Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 x>v Hafi Bill Clinton haldið að hneykslismálunum væri lokið þeg- ar hann yfirgæfi Hvíta húsið hefur hann orðið fyrir vonbrigðum. Sak- sóknarar rannsaka nú tengsl milli f]árframlaga til Clintons og flokks hans og náðunar á síðasta degi hans á forsetastóli. Clinton hefur einnig verið spurður í þaula um gjafir og húsgögn sem hann og eiginkona hans, Hillary, tóku með sér úr Hvita húsinu þegar þau fóru frá Washington. Það olli einnig hneyksli þegar for- setinn fyrrverandi hugðist taka á leigu dýrt skrifstofuhúsnæði á Man- hattan á kostnað skattgreiðenda að hluta til. Clinton hefur nú hætt við þá áætlun sína og er að semja um ódýrara leiguhúsnæði í Harlem sem er blökkumannahverfl. Heiladauður eða með ótrú- legt minnistap Clinton hefur sætt mikillar gagn- rýni í Washington að undanförnu, ekki bara meðal repúblikana heldur einnig meðal demókrata. „Clinton hlýtur annaðhvort að hafa þjáðst af ótrúlegu minnistapi eða verið heila- dauöur," sagði Joseph Biden sem er öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn. Það að Clinton skuli ætla að setja upp skrifstofu í Harlem þykir sýna að hann sé farinn að hafa áhyggjur af ímynd sinni, að mati stjómmála- fræðinga. Það varð uppnám þegar Clinton tilkynnti að hann hygðist koma sér fyrir í skrifstofubyggingunni Carnegie Towers á Manhattan og borga tæpar 70 milljónir íslenskra króna í ársleigu. Það hefði kostað skattgreiðendur meir heldur en Erient fréttaljós samanlögð ársleiga fyrir skrifstofur fjögurra síðustu forseta Bandaríkj- anna. Skrifstofuhúsnæðið í Harlem, sem er um 700 fermetrar á 14. hæð, yrði talsvert ódýrara, eða fjórðung- ur af því sem leigan á Manhattan er. Útsýnið er heldur ekkert slæmt. Clinton sér yfir húsaþökin í Harlem, yfir allan Central Park al- menningsgarðinn og i áttina að skýjakljúfunum í finni hverfum. Það yrði líka styttra fyrir hann heim i villuna í Chappaqua. Þó að talsverðar umbætur hafi verið gerðar í Harlem á undanfórn- um ámm er hverfið þó niðumítt í samanburði við Manhattan. Víst þykir að Clinton verði vel fagnað í hverfinu þar sem hann naut mikils stuðnings þegar hann náði endur- kjöri. En það vegur bara að litlu leyti upp á móti gagnrýninni sem hann hefur sætt að undanfömu. Rannsókn á náðun á land- flótta auðkýfingi Saksóknarar í New York hafa nú hafið rannsókn á hvort tengsl séu milli fjárframlaga til Clintonhjón- anna og Demókrataflokksins og náðunar á landflótta auðkýfingi og gyðingi, Marc Rich, síðasta daginn í valdatíð Bills Clintons. Tvær þing- nefndir hafa hafið yfirheyrslur vegna málsins. Clinton neitar lögbroti vegna umdeildrar náðunar en virðist viðurkenna önnur mistök: Endurgreiðir box hanska og postulín brot Rich til embættismanna Clint- ons. Clinton heldur því fast fram að sakaruppgjöfin sé réttlætanleg. „Þegar staðreyndir málsins eru orðnar opinberar skilur fólk hvað ég gerði og hvers vegna, jafnvel þótt menn séu ekki sammála þvi,“ legg- ur forsetinn fyrrverandi áherslu á. Endurgreiða Spielberg og Stallone fyrir gjafir Clinton virðist að minnsta kosti hafa viðurkennt mistök með því að hafa tekið gjafir og húsgögn með sér frá Hvíta húsinu. Clintonhjónin hafa skilað aftur húsgögnum að verðmæti um 2,5 milljónir íslenskra króna. Deilt hefur verið um hvort um persónulegar gjafir sé að ræða eða gjafir til forsetaembættisins. Bill og Hillary sögðu að ekkert þess- ara umdeildu húsgagna heföi verið á lista yfir opinber húsgögn Hvita hússins. Tveir húsgagnaframleiðendur, sem framleitt höfðu húsgögn sem Clintonhjónin tóku með sér, segja að þau hafi verið hluti af húsbúnaði fyrir skrifstofuálmu Hvíta hússins. Þau hafi ekki verið ætluð forseta- hjónunum sjálfum. I yfirlýsingu frá skrifstofu Clintons segir að hús- gögnin hafi verið flutt frá skrifstofu- álmunni með samþykki embættis- manna. Meðal umdeildu húsgagn- anna eru tvö borð og stólar frá Den- ise Rich sem metin eru á um 600 þúsund króna. Clintonhjónin hafa lýst þvi yfir að þau ætli að endurgreiða rúmlega 7 milljónir króna fyrir gjafir sem þau tóku á móti. Er það tæplega helmingur þess sem gjafimar, sem þau tóku á móti, eru metnar á. Með- al þess sem þau ætla að endurgreiða eru húsgögn, sjónvörp, fatnaður, postulín og listaverk. Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er á lista yfir þá sem fært hafa Hvíta húsinu gjafir. Spielberg gaf postulín sem metið er á tæpa hálfa milljón króna. Ted Danson og Mary Steenburger gáfu einnig postulín fyrir jafnháa upphæð. Golf- kylfur að verðmæti 30 þúsund krón- ur bárust frá Jack Nicholson og boxhanskar frá Sylvester Stallone fyrir örlítið lægri upphæð. Þessir gefendur eru meðal þeirra sem fá endurgreitt. Níu milljónir fyrir fyrsta fyrir- lesturinn Clinton er ekki bara í vandræð- um með ímyndina heldur einnig íjármálin. Talið er að hann skuldi gífurlegar íjárhæðir vegna lög- mannskostnaðar í tengslum við Whitewatermálið og Lewinskymál- ið. En sem fyrrverandi forseti getur hann krafist hárra upphæða fyrir að flytja fyrirlestra og ræður. Clint- on mun hafa fengið um 9 milljónir króna fyrir fyrsta fyrirlesturinn sem hann flutti hjá fjármálafyrir- tækinu Morgan Stanley Dean Witt- er. Forstjóri fyrirtækisins er sagður hafa sagt í tölvupósti að líklega hefðu menn átt að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fengu Clinton til að halda ræðu. Viðskiptavinir fyrir- tækisins væru ekki allir hrifnir af hegðun forsetans. Það eru þó ekki allir sem óttast viðbrögð viðskiptavinanna. Hug- búnaðarfyrirtækið Oracle og tvö önnur fyrirtæki hafa beðið Clinton um að halda ræðu siðar i þessum mánuði. Byggt á Washington Post, New York Times o. fl. Fyrrverandi eiginkona auðkýfingsins og forsetinn fyrrverandi Bill Ctinton hefur sætt haröri gagnrýni fyrir aö náöa auökýfinginn Marc Rich. Fyrrverandi eiginkona Rich, Denise, sem hefur veriö örlát á fé í sjóöi forsetans fyrrverandi og demókrata, réttir Bill hér saxófón á samkomu. Komið hefur í ljós að Denise Rich, fyrrverandi eiginkona Marcs Rich, gaf 6 mUljónir i kosningasjóð Hillary Clinton þegar hún keppti að því að hreppa öldungadeildarþing- sæti fyrir New York. Bandaríska dagblaðið Washington Post kvaðst hafa það eftir heimildarmönnum, sem vel þekktu til fjárframlaga Den- ise Rich, að frá júlí 1998 til maí 2000 hefði hún þrisvar sinnum geflð há- ar fjárhæðir í bókasafnssjóð forset- ans áður en hún hóf að berjast fyrir sakaruppgjöf fyrrverandi eigin- manns síns. Nefndar hafa verið töl- ur á bilinu 40 til 85 milljónir ís- lenskra króna. Framlög Denise Rich til Demókrataflokksins og frambjóð- anda hans námu yfir 85 milljónum króna. Denise gaf einnig forseta- hjónunum húsgögn sem metin eru á um 600 þúsund króna. Hún hefur vísað því á bug að samband sé á milli gjafa hennar og tilrauna henn- ar til að fá fyrrverandi eiginmann sinn náðaðan. Bill Clinton segir engin tengsl hafa verið á milli gjaf- anna og náðunarinnar. Marc Rich flýði til Sviss fyrir 17 árum þegar verið var að undirbúa ákæru á hendur honum vegna skattsvika upp á 400 milljónir is- lenskra króna. Hann var einnig sak- aður um ólögleg olíuviðskipti við ír- an, írak og Líbýu. Mary Jo White, saksóknari í New York, ætlar að láta skoða banka- færslur, símtöl og önnur skjöl til að kanna hvort nokkuð ólöglegt hafi legið að baki náðuninni á Marc Rich. White undirbjó fyrstu ákæruna á hendur Rich en ekki var leitað ráða hjá skrifstofu hennar vegna náðunarinnar. Beiðnir um náðanir eru lagðar fyrir embættismann í dómsmála- ráðuneytinu. Roger Adams, sem gegndi embættinu áður en repúblikanar tóku við, sagði við yf- irheyrslu hjá þingnefnd í vikunni Skrifstofubyggingin í Harlem Bill Clinton hætti viö aö taka á leigu rándýrt húsnæöi á Manhattan og hyggst nú taka á leigu skrifstofu í þessari byggingu í Harlem í New York. að kvöldið fyrir embættistöku Ge- orge Bush hefði verið hringt í sig og honum tjáð að ekki þyrfti að kanna nema feril tveggja af 141 sem lagt væri til að náðaðir yrðu daginn eft- ir. Rich var annar þeirra. Adams var ekki greint frá því að Rich hefði flúið land heldur einungis að hann hefði búið erlendis. Kvaðst Adams hafa komist að því hjá FBI, alríkis- lögreglunni. Hann sagðist hafa sent í símbréfi samantekt um meint af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.