Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 40
,48
Tilvera
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
DV
I
ýmislegt sem væntanlegar mæður þurfa að varast
Daufur er barnlaus bœr segir í
gömlu íslensku máltœki. Barna-
dauöi var mikill á íslandi allt til
loka nítjándu aldar. Algengt var aö
konur fœddu sex til sextán börn og
taldist þaó barnalán ef helmingur
þeirra liföi. Vitað er aö ein islensk
kona átti tuttugu og þrjú börn og
engin af þeim voru tvíburar. Hún
kemst þó hvergi nœrri rússnesku
konunni frú Vassilet sem var fœdd
1816 og lést 1872. Samkvœmt heims-
metabók Guinness átti hún sextán
sinnum tvíbura, sjö sinnum þríbura
og fjórum sinnum fjórbura, sem ger-
ir alls sextíu og níu börn, og komust
þauflest til manns.
Froða úr munni jórturdýra
DV-MYND HARI/SAMSETNING HALLUR
Margt ber aö varast
Barnshafandi kona má ekki horfa niður af háu því þá verður barnið lofthrætt og ef hún stígur yfir breimandi kött verður þaö fáþjáni, borði hún gómfillu úr sel
veröur það holgóma og ef hún borðar selshreifa verður barnið með hreifa í staðinn fyrir hendur.
Samkvæmt þjóðtrúnni eru ýmis
ráð sem fólk getur gripið til ef
það vill auka líkurnar á
getnaði. I bókunum Merk-
isdagar á mannsævinni
eftir Áma Björnsson
og íslenskir þjóðhætt-
ir eftir Jónas Jónas-
son frá Hrafnagili er
sagt frá nokkrum slík-
um og ýmsu sem fólk
þarf að varast á í tengsl-
um við börn og barneign-
ir.
Til dæmis er heillavænlegt að
geta bam á sunnudegi með aðfall-
inu og á fullu tungli. Konur geta
haldið yfir sér mylsnu af hjartar-
horni, blandaðri með uxagalli,
meðan á samforum stendur til að
auka líkur á getnaði eða drukkið
merarmjólk stuttu eftir blæðingar.
Einnig er ráð að taka eista úr
hrafni eða ref, þurrka það í skugga
og mylja síðan í duft og drekka
með vini fljótlega eftir tíðir.
Karlmenn sem vilja auka líkum-
ar á að konur þeirra verði
barnshafandi eiga að taka
froðu úr munni jórtur-
dýra og bera hana á
skapabarma konunn-
ar meðan hún sefur
eftir samfarir. Karl-
ar sem vilja auka
losta kvenna sinna
eiga að gefa þeim
kynfæri af ref eða
eistu úr gæsastegg að
borða. Ef konur vilja auka
losta karla sinna eiga þær að gefa
þeim kraftmikið kjöt, fisk og mjólk.
Svo er líka hægt að leigja eina bláa
eða gefa karlinum Viagra.
Strákur eða stelpa
Þeir sem vilja stjóma kyni bama
sinna geta gripið til þess að konan
liggi á hægri hliðinni meðan á getn-
aði stendur því þá eignast hún strák
en stelpu ef hún liggur á þeirri
vinstri. Einnig er sagt að ef maður-
inn vill frekar eignast bam verði
það stelpa en
strákur ef konan
er viljugri til bam-
eigna.
Því er almennt
trúað að strákar
sprikli meira i
móðurkviði en
stúlkur og að kon-
ur séu framstæð-
ari ef þær bera
dreng undir belti.
Sumir segja að
þessu sé þveröfugt
farið og undir
framstæðri og
toppmjóri kúlu sé
stelpa en strákur
undir breiðri kúlu.
Þegar hægra
brjóstið stækkar
meira en það
vinstra eða konan
er rjóðari á hægri
kinn er óbrigðult
að um strák er að
ræða.
Ef giftingar-
hringur sem hald-
ið er í bandi sveifl-
ast fram og aftur
yfir kúlunni er
bamið strákur en
stelpa ef hann fer í
hringi.
Ryðblettur á
nalinni
Nú á tímum geta
konur farið út í
dv-mynd ingó apótek og keypt
Gæfumerki aö fæöast í sigurkufli þungunarpróf til
Ef börn fæöast í líknarbelgnum og hann er heill og að vita hvort þær
órifinn er sagt að þau fæöist í sigurkufli og veröi séu með barni.
gæfumanneskjur. Þetta var ekki
Velkomin í heiminn
Ef fæðing gekk illa var talið gott leggja burnirót í rúmið
hjá vanfærri konu svo hún snerti hana bera eða gefa
henni vín, blandað með baidursbrá eða pungarfa, að
drekka.
svona auðvelt fyrir nokkrum áratug-
um. Ekki er þar með sagt að konur
hafi ekki átt ráð til að komast að
hinu sanna. Til þess að vita hvort
getnaður hefði átt sér stað gátu þær
pissað í fat og sett fægða nál á botn-
inn og ef ryðblettur var á nálinni
daginn eftir var konan þunguð. Aðr-
ir segja að ryðbletturinn tákni að
konan sé ekki ófrísk.
Margt að varast
Eftir að getnaður hefur átt sér
stað er ýmislegt sem væntanlegar
mæður þurfa að varast. Barnshaf-
andi kona má ekki horfa niður af
háu því þá verður barnið lofthrætt
og ef hún stígur yfir breimandi
kött verður það fábjáni. Ef ólétt
kona horfir of lengi á norðurljósin
verður barnið rangeygt og ef hún
pissar úti í tunglsljósi verður það
tunglsjúkt. Borði ófrísk kona rjúpu
eða rjúpuegg verður barnið
freknótt, ef hún borðar gómfillu úr
sel verður það holgóma og borði
hún selshreifa verður bamið með
hreifa i staðinn fyrir hendur.
Ekki má barnshafandi kona
drekka vatn sem kindur eða kýr
hafa drukkið af því þá er hætt við
að barnið jórtri. í þessu tilfelli er
hjátrúin greinilega notuð í sótt-
vamarskyni.
Þeir sem umgangast konur sem
eru bomm verða að gera það af
varfæmi því ýmislegt í hegðun
þeirra getur haft afdrifaríkar af-
leiðingar í fór með sér. Til dæmis
eiga menn að leysa af sér poka sem
þeir kunna að bera á bakinu áður
en þeir ganga í hús þar sem ófrísk
kona kann að vera, annars er hætt
við að bamið fæðist krypplingur.
Gangi menn mn á skautum eða
mannbroddum í húsi þar sem kona
er farin að gildna undir belti verða
fætur bamsins í laginu eins og
skautar eða mannbroddar.
Lausnasteinar góð vísindi
Ljósmæðurnar á Fæðingardeild
Landspítalans kunna ýmislegt fyr-
ir sér sem þær hafa ekki lært af
bókum en miðla hver annarri af
reynslu.
Guðrún Eggertsdóttir ljósmóðir
segir suma á því að barnshafandi
konur megi ekki drekka úr skörðótt-
um bolla þvi þá fæðist barnið með
klofinn góm eða klofna vör. „Þegar ég
var ófrísk í fyrsta skiptið hljóp rotta
yfir fótinn á mér og ég skoðað barnið
mjög vel eftir fæðinguna til að athuga
hvort það væri loðinn blettur á því.“
Fyrr á timum var þvi almennt
trúað aö til væru steinar sem
auðvelduðu konum fæðinguna.
Steinarnir gengu undir nafninu
lausnarsteinar og þeirra er helst
að leita í fjöruborðinu.
Lausnarsteinar
eru fræ er-
lendrar trjáteg-
undar sem ber-
ast hingað með
hafstraumum
og eru fremur
sjaldgæfir.
Elínborg V.
Jónsdóttir ljós-
móðir segir að
fyrir sína parta
telji hún að
lausnarsteinar
virki prýðilega
og menn haldi
bara að það sé
hjátrú að nota
þá en það séu í
raun góð vís-
indi. „Ef lausn-
arsteinn er sett-
ur undir tung-
una á konu
meðan á fæð-
ingu stendur
getur hún ekki
lokað munnin-
um og um leið
slaknar á
kjálkavöðvunum. Allir vöðvar í lík-
amanum vinna í hópum og séu
kjálkavöðvamir slakir eru
vöðvamir í grindarbotninum það
líka og það auðveldar fæðinguna."
Elínborg segir einnig að hún hafi
heyrt talað um gamla bók eða
skræðu í Dölunum sem sagt sé að
fylgi kraftur, ekki ósvipaður og
lausnarsteinum. „Það á að vera
gott að leggja bókina í sæng
kvenna ef þeim gengur illa að fæða
og mér skilst að hún sé notuð enn.
Ráð til að auðvelda
fæðinguna
Samkvæmt þjóðtrúnni geta kon-
ur gert eitt og annað til að auð-
velda sér fæðinguna. Þær mega til
dæmis ekki ganga undir sperrur
eða nýreist hús því þá verður að
reisa sperrur yfir þeim til að þær
geti fætt. Ófrískar konur mega
heldur ekki ganga undir þvotta-
snúru því þá vefst naflastrengur-
inn um hálsinn á barninu.
Ef fæðingin gekk illa var talið
gott að leysa alla hnúta og opna
glugga og hurðir.
í bók Jónasar frá Hrafnagili er
sagt að gott sé að leggja bumirót í
rúmið hjá vanfærri konu svo hún
snerti hana bera. Einnig segir að
það hjálpi til að gefa konunni tíkar-
mjólk eða vín, blandað með bald-
ursbrá eða pungarfa, að drekka.
Stundum var gripið til þess ráðs að
hnýta sigurhnút eða sigurlykkju
yfir konunni til að losa um fæðing-
arstífluna.
Sigurkufl
Þegar börn fæðast í líknarbelgn-
um og hann er heill og órifinn er
sagt að þau fæðist í sigurkufli og
verði gæfumanneskjur. Eftir fæð-
inguna á að taka belginn og þurrka
því hann kemur barninu tU góða
seinna á ævinni. Sagt er að þeir
sem fæðist í sigurkufli séu skyggn-
ir og að enginn galdur vinni á þeim
svo lengi sem þeir bera kuflinn á
sér.
í þeim tilfellum sem ekki er um
sigurkuíl að ræða á að brenna
bamsfylgjuna sem allra fyrst því
vondir andar sitja um að komast
yfir hana. Ef fylgjunni er kastað á
víðavangi geta illir andar náð valdi
á henni eða villidýr étið hana og
fylgir þá dýrið eða andinn barninu.
Umskiptingar
Aldrei má skilja komabörn eftir
ein í langan tíma því huldufólkið
reynir að skipta á bömunum og
örvasa huldukarli eða huldukerl-
ingu. Þetta er gert með þvi að hnoða
gamlingjanum saman svo hann
verði ekki stærri en ungbarn og
töfra yfir hann svip barnsins. Til að
komast að því hvort bam sé um-
skiptingur er nóg að hýða það dug-
lega eða setja upp á altari því þá
birtist það í sinni réttu mynd.
Allir vita að til þess að böm vaxi,
dafni og öðlist þroska þurfa þau ást
og umhyggju. Böm era augasteinar
foreldra sinna og foreldrum ber að
gæta þeirra sem slíkra. Munið að
skæri gerir bamið blint en hnífur
eineygt. -kip@ff.is