Jónsdóttir, nú látin, var gift Baldri Guðmunds- syni sem einnig er látinn, en þau eignuðust sex börn; Sigurrós Jónsdóttir, gift Eyjólfi Magnússyni og eiga þau þrjár dæt- ur; Gerða Jónsdóttir, gift Sveini B. Hálfdánarsyni en þau eignuðust þrjú böm. Einnig á Erna einn hálfbróður, Leif Jónsson. Foreldrar Ernu voru Jón Guð- mundsson, bátsformaður og síðar fisksali í Reykjavík, og Halldóra Kristjánsdóttir húsmóðir. Erna heldur upp á afmælið sitt á nýju ári. ríks var Margrét Eiríksdóttir, ætt- fóður Bolholtsættarinnar, Jónsson- ar. Móðir Bjarna í Túni var Hólm- fríður Gestsdóttir, b. í Vorsabæ, Guðnasonar og Sigríðar Sigurðar- dóttur, systur Bjarna riddara. Móð- ir Ingibjargar var Guðfinna Guö- mundsdóttir, b. í Hróarsholti, Tóm- assonar. Erla er dóttir Áma Blandons, b. í Neðri-Lækjardal í Austur-Húnavatns- sýslu og síðan starfsmanns Skattstofu Reykjavíkur, Erlendssonar, b. í Fremstagili, Einarssonar. Móðir Árna var Sigríður Þorkelsdóttir. Móðir Erlu er Þorbjörg Gríms- dóttir, b. á Kirkjubóli í Tungu- sveit, Benediktssonar, hreppstjóra á Kirkjubóli, Jónssonar, hrepp- stjóra á Kleifum í Gilsfirði, Orms- sonar, ættföður Ormsættar Sig- urðssonar. Móðir Benedikts var Guðrún Eggersdóttir, b. í Hergils- ey, Ólafssonar. Móðir Gríms var Valgerður Grímsdóttir, hrepp- stjóra á Kirkjubóli, Jónssonar. Móðir Þorbjargar var Sigríður Guðmundsdóttir, b. á Víghólsstöð- um á Fellsströnd, Þórðarsonar, og Þorbjargar Björnsdóttur, b. í + Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði Guömundssonar. Björgvin KristinnGuðjónsson verkamaður í Þorlákshböfn Björgvin Kristinn Guðjónsson verka- maður, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, verður níræður annan í jól- um. Starfsferill Björgvin fæddist á Brekkum í Hvol- hreppi í Rangárvalla- sýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveita- _______________ störf þess tíma. Hann stundaði íand- búnaðarstörf og hóf siðan sjálfur búskap að Dufþaksholti í Hvol- hreppi þar sem hann var bóndi á ár- unum 1946-59. Þá flutti hann til Þor- lákshafnar og var þar netamaður, lengst af hjá Hafnarnesi ehf. Fjölskylda Björgvin kvæntist 11.5.1939 Ragn- heiði Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 28.10. 1915, d. 26.1. 1998, húsmóður. Hún var dóttir Ólafs Guðmundssonar og Ingibjargar Friðriksdóttur á Bíldu- dal. Börn Björgvins og Ragnheiðar Jó- hönnu eru Hörður Björgvinsson, f. 25.6.1940, en kona hans er Guðbjörg Hjörleifsdóttir, f. 23.8. 1940, og eiga þau tvö börn; Guðbjörg Björgvins- dóttir, f. 7.2. 1945, en maður hennar er Magnús Sigurðsson, f. 23.7. 1942, og eiga þau fimm börn; Ingibjörg Björgvinsdóttir, f. 20.3.1947, en mað- ur hennar var Gísli Sveinsson, f. 15.1. 1943, d. 16.5. 1970, og eru börn þeirra tvö; Katrín J. Björgvinsdótt- ir, f. 4.8.1954, og á hún einn son. Dóttir Ragnheiðar Jóhönnu er Helga Dagbjartsdóttir, f. 8.9.1930, en maður hennar er Guðjón Ólafsson, f. 22.9.1924, og eiga þau fjögur börn. Systkini Björg- vins: Ingigerður Guðjónsdóttir, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984; Guðni Guðjónsson, f. 11.6. 1898, nú látinn; Katrín Jónína Guð- jónsdóttir, f. 10.1. 1900, d. 21.5. 1954; Guðjón Guðjónsson, f. 5.4. 1902, d. 20.9. 1985; Guðný Guðjóns- dóttir, f. 4.5. 1905, d. 25.4. 1974; Anna Guð- _____________jónsdóttir, f. 13.3. 1907, nú látin; Guðrún Guðjónsdótt- ir, f. 16.3. 1913; Bogi Pétur Guðjóns- son, f. 5.11. 1919, nú látinn. Uppeldissystir Björgvins var Júl- ía Árnadóttir, f. 4.7. 1914, nú látin. Foreldrar Björgvins voru Guðjón Jóngeirsson, f. 29.5.1863, d. 2.2.1943, bóndi og söðlasmiður að Brekkum í Hvolhreppi, og k.h., Guöbjörg. Guðnadóttir, f. 25.3.1871, d. 6.8.1961, húsfreyja. Ætt Guðjón var sonur Jóngeirs, b. í Neðridal í Vestur-Eyjafjallahreppi og i Mörk, Jónssonar, hómópata og b. í Mörk. Móðir Guðjóns var Gunnvör Jónsdóttur, b. Hlíðarendakoti í Fljótshlíö, Ólafssonar, pr. í Eyvindarholti. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, eldprests Steingrímssonar. Guðbjörg var dóttir Guðna Guð- mundssonar, b. á Skækli í Austur- Landeyjum sem nú heita Guðnastaðir, og f. k. h., Járngerðar Sigurðardóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.