Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 17
17 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Travolta verstur allra - fær átta tilnefningar til verðlaunanna The Golden Raspberry Það er sanngjarnt að segja að leikarinn John Travolta hafi endur- reist feril sinn sem vinsæll kvik- myndaleikari á undanförnum árum. Travolta lék í óhemjuvinsælum dans- og söngvamyndum á áttunda áratugnum og nægir að nefna Satur- day Night Fever og Grease til að rifja þá gullöld upp. Síðan varð Travolta allt í einu mjög haliærislegur og var nánast öllum gleymdur þar til Quentin Tar- antino hirti hann upp og lét hann leika í Pulp Fiction. Travolta sló al- gerlega í gegn því álit manna hafði sveiflast heilan hring og nú var komin til valda i Hollywood kynslóð sem hafði alist upp við kappann sem átrúnaðargoð. Travolta hefur síðan leikið í fjöl- mörgum kvikmyndum sumum ágætum, sumum næstum því góð- um en hann hefur sýnt að hann er ágætur leikari þó hann sé hættur að dansa. Hallar undan fæti? Travolta hefur nú, að því er virð- ist, komið ferli sínum í hálfgert klandur og það algerlega að eigin frumkvæði. Travolta er meðlimur í Vísindakirkjunni eins og fleiri frægir Hollywood-leikarar. Vísinda- kirkjan byggir á kenningum Ron L. Hubbard sem var allt í senn, prédik- ari, einhvers konar vísindámaður, loddari og hræðilega vondur rithöf- undur. Eftir hann liggja nokkrar bækur, aðallega vísindaskáldsögur sem enginn nennir að lesa nema meðlimir safnaðarins. Ein þessara bóka er Battlefield Earth og eftir henni var gerð kvik- mynd síðasta ár sem Travolta lék aðalhlutverkið í. Hann gerði heldur meira því hann lagði svo mikið af eigin fé í gerð myndarinnar að hann réð í raun yfir leikstjórn og fram- leiðslu myndarinnar. Herfilegir dómar Þegar Battlefield Earth kom út fékk hún strax herfilega vonda dóma. Gagnrýnendur áttu varla orð til að lýsa vanþóknun sinni og skemmtu sér á kostnað Travolta við að rífa myndina algerlega í snepla. Nú hefur The Golden Raspberry Foundation tilkynnt sínar árlegu tilnefningar til verstu kvikmyndar ársins 2000. Þar kemur Battlefield Earth gríðarlega sterk inn með heil- ar átta tilnefningar. Hún fær til- nefningu sem versta kvikmynd, versta leikstjórn, versta handrit, versti leikur í aðalhlutverki, versta par á hvíta tjaldinu og þrjár tilnefn- ingar fyrir versta leik í aukahlut- verki. Showgirl á metið Þessi verðlaun eru veitt árlega og þetta er mesti fjöldi tilnefninga sem ein kvikmynd hefur hlotið síðan Showgirls fékk heilar 13 tilnefning- ar en nú hefur flokkum verið fækk- að og þeir eru aðeins níu þannig að Battlefield Earth náði næstum því fullu húsi. The Golden Raspberry Founda- tion tilkynnir um sigurvegara sína 24. mars næstkomandi, sama kvöld- ið og óskarsverðlaunin eru afhent. Raspberry þýðir hindber en það get- ur líka þýtt að ulla ruddalega á ein- hvern með áberandi prumphljóði. Verðlaunagripurinn' sjálfur er metinn á fjóra og hálfan dollar og er gyllt hindber á stærð við golfkúlu sem er límt á tóman filmudall. Verð- launahafar verða að sætta sig við að engin hátíð verður haldin til að af- henda verðlaunin en John Wilson, talsmaður The Golden Raspberry og stofnandi verðlaunanna, sagði að myndirnar sem tilnefndar væru verðskulduðu ekki hátíðahöld. Þeir eru líka vondir Travolta fær tilnefningar fyrir tvær myndir en hann er einnig til- John Travolta hefur notlð gríöarlegra vinsælda undanfarin ár. Hann sótti þaö mjög fast aö fá aö leika í kvikmyndinni Battlefield Earth, eftir bók sem leiötoginn Ron. L. Hubb- ard skrifaði. Þessi mynd fær flestar tilnefningar sem versta mynd ársins 2000. nefndur sem versti leikari í kvik- myndinni Lucky Numbers. Aðrir sem fá margar tilnefningar eru Adam Sandler fyrir leik sinn í Little Nicky og einnig fá myndirnar Book of Shadows: Blair Witch 2 og The Next Best Thing fimm tilnefningar hver. Leonardo DiCaprio fær tilnefn- ingu fyrir The Beach, Sylvester Stallone fyrir Get Garter og síðast en ekki síst fær Arnold Schwarzenegger tilnefningu fyrir The 6th Day. Ekki eru þær betri Þær leikkonur sem njóta þess vafasama heiðurs að fá tilnefningu til Gullnu hindberjaverðlaunanna eru Kim Basinger fyrir Bless the Child, Melanie Griffith fyrir Cecil B. Demented, Madonna fyrir The Next Best Thing, Bette Midler fyrri Isn’t She Great og Demi Moore fyr- ir Passion of Mind. Leikstjórar sem fá tilnefningu eru Roger Christian fyrir Battlefield Earth, Joe Berlinger fyrir Blair Witch 2, Steven Brill fyrir Little Nicky, Brian DePalma fyrir Mission to Mars og John Schlesinger fyrir The Next Best Thing. Alls eru það 503 meðlimir sem hafa rétt til atkvæðagreiðslu um þessi sérstæðu verðlaun. Það eru kvikmyndagagnrýnendur, bíógestir og fólk sem starfar í kvikmyndaiðn- aði. Atkvæðagreiðslan er leynileg. -PÁÁ í tileSni a£ konudeginum opna Garðheimar kl. 08.00 og bjóða upp á stórkostlegt úrval a£ blómvöndum. GjaSavörur Blómavasar Kertastjakar Ilmkertaúrval Fræ: enn melra úrval Mold Sáníngarbakkar Áburður Pottaplöntur: Blómstrandi Grœnar flottar Blómapottar Gæludýravörur: Proplanfóð ur Blautmatur Þurrfóður Fuglafóður Dýraleikföng Baðbombur fylgja öllum konudags- og garðheima- vöndum á konudaginn Þú getur valið milli: AMOUR = tælandi FLOWER POWER = örvandi GLITTER BOMB = með „glimmer" YING TO YANG = hið fullkomna jafnvægi CHERISH = fyrir hana sem veit hvað hún vill! iVÝJAU (iIvItSILIÍÍiAU 1‘OITASENDINGAU BEINT FRÁ HOLL\M)I l ttÁBÆtt VEKD Opið nllo dogo tií ktukkan Zll GARÐHEIMAR Heimur skemintilegra hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is ■TILBOÐ Ficus benjamina „Danielle" fíkjutré: 2.99i Ficus benjamina „Naomi" fíkjutré: 2.99I Dracena marginata - drekatré: 2.98I Cocos nucifera - kókospálmi: 1.46! Aloe Vera: 98( Asplenium nidus - hreiðursburkni: 77i Jasmina: 1.451 í Garðheimum finnur þú það sem þú leitar að. DEIMSENDINGAll- ÞJÓNIJSTA SÍMI 5403320 MJÓDD Stekkjarbakki 10 TULIPANAR Á 509,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.