Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV Helgarblað Öll ástarlyf eru ímyndun - viltu borða ostrur í 36 mánuði? Það má áreiðanlega halda því fram með nokkurri vissu að allir eða nœstum allir sem komnir eru á til þess bœran aldur hafi ein- hvern áhuga á kynlífi. Þessum áhuga fylgir einatt jafnframt mikill áhugi á öllu sem viðkem- ur kynlífi og iðkun þess og ekki síður öllum hjálp- artœkjum og meðulum sem auka áhuga og út- hald okkar við iðkun kynlífs. Meðal vinsælla hjálpartækja og hjálparmeðala sem eiga að losta eða auka hann eftir atvikum eru fjöl- margar fæðutegundir og lyf eða jurtir. Stundum eru þetta einstakir réttir, stundum einstakar matarteg- undir en einnig stundum einstakir líkamshlutir eða útlimir dýra sem eru borðaðir heilir eða steyttir. Viltu ostrur? Dæmi um frægar lostavekjandi matartegundir eru ostrur sem eru slímugur skelfiskur sem minnir svolítið á krækling syndandi i hrárri eggjahvitu. Enginn veit hvers vegna en margir telja að þessi fiskvöðvi sé gæddur fágætum eiginleikum til að örva kynhvöt. Ostran er litið frábrugðin algeng- um skelfiskum við ísland eins og kræklingi og hörpudiski eða öðu- . skel. Þetta er einnig sagt um hrogn úr ýmsu sjávarfangi svo sem ígulker- um og skemmst er þess að minnast að sagt er að Japanir hafi tröllatrú Horn nashyrningsins hefur lengi veriö talinn lostavaki Fyrir þetta hefur dýrinu legiö við útrýmingu og þýðir ekkert þó ítrekað sé sagt að hornið sé ekkert merkiiegra en neglur. á þurrkaðri íslenskri loðnu sem lostavaka og stýfi hana úr hnefa með hrísgrjónavíninu um helgar. Engan lauk, takk Dæmi um grænmeti sem er talið vekja losta er laukur, svipaður þeim sem er líklega saxaður í mörgum eld- húsum landsins á hverjum degi með tilheyrandi táraflóði. Aldagömul hjá- trú tengir laukinn við aukna kynhvöt og sagt er að prestar í egypskum hof- um hafi ekki mátt borða lauk vegna þess að talið var að þeir gætu misst alla stjórn á skírlífí sínu við það. Hvar er hornið mitt? Dæmi um einstakan líkamshluta dýrategundar sem hefur á sér goð- sagnakenndan blæ á þessu sviði er horn nashyrningsins. Því hefur ver- ið trúað um aldir að hornið raspað niður og tekið inn með víni auki mönnum þrek og kraft í kynlífi. Mikili og gráðugur markaður er enn í Austurlöndum fyrir nashyrn- ingshorn og hefur þessi eftirspurn Selir hafa mátt sæta því aö kynfæri þeirra eru seld dýrum dómum sem lostavaki. átt ríkan þátt í að þessi klunnalega geðvonda skepna er talin í útrým- ingarhættu. Þetta er sérlega dapurlegt því auðvelt er að fá staðfest að ekkert í hornum nashyrninga hefur neitt næringargildi eða verkun á einu eða neinu sviði. Homið er í megin- atriðum úr sama efni og hár dýra, klær eða hófar eða jafnvel neglur mannsins. Þær er mun auðveldara að naga og fá þannig svipaða inn- töku og af rándýru nashyrnings- horni. Tígrisdýr í rúminu Önnur ámóta einkennileg dæmi eru af beinum tígrisdýrsins en af þeim er sagt að megi laga sérlega orkuvekjandi súpu sem geri hvern sem er æran af losta. Af þessu hefur tígurinn líkt og nashyrningurinn mátt gjalda með lífi sínu fyrir löng- un mannsins til að standa sig betur millum rekkjuvoðanna. Selir hafa einnig verið seldir und- ir þessa sök þó ekki sé í eins ríkum mæli. Selsreðir hafa verið fjarlægð- ir af dauðum karldýrum og seldir til Austurlanda sem lostavakar. Hvemig þeirra er neytt er ekki ná- kvæmlegá vitað. Egg margra fuglategunda hafa á sér áþekkt orð og skrásetjari þess- ara orða þekkir mann sem hefur sérstaka tröllatrú á nýorpnum svartfuglseggjum til góðrar driftar á þessu sviði. Svipaðar sögur fylgja jurtum eins og ginsengi, hvítlauk, cayenne-pip- ar, hunangi og mörgum fleiri krydd- og matartegundum. Tóm della Sjálfsagt þætti mörgum skemmti- legt ef einhver þessara goðsagna ætti við einhver rök að styðjast. Svo er þó ekki. Þúsundir nashyminga hafa lát- ið líf og horn sín algerlega til einskis og margur maðurinn og konan góflað í sig allskyns ógeðfelldum elexirum algerlega að tilgangslausu. Enn hafa engin vísindaleg rök fundist fyrir neinni af þeim ótal þjóð- sögum um lostavaka sem fylgt hafa mannkyninu til þessa dags. Eini lostavakinn af þessu tagi sem óum- deilt virkar era Viagra-töflumar og framleiðsla þeirra eyðir engum dýr- mætum jurtum og stefnir engri dýra- tegund í útrýmingarhættu. Svo dæmi sé tekið af hinum vin- sælu ostrum þá hefur stundum verið haldið fram að í ostrum sé sérstak- lega mikið af snefilefninu sinki sem hafl örvandi áhrif á kynhvötina. Viltu alls ekki ostrur? Bandarískir sérfræðingar, sem reyndar efast um þessi áhrif sinksins, hafa áætlað að ef rétt væri þyrfti með- alkarlmaður að lifa á ostrum ein- göngu í 36 mánuði til þess að ná fram einu holdrisi aukalega. Hætt er við að mörgum þætti slíkt athæfi að sækja vatn yfir lækinn. Sömu sérfræðingar segja að ginseng hafi lík áhrif á kynhvötina og sterkt kaffi og sterkur pipar geti örv- að hjartslátt og komið með því út svita á neytandanum en eigi ekkert skylt við kynlíf eða kynhvöt. Leiðin að hjarta manns- ins Hitt hefur lengi verið vitað að leiðin að hjarta mannsins og þar með kynfær- unum liggur gegnum magann og er ekki að efa að margir festa auðveldlega ást á þeim sem í endur- tekin skipti gefúr þeim gott að borða og líklegt er að slík hughrif leiði til eða auðveldi náin kynni eins og kynlíf. Þetta eru hins veg- ar eingöngu huglæg eða sálræn áhrif sem eiga ekkert skylt við innihald matarins eða það sem borðað er. í þeim skilningi má segja að allur matur sé lostavekjandi en í sömu andrá að allir rómaðir losta- vakar séu ímyndun. -PÁÁ Náttúrusalt Herbamare kryddsalt er blanda af hafsalti, kryddjurtum og lifrænt ræktuðu grænmeti. Ljúffengt og hollt kryddsalt f matargerðina og á matarborðið. Éh náttúrulega eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smératorgi af sófasettum Útsölulok Allt að: 40% 40% 40% 40% 40% af eldhúsborðum af sófaborðum af skápum af borðstofusettum (/) 40% af stólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.