Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 11 DV Skoðun Blindur í baði Faðirinn fann að augn- lœknirinn var svo skiln- ingslaus í fagi sínu að hann hafði ekki minnsta grun um að á stofunni var lifandi kraftaverk. Hann þagði því um hríð en horfði á flugu i glugg- anum og velti fyrir sér af hverju hún vœri að hrista höfuðið. vera meö skörpustu sjónina. í því fólst svipuð upphefð og að vera stærstur í bekknum eða með stærsta typpið. Árleg skólaskoðun leiddi í ljós sigurvegara á þessum sviðum og hans var gullið ævinlega þegar sjónin var mæld. Mælingar héraðslæknisins tryggðu honum viröingu bekkjarbræðra sem sló flest annað út. Líf hans var ljúft og aðrir líkamlegir ágallar hurfu í ljóma kostanna. Þannig leið æska hans í gulllituðum ljóma ofursjónar. Sjálfum var honum uppsigað við sjóndapra félaga og ein uppáhalds- iðja hans var að kippa gleraugum af einum bekkjarbróðumum og kætast yfir því þegar hann fálmaði sig áfram í myrkri. Seinna, þegar þroskinn færðist yfir, áttaði hann sig á því að þetta var illa gert og samviskubitið nagaði um hríð og hann vorkenndi gleraugnaglámun- um í kyrrþey. Læknirinn á staðnum hafði afar sérstakan hátt á við að mæla sjón héraðsbúa. Tvö vegg- spjöld voru í sjónhomi stofu hans í staö hefðbundins stafaspjalds. Ann- að veggspjaldið bar yfirskriftina „Friðaðir fuglar“ en hitt „Fuglar sem má skjóta". Á spjöldunum mátti síðan lesa nöfn þorpsbúa og réðst það af afstöðu læknisins til þeirra hvorum megin menn lentu. Efst á hvoru spjaldi voru nöfn mestu óvina og vina skráð með stærsta letri. Síðan smáminnkuðu nöfnin niður listann, eftir minnk- andi óvild eða vináttu, og þau neðstu voru fólki með venjulega sjón ólæsileg. Maðurinn hugsaði stoltur til þess að þegar hann var drengur í sjón- flestir hefðu skilgreint sem pirring. En maðurinn var kominn á flug og honum fannst sem arnarsjón sin lýsti upp stofuna. „Já, konan sér illa,“ andvarpaði hann. „Stundum er kostur að sjá illa,“ sagði læknirinn og spurði svo: „Er hún nokkuð svo heppin að heyra illa?“ sagði hann með svo kvikindis- legum hreim að hinum blöskraði ósvifnin. Lifandi kraftaverk Faðirinn fann að augnlæknirinn var svo skilningslaus í fagi sínu að hann hafði ekki minnsta grun um að á stofunni var ljóslifandi krafta- verk. Hann þagði því um hríð en horfði á flugu í glugganum og velti fyrir sér af hverju hún væri að hrista höfuðið. Læknirinn hafði nú lokið skoðun á stráknum og var með smávegis samviskubit vegna orðaskiptanna. Hann ákvað að bæta fyrir geðvonsku sína. „Viltu ekki að ég mæli líka í þér'sjónina?" spurði hann fóðurinn sem tókst á loft og fékk að nýju trú á skynbragð lækn- isins sem hafði eftir allt saman gert sér grein fyrir því að gullmoli hafði slæðst inn á stofuna hans. „Ég hef bara gaman af því að leggja læknavísindunum lið,“ svar- aði hann með lítillæti og settist við tækið. Þegar búið var að stilla það við andlit hans rann stundin upp. Faðirinn las reiprennandi fyrstu tvær línumar en þá þriðju las hann eftir minni. „Honum er illa við mig,“ hugsaði hann og sá fyrir sér að gleraugnaglámurinn með augn- læknisprófið hefði fiktað í tækinu til að niðurlægja hann. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að reiðast en ákvað að halda ró sinni og ýtti tækinu frá sér án þess að lýsa því hvað stæði í næstu línu. „Þetta er oröiö gott. Ég þarf ekki að sanna neitt,“ sagði hann og stóð upp. Augnlæknirinn horfði yfir gleraug- un og glotti. Feðgarnir gengu út af stofunni. Sá yngri var kátur, enda með erfðir sem færðu honum ofur- sjón á báðum augum. Faðirinn var brúnaþungur. Hann var ekki alveg viss um að augnlæknirinn hefði raunverulega fiktað í tækinu. Þegar strákurinn bauð honum að keppa í sjónskerpu hafnaði hann því. „Ertu í vondu skapi, pabbi?" spurði sonur- inn en fékk ekkert svar. Feðgamir héldu heimleiðis án þess að meira væri sagt á leiðinni. Friðaðir fuglar Allt frá barnæsku hafði sjónin veriö helsta tromp mannsins og það sem öðrum var hulið sá hann gjarnan. Á barna- skólaárunum vann hann hvem stórsigurinn af öðr- um þar sem hann við læknisskoðun reyndist prófi gat hann lesið neðstu línurnar hnökralaust. Honum var í barns- minni að ættbálkur hans lenti um miðbik spjaldsins yfir friðaða fugla og hann hafði glaðst vegna þess. Ólæsileg símaskrá Þegar feðgarnir komu heim var faðirinn enn þungt hugsi. Hann bölvaði augnlækninum en gaf sér þó tíma til að greina fínustu hreyf- ingar starra sem sat 10 metra utan við eldhúsgluggann. „Hann er með brún augu,“ sagði hann upp úr eins manns hljóði og tók ákvörðun. Hann ætlaði í sjón- próf hjá gamla héraðslækninum aft- ur. Sá var löngu fluttur á mölina og hann náði í símaskrána og ákvað að leita hann uppi. Hann opnaði síma- skrána og þá rann upp stund sann- leikans í lífi hans. Stafirnir döns- uðu fyrir augum hans og mynduðu hringiðu sem engin leiö var að átta sig á. Það var ekki fyrr en hann hafði fært símaskrána metra frá andliti sínu að hann náði skerpu en þá var fjarlægðin orðin of mikil til að hann næði að lesa. Það þyrmdi yfir hann og fótlunin nísti hann inn að hjartarótum. Út um gluggann sá hann að starrinn flaug um á ofsa- hraða. Honum sýndist kló á hægri fæti vera löskuð. Hann faldi andlit- ið í gaupnum sér. „Er eitthvað að, elskan," spurði aðvífandi eiginkon- an hann blíðlega. Hann gat ekki hugsað sér að upplýsa um sjón- depru sína. „Nei,“ sagði hann og vonaði að holur hljómur raddarinn- ar greindist ekki. Þunglyndið vegna sjóndeprunnar stóð fram á kvöld. Hann hristi loks af sér slenið og ákvað að bregða sér í bað. Svartamyrkur Hann afkæddi sig og stillti hita- stig vatnsins. Þar sem hann kom undir bununa létti á huga hans og heitt vatnið veitti honum nauðsyn- lega ró. Hann teygði sig í hársápuna og nuddaði ofan í hársrætur. Með lokuð augun hugsaði hann með sér hversu erfitt væri að búa við dapra sjón. Eftir nokkra stund opnaði hann aftur augun og þá skall áfallið á honum af fullum þunga. Hann sá ekkert og blikkaði ótt og títt augun- um en ekkert gerðist. Svartamyrkur var orðið hlutskipti hans og hann æpti upp yfir sig í skelfingu. örviln- aður þreifaði hann sig út úr sturtu- klefanum og datt á hálum gólfflís- unum. Hann stóð aftur á fætur og galopnum augum þreifaði hann sig blindandi í átt að dyrunum. Skjálfandi hönd- um opnaði hann og æpti út.í myrkrið: „Hjálp, ég er blindur!" Það mátti heyra saumnál detta en svo heyrði hann brambolt sem virtist koma úr eld- húsinu og hann kallaði aft- ur. „Vertu rólegur," svar- aði kona hans. „Raf- magnið fór og ég er að leita að kerti.“ Nokkrum dögum eftir áfallið í sturtunni fór hann einn til augnlæknis. Hann greindist fjar- sýnn. Að auki reyndist hann vera með smávægilega sjónskekkju og fékk tilvísun á lestr- argleraugu. „Ég er búinn að missa sjónina," æpti maðurinn út í sortann og ör- væntingin var algjör þar sem hann stóð nakinn og löðrandi í sápu í dyr- um baðherbergisins. Hugsanir hans voru á ringulreið og á örfáum sek- úndum runnu um huga hans mynd- brot þar sem frábær sjón hans hafði gert honum kleift að sjá nánast í gegnum holt og hæðir. Á stundum hafði hann orð á því að hann gæti séð þúfutittling geispa í 500 metra fjarlægð. Hann átti það til á góðum degi að píra augun og negla síðan niður í vitna viðurvist smáhlut í órafjarlægð og lýsa í smáatriðum svo aðdáun vakti. Hann var með arnarsjón. Sekúndur liðu og hann stóð frosinn og hjálparvana í dyrum baðherbergisins. Ekkert svar barst við hjálparkalli hans og hann æpti aftur hálfbrostinni röddu. Fyrirboöi Þrátt fyrir frábæra sjón í gegnum tíðina hafði undanfarin misseri ým- islegt bent til þess að henni hrakaði. Geispandi þúfutittlingar og smátt letur höfðu smám saman horfið í móðu en hann hélt þvi þó enn fram að hann greindi hvert smáatriði en byggði á minni til að glutra ekki niður stöðu sinni. Hann hélt áfram að lýsa í smáatriðum einu og öðru í fjarlægðinni án þess að fólk hefði á valdi sínu að mótmæla. Hann var sjáandinn og fólk nennti ekki að leggja land undir fót til að sann- reyna hvort lýsingar hans væru réttar. Augnkvilli ungs sonar hans varð tU þess að feðgarnir lögðu leið sína til augnlæknis. Sjáandanum gafst þar guHið tækifæri tU að lýsa náðargáfu sinni fyrir fagmanni. Augnlæknirinn, sem sjálfur var með gleraugu af sterkari gerðinni, sýndi engin sérstök hrifningar- merki þar sem hann skoðaði dreng- inn undir ræðu fóðurins. Þúfutitt- lingar að geispa eða depla augunum í fiarska virtust ekki höfða sérstak- lega tU hans. Augnlæknirinn lét strákinn kíkja inn í tæki og lesa stafi á spjaldi á meðan faðirinn lét móðan mása. „Já, þetta er í erfða- vísunum," malaði hann þegar strák- urinn var búinn að lesa niður spjaldið án þess að hiksta. „Dreng- urinn á að vísu sjóndapra móður en heppnin er með honum og föðurgen- in hafa ratað á réttan stað,“ hélt hann áfram og það rumdi eitthvað í augn- lækninum sem Skoðanir annarra Vandamái Clintons „Það eru 48 ár síðan Harry Truman, fyrrver- andi forseti, og eiginkona hans komu tU heima- bæjar síns, Inde- pendence, eftir að hafa ekið frá Washington i lélegum bU. Hann átti lítið inni á bankareikningnum eftir 8 ár í Hvíta húsinu og þá voru engin eftirlaun fyrir fyrrverandi forseta. Aðstæður hans urðu tU þess að samþykkt var lagafrum- varp sem tryggði fyrrverandi þjóð- höfðingjum Bandaríkjanna trygga afkomu. Aðstæður BUls Clintons væru tryggar þyrfti hann ekki að greiða lögmönnum háar fiárhæðir. Hvort óreiðan, sem fiölmiðlar greina nú frá, er vegna þeirra eða vegna per- sónuleika Clintons sjálfs skal ósagt látið. En Clinton hafði ekki verið fyrrverandi forseti í nema tæpan mánuð þegar honum hafði tekist að sverta eftirmæli sín. Jimmi Carter var besti forsetinn sem Bandarikin hafa haft. Clinton er að verða sá fyrirlitnasti." Úr forystugrein Aftenposten 16. febrúar. Hvatt til ofbeldis? „ísraelsk yflrvöld leita að og drepa útvalda palestínska leiðtoga á Vesturbakkanum og Gazasvæð- inu. ígær mótmælti Evrópusam- bandið, fyrir miUigöngu Svíþjóðar, óásættanlegri aðferð sem stríðir gegn grundvaUarreglum um réttar- far. Það var nauðsynlegt athuga- semd við það ofbeldi sem það er að taka af lífí pólítíska andstæðinga án dóms og laga. En hvaö gerist? Jú, Simon Wiesenthalstofnunin, sem er stofnun gyðinga með bæki- stöðvar í Bandaríkjunum, réðst á Göran Persson forsætisráðherra vegna gagnrýninnar á stefnu ísra- els. Séu aðgerðir ísraels aUtaf af- sakaðar með því að ríkið hafi orð- ið tU sem ríki gyðinga og fórnar- lamba nasista er jafnframt verið að byggja undir þá skoðun aö árásirn- ar séu árásir af hálfu „gyðinga“ en ekki árásir af hálfu ríkis eða stjómvalda.“ Úr forystugrein Aftonbladet 16. febrúar. Litlar breytingar „Eitt af kosn- ingaloforðum Bush forseta var að endurskoða hertækni, hernað- araðgerðir, liðs- afla og vopn bandaríska hers- ins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ráögert er að endurskoða hemaðaráætlanir vamarmálaráðuneytins í ljósi þess að kalda stríðið er á enda. Svipað- ar áætlanir voru settar fram árið 1991, ‘93, og ‘97 en mistókust aUar. Þær höfðu í för með sér fækkun í minni herdeUdum og vopnakaup- um. Engu að síður er breytingin ótrúlega lítU. Skipulag hersins inn- an sem utan er í megindráttum eins og á tímum kalda stríðsins.“ Úr forystugrein New York Times 16. febrúar. Palme krati eða ekki? Nýjasta bókin í Svíþjóð um Olof Palme hefur vakið umtal. Var hann, þegar aUt kemur tU aUs, enginn sós- íaldemókrati? Vissulega var bak- grunnur Palmes af sama meiði og menntun hans en umræðan snýst um fræðUegu hliðina... Hvað sem öðru líður getur enginn sagt að ævi- starf hans sé eitthvað minna virði af því að föðuramma hans hafði lít- ið álit á gyðingum... Hér í blaðinu hefur réttilega verið bent á að bók Gummessons taki þrönga afstöðu og einblíni óþarflega á samskipti Palmes og manna hliðhoUum nasist- um á yngri árum hans.“ Úr forystugrein Hufvustads- bladet 16. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.