Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV 7 Fréttir Sjómannadeiian Hvorki gengur né rekur og verkfall nálgast. DV. AKRANESI:______________________ A funmtudag var undirritaður í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi samningur á milli FVA og Nýherja hf. um uppsetningu á þráð- lausu tölvuneti í skólanum. I samn- ingnum skuldbindur Nýherji hf. sig til að koma slíku neti upp í skólan- um sem gerir það m.a. kleift að hægt verður að nota fartölvur hvar sem er í byggingum skólans og á heimavistinni. Uppsetning senda er þegar hafin. Nýheiji býður nemendum FVA einnig góð kjör ef þeir kaupa eöa leigja fartölvur af fyrirtækinu. Til að geta tengst tölvunetinu þarf að hafa sérstakt netkort i tölvunum. I haust verður boðið upp á i til- raunaskyni nokkra námsáfanga þar sem miðað verður viö að nemendur hafi tölvur í kennslustundum. Hóp- ur kennara við skólann mun taka þátt í þessari tilraun og hefst undir- búningurinn i vor. -DVÓ Sjómannadeilan er í höröum hnút: Þráðlaust tölvu- net verður í skólanum DV MYND DVÓ Fyrsta fartölvan Þórarinn Kópsson, sölustjóri hjá Ný- herja hf., og Tryggvi Þór Gunnars- son, söluráögjafi hjá Nýherja hf., af- henda Þóri Ólafssyni, skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi, fyrstu fartölvuna Fjölbrautaskóli Vesturlands: gamalli tillogu - segir Helgi Laxdal um tilboð LÍÚ „Staðreyndin er sú að hér er á ferð- inni tillaga frá LÍÚ sem er oröin allt að ársgömul og því mesta nýjabrumið farið af henni. En það getur verið að framkvæmdastjór- Helgi Laxdal. inn hafi afhent okkur nýtt ljósrit að þessu sinni og líti því svo á að þar sem pappírinn er nýr þá hljóti það sem á honum stendur einnig að vera það,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags fslands, um þá tillögu sem Friö- rik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, lagði fram nú nýverið í kjaradeilunni við sjómenn og ætlað er að höggva á hnútinn hvað varðar verðlagningu á fiski upp úr sjó. Klukkan tifar og boðað verkfall þann 15. mars nálgast og skellur á fínnist ekki lausn á deilunni. Helgi segir framkvæmdastjóra LÍÚ hafa miklast af því á síðasta fundi hjá sáttasemjara að þokast fram á veg- inn í þessari samningagerð. „Það er því miður alrangt. Það eina sem gerðist á fundinum var það að Friðrik Jón sagði okkur frá því að hann væri að hefja fundaferð í útvegsmannafélögunum og þess vegna hefði hann ekki tíma til þess að hitta okkur í vikunni. Við tjáð- um honum á móti það að honum væri heimilt án okkar leyfis að halda fundi út um land að vild og okkur væri alveg sama hvorn hring- inn umhverfis landið hann færi. Fleira gerðist nú ekki á þeim fundi,“ segir Helgi Laxdal. Nokkrar útgerðir hafa imprað á sérsamningum við sjómannasam- tökin en ekkert er enn í hendi um það. Þar er fyrst og fremst um að ræða útgerðir vertíðarbáta eða svo- kallað einyrkja sem sjá fram á að missa af besta veiðitíma ársins. Nýjasta útspil útgerðarmanna í deil- unni er að undirbúa verkbann til að setja á þá sjómenn sem kynnu að standa utan verkfalls. -rt Nýtt Ijósrit af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.